Þjóðviljinn - 09.12.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum, simi
5030.
Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.20
til kl. 9.10 f. h.
Næturvörður er í Laugavegsapó-
teki.
Næturakstur: Hreyfill, sími 1633.
Útvarpið í dag:
18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur.
19.00 Enskukennsla, 2. flokkur.
19.25 Hljómplötur: Samsöngur.
20.20 Hljómplötur: Franskir for-
leikir.
20.30 Leikrit: „Falinn eldur“ eftir
Jean-Jaques Bemard (Valur
Gíslason, Indriði Waage, Arn
dís Björnsdóttir, Inga Þórðar-
dóttir. — Leikstjóri Valur
Gíslason).
22.15 Danslög.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
„Hann“ annað kvöld kl. 8 e. h. Að-
göngumiðar verða seldir frá kl. 4—
7 í dag. — Þess skal getið, að vegna
æfinga á jólaleikriti Leikfélagsins
verður aðeins hægt að sýna „Hann“
í tvö skipti ennþá. Er því vissara
fyrir þá sem ætla að sjá þennan
vinsæla gamanleik að gera það nú
þegar.
Happdrætti Háskóla íslands.
Dregið verður á mánudag í 10.
flokki, um 2000 vinninga, samtals
746 þús. kr. Athygli skal vakin á
því, að á mánudagsmorgun verða
engir miðar afgreiddir. í dag eru
því allra síðustu forvöð að kaupa
miða og endurnýja.
Háskólafyrirlestur.
Dr. phil. Jón Jóhannesson flytur
fyrirlestur í hátíðasal Háskólans
n. k. sunnudag um utanríkisverzlun
tslendinga á þjóðveldistímanum.
Fyrirlesturinn hefst kl. 2 e. h. og
•er aðgangur öllum heimill.
Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir
að fara skíðaför upp á Hellisheiði
næstkomandi sunnudag. Lagt af
stað kl. 9 árdegis frá Austurvelli.
Farmiðar seldir hjá L. H. Muller
í dag, félagsmönnum til kl. 4, en til
utanfélagsmanna kl. 4 til 6.
70 ára er í dag frú Margrét Magn
úsdóttir Hringbraut 158.
FLOKKURINN
Kvenfélag Sósíalistaflokksins
heldur fund mánud. 1L des. kL
8.30 i Aðalstræti 12 (uppi).
Fundarefni:
Landsfundur kvenna.
Sovétsöfnunin.
Þjóðviljinn.
Upþlestur.
Sameiginleg kaffidrykkja. Félags
konur eru hvattar til að mæta
stundvíslega og hafa prjónana sína
með sér.
STJÓRNLN.
þlÓÐVILISNN
Mnjv rðOoera (stioleoar eiðl-
leoolinr I liuiirtu
Danska Ieyniblaðið „Fri Presse“ skýrir svo frá, að Þjóðverj-
ar ætli sér að fremja víðtækar eyðileggingar í Danmörku þegur
þeir hverfa þaðan.
Mikilvægustu verksmiðjur og brýr i Kaupmannahöfn verða
sprengdar upp. — Um 300 jarðsprengjur hafa verið settar undir
flugbrautimar í Kastrup-flughöfninni. Munu þær auk flugbraut-
anna eyðileggja hið dýra holræsakerfi allrar flughafnarinnar.
b ■
MARGRA ÁRA VERK EYÐI-
LAGT MEÐ EINU HANDTAKI
Sprengingarútbúnaðurinn á
Litlabeltisbrúnni er með þeim
hætti, að burðarstoð miðrar
brúarinnar verður sprengd í
loft upp. — Með því móti verð-
ur brúin gerð ónothæf í 4—5
ár, af því að það verður óger-
legt að byggja sömu stoð upp
aftur. — Sennilega myndi alls
ekki borga sig að smíða brú á
sama stað.
Hér er um að ræða fyrirhug-
aða eyðileggingu, sem ekki hef-
ur minnstu hemaðarþýðingu,
en hún er alvarlegt tjón fyrir
dönsku þjóðina.
Þýzku glæframennimir eru
fastákveðnir í að gera allt, sem
þeir geta, til að valda slíkum
eyðileggingum í löndum Ev-
rópu, að þæf verði ekki minni
en þeir búast við, að þær verði
í Þýzkalandi í stríðslokin.
•;v '■ ’V
VERKEFNI FYRIR FÖÐUR-
LANDSVINI
„Fri Presse“ bætir við „Við
vitum ekki hvenær innrásin
kemur, eða, hvort nokkur inn-
rás verður gerð í Danmörk, en
við vitum, að hvemig sem enda
lok þýzka hernámsins í Dan-
mörku verða, verður mikil þörf
fyrir stórt átak af hálfu
danskra föðurlandsvina.
Og ef ehgin innrás verður
gerð, verða hinir ungu hermenn
mótspyrnuhreyfingarinnar eina
vörn okkar gegn eyðileggingar-
áformum Þjóðverja.
Það er því skylda hvers Dana
að hjálpa þessum dönsku her-
sveitum á allan hátt, svo að við
getum forðað eins miklum vérð
mætum og hægt er frá hinu
tryllta eyðileggingarbr jálæði
Þjóðverja“
Það er líka álitið, að Þjóð-
verjar hafi komið sprengjum
fyrir í fríhöfninni í Kaup-
mannahöfn. — Allar rafmagns-
leiðslur til sprengnanna eru
tengdar saman á einum stað,
þannig að Þjóðverjar geta
sprengt öll hafnarmannvirkin í
loft upp í einu.
Fundurínn i
brezka þingínu
Framhald af 1. síðu.
léti brezka herinn berja niður lýð-
ræðisvini, eins og á hana væri
borið.
Hann sagði ELAS-flokkana svo
sundurleita, að verið gæti að heið-
arlegir menn væru þar innan um.
— En yfirleitt væri þetta skríll of-
an af fjöllum eða utan úr sveit-
um, sem hefði að vísu veitt Þjóð-
verjum þungar búsifjar við og
við(!) og héldu svo, að hann ætti
heimtingu á þátttöku í stjórn
landsins.
Hann sagði, að ELAS hefði byrj-
að að flykkjast til Aþenu, skömmu
eftir að Bretar komu þangað, og
hefði ætlað að hrifsa völdin. •—
Bretar hefðu heiðurs síns vegna
ekki getað horft upp á óstjóm og
eyrnd í Grikklandi.
Churchill bar ákaft á móti því,
að stefna stjórnarinnar væri aftur-
haldsstefna.
SAMA SAGAN í BELGÍU.
Churdhill sagði, að stefna stjórn-
arinnar væri sú sama í Grikklandi
og liún var í Belgíu í nóvember-
lok. — Þá hefði belgiska stjórnin
beðið um hjálp gegn vopnuðum
sveitum, sem stefndu til Bruxelles.
— Hefði Eisenhower orðið við
þeirri beiðni, eins og verið hefði
rétt.
Að lokum sagði Churchill að
stjórnin mundi hvergi víkja frá
stefnu sinni.
Mikil ókyrrð var í fundarsaln-
um á meðan Churchill flutti ræðu
sína, sem tók næstum hálfan ann-
an tímá. — Var margsinnis gripið
fram í fyrir honum.
Margir Júngmenn risu upp til
að andmæla honum. — Komst
' einn þeirra svo að orði, að auð-
wmm nýja Biu
ViIHr tónar
(„Stormy Weather“)
Svellandi fjörug músík-
mynd með negrum í öllum
hlutverkum.
Aðalhlutverk:
LENA' HORNE
BILL ROBINSON
CAB COLLOWAY
og hljómsveit hans.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
1 JAKNAiaBlÓ Op*
Sólarlag
(Sundown)
Spennandi ævintýra-
mynd frá Afríku.
GENE TIERNEY
GEORGESANDERS
BRUCE CABOT
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð bömum innan 14 ára.
UPPI HJÁ MÖGGU
(Up in Mabel’s Room)
Sýnd kl. 3.
Sala aðgöhgumiða hefst
kl. 11.
sýnir franska gamanleikinn
„HANN"
, eftir Alfred Savoir,
Aðgöngumiðar seldir frá kL 4—7 í dag í Iðnó.
Ath. Vegna æfinga á jólaleikritinu verður aðeins
hægt að hafa tvær sýningar á þessu leikriti í við-
bót.
'vvvvvvvwv'v^rvvvvvvvvv^vv^wN^wvvvvvvvv^^v^^vvvvw'Wfvvvvvwv*
■
S. G. T. - dansleikur
í Listamannaskálanum í kvöld, hefst kl. 10.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7, sími 3008.
WAWAAWUW>VWWWA»VVAVWWUWVUVWWUWVMAW
Nýkomið:
Plusskápur
svartar og dökkbrúnar.
Verzlun H. Toft
Skólavörðustíg 5. Sími 1635.
1 velt væri fyrir Churchill að heimta
traustsyfirlýsingu frá þessu þingi,
þar sem meiri hlutinn væri auð-
mjúkir fylgismenn hans, en það
afsakaði ekki framkomu stjórnar-
innar í Grikklandsmálunúm.
Greenwood hélt því fram, að það
bæri að afvopna alla skæruhópana,
en ekki aðeins vinstrimenn.
Annar þingmaður lagði til að
kosningar yrðu látnar fara fram í
I Grikklandi undir alþjóðlegu eftir-
liti.
ÞORRI ÞINGMANNA
SAT HJÁ.
Á eftir umræðunum fór /ram at-
kvæðagreiðsla um tillögu Coc. sem
um leið var skoðuð sem van-
trauststillaga, og var hún felld með
279 atkvæðum gegn 30.
Þorri þingmanna tók ekki þátt
í atkvæðagreiðslunni.
Hío sfórmerka bók
ctr íólabók allra þcírra, scm cítlhvad láta
síg varda mcnnfngu ísletisku þfóðarinnar
Fæst hjá öllum bóksölum