Þjóðviljinn - 02.12.1944, Síða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1944, Síða 2
2 ÞJÖÐVILJINM Laugardagur 2. desember 1944, Bcncdíbt Stcinar: Svar til „Hornfírðings“ Eg vil hér með fáum orðum þakka þeim vini mínum sem gent hefur mér mjög svo vin- samleg orð og föðurlega áminn- ingu í Tímanum 14. nóv. s. 1. og hans lofsamlegu ummæli um mig. Tímagrein þessi á að vera svar til mín, við grein er ég skrifaði í Þjóðviljann í sumar. En leiðinlegt finnst mér það með þenna elskulega vin minn sem segist vera Homfirðingur, að hann skuli ekki getá veitt mér þá ánægju að láta nafns síns getið svo að ég geti snúið máli mínu beint til hans þann- ig að ég þekki persónuna sjálfa svo að við höfum þannig báðir sömu aðstöðu til að ræða mál- in. En eins og greinin ber með sér þá gerir hann ráð fyrir að framhald verði á þessum skrif um okkar. En mér finnst bara verst ef við eigum að fara í persónulegar deilur að fá ekki að vita hver þessi persóna er, hvort það er Homfirðingur eða maður úr öðrum landshluta eða jafnvel hvort það er maður með holdi og blóði eða einhver and- leg vera, sem fundið hefur köll un hjá sér til að gægjast fram úr huliðsheiminum og láta ein- hvem Framsóknarkappann skrifa hér ósjálfráða skrift. Að minnsta kosti get ég ekki búizt við að það sé heiðarleg persóna sem ekki þorir að koma fram fyrir jafn auðvirðilega persónu eins og ég er að áliti greinar- höfundar- Persóna þess talar um það að ég þeysi ótömdum jó út á ritvöllinn og það kann vel að vera rétt, en ég verð þá líka að álíta það að höfundur ríði asna við einteyming út á gler- hálar blaðsíður Tímans og get- ur það þó tæplega talizt Fram- sóknarmanni samboðið að hafa slíkan reiðskjóta. Greinarhöfundur hyggst að slá á viðkvæma strengi hjá fólki með því að segja að ég þakki illa áttræðum öldungi 26 ára þingvíst og örugga fomstu í velferðarmálum sýslunnar, eða syni hans látnum, sem var þingmaður 1 5 ár. Þetta segir höf. eflaust í trausti þess 'áð fáir Homfirð- ingar hafi lesið grein mína og af því hann veit að þeir Hóla- feðgar hafa verið vinsælir í hé- raði sínu • og þeim vinsældum hefur mér aldrei dottið í hug að spilla, og í grein minni hef ég ekki farið neinum óvirðing- arorðum um þá né minnzt á þá persónulega. En ef höfundi er einhver þægð í því að ég fari að lýsa minni persónulegu skoð im á einstaka mönnum og af- stöðu minni til þeirra, þá vil ég taka þetta fram: Af Þorleifi í Hólum fyrrver- andi aiþingismanni, hef ég ekk ert nema gott að segja það sem ég þekki hann, er hann prúð- menni og friðsamur í öllu sínu starfi þótt ég viti það jafnframt að ýmislegt má að honum finna eins og öllum mönnum. En at- kvæðamikill um framfaramál héraðsins held ég að hann hafi aldrei verið. Ennþá síður mun ég fara að lastleggja Þorbergi heitnum syni hans, eins og höf. vill vera láta. Og það verð ég að segja í fullri hreinskilni að Þorbergur heitinn mun hafa verið frjáls- lyndasti og atkvæðamesti þing- maður sem við Hornfirðingar höfum átt 1 seinni tíð. En því miður naut hans stutta stund á þingi, og að sjálfsögðu hefur honum verið róðurinn þungur þar sem hann átti öfluga and- stæðinga innan héraðsins og svo að síðustu veikindin sem hann átti við að stríða. Síðan minntist greinarhöfund ur á það að ég telji ..auðteymd- an og hugsunarlausan lýð byggja sýsluna“. En slíkt eru rangfærslur á grein minni, en ég hef sagt að fylgi Framsókn- arflokksins hafi haldizt við af nokkurs konar hlýðni við flokk 'inn eða af hugsunarleysi kjós- enda, en meining mín er alls ekki sú sem greinarhöfundur vill vera láta og skal ég skýra það nánar. Þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður þá hafði hann strax mikið fylgi í Austur- Skaftafellssýslu og dettur mér ekki í hug að halda að það hafi verið af þröngsýni eða hugsun arleysi, heldur þvert á móti, því að þá var myndaður flokkur sem hafði þannig lagaða stefnu skrá að sveitaalþýðan og þá ekki sízt hinir fátækari bænd- ur sáu þarna rísa dagsrönd bjartari tíma og betri kjara og þeir hlutu að fylkja sér undir .merki þessa flokks í trausti þess að hann beitti áhrifum sínum, sem þá þegar urðu all- mikil, til hagsbóta fyrir þá, sem hann líka gerði á ýmsan hátt. Og þess vegna vil ég segja það, að það er alls ekki óeðli- legt þótt að þeir sem upphaf- lega tóku tryggð við þennan flokk og væntu mikils af hon- um, — þó að þeir væru nokkuð lengi að átta sig á því hvort hann ætlaði að bregðast mál- stað hinnar fátæku sveitaal- þýðu- Og þess vegna vil ég segja það að margir hafa vilj- að halda tryggð sinni við flokkinn í lengstu lög, eftir að hann fór að gerast málsvari hirts dökkasta afturhalds, — í trausti þess eða von, að hann mundi sjá að sér aftur. Og ann- að er það að útbreiddasta blað sveitanna skuli vera Tíminn og með blekkingum sínum hefur honum ef til vill tekizt að halda sumum við flokkinn af því að þeir hafa fengið einhliða póli- tískt fóður, það veit ég að er staðreynd þó að sæmilega skyn- samir menn hafi átt í hlut. Þá minnist greinarhöfundur á einstök mál héraðsins og þá fyrst hraðfrystihúsbyggingu K. A. S. K. og segir að henni sé senn lokið. En ég er nú ekki farinn að sjá það enn hvenær henni verður lokið og mun það geta dregizt nokkuð enn, og það eitt er víst að ómældir eru þeir peningar sem K. A. S. K., hér- aðsbúar og aðrir sem stunda þar atvinnurekstur munu verða búnir að tapa á því að frysti- hús vantar, frá því er þetta kom fyrst til umræðu og hægt hefði verið að byrja á verkinu og þar til er húsið tekur til starfa, og þar er aðeins um að kenna viljaleysi þeirra sem mestu hafa verið ráðandi í því máli. Þá veitist höf. að mér fyrir það að ég hafi ekki vakið máls á nauðsyn þeirra mála er ég hef rætt unv syo sem vatns- veitu, rafmagnsmálum o- fl. og að ég hafi aldrei átt sæti í nokkurri nefnd er fjallað hafi um þessi mál og það mun rétt vera. Enda hefur mér aldrei verið hossað svo hátt af for- sprökkum Framsóknar að þeir hefðu kært sig um mig í slíkar nefndir sem höf. talar um, en hafa víst aldrei verið til nema ef verið hefur hreppsnefnd Nesjahrepps. En ég vil líka bæta því við að það er ekki nóg að vekja máls á framfara- málunum, það þarf að fylgja þeim fast eftir þar til þau hafa verið framkvæmd. Hversu mörg eru ekki málin sem frambjóð- endur til alþingiskosninga hafa vakið máls á og gleymt þeim er þeir hafa komið í þingsal- inn. Þá vill höfundur gera nokkr- ar athugasemdir við það sem ég hef sagt um samgöngumál sýslunnar, þar sem ég sýni stór- hug minn í því að krefjast smærri skipa en- sé þó hinn reiðasti út af því hve Esjuferð- imar eru stopular, eins og hann kemst að orði. Sannleikurinn er sá að ég hef víst ekki hugsað svo hátt um hafnarbætur á Hornfirði þegar ég skrifaði grein mína, að ég hafi gert ráð fyrir að skip á stærð við Esju leggðust að bryggju og þess vegna hef ég talið smærri skip- in hentugri en ég vona að þetta sé misskilningur hjá mér. En það er ekki til afsökunar fyrir ferðir Esju, því að þótt hún geti ekki lagzt að bi-yggju og sé þess vegna kannski ekki eins hentug til vöruflutninga, þá getur hún þó komið inn í ósinn til að taka og skila af sér far- þegum og pósti, eins og hún gerði fyrst eftir að hún fór að hafa strandferðimar. Eins og greinarhöfundur hlýt ur að vita þá er Esja eina far- þegaskipið sem gengur á milli Reykjavíkur og Austurlands og þess vegna er það hart að farþegar sem eiga að fara í land á Homafirði í blíðskapar- veðri, að þeir skuli' þurfa að taka krók á sig til Reykjavík- Þegar hersveitir Hitlers hverfa úr Danmörku Eins og viðhorfið er nú, geta menn búizt við hruni Þýzkalands á hverri stundu. Það getur orðið í nótt, og það getur orðið eftir nokkra mánuði, en hvenær svo sem það verður, er aðalatrJðiö fyr- ir okkur þetta: Erum við reiðu- búnir til að mæta þeirri stund, sem allir heiðarlegir Danir hafa beðið eftir með óþreyju síðan Þýzkaland réðist á land okkar 9. apríl 1940, stund frelsisins og reikningsskilanna? Við skulum hér á eftir ræða nokkuð um hvernig hugsanlegt er að þróunin verði í Danmörku. Hvað snertir brottför þýzku hersveitanna úr landinu eru hugs- anlegir tveir möguleikar: 1. að Þjóðverjar flytji lið sitt brott áður en allt hrynur, til þess að freista að nota það til vamar Þýzkalandi sjálfu. 2. að þýzka liðið hverfi skyndi- lega úr landinu vegna hruns og upplausnar á öllum víg- stöðvum, sem hefði í för með sér, að hætt yrði allri mót- spyrnu og bylting brytist út í landinu sjálfu. Af þessu tvennu er hið fyrra tvímælalaust langtum hættulegra fyrir land okkar. Það myndi þýða það, að áður en Þjóðverjar yfir- gæfu landið myndu þeir eyði- leggja öll mannvirki, „sem em hernaðarlega mikilvæg“, þ. e. a. s. allar hafnir, brýr, járnbrautar- stöðvar, verksmiðjur, gas- og raf- magnsstöðvar, allt þetta verður sprengt í loft upp af þýzku verk- fræðingasveitunum. Slíkar aðgerð- ir myndu valda ómetanlegum skaða fyrir land okkar, með eyði- leggingu verðmæta og það er því von allra Dana, að danski hermað- urinn, — þ. e. hver einasti maður í heimahernum — muni gera sitt ýtrasta til að vernda föðurlandið gegn þessum síðustu og óbætan- legu hermdarverkum erfðaóvinar- ins. En við viljum bæta við: Eng- inn maður í heimahernum má hefjast handa upp á eigin spýtur, heldur bíða eftir skipunum frá við- komandi yfirvöldum. En ef hið síðara yrði, sem þrátt fyrir allt eru mestar líkur til og við vonum allir að verði, munu danskar skærusveitir flýta för Þjóðverjanna úr landi, en skipu- lagðar deildir heimahersins vernda íbúana gegn væntanlegum ránum þýzkra hermanna. En með hverjum hætti, sem brottför Þjóðverja úr landinu verð- ur, er þó eitt víst. Á sainri stundu, sem dönsku föðurlandssvikararnir missa vernd hinna þýzku byssu- stingja, mun almenningur í Dan- ur til þess að komast heim eins og sýndi sig í síðustu ferð henn | ar að austan, aðeins fyrir ólið- j legheit þeirra sem ráða ferðum skipsins. Þá læt ég útrætt um þessa skemmtilegu grein, sem í end- anum er puntað upp á með epla tré ríðandi á góðhesti og öðr- um slíkum vizkukornum. Reykjavík 24. 11. 1944. Benedikt Steinar. i Eftirfarandi grein birt- ist 6. október s. 1. i blaðinu Frit Danmark, sem gefið er út í Lond- on, en upphaflega birt- ist hún í danska leyni- blaðinu Frjálsir Danir, sem kemur út í Dan- mörku. Er þar rætt um athyglisverð mál, sem áður en varir geta ver- ið komin efst á dag- skrá- mörku kalla þessi skriðdýr til reikningsskila. Danska þjóðin er svo djúpt særð, býr yfir svo mik- illi heift í garð þessara varmenna vegna glæpaverka þeirra og land- ráðastarí'semi þeirra fyrir Þjóð- verja að hún verður að fá tækifæri til að svala hatri sínu, sem hefur safnazt fvrir á fjórum hernáms- árum. Við getum mætavel allir verið sammála um það, að æskilegt væri, að fara eftir ákvæðum laganna, einnig þegar um er að ræða þessa glæpamenn, — en reynslan frá síð- ustu heimsstyrjöld og einnig frá 'þeim stöðum, sem hafa verið frels- aðir í þessu stríði undan oki naz- ismans, sýnir, að það er ekki gjpr- legt. Þama hlýtur óhjákvæmilega að verða Bartholomeusnótt yfir svikurunum. Við viljum aðeins láta í ljósi þá von, að enginn misþyrmi manni fyrir það eitt, að hann er nazisti. I lýðræðislandi hefur hver vissu- lega rétt til að hafa sína pólitísku skoðun og við mundum gera okk- ur seka um sama glæp og Þjóð- verjar hafa gert síðan Hitler kom til valda, ef við, refsuðum manni fyrir það eitt, að hafa aðra skoð- un en meirihlutinn. En það er fyrst þegar nazisiinn gerist samstarfs- maður óvinanna, að hann verður föðurlandssvikari og verðskuldar fyrirlitningu almennings og refs- ingu Hér höfuru við fyrst og fremst í huga liina mörg hundruð mútu- þega um land allt, sem hafa unn- ið fyrir þýzku lögregluna og afhent landa sína fyrir borgun til mis- þyrmingar í stöðvum Gestapo. Við höfum í huga dönsku SS-sveitirn- ar, sem hafa svikið konung sinn og fána og svarið hollustueið hin- um þýzka foringja. Og síðast en ekki sízt höfum við i huga glæpa- lýð von Schalburgs. Við skulum vona, að dagar reikningsskilanna verði eins fáir og • unnt er og að enginn hefnist á mönnum né eignum þeirra án þess að vera fullkomlega viss um, að um mikla sök sé að ræða. ST JÓRN MÁLAVIÐ- HORFIÐ EFFIR BIÍOTT- FÖR ÞJÓÐVERJA. Það er kunnugt, að lausnar- beiðni ráðuneytis Scaveniusar ligg- ur geymd í skrifborðsskúffu hans hátignar konungsins, sem þýðir það, að jafnskjótt og Þjóðverjar eru á burt úr landinu, getur kon- Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.