Þjóðviljinn - 30.11.1944, Page 7

Þjóðviljinn - 30.11.1944, Page 7
T'immtudagur 30. nóv. 1944. Skipsdrenguriim á Blossa og lýsa seglin, og hvernig Hreinninn skar sig í gegn- um það, og ég var þá svo veikur, að ég vissi varla hvað ég gerði. Og svo tóku strákarnir að hæða mig og æpa að mér og ég réðst á allan hópinn, til að lúberja þá. Þá lokuðu umsjónarmennirnir mig inni og hegndu mér. Eg beið eftir góðu færi — og strauk. Eg var búinn að komast að. raun um, að ég átti ekki heima á landi og þess vegna fór ég til Franska Pésa og með honum á sjóinn aftur. Þetta er öll sagan, en ég hef hugsað mér að gera þetta aftur, þegar ég er orðinn nokkuð eldri — nógu gamall til þess að geta komizt áfram af sjálfs dáð- um. Þú skalt fylgjast með mér til lands, sagði Jói í á- kveðnum rómi og lagði höndina á öxl hans. Hvað við- víkur----- Tjú! Skammbyssuskot kvað við frá ströndinni. Tjú! Tjú! Fleiri og fleiri skot heyrðust. Tryllingslegt óp, svo varð allt kyrrt. Þá heyrðist kallað á hjálp. Báðir dreng- irnir þutu á fætur og drógu inn stórseglið til þess að vera viðbúnir flótanum. Strákurinn á Hreininum gerði hið sama. Maður á skútunni við duflið vaknaði og stakk höfðinu út um káetugluggann, en hvarf strax aftur, þegar hann sá ókunnu skúturnar. Hin spennandi bið var á enda, stundin til framkvæmda var komin. XVIII. Jói fær nýjum skyldum að gegna. Friskó Kiddi og Jói drógu upp akkerið. Allt var til- búið til þess að leggja af stað. Þeir reyndu að rýra í gegnum myrkrið til lands. Skarkalinn vai;. hættur, en hér og hvar voru kveikt ljós. Marrið í trissum og köðl- um barst þeim til eyrna og þeir heyrðu Rauða Nelson skipa: Hertu á! Leystu! Franski Pési hefur gleymt að bera olíu á þær, sagði Friskó Kiddi og benti á trissurnar. Þeir eru ekki að flýta sér, kallaði strákurinn á Hrein- inum til þeirra. Hknn settist niður á káetuþakið og þurrkaði sér í framan, hann var sveittur af að draga stórseglið upp einsamall. Þeir eru sloppnir, hugsa ég, svaraði Friskó Kiddi. Er allt tilbúið? Já, allt tilbúið hér. Heyrið þið, kallaði maðurinn fyrir innan gluggann á skútunni við duflið, því að hann þorði ekki að reka út höfuðið. Það er bezt fyrir ykkur, að hypja ykkur. Og það er bezt fyrir þig að fela þið undir þyljum og láta ekki á þér bæra, var svarið. Við skulum sjá um okkur. Ger þú hið sama. Ef ég kæmist héðan, skylduð þið fá að kenna á því. Gott fyrir þig, að þú getur það ekki, svaraði strák- urinn á Hreininum, en maðurinn þagnaði. Þarna koma þeir, hrópaði Friskó Kiddi allt í einu. Bátarnir komu samhliða í myrkrinu. Eftir tóninum í Franska Pésa að dæma, voru skipstjórarnir í þrætu. Nei, nei, hrópaði Pési, láta það á Blossa. Hreinn sigla svo hart og fara burt, ó, svo hart ég aldrei sé hann framar. Láta það á Blossa. Á, hvað sefir þú? Hana þá, sagði Rauði Nelson. Við skiptum með okk- ur seinna. En fljótir nú. Upp með ykkur strákar og drag- ið hann upp. Eg er handleggsbrotinn. Mennirnir þutu upp á Blossa með kaðalendana og fóru að draga, allir nema Jói. Hróp, áraglam, marrið í trissunum og þytur í seglum bar þess vitni, að eftirför var hafin. Áfram, skipaði Rauði Nelson. Samtaka! Gætið að missa hann ekki, þá mölbrýtur hann bátinn. Gott, nú ÍJÖÐVILÍINN !7 ina meða á kránni. Fáðu þér bita, sagði hún. Jegorúska skalf, eins og hann hefði hita, hann fékk sér sneið af brauði og tröllepli, en hon- um fannst sér kólna við það. Drengirnir okkar eru úti á gresjunni, andvarpaði gamla konan, það er hræðilegt, ég ætl aði að kveikja á kerti undir helgimyndinni, en ég veit ekki, hvar Stefanía hefur látið það. Borðið meira, ungi herra. Gamla konan geispaði og klór- aði sér á bakinu. Klukkan hlýt ur að vera orðin tvö, sagði hún, örengirnir okkar eru úti á gresjunni — þeir hljóta að vera blautir. Eg er syfjaður, sagði Jegor- úska- Legðu þig, góði minn, svar- aði kerlingin, ég var sofandi, þegar ég heyrði hávaða. Jesús minh, ég vaknaði, og það var stormurinn, sem guð sendi okk- ur. Eg ætlaði að kveikja á kerti undir helgimyndinni, en fann það ekki. Hún hélt áfram að tala við sjálfa sig og tíndi fram ein- hverja leppa, líklega úr sínu eigin fleti, og tvö ^gæruskinn tók hún af nagla hjá ofninum og bjó Jegorúska til bæli. Storminn lægir ekki, tautaði hún, bara að ekkert alvarlegt komi fyrir, drengimir okkar eru úti á gresjunni. Kristur sé méð þér, barnið mitt, ég læt matinn vera, kannski borðar þú seinna. Andvörp gömlu konunnar, andardráttur þerrar, sem svaf á bekknum og stormurinn fyrir utan, gerðu Jegorúska syfjað- an, en hann var feiminn að af- klæða sig fyrir framan konuna, tó'k aðeins af sér stígvélin og lagðist þannig fyrir og breiddi ofan á sig gæruskinnin. Er sá litli farinn að sofa? heyrði hann Pantelí spyrja lágt. Já, hvíslaði gamla konan. Ó, þrumurnar, guð minn góður. Þær hætta bráðum, sagði Pantelí og settist, hann er að lygna. Piltarnir hafa farið inn í kofann, en tveir eru hjá hest- unum, ég ætla að sitja hér dá- litla stund, fara síðan og leysa hina af. Pantelí og gamla konan sátu til fóta Jegorúska og xöluðu saman í hálfum hljóðum, and- vörpuðu og geispuðu. En Jegor- úska gat ekki hitnað, hann skalf undir þungum gæruskinn unum. Hann klæddi sig úr, en skjálftinn hvarf ekki við það. Pantelí fór út til að leysa hina af verði, og hann kom aftur og ennþá lá Jegorúska vakandi og skalf- Eitthvað þjak aði hann, hann vissi ekki, hvort það var hvískrið í gamla fólk- inu eða lyktin úr gæruskinnun- um. Og svo bitu flæmar hann. Mér er kalt, gamla kona, sagði hann og þekkti ekki sína eigin rödd. Farðu að sofa, barnið mitt, sofnaðu. Tit kom að fleti hans. stækk- aði þar og varð að vindmyllu .. Séra Kristófer kom í fullum skrúða og gekk í kringum myll una og stökkti á hana vígðu vatni4 Jegorúska, sem vissi, að þetta var óráð, opnaði augun. Gef mér að drekka, Pantelí, kallaði hann. Enginn svaraði. Hann þoldi ekki að liggja lengur og stóð á fætur, klæddi sig og fór út úr kofanum. Það var að morgna. Himinninn var skýjaður en það var hætt að rigna. Jegorúska fór í blautan frakkann sinn og gekk um garðinn. Stór, hvítur hundur loðinn og rennvotur kom inn í garð- inn, hann glápti forvitnislega á Jegúrska og virtist vera að bræða það með sér, hvort hann ætti að gelta eða ekki- Svo, hætti hann við það og lallaði burtu. Þarna eru menn Varla- moffs! hrópaði einhver úti á götunni. Jegoi'úska færði sig út á götuna, þar stóðu vagnarnir og vagnamennirnir hjá þeim, blautir og forugir. Hann horfði á þá og hugsaði: Þetta er Ijóta lifið, sem þessir bændur lifa. Hann settist hjá Pantelí. Mér er kalt, sagði hann og skalf ennþá. Það gerir ekkert til, bráðum erum við komnir, og þá hlýnar þér. Vagnarnir lögðu af stað og Jegorúska lá á ullarpokunum og skalf, þótt sólin skini og þerraði föt hans og ullarpok- ana. Ef hann lokaði augunum, sá hann Tit og vindmylluna aft- ur. Hann reyndi að reka burtu þessa sýn, en þá sá hann Dí- moff, sem öskraði, mér leiðist svo, ég er óhamingjusamur. Varlamoff reið við hliðina á vögnunum á litla kósakkahest- ínum, Konstantín kom með fuglinn í fanginu og brosti. Þetta var óbærilegt! Að áliðnum degi reisti liann upp höfuð sitt og bað um vatn að drekka. Vagnarnir voru staddir á brú yfir stóra á. Fyr- ir neðan brúna var svartur reykur, og það sást gufuskip með bát í togi- Framundan voru fjöll og hús og kirkjur. Jegorúska hafði aldrei fyrr séð gufuskip. Hann glápti á það, en var hvorki hissa né hræddur. Iiann var bara veik- ur og teygði sig fram af ullar- pokunum. Pantelí sá þetta og sagði: Drengurinn okkar er orðinn veikur, hann hefur ofkælzt. Vesalingurinn að verða að fara að heiman, það er slæmt... VIII. Vagnarnir stönzuðu við stóra kaupmannakrá, ekki langt frá árbakkanum. Jegorúska heyrði kunnugar raddir og klifraði of- an af vagninum. Við komum í gær, sagði ein- hver. Við höfum verið að búast við ykkur í allan dag. Hvað er að sjá frakkann þinn? Þú færð á baukinn hjá honum frænda þínum- * Jegorúska horfði á þann sem talaði, það var Deniska. Frændi þinn og séra Kristó- fer eru að drekka te inm á kránni, komdu! WÞETT4 Þeir, sem trúa á tákn og fyr- irboða, hafa aldrei verið ráða- lausir að gefa skýringu á þeim: Árið 1581 fæddist í Osló van- skapaður grís, sem mikið veð- ur var gert út af. Og framsýn- um mönnum þótti fæðing hans ekki spá góðu. Er honum lýst svo: „Hann hafði munn, tennur og eyru líkust apa, augu eins og héri, nef eins og maður, á höfðinu horn, sem beygðist aft- ur og var líkast fílsrana, húð fíngerða og hvíta eins og kona“, — segir í gamalli bók. Sennilegt er, að grísinn hafi verið eitthvað afkáralegur út- lits, en fróðir menn skýrðu ]ýti hans á alveg sérstakan hátt: Hann var í heiminn borinn til að. sýna, að í landinu voru margir menn svínum líkir og tóku með apalátum öllum tákn um og fyrirboðum. Þeir voru blindir 1 syndum sínum, eins og hérinn, sem sefur með opin aug un, en sér þó ekki neitt. Manns nefið táknaði það, að syndaþef ur væri um allt landið, þó að enginn játaði neitt. Hin hvíta, fíngerða húð táknaði vont sið- ferði — sérstaklega um síld- veiðitímann. Og loks merkti hið afturbeygða horn, að landið væri í afturför. — Sögðu þeir fróðu menn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.