Þjóðviljinn - 26.11.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.11.1944, Blaðsíða 1
9. árgangur. Sunnudagur 26. nóvember 1944. 239 tölublað. Flokksþingið sett annað kvold Fjórða þinff Sósíalista- flokksins verður sett annað kvöld kl. 8.30 að Skólavörðustíg 19. 18. þing Alþýðusambands Islands Alþýdusambandsþingíð mun lýsa fyltfi víd siefnuskrá núverandí ríkísstfórnar I gær voru reikningar sambandsins samþykktir lingsfélagsins Fundur hófst í gær klukkan hálf tvö og stóð í tvo tíma. . Forseti lýsti nokkrum tillögum er fram höfðu kom- 3ð og voru nokkrar þeirra samþykktar. Mun Alþýðusambandsþingið lýsa fylgi við stefnu- skrá núverandi ríkisstjórnar. Þá fluttu tveir fulltrúar frá bændaráðstefnu Al- þýðusambandsins, sem stendur yfir þessa dagana, stutt ávörp til Alþýðusambandsþingsins. Þá samþykkti þingið ennfremur þá ráðstöfun Al- þýðusambandsstjórnarinnar að víkja Verkamannafélagi Akureyrar (Erlingsfélaginu svo nefnda) úr Alþýðu- sambandinu. Fjárhagsnefnd skilaði áliti um reikninga sambands- ins og voru þeir einróma samþykktir. í gærkvöld minntust fulltrúar Alþýðusambands- þingsins 50 ára afmælis verklýðshreyfingarinnar á ís- landi með samsæti í Iðnó. Forseti Alþýðusambandsins, Cruðgeir Jónsson flutti ávarp, Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flutti ræðu, Pétur Pétursson las upp. Á fundinum í gær lýsti forseti nokkrum framkomnum tillögum, -\"oru þær m. a. um eftirfarandi: Tillaga um að lýsa fylgi við stuðri- :ing og stefnu núverandi ríkis- stjórnar; tillaga um aukna véla- notkun við vegavinnu og ránn- sókn á brúm; tillaga varðandi sild- armannvirki á Ilúsavík; tillaga um að þing sambandsins skuli haldið nm mánaðamót maí—júní; tillaga um samræmingu á kaupi og kjör- um karla og kvenna; tillaga um endurbætur á tryggingalöggjöfinni o. fl. TILRAUNIR FRAMSÓKNAR TIL AÐ ÆSA BÆNDUR OG VERICAMENN HVORA GEGN ÖÐRUM. Tveir fulltrúar frá bændaráð- stefnu Alþýðusambandsins, þeir Játvarður Jökull og Björn Eiríks- son, fluttu stutt ávörp. Játvarður Jökull skýrði frá því, ihvernig Búnaðarfélag lslands stakk tilboði Alþýðusambandsins unr þátttöku í ráðstefnunni uridir ■Stói og leyndi bændur því. Sam- tímis var svo drcift áróðri á flest- öll bændaheimiii í landinu um að ibændur gangi í bandalag með at- winnurekendavaldinu við sjóinn. Kvaðst ræðumaður vænta þess, að stéfnt yrði að því, að íslenzkt bændafólk myndi sem fyrst sam- tök með öðru vinnandi fólki í í landinu. Sú framkoma Framsóknar í þessu máli, er ræðumaður gat um, ér einn liðurinn í þeirri fyrirætlun afturhaldsins, að suridra hinum vinnandi stéttum, æsa þær til ill- deilna innbyrðis og koma síðan á afturihaldsstjórn í landinu. Hugur bændaalþýðunnar til al- j)ýðunnar í bæjunum við sjóinn sést greinilega á því, að þrátt fyr- ir fjandsamlegan áróður Fram- sóknarflokksins eru mættir á bændaráðstefnunni 30—40 bændur og vitað er um fleiri sem ýmissa ástæðna vegna gátu ekki mætt. Björn Eiríksson ræddi nofckuð þann ríg sem'afturhaldið elur stöð- ugt á milli bænda og verkamanna og nauðsyn þess að bændur starfi saman með öðrum vinnandi stétt- um landsins til heilla fyrir land og lýð. ERLINGSFÉLAGIÐ KVATT. Þá var rætt bréf frá Verka- mannafélagi Akurcyrar (Erlingsfé- laginu svonefnda), en sambands- stjórn vék því úr sambandinu á sínum tíma þcgar verkamenn á Akurcyri voru sameinaðir í einu félagi, hefur Þjóðviljinn áður rætt og brottvikning „Er- Belgí ka afturhaldið lætur skjóta á kröfu- göngu landvarna- manna i Brössel Þrjátíu og fimm menn særðust er lögreglan í Briissel skaut á kröfu- göngu í gær. Kröfugangan var skipulögð af ein um fjölmennasta félagsskap land- varnarhreyfingarinnar „Oháða flokknum", og hafði unnið það til „saka“ að fara inn á svæði, sem yfirvöldin höfðu bannað að kröfu- göngur færu um. Virðist afturhaldsstjórnin í Bel- gíu staðráðin í að æsa til óeirða og bæla niður landvarnarhreyfinguna, er svo mikinn þátt átti í frelsun landsins. En ekki er líklegt að það takist. Alþýðan í hernumdu lönd- unum mun ekki láta bióða sér inn- lenda kúgun í stað hinnar erlendu. það mál og skal það ekki vakið upp hér. Urðu nokkrar hógværar umræð- ur, andmælti eriginn að sambands- stjórn hefði gert rétt í þessu máli, hins vegar vildu nokkrir leggja sveig á leiðið. Samþykkt var með 84 atkv. gegn 74 að víkja félaginu úr sambandinu. REIKNIN GAR SAM- BANDSINS SAMÞYKKTIR. Björn Bjarnason hafði framsögu fjárhagsnefndar um reikninga sam- ibandsins, lagði néfndin einróma til að reikningarnir væru samþykktir og var það gert í einu hljóði. Fundi var síðan slitið. , Næsti fundur verður kl. 4 í dag í Listamannaskálanum. 50 ÁRA AFMÆLI ÍSLENZKR- AR VERKLÝÐSHREYFINGAR. í gærkvöld minntust þingfull- trúar 50 ára afmælis verklýðs- hreyfingarinnar á íslandi með sam- sæti i Iðnó. Dagskrá var: Ávarp forseta sambandsins, Guðgeirs Jónssonar; ræða: Svcrrir Kristjáns- son; upplestur: Pétur Pétursson. Sæmundur Ölafsson kallar sjómenn- ina ”sökudólga“ Fá hrakyrði, sem viœlt hafa verið til íslenzkrar alþýðu, hafa vakið eins djúpa reiði og fyrirlitningu og hin svívirðilegu orð er hinn svokallaði „sjómanna“-fulltrúi, atvinnurekandinn Sœmundur Ólafsson, lét sér um munn fara á Alþýðusambands- þinginu. Heilar skipshafnir hafa horfið í hafið, hundruð manna hafa orðið að horfa á eftir sínum nánustu, vinum og œttingjum, í hina votu gr'óf hafsins. Það er vitað, að óverjandi vanrœksla hefur átt sér stað hjá skipaeftirlitinu. ífiamt leyfir hinn svokallaði „sjómanna“-fuUtrúi, Sœmund- ur Ölafsson, sér að rœgja sjómannastéttina á þingi verklýðssam- takanna með því að mœla aðra eins svívirðu og þessa: „Sjómennirnir eiga ekki að hafa öryggiseftirlitið. Sjómennimir voru að hlaða sig í kaf, það átti ekki að fá þeim — SÖKUDÓLGUNUM SJÁLFUM — eftirlitið í hendur“. Þessa svívirðu munu íslenzkir sjómenn launa afturhalds- agentinum Sœmundi Ólafssyni að verðleikum. ■ wti Eysýsla öll a valdi Rðssa Stalín marskálkur hefur tilkynnt, að hersveitir úr Leníngradhemum hafi tekið Eysýslu (Ösel) í Riga- flóa. Þjóðverjar gerðu að síðustu tilraun til að koma liði sínu burt sjóleiðina, en það mistókst. Allt Eistland er þá frjálst aftur, en Þjóðverjar hafa enn á sínu valdi fleyg í Lettlandi, — á syðri hlið Rigaflóa. ViLíM-.... Rauði herinn sótti fram 10— 15 km. í Austur-Slovakíu- Hann vann enn á á 250 km. langri víglínu, frá Tokaj til Búdapest. Hannibal Valdimarsson kallar Al- þýðusambandið „maðkaveitu svika og rógs“ Það er ekkert nýtt að hœgri klílca Alþýðuflokksins beiti róginum í þjónustu sína, en sjaldan mun hún hafa beitt honum eins skefjalaust og á þessu Alþýðusambandsþingi. Á öðrum stað í Þjóðviljanum er getið rógs Sœmundar Ól- afssonar um sjómannastéttina íslenzku. En það voru ekki aðeins sjómennimir, sem rógtung- um hægri klíkunnar var beitt gegn, það voru einnig heild- arsamtök alþýðunnar — Alþýðusambandið — sem „sálu- félagamir“ réðust að með sínum eitraða rógburði. Lognar ásakanir voru af þeirra hálfu bomar á einstaka starfsmenn sambandsins, Gróusöguf sagðar um verlclýðssinna úti á landi. Og svo kórónaði Hannibal Valdimarsson rógsiðjuna með því að kalla ALÞÝÐUSAMBANDIÐ „kalkaða gröf“ að utan, en „maðkaveitu svika og rógs“ að innan. Þessi rógur hœgri klíkunnar er skipulagður þáttur í því starfi hennar að sundra verlcalýðnum, eyðileggja samtök hans — það er þjónusta „sálufélaganna“ við aftwrhaldið í Fram- sóknarflokknum sem hér er að verki. Burt með áhrif rógbera afturhaldsins innan verklýðshrey f ingarinnar!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.