Þjóðviljinn - 28.12.1944, Qupperneq 5
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. desember 1944
þJÓmflUENN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýBv — Sósíaltttaflokkurinn.
Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjómmálaritstjórar: Einar Olgársson, Sigfús Sigurhjartarson.
Bitstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 218ý.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 6.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrceti 17.
Tveir þættir stríðsins
^Nú, þegar vonir standa til að stríðinu fari að ljúka, er rétt að gera
nokkra grein fyrir eðli þess, svo hægara verði að átta sig á þeim at-
burðum, sem eru að gerast og munu gerast í stríðslok, og jafnvel að
stríðinu loknu.
Þeir atburðir, sem hér er einkum átt við, eru þær skærur, sem orðið
hafa í Grikklandi og jafnvel Belgíu, milli þeirra sem vörðu föðurland
sitt og fre'lsi með vopn í hönd, gegn morðingjasveitum Þjóðverja, og her-
sveita Bandamanna. Þessar skærur liafa vakið óhug í brjóstum margra
góðra manna, og ja'fnvel gert þá svartsýna á framtíðina. Hér hefur þó
ekker gerzt nema það, sern sjá mátti fyrir og séð var fyrir, af þeim sem
gei'ðu sér ljóst eðli atburðanna.
í hugum flestra er stríðið fyrst og fremst stríð gegn fasismanum.
Vissu’lega er þétta annað höfuðeinkenni stríðsins. Fasisminn er nafn á
baráttuaðferð auðvaldsins, sem sér að völd sín og aðstaða er í voða
vegna krafna fjöldans um hið fullkomna lýðræði sósíalismans. Að-
ferðum þessum hefur verið beitt í mildari eða strangari formum í flest-
um auðvaldslöndum jarðarinnar, enda kom það á daginn þegar hin
fullmótuð.u fasistariki, Þýzkaland og Ítalía, hófu baráttu fyrir útbreiðslu
fasismans, í Abessiníu, Spáni og víðar, þá studdu auðvaldsstórveldin
þau beint og óbeint. Aðferðir fasistanna voru ráðamönnum- Breta og
Bandaríkjanna raunar ekki að skapi, en mótstæðara var þeim að sjá
lýðræði sósíalismans sigra, að verja kapitalismann og heimsveldaaðstöðu
sína var þeim fyrir öllu, þess vegna stóðu þeir með hinum fullmótuðu
fasistaríkjum, hversu ógeðfelldar sem þeim voru starfsaðferðir þeirra.
En auðvaldsskipulagið ber andstæðurnar í sjálfu sér og auðvalds-
ríki geta aldrei til lengdar búið á sömu jörðinni, án árekstra. Þýzkaland
setti sér ekki lægra mark en leggja undir sig allan heiminn, heimsvalda-
stefna þess hlaut að cekast á heimsvaldastefnu Breta, friður gat ekki
haldizt milli þessara stórvelda, annað hvort lilaut að víkja, eins og þegar
tveir kaupmenn keppa í of fámennri götu. Barátta Breta gegn Þjóð-
verjum hofur frá upphafi verið barátta gegn þýzka fasismanum, sem
heimsvaldastefnu, en ekki gegn honum sem kúgunarstefnu heima fyrir.
Líku máli gegnir um þá, sem síðar urðu samherjar Breta. Meginþáttur-
inn í baráttu þeirra er baráttan gegn þeim áformum Þjóðverja, að leggja
undir sig heiminn. Þetta hlutverk er vissulega hið mikilvægasta, því
þýzk yfirráð þýða, eins og nú standa sakir, hrun menningarinnar.
En jafnframt þessari baráttu gegn hinni þýzku heimsvaldastefnu,
er háð barátta í öllum auðvaldslöndum fyrir fullkomnu sósíalistisku lýð-
ræði. Það er vissa fyrir því, að þessi barátta er valdhöfum Breta og
Bandaríkjanna mótfallin, litlu miður en heimsvaldabarátta fasista-
ríkjanna, en hálf- og al- fasistiskar útlagastjórnir Póllands, Grikk-
íaiKÍs óg Jugoslavíu hata frelsisbaráttu fjöldans margfallt meira en
heimsvaldastéfnu fasista.
í hernumdu löndunum hafa hinir djörfustu og einlægustu unnerul-
ur rrelsis og lýðræðis fengið vopn í hönd og háð baráttu, svo glæ-sdega,
gegn þýzku kúgurunum, að naumast getur glæsilegri. Þessir J»enn voru
ekki aðeins að berjast gegn þýzku heimsvaldastefnunni, heldur gegn
hvers konar kúgun. Þeir voru að berjast fyrir fullkomnu lýðfrelsi, full-
komnu afnámi imperialismans, einnig þess brezka.
Öllum sem í alvöru hafa gert sér far um að skilja eðli stríðsins, hef-
ur frá upphafi verið Ijóst, að til átaka hlaut að draga milli þessara
ínanna, og þeirra sem eiga það áhugamál heitast, að viðhalda aðstöðu
stórframleiðendanna, og yfirráðum Breta. yfir Indlandi og nýlendunum
í Afríku. Þessi átök eru þegar hafin í Grikklandi, þeirra hefur og gætt
í Belgíu og Frakklandi, og eiga eftir að koma beriegar í Ijós um það bii
sem stríðinu lýkur.
Stríðið er tvíþætt, að hálfu Bandamanna. Allir berjast þeir gegn
hinni þýzku heimsvaidastefnu, cn sumir þeirra berjast einnig til að við-
halda brezkri og amerískri heimsvaldastefnu, og umfram allt til að við-
halda völdum og aðstöðu auðmannastéttarinnar. Aðrir berjast, og
þeir munu finnast í öllum löndum, til að þurrka út hvcrs konar kúgun
og ófrelsi, nýlenduyfirráð og stéttakúgun.
Það getur ekki hjá því farið að þessir tveir aðilar geri upp í stríðs-
lokin, ef til vill og vonandi á fremur friðsamlegan hátt, en uppgjör
hlýtur að koma, forleikur þess er nú leikinn í Grikklandi.
Moiar í iIíMmb
Ásrrmndur Sigurðsson jrá Reyðará í Lóni, sem setið hejur á þingi
um tíma, sem varaþingmaður Sósíalistajloklcsins, liejur jlutt jrum-
varp til laga um breytingu á mjóllcursöhdögunum, sem gengur í. þá
átt, að heimila að selja .smjör, skyr og osta jrá héruðum utan verð-
jöfnunarsvœðis Reykjavílcur hcr, án þess að borgað sé aj þcim verð-
jöjnunargjald.
Þjóðviljanum hejur borizt ejtirfarandi grein um þessar tillögur:
í mjólkurlögum þeim, sem gilt
haía hér um nærfelt 10 ára skeiÖ,
er svo ákveðið að þau skuli taka
til endurskoðunar eigi síðar en á
reglulegu Alþingi 1936.
Þrátt fyrir þessi skýlausu á-
kvæði laganna sjálfra hefur þessi
endurskoðun enn ekki farið fram.
Er þó þegar löngu s_ýnt, að lög-
i,n eru meingölluð og þurfa
bráðra endurbóta við. Mjólkur-
skipulagið fullnægir ekki lengur
þeim skyldum sem mjólkurlög-
in leggja þeim á herðar, og lögin
verka jafnvel nú orðið í öfuga átt
við það, sem upphaflega var til-
ætlast.
7. gr. faganna fyrirskjpar t.
d. að mjólkurbú, sem fengið hef-
ur einkaleyfi til að starfrækja
mjólkurbúðir, sé skylt að sjá svo
um, að ætíð sé nóg neyzlumjólk
til sölu á þeim stöðum. Hvernig
þessu lagafyrirmæli er framfylgt,
geta húsmæðurnar hér í Reykja-
vík bezt borið um.
Mjólkurnefndín, sem ávalt hef-
ur að meiri hluta til verið skip-
uð Framsóknarmönnum, enda
var það meining feðra mjólkur-
laganna að ekki gæti öðruvísi
verið, — ákveður stærð verð-
jöfnunarsvæðisins. Þeir, sem búa
utan þess svæðis, mega ekki
framleiða mjólk eða mjólkuraf-
urðir til sölu hér í bænum. Allir
þekkja árangurinn. Nú um þessi
jól hefur bærinn verið skyrlatis,
rjómalaus og smjörlaus, Og það
jafnvel liggur við borð að uppþot
se við mjólkurbúðirnar út af
mjolkurdreit\mum. Eftirspurn sú
sem þar,nig myndast, eftir hin-
um lítt fáanlegu og ófáanlegu
vft'rum, hefur skapað alveg óþol-
andi ástand. Sá litli smjör- og
rjómaklíningur sem í bæinn kem-
ur er tekinn frá, fyrir einhverja
útvalda. Á morgnana, áður en
afgreiðslan byrjar til þeirra sem
kalla sig almenning, er jafnvel
byrjað á því að hella í frátekin
ílát þeirra útvöldu, fyrir augun-
um á þeim, sem bíða og ekkert
fá, en fyrstir komu í búðina, —
Sá sem þetta ritar, hringdi einn!
daginn á aðalvöruafgreiðslu Sam
sölunnar og spurði hvort rjómi
væri fáanlegur. 1 stað þess að
svara jái eða neii, var margspurt
um nafn þess sem spurði. Fyrr en
nafnið kom, var ekki hægt að fá
hið vel útilátna nei. !
Einkasöluaðstaðan og vöru-
skorturinn virðist vera kærkomið
vopn þeirra manna, sem enn!
stjórna mjólkurmálum höfuðstað-1
arins. Enn eru í fernsku minni
ummæli Sveinbjarnar Högna-
sonar um að hann hefði ánægju
af að „neita kerlingunum íj
Reykjavík um smjör“. Eflaust er
sú ánægja enn fyrir hendi þó
smjörið sé ekki til, og sama gild-
ir eflaust um rjómann og skyrið.
Ef hægt er að neita kerlingunum
um þetta, t. d. á jólunum, þá er
ánægju guðsmannsins fullnægt.
Svo mikið er víst, að á sama tíma
sem skyr er ófáanlegt í búðum
Samsölunnar hér í Reykjavík, er
undanrennan í mjólkurbúinu á
Sauðárkróki og víðar látin í osta,
sem sjðan eru fluttir til Færeyja,
með verðuppbótum frá neytend-
um. Verðuppbótum, sem ekki
væri þörf á, ef sölu vörunnarværi
hagað í samræmi Við þörf og
eftirspurn landsmanna sjálfra. —
Við tilbúning ostánna er notuð
undanrenna, sem annars gæti
farið í skyr, sem okkur vantar
mjög, og auk þess fita, sem okk-
ur sárvantar í smjör, eins og allir
vita.
Hvernig stendur á þessu ? —
munu menn spyrja.
Jú, mjólkurbúið á Sauðárkróki
er ekki innan við hina pólitísku
verðuppbótar landamerkjalínu
Sveinbjarnar Högnasonar og má
því ekki selja skyr sitt hér. Það
er allur galdurinn. Þetta bú get-
ur því ekki hagað framleiðslu
sinni samkv. eigin óskum og
þörfum landsmanna, heldur
framleiðir osta til útflutnings með
verðuppbótum frá þeim neytend-
lim, sem er meinað að fá vöruna
keypta fyrir verð, sem gerir upp-
bæturnar ónauðsynlegar.
Hvenær fá Reykvíkingar nóg
af þessum skollaleik verðupp-
bóta og vöruskorts ?
Síðasta afrek fráfarandi land-
búnaðarráðherra var að endur-
skipuleggja Mjólkurnefnd þann-
ig, að verðuppbæturnar og vöru-
skorturinn héldi áfram undir
stjórn Sveinbjarnar Högnasonar,
í stað þess að endurskipuleggja
mjólkurlögin eins og ber að gera
lögum samkvæmt.
í Mjólkursölunefnd skulu eiga
sæti 7 menn. En nokkrum dög-
um áður en Vilhjálmur Þór fór
frá, endurskipulagði hann nefnd-
ina með 4 mönnum, og til að
tryggja verðuppbótunum og vöru
skortinum áframhaldandi meiri-
hluta, hafði hann þá alla úr
Framsóknarflokknum og um léið
viljalaus verkfæri Sveinbjarnar,
sem einnig eiga sæti í stjórn Sam-
sölunnar og kæra sig því ekki
um neina Mjólkursölunefnd, því
hún á meðal annars að hafa eft-
j irlit með þeirra stjórn á Samsöl-
unni.
Þannig er sama í hvaða horn
er litið á malpokanum þeim.
Fram er komið á Alþingi frum-
varp til laga um breytingar á
Mjólkurlögunum, frá hinum nýja
þingmanni Sósíalistaflokksins,
Ásmundi Sigurðssyni. Frumvarp
þetta, ef að lögum verður, bætir
mjög lögin frá því sem nú er, þó
frekari breytinga sé að sjálfsögðu
mjög þörf. Mundi breytingin t. d.
gera það að verkum, að mjólkur-
búið á Sauðárkróki og önnur
mjólkurbú, sem eins er ástatt um
eða verður, ef stofnuð kunna að
verða, fá leyfi til að selja vöru
sína hér, hvort heldur er smjör,
skyr eða rjómi, og haga fram-
leiðslu sinni samkvæmt því. —
Mundi þetta eflaust verða til
þess, að margir bændur, sem nú
framleiða kjöt til útflutnings, sem
of mikið er af, mundu í þess stað
taka þátt í stofnun mjólkur- eða
rjómabús og framleiða mjólk og
mjólkurafurðir.
Er þess fastlega að vænta, að
breyting þessi nái fram að ganga
og bíða Reykvíkingar þess með
óþreyju að ófremdarástandi því,
sem ríkt hefur undanfarið í þess-
um malum, verði sem fyrst af-
létt.
llkrainumenn flytja
f rá Póllandi
■ Fyrsti hópur Úkrainumanna,
som flytja frá Póllandi samkvæmt
samningi stjórnar Sovét-Úkrainu
og pólsku Þjóðfrelsisnefndarinnar
um fólksflutninga á milli Iandanna,
er nýkominn til Lvoff-héraðs. —
Yfirvöldin þar hjálpa þeim á allan
hátt við að koma sér upp heimil-
um.
Fólkið lætur í ljós heita ósk um
að ljúka því verki svo fljótt. sem
auðið er og byrja að. vinna til að
leggja sinn skei-f af mörkum í
þágu hernaðarins,
Gamall Úkrainumaður, Ivan
Kúlish, 02 ára að aldri, sem er
fluttur frá Póllandi með konu sína,
þrjár dætur og átta barnabörn,
sagði: „Þegar ég kom að landa-
mærunum, kraup ég og kyssti ætt-
jörð mína. — Ég er gamall maður
og hef séð sitt af hverju um dag-
ana, en þetta er mesti atburður-
inn í lífi mínu. Draumur minn,
barna minna og barnabarna hefur
rætzt, — við erum komin heim. —
Ég er að vísu meir en sextugur að
aldri, en hendur mínar eru enn
sterkar, og ég er enn fær um að
verða ættjörð minni að einhverju
liði“.
Blindra manna land
Framhald af 3. síðu.
hindurvitna, sem óttinn hefur
haldið við. Þekkingin er örugg-
asta vopnið. Meðan við tignum
fafræðina, erum við auðveld
bráð ævintýramönnum á borð
við Hitler og Tojo, og lóðið á
hálsi þeirra er fremst sækja —
og fyr eða síðar verðum við óaf-
vitandi möguleiki nýrrar styrj-
aldar.
Endursagt úr ensl^u.
Þúsundir spánskra lýðveldissinna, sem börðust
með franska leynihernum, valda nú harðstjóranum
Franco, sem hefur verið sviptur sambandi sínu við
vin sinn Hitler, miklum áhyggjum.
Fimmtudagur 28. desember 1944 — ÞJÓÐVILJINN
álir á vefamáíio
ur verið aukið óréttlætiö ár frá ári.
í október s.l. leit skyndilega
út fyrir, að styrjöld hefði brot-
ist út í Evrópu, — eins konar
aukastríð við hliðina á heim-
styrjöldinni.
Fréttir bárust af hörðum bar-
dögum á milli fasistahers
Francos og spánskra lýðveldis-
sinna, sem höfðu farið vestur
yfir spansk-frönsku landamær-
in inn í hálendu héröðin í vest-
urhlíðum Pyreneafjalla.
Ósamhljóma orðrómur og
æsingafréttir bárust út. — Tals-
menn Francos töluðu um „til-
raun Bolsevika til að ráðast inn
í Spán“ og um „mikil átök“.
— Þeir hótuðu stjómmálalegum
ráðstöfunum gegn Frakklandi.
— Lýðveldissinnar á hinn bóg-
inn vöruðu heiminn við tilraun
Francos til að gera sér mat úr
ómerkilegum landamæraskær
um.
Þegar mestu æsingarnar höfðu
hjaðnað niður, fékkst stað-
festing á því, að orustur höfðu
raunverulega verið háðar. —
Spánskir skæruliðar höfðu far-
ið frá Frakklandi mn í Spán og
brotist alla leið til d’Arandals-
ins. -- Þeir höfðu misst allmarga
menn, særða og fallna, og
höfðu hörfað til Frakklands
undan harðri hendi Franco-
hersins.
Skömmu seinna fluttu
frönsku yfirvöldin alla spánska
andfasista frá landamærahér-
uðunum. — Spánska vanda-
málið varð aftur millríkjamál.
En áhugasömum fréttales-
endum um allan heim var nú
ljós sú staðreynd, að enn var til
skipulagður her spánskra lýð-
veldissinna. — Fólki skildist sá
þáttur, sem þessir menn höfðu átt
í leynibaráttunni í Evrópu og
frelsun Frakklands.
Þessir harðskeyttu bardaga-
menn g'egn nazismanum, sem Oiin
báru margir hverjir ör cftir orust-
urnar í götuvígjum Madrids og
Barcelonu, höfðu tórt síðan 1936,
móti öllum Iíkindum.
Einmana og sigraðir höfðu tug-
ir þúsunda af þeim flúið til Frakk-
lands. — Hundruð dóu í fanga-
búðum eða lögðust út eins og
hundeltir glæpamenn.
Það var í fjöllum Suðvestur-
Frakklands að þeir hittu hina
frönsku bræður sína, sem kusu
heldur að lifa „neðan jarðar“, en
ganga undir ok nazista eftir her-
nám Frakklands.
Spánskir lýðveldissinnar stofn-
uðu sínar eigin skæruhersveitir,
— margar þeirra urðu kjarni
stærri hópa í hinum fræga franska
heimaher. — Þeir tóku hetjulegan
þátt í baráttu Frakka gegn fasis-
manum, —baráttu, sem þeir höfðu
aldrei hætt.
Þeir náðu miklum hluta Suður-
Frakklands á sitt vald. — Þeir
háðu harða bardaga við þýzka
herinn, S. S. — svartliðana og
Gestapo. — Hinir frönsku vinir
þeirra gátu barizt sem skæruliðar
um nætur og sinnt friðsamlegum
störfúm á daginn, en Spánverjarn-
ir, sem voru útlagar í Frakklandi
Hitlei's og Lavals, áttu fjöllin ein
fyrir hæli.
Þetta var hræðilega ójafn leik-
ui', en þeir unnu! — Jafnvel nú
er ei'fitt að segja um það, hvað
þeir voru margir. — Meðfram
spönsku landamærunum einum
vorii a. m. k. 15000 menn í skipu-
lögðinn hersveitum. — Þeir voru
undir stjórn ungra foringja, sem
höfðu aflað sér orðstírs í Spánar-
stríðinu, og voru svo vaskir her-
menn, að þeir bundu margfalt
meira lið fyrir Þjóðverjum.
Var að furða, þótt sigrar þeirra
gegn fasistaherjunum í Frakklandi
blésu þeirri hugmynd í brjóst
þeirra, að þeir ættu að halda þess-
ari góðu baráttu í sínu eigin landi,
eða að þeir litu vonaraugum yfir
landamærin til heimila sinna, sem
Franco og böðlar hans höfðu rek-
ið þá fi'á, — staðráðnir í að snúa
aftur, sem frjálsir menn?
Um sama leyti fóru stjórnmála-
leiðtogar þeirra, sem sigur Francos
og eftirfarandi ofsóknir höfðu
flæmt sem flóttamenn til fjarlægra
landa, að leggja leið sína í áttina
heim. — Hið frclsaða Frakkland
var Jjakklátt spönsku lýðveldis-
sinnunum fyrir hjálp þeirra, og
veitti mörgum, sein farið höfðu til
Mexico eða annað, dvalarleyfi.
Fjölmenn ráðstefna var lialdin
í Toulouse, og þar heyrðist rödd
spánska lýðveldisins aftur, eftir
fimm ára þögn.
Stefnuskrá Jiessa spánska lýð-
veldissinnaþings var í stuttu máli
þessi: „Niður með fasismann á
Spáni, < slitið verði öllu sambandi
við möndulveldin, svikurum verði
refsað, pólitískum föingum gefið
frelsi, málfrelsi, prentfrelsi, trú-
frelsi, bætt lífskjör og undirbún-
ingur frjálsra, lýðræðislegra kosn-
inga“.
1— Hver gæti eða mundi geta
veitt þessari stefmiskrá mót-
spyrnu nema Franco sjáifur? •—
Menn úr öllum spánskum flokk-
um voru samankomnir á Jiessu
þingi, sem var kvatt saman af
„spönsku Þjóðfylkingunni“, eins
og lýðveldissinnarnir nefnast nú.
— Þeir nutu samúðar lýðveldis-
sinna um allan heim. — A Spáni
sjálfum er samsvarandi Þjóð-
fylking.
En aðstaða Jiingsins og skæru-
hersins var samt erfið. — Jafn-
vel Frakkland de Gaulles hefur
stjórnmálasamlband við Spán
Francos.
Sumir spönsku útlaganna eru
svo bjartsýnir, að þeir halda, að
ekki sé víst, að beita þurfi valdi
til að endurreisa lýðveldi á Spáni.
Þeir vilja reyna að fara samninga
leiðina og fá Franco til að segja
af sér með góðu! — Þeir þykj-
ast hafa sannanir fyrir Jiví, að
Franco myndi gjarnan vilja leggja
niður völd, ef honum og fylgi-
fiskum hans verði hlíft við refs-
ingu. — Og það er fullyrt, að
Franco háfi leitazt við að komast
í samband við lýðveldissinna.
Ivannski það takizt að skipu-
leggja friðsamleg stjórnarfars-
skipti á Spáni! Kannski Franco
sé svo skynugur að leggja niður
völd, áður en lýðræðisbylgjan,
sem flæðir um hin frelsuðu lönd
Evrópu, skolar honum úr valda-
stólnum!
Spánarmálin eru aftur komin
á dagskrá á vettvangi alþjóða
mála, en í landinu sjálfu eru
spánskir lýðræðissinnar þjáðir og
þrælkaðir, kvaldir og myrtir. —
Þjóðin öll er aðframkomin vegna
hungurs og sjúkdóma, og ungar
stúlkur neyðast til að selja Iík-
ama sinn hinum svívirðilegu böðl-
um þjóðarinnar til að halda lífinu
í fjölskyldum sínum.
Spánska þjóðin finnur nú frels-
isblæinn blása austan yfir Pyr-
eneafjöll. — Hún bar hita og
þunga þeirrar baráttu, sem var
fyrirrennari þessarar styrjaldar.
Þegar þetta stríð hefur unnizt,
mun hún hljóta sinn hluta af
heiðrinum af sigrinum jdir fas-
ismanum, — sigri, sem því að-
eins verður fullkominn, að Jieirra
eigin land verði einnig frjálst.
(Úr Ulustrated)
Varga og Kiiusinen
heiðraðir
Otto Kuusinen, formanni æðsta
ráðs karel-finnska lýðveldisins, og
hinum fræga hagfræðingi, Eugene
Varga, hefur báðum verið veitt
Lenín-orðan«
Fyrstu njósnararnir
skotnir
Bandamenn hafa skotið jyrstu
njósnarana í Belgíu, síðan gagn-
sóknin hójst.
Voru Jiað einn herforingi og
tveir undirforingjar Þjóðverja. —
Þeir höfðu klæðzt bandarískum
einkennisbúningum, ekið í banda-
rískum bíl og borið samsvarandi
vopn.
Áttll Ji eir að eyðileggja brýr og
vinna fleiri spellvirki.
Þeir voru skotnir samkvæmt
herréttardómi.
Maður druldmar
í Reykjavíkurhöfn
SíðastliSinn fimtudag jéll mað-
ur út af slfipi hér t höfninni og
drukJinaði. Hét hann Magnús
Ogmundsson og var frá Vest-
mannaeyjum.
SlysiS varð með þeim hætti,
að Magnús var á leið út í skip
sitt, sem lá utan á öðrum skip-
um við Ægisgarð og féll hann
niöur á milli' skipanna.
Skipstjóri á norsku skipi varð
fyrstur var slyssins. Heyrði hann
skvamp í sjónum og sá þá höfuð
og hendur manns koma upp úr
sjónum við skipshliðina. KastaÖi
hann til hans línu og rétti til
hans kústaskaft, en gat ekki kast-
að sér í sjóinn eftir honum, þar
sem hann var ekki syndur. Kall-
aði hann síÖan á menn sér til
hjálpar og náðu Magnúsi úr sjón-
um. Voru þegar hafnar lífgunar-
tilraunir, en þær báru engan á-
rangur.
Atvinnuleysi bvriar
í Noregi
Frá Bergen er tilkynnt, að hinar
miklu kalksteinsnámur hjá Treng-
ereid fyrir norðan Bergen hafi orð-
ið að hætta framleiðslu vegna
flutningaörðugleika. •— Risnes-
námurnar hafa framleitt kalk
handa mörgum stórum verksmiðj-
um, m. a. Odda í Harðangri og
Höyanger alúminiumverksmiðj-
unni í Sogni.
Frá Noregi er annars tilkynnt,
að atvinnuleysi sé nú byrjað þar,
sérstaklega í grjótnámaiðnaðinum
og í sementiðnaðinum, vegna þess,
að þýzki herinn hefur dregið mjög
úr þeim miklu framkvæmdum,
sem hann fékkst áður við, og staf-
ar það a'ftur af því að Þjóðverja
vantar sement og sprengiefni.
Mörg hinna stóru verktakafé-
laga (þeirra sem hafa gengið í
þjónustu Þjóðverja á hernámsár-
unum) vestan fjalls eru byrjuð að
segja starfsfólki sínu upp, svo að
það er greinilegt, að tími hinna
svo kölluðu „braggabaróna" er lið-
inn.
í Bergen einni saman hefur ver-
ið tilkynnt, að sex þessara félaga
verði tekin til gjaldþrotameðferð-
ar, og það er enginn vafi á, að
hrun er í aðsigi.
Hinar óskaplegu tekjur „bragga-
barónanna“ virðast hafa gufað
upp. — Það er alkunnugt, að þeir
hafa eytt feiknarlega niiklu fé, m.
a. á svarta markaðinum, en Jiað
er líka talið víst, að þeir hafi kom-
ið miklum fjármunum undan með
leynilegum viðskiptum.
Aðalástæðan til að gullöld
„braggabarónanna“ er liðin, er sú,
að þýzk félög hafa undanfarnar
vikur tekið mestan hlutann af
framkvæmdum þýzka hersins í
Noregi í sínar hendur.
(Frá norska blaðafulltrúanum)
Þjóðverjár flytja
vélar frá Noregi
Frá London er símað til norska
blaðafulltrúans hér:
Samkvæmt góðum norskum
heimildum, eru Þjóðverjar byrjað-
ir að flytja vélar úr þeim verk-
smiðjum í Noregi sem hingað til
hafa að mestu eða öllu leyti feng-
izt við að gera við þýzkar flug-
vélar. — Slíkur flutningur fer nú
fram frá flugbátaverksmiðju flot-
ans í Horten (norska flotans fvrir
stríð) og allmörgum verkstæðum
austan fjalls, sérstaklega í héruð-
unum við Oslófjörð.
Nokkur hluti þessara véla er
norskur, en hinn þýzkur. — Allt
er sent til Þýzkalands, sennilega
til að fylla í skarð þáð, sem loft-
árásir Bandamanna valda.
Þeir faglærðir verkamenn, sem
smámsaman verða atvinnulausir
vegna Jiessa brottflutnings, eru
fluttir nauðugir til annarra verk-
stæða, en Þjóðverja skortir stöð-
ugt faglærða verkamenn, því að
þeir leitast við að fara huldu höfði
eins og æskulýðurinn, sem kvisling-
ar ætluðu að neyða til að vinna
fyrir sig.
(Frá norska blaðafulltrúanum)
KAUPIÐ
ÞJOÐVILJANN
Úti um byggðir landsins er nú i
ekki meira um annað rætt en hina
nýju ríkisstjórn og stefnuskrá
hennar. Allur fjöldinn fagnar því,
að Alþingi hefur tekizt myndun
ríkisstjórnar, sem nýtur almérinara
og’ ákveðnara trausts en venja er
til. Fagnar því, að það ófremdar-
ástand, sem ríkti í stjórnarháttum
landsins um skeið, er nú úr sög-
unni. Jalfnvel hinir gætnari og betri
kjósendur andstöðuflokks stjórn-
arinnar hrifast með.
Þess má nú vænta, að þegar
stórþjóðirnar skipa málum að 1
stríðinu loknu, sitji stjórn að völd-
um í landinu, sem verði þess um-
komin að halda fast á rétti hins
unga íslenzka lýðveldis. Þjóðin
metur og virðir þann stórhug og
Jiá trú á landið og giftu Jijóðar-
innar, sem fram kemur í málefna-
samningi hinnar nýju stjórnar.
Flestum er það ljóst, að þeir tím-
ar eru framundan, sem krefjast
þess, að ekki sé haldið að sér hönd-
uiri og lagzt á fengið fé, heldur
hafizt handa til mikilla og mark-
vissra átaka. Slík átök boðar hin
nýja ríkisstjórn. Að sjálfsöpðu
verður ekki allt sagt fyrir um á-
kvarðanir hennar, enda væri þá
smár vandi á höndum. En víst er
um það, að fátt er um haldgóð
rök hjá stjórnarandstæðingum, en
því meira um misjafnar getsakir og
óskir. Sumir Jiola nú illa vistina á
„utangarðsbekknum”, }>ar sem
dæma átti aðra til sætis. Þangað
hafa nú stjórnarandstæðingár rölt
sjálfir, vantrúaðir á eigin verk og
dapureygir vegna þess óttá, að sér-
hagsmuna- og valdaaðstaða þeirra
í Jijóðfélaginu komi ekki aftur.
Þessir menn sjá alstaðar vofur á
lofti og fjanda í hverju horni. Það
er því víst, að fyrir atbeina þess-
ara tiltölulega fáu manna verður
haldið uppi liáværri stjórnarand-
stöðu og reynt á allan riátt að
þvælast fyrir, torvelda störf stjórn-
arinnar og spilla friðnum. Það er
því rétt fyrir alla þá, sem styðja
núverandi ríkisstjórn og bjargráð
hennar, að vera vel á verði og
gæta þess, að ekki munu andstæð-
ingarnir jafnan hafa söxnu vopn
á lofti, heldur velja Jiau eftir Jiví
sem þeir telja bezt henta hverju
sinni. Mun á þann hátt hafin árás
á flestar gerðir stjórnarinnar og
áætlanir.
Eitt Jieirra mála, sem ríkisstjórn-
in hefur samið um, er setning nýrra
launalaga á Jiví þingi er nú situr.
Frumvarp Jiað, sem Jiingið hefur
til meðferðar, boðar stórkostlegar
umbætur og aukið réttlæti í launa-
greiðslum til opinberra starfs-
manna. Á árunum 1933—1934
starfaði milliþinganefnd í launa-
málum og skilaði ýtarlegu áliti.
Ríkisstjórnin lagði aldrei tillögur
þeirrar nefndar fyrir þingið. Var
þó oft viðurkennt í sölum Alþingis
og af öðrum ráðamönnum þjóðfé-
lagsins, að launakjör opinberra
starfsmanna væru óviðunandi og
óréttlát.
Sú venja hefur ríkt, að taka út
úr einstaka starfshópa og bæta
kjör þeirra — allt af handahófi. A
einstaka útvalda menn hefur verið
hlaðið bitlingum og aukastörfum
úr hófi fram, meðan aðrir hafa
hjarað við sultarlaun. Þannig hef-
Engan hefi ég heyrt mæla þessu
ástandi bót í fullri alvöru, né telja
það sæmandi fyrir þjóðina.
En nú ber svo undarlega við,
þegar á þessum málum er tekið
með festu og alvöru og komið áð
því að samþykkja ný launalög, að
Jiá heyrast nokkrar hjáróma radd-
ir, sem telja að ekki sé tímabært
að leiðrétta ranglætið og að frum-
varp það, sem um ræðir, stofni
fjárhag ríkisins í hættu. Þeir sömu
menn ættu að dunda við að telja
saman þær fjárgreiðslur ríkissjóðs,
sem varið er á vafasamari hátt.
Mættu þeir þá vel muna bitlinga-
austurinn, ýmsa útgjaldaliði við-
komandi rekstri opinberra stofn-
ana — aðra en Iaun starfsmanna —
að ógleymdu styrkjafarganinu og
þess réttlætis.
Varla verða teknar alvarlega
röksemdir eins og Jiær. að laun
samkvæmt frumvarpinu séu allt
of há og að framleiðslan þoli þau
ekki, en á hirin bóginn, að hættu-
legt sé að lækka hæstu launin frá
Jivi sem áður var, vegna þess, að
þá yfirbjóði atvinnufyrirtækin og
ríkið missi starfsmenn sína. Þetta
lýsir aðeins ákveðinni lífs|koðun
og sálarástandi.
Það er eftirtektarvert, að þess-
ar raddir eiga, að því er virðist, í
flestum tilfellum Jieir menn, sem
hlotið hafa vellaunaðar stöður á
óvenjulegan hátt, vegna fylgi-
spektar við ráðandi stjórnmála-
menn og hafa ýms fríðindi.
Aldrei hef ég heyrt þessar radd-
ir frá öðrum en þeim, sem á ein-
hvern hátt hafa tekjur, sem svara
til hæstu flokka launafrumvarps-?
ins eða hærri. Það sem þessum
mönnum virðist fyrst og fremst
vaxa í augum, eru launahækkanir
þeirra, sem voru með Jieim lægst
launuðu áður, eins og l. d. kenn-
ara, en milliþinganefndin er sam-
mála um, að kennurum hafi verið
vangoldið fremur en nokkrum öðr-
um starfsmönnum í opinberri
þjónustu. Það er löngu viður-
kennt, að störf lcennaranna til-
heyri hinum ábyrgðarmestu störf-
um þjóðfélagsins og þarfnist vald-
ari starfskrafta en sum þau störf,
sem greidd eru margföldum kenn-
aralaunum. Þá má og geta Jiess, að
víða eru kennarar leiðandi kraftur
i ýmsum frjálsum og Jijóðhollum
félagssamtökum, og eyða þar bæði
tíma og kröftum án endurgjalds.
Mættu þeir menn muna slíkt, sem
engin störf vinna ólaunuð, en sjá
ofsjónum yfir sumarleyfi kennara.
Skoðanir þessara manna eru
skilgetið afkvæmi þeirrar spilling-
ar. seiri þróazt hefur á liðnum tíma
í skjóli ranglátra launalaga og em-
bættisveitinga. Þessir menn una
vel sínum liag, en vantar réttlæt-
iskennd og almenna yfirsýn, til
Jiess að fá skilið, að mat Jiess op-
inbera á starfsmönnum sínum á
ekki að byggjast á góðgerðastarf-
semi valdhafanna á hverjuni tíma,
eða fara eftir lífsskoðun launþeg-
ans. Þeir virðast eiga bágt með að
skilja, að það eru takmörk fyrir
því, á hvc lágum launum heimilis-
faðir' getur alið upp Jiegna fyrir
Jijóðfélagið, án Jiess að Jiað sjálft
liljóti skaða af. Ef ríkiskassinn er
Frh. á 8. síðu.