Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1944, Blaðsíða 7
ÞJÖÐVILJINN 7 Laugardagur 2. desember 1944. JACK LONDON: Skipsdrenguriim á Blossa skjálfandi varir hans, skipaði Franski Pési honum nið- ur, til þess að drekka kaffi og fara síðan að sofa. Friskó Kiddi fór með honum, en Franski Pési stóð einsamall uppi og stýrði til hafs. Tvisvar heyrði hann öldumar brotna undan stefni skútunnar, sem elti þá, og einu sinni sá segl á hléborða sem fór í gagnstæða átt. En það hvarf í myrkrinu og hann sá það ekki aftur. Um dagrenningu var kallað á báða drengina upp á þiljur og þeir komu þangað með stýrur í augum. Dagur- inn rann upp kaldur og grár og stinningsvindur var. Jói horfði undrandi á hvítu tjöldin á sóttvarnarstöðinni á Engiley. Suðurströnd San-Franciskó var hjúpuð reyk, en nóttin, sem ennþá dvaldi á sjóndeildarhringnum í vestri, smá þokaðist fyrir deginum. Franski Pési var að ljúka við langa bóginn á Rakún-sundinu. Hann horfði með gaumgæfni á einsiglda skútu, sem dansaði á öldun- um hálfri mílu fyrir aftan þá. Þeir halda þeir geti náð Blossa! púh! Og hann snéri skútunni og tók beina stefnu á Golden Gate. Einsiglda skútan tók sömu stefnu. Jói horfði um stund á hana. Hún sigldi sýnilega sömu stefnu og þeir, en var miklu hraðskreiðari. En með þessum hraða verða þeir ekki lengi að ná okkur sagði hann. Þú heldur það. Franski Pési hló. púh! Við tökum frá þeim vind. Þú bráðum sjá. Þeir fara með meiri hraða sagði Friskó Kiddi til skýringar. En við höfum fullan beitivind. Við komumst fram úr þeim að lokum, jafnvel þótt 'þeir hætti sér yfir grynningarnar, sem ég efast um, að þeir geri. Horfðu á! Framundan sáust stórir brotsjóir á hafinu. Þeir risu hátt móti himni og tættust sundur í hvítfyssandi löður. Milli þeirra sást í gufuskip, sem slangraði milli sjóanna eins og drukkinn maður og leitaði til hafnarinnar. Ým- ist sást í votann kjölinn eða þilfarið, sem var hlaðið alls konar farmi, og sjóarnir þvoðu upp undir stjórnpall- inn. Það var tígulegt, þetta stríð milli mannanna og náttúruaflanna. Hversu hræddur sem Jói var áður, var hann það ekki nú. Nasir hans þöndust út og augu hans leiftruðu, er hann horfði á hið yfirstandandi stríð. Franski Pési heimtaði stakk sinn og sjóhatt og Jói fór í samskonar búning. Síðan var Friskó Kidda skipað að binda peningaskápinn fastan. Meðan þeir voru að því, leit Jói á firmanafnið, sem stóð með gylltum stöf- um á hurðinni „Bronson og Tate“ las hann. En hvað var þetta? Það var faðir hans og félagi hans. Það var peningaskápur og peningar þeirra. Friskó Kiddi, sem var að festa síðustu skorðuna sem átti að styðja skáp- inn, leit upp og fylgdi starandi augnaráði hans. Hvert í logandi, hvíslaði hann. Það er faðir þinn. Jói kinkaði kolli. Nú skildi hann allt. Þeir höfðu farið inn til San-Andreas, þar sem faðir hans var að láta vinna stóra grjótnámu, og að líkindum voru 1 skápnum laun þúsund manna eða meira, sem unnu þar. Talaðu ekkert um þetta hvíslaði hann. Friskó Kjddi var sömu skoðunar. Franski Pési kann að minnsta kosti ekki að lesa, sagði hann, og það er ekki óhugsandi, að Rauði Nelson komist ekki að því, hvað þú heitir. En samt sem áður er þetta ljóta gamanið. Þeir brjóta upp skápinn, og skipta ránsfengnum, þegar þeir geta og ég sé ekki, hvað við getum gert. Við skúlum bíða og sjá hverju fram vindur. Jói hafði afráðið, að hann skyldi gera allt sem hann gæti, til þess að vernda eign föður síns. Hið versta, I ANTON P. TSÉKKOFF: GRESJAN strauk sér um brjóstið síðan leysti hann utan af bögglinum, og Jegúrska sá koma í ljós dós með styrjuhrognum þurrkaða styrju og franskt brauð. Sko, ég fór fram hjá fiskibúð og keypti þetta, það er ekki rétt að vera með kræsingar á virkum degi, en ég hugsaði sem svo, það er sjúklingur heima og átyrjuhrogn eru góð. Maðurinn í hvítu skyrtunni kom inn með tepott og samó- var. Borðaðu, sagði séra Kristó- íer og smurði styrjuhrognum á brauðsneið. Et og ver glaður, sá tími kemur, að þú þarft að fara að læra lexíur þínar, gerðu það með áhuga og af hreinu hjarta, en þegar þú átt að segja frá því sem þú hefur lært, þá segðu það með þínum eigin orð um. Og reyndu að skilja allt, sem þú lærir. Sumir eru ágætir stærðfræðingar en þeir hafa aldrei heyrt getið um Pétur Mogíla, .aðrir þekkja hann, en vita ekkert um tunglið. En þú skalt læra svo, að þú vitir allt, kunnir latínu, frönsku, þýzku, landafrseði og auðvitað sögu, guðfræði, heimspeki og stærð- fræði, og þegar þú ert orðinn fullnuma, þá veldu þér em- bætti, bið þú guð, og hann mun vísa þér veginn, hvort þu átt að verða læknir, dómari eða verkfræðingur. Séra Kristófer stakk upp í sig brauðsneið með styrjuhrognum ofan á. Páll postuli segir: Lát ei huga þinn hneigjast að undarlegum og margbrotnum fræðum. Auðvit- að, ef um er að ræða kukl, ó- leyfilega list eða tilraun til að vekja upp dauða, eins og Sál, eða læra eitthvað, sem að eng- um notum kann að koma, þá er betra að láta það vera. Þú verð ur að gera það eitt, sem guði er þóknanlegt. Tökum dærni: Hinir helgu postular töluðu all- ar tungur, og þú lærir tungu- mál. Basíl mikli lærði stærð- fræði og heimspeki- St. Nestor skrifaði veraldarsögu — og þu lærir hana. Farðu að dæmum hinna helgu. Séra Kristófer sötraði teið úr undirskálinni, þurrkaði skegg sitt og hristi höfuðið: Já, sagði hann, ég var mennt- aður upp á gamla vísu. ég er búinn að gleymn mörgu nú, en ég lifi þó öðruvísi en fjöldinn. Til dæmis, ef emhver segir.eút hvað á iatínu yfir miðdegisverð ínum eða vtnar í söguna, þá gleður það mig. Eða þegar hé- raðsrétturinn kemur saman og það á að íara með eiðstafinn og \ prestarnir eru feimnir, þá er ég öruggur og kann vel við mig innan um dómara og lögfræð- inga. Eg tala eins og lærður maður, drekk te með þeim og hlæ að bvi sem þeir segja Svo- leiðis er það drengur mirm. Lær dómur er ljós, vanþekking myrkur. Það er dýrt að læra nú á dögum. Móðir þin er ekkja, hún fær eftirlaun. en samt.. . Séra Kristófer leit til dyra og hvíslaði: Ivan Ivansson mun hjálpa þér, hann á engin börn, vertu hughraustur. Hann varð alvarlegur og hélt áfram í lág- um rómi: En mundu eftir því, Jegorúska, að gleyma ekki móð- ur þinni og ívani ívanssyni. Boðorðin segja, að þú eigir að heiðra móður þína, og ívan Ivansson er velgerðarmaður þinn- Guð forði þér frá að verða stórbokki gagnvart fólki, sem er ekki eins menntað og þú, vei, vei. Séra Kristófer lyfti hendinni og sagði hátíðlega: Vei! vei, þér þá! Hann var orðinn málugur og hætti ekki að tala fyrr en ívan Ivansson kom inn og settist við borðið. Jæja, ég er búinn að ljúka öllum okkar viðskiptum, sagði hann. Við hefðum getað farið heim í dag, en við verðum að hugsa um Jegor. Eg verð að koma honum fyrir. Systir mín sagði mér, að Nastasja Petr- offna, vinkona hennar, ætti heima hér nálægt, kannski hún vilji taka hann að sér. Hann rótaði í vasabók sinni og fann bögglaðan miða: Litla Lágastræti, við verðum að fara og finna hana, þetta eru ljótu vandræðin. Eftir morgunverðinn héldu Undarlegur maður að nafni Moser var á ferli um Evrópu á seinni hluta síðustu aldar- Var hann kallaður „Gyðingurinr. gangandi" og var að vísu Gyð- ingur, fæddur í Warschau. Hann fór gangandi land úr landi, frá því hann var barn að aldri og fram á elli ár, alltaf klæddur síðri, svartri kápu. Að öðru leyti var hann talinn með réttu ráði. Hann strauk úr skóla 15 ára gamall, vegna þess að kennar- arnir vildu þvinga hann til að taka kristna trú. Eftir það eirði hann hvergi. Þó kvæntist hann og eignaðist 3 börn. Fór hann til fundar við fjölskyldu sína fimmta hvert ár. Moser gekk um flest lönd Evrópu og skömmu fyrir alda- mótin gekk hann á fund vís- indamannsins Charcot í París og bað hann að gefa sér ein- þeir ívan og Jegorúska af stað. Þetta er óþolandi, þú hangir við mig eins og mý. Þú og móð- ir þín vilja gera þið að mennt- uðum manni, og ég á að bera allan kostnað og áhyggjur af því. Þegar þeir fóru um garðinn voru vagnarnir og ökumennirn ir farnir. Ivan ívansson spurði lögreglu þjón til vegar til Litla Lága- strætis. Það er langur vegur, sagði lögregluþjónninn glottandi, það er þama í bæjarjaðrinum. Þeir mættu mörgum leiguvögnum, en ívan ívansson lét það ekki eftir sér að aka í vagni, nema hann hefði viðskiptastörfum að gegna- Þeir þömmuðu áfram og spurðu til vegar. Þegar fætur þeirra og tungur höfðu komið þeim alla leið til Litla Lága- strætis, voru þeir bæði þreytt- ir og sveittir. Segðu mér, sagði ívan ívans- son og vék sér að gömlum manni, sem sat á bekk hjá garðshliði, hvar hús Nastasju Petroffnu Túskúnoffs er. Hér er enginn, sem heitir Túskúnoff, ef til vill er það Tímosjenkó? Nei, Túskúnoff. Fyrirgefðu, en hér er enginn Túskúnoff. Ivan Ivansson yppti öxlum og hélt áfram. Þú þarft ekki að leita að því, kallaði gamli maðurinn, ég segi þér satt. Heyrðu, gamla, ávarpaði ívan hver ráð gegn eirðarlevsi sínu. Honum er lýst svo þá, að hann hafi verið í síðum, svörtum kufli með hvítt skegg, flókið hár, magur og þjáningarlegur. Hann talaði ensku, frönsku, rússnesku, hebresku og þýzku fullum fetum. Charcot gaf hon- um ýms ráð tii reynslu, en gamli maðurinn svaraði von- leysislega: ,,Eg hef reynt allt — en allt árangurslaust“. Hann dvaldi eitt ár í París og voru reyndar v^ð hann raf- magnslækningar — árangurs- laust. • Ræðumaður (í útvarpi): ,,Hvar eru öll þessi hráefni saman komin á einum stað: Járn, kol, blý, leir, timbur, gummí, hampur.. ..“ „I vösum minum“, sagði drengur, sem hlustaði á með öðru eyranu. ÞETT4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.