Þjóðviljinn - 28.12.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. desember 1944. ÞJÓtíVlLJINN 7 Allt í einu sér Ingibjörg, að fluga kemur fljúgandi inn um gluggann. Hún var á stærð við hænu. En Ingi- björg var ekki smeik. Hún greip ausu og barði flug- una. Flugan sprakk og hvarf eins og sápukúla. „En að þú skyldir þora þetta“, sagði Andrés. „Það var engin hætta“, svaraði Ingibjörg. „Þessi fluga var bara búin til úr ímyndun. Þessvegna varð hún að engu“. Eftir þetta kom ekkert einkennilegt fyrir á bæn- um. . Þau unnu mikið, Andrés og Ingibjörg. Þau fóru að slétta túnið, grafa skurði til að- þurrka engjarnar og hressa við húsakynnin. • Þegar þrjú ár voru liðin var orðin mikill munur að sjá jörðina. Mýrarnar voru orðnar akrar og engi og tún- ið lá í legu. Þetta var orðið laglegt býli, þó að það væri ekki stórt. „Ætlarðu ekki bráðum að fara að sækja peninga- kistilinn til sýslumannsins?“ spurði Ingibjörg. „Það er líka alveg satt. Ég var nærri búinn að gleyma honum“, sagði Andrés. Hann fór til sýslumannsins. En þá komu Pétur og Markús líka og vildu fá sinn þriðjunginn hvor. Andrés féllst á það. Sýslumaðurinn opnaði kistilinn með lykli. Þeim brá í brún. í járnkistlinum var trékistill og svo hver kistillinn af óðrum. Sá minnsti var ekki stærri en nef- tóbaksdós. Hann var opnaður og í honum voru þrír skildingar. Það var svo sem auðséð, að bræðurnir áttu allir að fá arf eftir gamla manninn! Pétur og Markús urðu súrir á svipinn. En Andrés bara hló. Þegar Andrés kom heim og sagði Ingibjörgu þetta, hló hún líka. „Nú veit ég hvers vegna Jakob gamli hefur allt af glott í kampinn“, sagði Ingibjörg. 0$ ÞETT4 ERICH MARIA REMARQUE: VINIR 1 Úr bernskuminningum Ólafar frá Hlöðum: „--------Jólafögnuður okkar var mikill, þó að föng væri lítil. Þá fengum við mat, svo mikinn, að við áttum hann til ígripa fram að nýári. Mestur fengur okkar var að fá að smakka jólabrauð. Þá var og ekki lítið gleðiefni að vakna við ilminn af brennivínskaffinu hans föður okkar jólamorgun- inn, fá svo sjálf flóaða mjólk, nývöknuð í rúminu, með kand- issykurmola og tíu grjónalumm- um hvert. Þá tölu vissum við að við fengum, hvort sem blés með eða móti. Mest hlakkaði ég þó til að fá jólaljósið mitt: kúskelina. Okk- ur var gefin kúskel eða hörpu- diskur með bræddri tólg og. fífukveik, eins og skelin tók. Svo kveiktum við öll, hjartans glöð, hvert á sinni skel, og lýst- um hvert skot. Hvað ljósið var lítið og bjart á skelinni minni! Eg hélt alltaf á því og horfði hugfangin á það, þangað til ljósmetið þvarr og ljósið mitt dó. — Aldrei þótti mér eins ósköp vænt um kertaljósið mitt, eftir að prestkonan gaf okkur kerti um hver jól og orsökin auðvit- að sú, að ég var eldri. Þau kerti voru steypt í strokki. Bráðinn tólgur, var látinn í strokk, heitt vatn undir, ljósarökin lát- in hanga niður úr þverspýtu, sem lögð var yfir strokkinn, mörg í senn, og svo smá dýft niður í strokkinn og látið storkna á milli“. „Vegna þess, að allt annað er andstyggð. Nú orðið er ekki hægt að treysta neinu. Manstu, hvað Ferdinand sagði? Það var dálítið hæft í því, sem hann hélt, sá gamli líkmálari. — En spilaðu nú ein- hvern gamla sönginn okkar“. Ég gerði það, lék „Þrjár liljur“ og „Argonnerskóginn'1. Það hljóm- aði undarlega í auðum salnum — öðruvísi en þegar við sungum þessi kvæði forðum daga. VII. Tveimur dögum seinna kom Köster þjótandi út úr verkstæð- inu: „Robby, nú hringdi Blumen- thal, vinur þinn. Þú ferð til hans með bílinn klukkan ellefu, reynslu- ferð“. Ég fleygði skrúfjárninu. „Hvert í heitasta! Hver veit nema við get- um selt bílinn, Ottó“. „Hef ég ekki alltaf sagt þetta?“ kallaði Gottfried, þar sem hann lá undir gömlum Fordbíl. „Ég sagði alltaf að hann léti til sín heyra aftur, og það bregzt aldrei sem ég segi“. ( „Haltu þér saman. Þetta er al- vöruníál. Heyrðu, Ottó, hvað má ég slá miklu af honum?“ „I mesta lagi tveim þúsundum, og í allra mesta lagi tveim hundr- uðum í viðbót. Og ef það hjálpar ekki fimm—sex hundruðum. En þá segirðu honum líka, að við bölvum honum lifandi og dauðir“. „Ágætt!“ Við fægðum bílinn þar til hann gljáði allur. Ég settist við stýrið. Köster Iagði hendina á öxl mér og sagði hátíðlega: „Robby, þú hefur verið hermaður. Verðu nú heiður verkstæðisins, meðan þú dregur andann. Og dcyja skaltu standandi með höndina í vasa kaupandans". Á leiðinni keypti ég nellikur og kom þeim fyrir í blómabikar bíls- j ins. Ég ætlaði mér að komast í álit hjá frú Blumenthal. 'En því miður tók Blumenthal á móti mér á skrifstofu sinni en ekki heima hjá sér. Ég varð að bíða eftir honum rúman stundarfjórð- ung. Ég þekkti þetta bragð. Það var til að gera mig auðsveipari, hugsaði ég og kom mér í mjúkinn hjá laglegri sfcúlku á skrifstofunni, svo að hún sagði mér allt, sem mig langaði til að vita um ástæður Blumenthals: Vefnaðarvöruverzl- un! Mikil viðskipti! Níu manns á skrifstofunni! Atkvæðalaus með- eigandi! Verstu keppinautarnir: Meyer & Sön. Þeir óku í Essex- bíl-------- Svo langt hafði ég koinizt, þeg- ar Blumenthal lét kalla á mig. Hann kom strax að kjarna máls- ins. „Ungi maður“, sagði hann. „Ég á annríkt og má ekki eyða tíma í óþarfar samræður. Verðið, sem þér nefnduð um daginn, var bara hug- myndaflug yðar, sem ég reyndar skil. En nú spyr ég í hjartans al- vöru: Hvað kostar bílinn?“ „Sjö þúsund mörk“. Hann sneri sér snöggt að mér. | „Þá tölum við ekki meira um það“. ' „Herra Blumenthal“, sagði ég. „Þér verðið fyrst þó að skoða bíl- inn rækilega“. „Það lief ég gert“. „Það á ekki saman nema nafn- ið, hvernig skoðað er. Þér verðið að gá að hverjum hlut út af fyrir sig. Tókuð þér eftir, hvað bíllinn er vel lakkaður? Það kostaði okk- ur tvö hundruð og fimmfcíu mörk. Hjólbarðarnir eru spánnýir. Þeir kostuðu sex hundruð mörk. Þá eru komin átta hundruð og fimmtíu mörk. Svo var hann bólstraður —“ Hann veifaði hendinni til merkis um að nú væri nóg komið. En ég hélt áfram. Ég skoraði á liann að sjá með eigin augum einu sinni enn, hvað einstakir hlutir, sem ég nefni, væri sérstaklega vandaðir að frágangi. Og ég ætlaði ekki að hætta fyrr en við værum báðir komnir út að bilnum. Ég vissi að þá mundi aðstaða mín batna. Blmnenthal var það líka mjög vel ljóst, að hann var bezt komiim bak við skrifborðið. Hann setti upp gleraugu og gekk til atlög- unnar í grimmustu alvöru. Við vorum eins og tigrisdýr og slanga. Blumenfchal va.r slangan. Áður en ég gat áttað mig, hafði hann feng- ið mig til að lækka verðið um fimmtán hundruð. Ég varð skelkaður. „Herra Blumenfchal“, sagði ég nærri því auðmjúkur. „Nú er klukkan orðin eitt og þér verðið líklega að fara heim og borða“. Nú fannst mér ekki ríða eins mikið á neinu og því, að komast sem fyrst burt af þessum sjtað þar sem verðið lækkaði fyrr en varði eins og snjóskafl í sterkri sólbráð. „Ég borða ekki fyrr en klukkan tvö“, svaraði Blumenthal og brá sér hvergi. „En við getum farið og reynt bíl- inn núna“, sagði hann. „Mér létti. „Og svo töluni við nánar saman á eftir“, bætti hann við. Það gat varla heitið að ég drægi andann. — — — Við fórum heim til hans. Mér til mikillar undrunar gjörbreyttist maðurinn. Hann fór að segja gamansögur af Franz Josef keisara, sem ég reyndar hafði heyrt oft áður. Ég sagði honum í staðinn alkunna sögu af ökumanni. Þá kom hann með skrítluna um vitlausa Saxlendinginn og ég með Skotasögu. Þegar við komum heini að húsi hans, setti hann upp alvörusvip og bað mig að bíða, meðan liann sækti konuna sína. „Ójá, kunningi“, sagði ég við bílinn. „Það býr einhver slægð undir þessum fagurgala. En við tökum öllu með ró. Hann kaupir þig. Gyðingar vita hvað þeir vilja. Það er ekki líkt Gyðingi, að fala bíl og muna svo allt í einu eftir því, að hann þarf að kaupa eitt- hvað annað fyrir peningana. Nei, hann veit hvað hann vill, en ekki skal hann kúga mig til að lækka verðið meira en eitt hundrað enn. Komist hann lægra, sver ég við sál mína að bragða ekki vín fram- ar“. Frú Blumenthal kom. Ég rifjaði upp það sem Lenz hafði ráðlagt, mér og varð nú riddaralegur í framkomu. Blumenthal. tók eftir þessu nýja herbragði og glotti. Ég kom því svo fyrir, að hann sat í aftursætinu en frúin við hlið- ina á mér. „Hvert viljið þér aka?“ spurði ég þýðlega. /, „Þér ráðið því“, svaraði hún og brosti móðurlega. Ég fór að tala og mér var létt um máí. Það var yndisleg hvíld að tala við manneskju, sem ekki bjó yfir neinum brögðúm. Ég talaði lágt, svo að karlinn skyldi ekki heyra neitt. Það var nógu bölvað að þurfa að hafa hann þar'na aft- ur í bílnum. Ég stöðvaði bílinn. Við stigum út og ég liorfðist í augu við fjand- mann minn. „Þér verðið að viður- kenna, að bíllinn rennur óvenju þægilega", sagði ég. „Hvaða gagn er í því, þegar skattarnir rýja mann inn að skyrt- unni? Hreinskilnislega sagt, er of hár skattur af-svöna bíl“. „Herra BIumenthal“, sagði ég. „Þér eruð kaupsýslumaður og því get ég talað við yður, eins og mér býr í brjósti. Iíér er ekki um skatt að ræða. Þér vitið, hvers verzlun krefst á vorum dögum. Það er ekki le, heldur lánstraust. Og hvernig er liægt að fá lánstraust? Það fær maður með framkomu sinni. Svona Cadillac-bíll er traust- ur, lítur vel út, þægilegur en ekki úrelt-ur. Sem sagt: hann er vottur um borgaralegan heiður og vel- megun. Verzlunin fær ekki betri aug]ýsingu“. Blumenthal sneri sér að konu sinni, ánægjulegur á svipinn: „Hann er' Gyðingur". Svo sneri hann sér að mér og liélt áfram jafn vingjarnlega: „Ljósasti votturinn um vélmegun á vorum dögum er að vera illa til fara og aka í stræt- isvagni. Ef við ættum alla þá pen- inga, sem inenh skulda fyrir nýja, bíla, Jiá værum við efnaðir, ungi maður“. Ilvað var nú á seiði? Var það nærvera kommnar, sem gerði hann svona mjúkan á manninn? Ég liélt áfram: „En svona bíl er ekki hægt að bera saman við tveggja manna Essex-bíl, eins og þann, sem Meyer & Sohn eiga — svona eldrauðan monjbbíl, sem ég mundi ekki vilja eiga, þó að mér væri gefinn hann“. Bluinenthal ræskti sig. Ég sneri mér að frúnni. „Og liturinn á bíln- um fer yður svo vel — blátt við Ijóst hár-----“ Nú tók ég eftir því, að Brumen- thal veltist um af hlátri. „Það var greindarlegt af yður að minnast á Meyer & Solin“, stundi hann. „ög nú ætlið þér að reyna að hæla kon- unni minni“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.