Þjóðviljinn - 07.02.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. febrúar 1945.
PJOÐVILJINN
7
ERICH MARIA REMARQUE:
VINIR
N. ROLFSEN:
ÍSAK
„Ertu að skrifa þarna 1 myrkrinu?“
„Já“.
„Hverjum ertu að skrifa?“
ísak svaraði ekki. Hann kom engu orði upp.
„Hérna er ég líka með bréf. Komdu út og lestu það.
Eða á ég að lesa það fyrir þig?“
Skólastjórinn hafði skrifað, að flestir kennararnir
álitu réttast að ísak yrði rekinn úr skólanum. En í þetta
sinn átti miskunn að ganga fyrir réttlæti, sagði skóla-
stjórinn og því hafði verið ákveðið, að ísak yrði refsað
klukkan tólf á laugardaginn, en að hann fengi að vera
í skólanum eftir sem áður.
,,Verð ég hýddur?“
„Já. Ertu hræddur?“
„Nei“.
„En allur skólinn á að vera við. Allur bærinn fær
að vita það. Eg hefði líkiega átt að sýna þér hann
þennan, þrátt fyrir allt“, sagði pabbi og lyfti stafnum,
„Á allur skólinn að horfa á?“ spurði ísak.
Pabbi lyfti stafnum í annað sinn. Þá sá hann að
skarpari drættir, sem hann hafði aldrei séð áður, komu
kringum munninn á ísak. Drengurinn hafði sómatilfinn-
ingu, hvað sem öðru leið. En var það ekki sómatilfinn-
ing líka, sem hafði komið þessum gamla, geðprúða
manni til að hafa í hótunum við drenginn?
Þeir stóðu hver á móti öðrum um stund. Pabbi hélt
á bréfi skólastjórans en ísak á bréfinu, sem hann hafði
verið byrjaður að skrifa- pabba. Hann hafði ekki verið
kominn lengra en „Kæri — —“. Og nú hélt hann á
bréfinu í lófa sínum og var að hnoða því saman íkúlu.
ísak stóð grafkyrr og hálfboginn, eins og hann væri
að bíða eftir refsingu. En pabbi sneri sér við og gekk
hægt niður þrepin sem lágu heim að húsinu.
Um miðja nítjándu öld var
það hegningarvert í Rússlandi
að mæla gegn brennivíns-
drykkju og voru menn barðir
fyrir þær sakir. Stundum var
hellt ofan í þá víni nauðuga.
Ríkið hafði geysimikinn hagnað
af vínsölunni, og þar af komu
þessi lagaboð.
★
Menn hafa, eins og kunnugt
er, misjafnar athyglisgáfu.
Kennari nokkur spurði nem-
endur sína, sem voru stúdentar,
hve margar rúður væru í glugg-
anum í forstofuhurð hússins.
Sumir skrifuðu níu, aðrir tólf
o. s. frv. Aðeins einn ;(af níu)
mundi ekki eftir neinum glugga
í hurðinni.. Hann var heldur
enginn.
Þessi saga er oft sögð sem
dæmi um glögga eftirtekt:
Kaupmenn í Austurlöndum
höfðu týnt úlfalda. Skömmu
og spurðu hvort hann hefði séð.
úlfaldann. „Var hann blindur
á hægra auga, haltur á vinstra
afturfæti og vantaði hann tenn-
ur?“ spurði munkurinn. Þetta
var allt rétt. Kaupmennirnir
spurðu hvers vegna hann hefði
ekki stöðvað úlfaldann. „Eg sá
hann ekki“ sagði munkurinn.
Því trúðu hinir ekki. En munk-
urinn sagði: „Eg sá, að farið
eftir vinstra afturfót var
grynnzt. Því vissi ég að hann
mundi vera haltur. Hann hafði
alltaf bitið grasið vinstra megin
við veginn, en ekki hægra meg-
in. Því hlaut hann að vera blind
ur á hægra auga. Alls staðar,
þar sem hann hafði bitið stóðu
fáein óbitin strá hér og þar.
Því hlaut hann að vanta tenn-
ur“.
Fyrri sagan er eflaust betra
dæma um athygli manna, því
að rannsóknir hafa leitt í Ijós,
að þeir veita því furðu litla
Nú kom hún til mín og tók
höfuð mitt milli handa sinna:
,,Það er svo gott að vera hjá
þér. Mér þykir svo vænt um
Þig
Eg svaraði engu. Gat ekkert
sagt.
— Eg gekk inn á barinn og
hitti Köster þar. „Komdu og
seztu hjá mér. Hvernig líður
þér?“
„Ekki sérstaklega vel, Oooto“.
„Viltu eitthvern drykk?“
„Ef ég á að drekka svo að
mér sé eitthvert gagn í því,
verðíir' það að vera mikið. En
ég vil ekki drekka mikið. Er
Gottfried með bílinn? Nú er
bezt að ég taki við í bráðina.“
„Eg fer með þér“, sagði Köst-
er.
Eg fór með bílinn og kvaddi
Otto. Þegar ég kom á bílastæð-
ið voru tveir þar fyrir. Rétt á
eftir komu Gustaf og Tommy,
leikarinn. Við fengum okkur
allir öl. Tveir strákanna fengu
farþega og fóru. Svo kom ung
stúlka og bað mig að aka sér
til „Vineta“. Það- var vinsæll
skemmtistaður með síma við
hvert borð og pípum, sem lágu
um allan salinn og send voru
eftir bréf. Þar var allskonar
skringilegur útbúnaður, gestun-
um til skemmtunar og var þetta
einkum miðað við utanborgar-
gesti. Hótelið var í skuggalegri
götu í útjaðri borgarinnar.
Unga stúlk.an bað mig að
skipta fimmtíu marka seðli. En
það gat ég ekki. Þá kom dyra-
vörðurinn til sögunnar.
„Viljið þér skipta fyrir mig
seðlinum, svo að ég geti borgað
bílstjóranum eitt mark og sjö-
tíu?“ spurði hún.
Þau fóru og rétt á eftir kom
hann aftur með smápeninga og
fékk mér. Það var eitt mark óg
fimmtíu, og ég sagði honum,
hvað ég hefði átt að fá.
„Haltu kjafti — eða ertu
kannski viðvaningur? Dyravörð
urinn á nefnilega að fá tuttugu
peninga fyrir ómakið. Snáutaðu
burt,“ sagði hann.
Það var satt, að dyravörðum
voru stundum gefnir drykkju-
peningar, en það var bara þegar
þeir útvega farþega. „Þú teym-
ir mig ekki á eyrunum“. sagði
ég. „Eg á að fá eitt mark og
sjötíu“.
„Þú getur fengið á kjaftinn,
annað færðu ekki“, urraði hann.
Mér var sama um þessa
tuttugu pfenninga en ég vildi
ekki láta undan ósvifni hans
og skipaði honum að koma með
peningana.
Eg áttaði mig ekki á að búast
til varnar, þar sem ég sat, fyrr
en hann hafði slegið mig. Eg
gat ekki einu sinni vikið mér
til hliðar í þrengslunum og
hafði ekki önnur ráð en beygja
mig niður fyrir stýrið. Þegar ég
við mig og blóðið fossaði úr
nefinu.
„Viltu meira apakötturinn
þinn?“ spurði dyravörðurinn.
Eg íhugaði, hvað ég ætti að
gera. Maðurinn var áreiðanlega
sterkari en ég. Þar að auki gat
ég ekki komið á hann höggi,
þaðan sem ég sat og áður en
ég kæmist út, yrði hann áreið-
anlega búinn að slá mig að
minnsta kosti þrisvar í rot. Eg
gaf honum hornauga. Vínþefinn
lagði af honum.
„Segðu eitt orð enn. Þá .verð-
ur konan þín ekkja“, sagði hann
glottandi.
Mér ískólnaði af reiði þegar
ég virti fyrir mér dýrslegt
hveljuandlit hans og ég hug-
leiddi, hvar ég ætti að koma
á hann höggi, en sat þó kyrr.
Þjónn kom til okkar: „Hvað er
um áð vera?“ spurði hann.
„Ekkert, herra yfirþjónn“,
svaraði dyravörðurinn og
hneigði sig. Þjónninn horfði á
mig. „Ekkert“, tautaði ég. Hann
leit á mig og dyravörðinn á
víxl. „Þér hafið blóðnasir“,
sagði hann.
„Eg rak mig á.“
Dyravörðurinn færði sig fjær
og glotti sigri hrósandi Hann
hélt víst, að ég þyrði ekki að
kæra hann.
„Bíddu bara“, sagði ég í hug-
anum við dyravörðinn. „Eg þarf
ekki milligöngu annarra til að
ná mér niðri á þér. Við hitt-
umst seinna“.
Eg ók burt.
„Fjandi er að sjá þig, maður“,
sagði Gústaf og tók strax til
verka. Hann hafði ekki til
einskis verið undirkorporal í
hjúkrunardeild.
Hann fór með mig inn í eld-
hús bílstjóraknæpunnarogstöðv
aði blóðið með klaka á meðan
ég var að segja honum söguna.
„Þvílíkur hundingi, að slá
sitjandi mann“, sagði hann. ,.Nú
ertu orðinn ágætur, komdu
sti'ax með okkur. Við megum
engan tíma missa. Tommy seg-
ir, að þessi dyravörður á Vineta
sé þekktur að því að ráðast á
menn. Hann hefur enn ekki
fengið ærlega ráðningu. En nú
skal hann fá hana“, sagði
Gústaf.
„Eg verð að sjá fyrir því
sjálfur", sagði ég.
„Nei — áður en þú ferð út
úr bílnum —“ sagði Gústaf.
„Mér hefur dottið ráð í hug“,
greip ég frapi í. „En ef mér
misheppnast það, getur þú kom
ið til sögunnar“.
Eg fékk húfu Gústafs lánaða
og við fórum í hans bíl, til þess
að dyravörðurinn sæi ekki
strax, hvað væri á seiði. Það
var líka dimmt í þessari götu,
svo að hann hefði tæpast þekkt
mig. Þegar við komum til
Vineta var engin lifandi vera
Gústaf stökk út úr bílnum.
Hann bölvaði yfir því, að hann
hefði ekki nema tuttugu mörk,
gekk 'til dyravarðarins og bað
hann að skipta, það væru eitt
mark og sjötíu, sem hann ætti
að borga. Gústaf beið, en dyra-
vörðurinn gekk til mín og rétti
mér eitt mark og fimmtíu inn
í bílinn.
Eg bað um afganginn. Hann.
nam staðar undrandi og hvísl-
aði. „Þú skalt iðrast eftir þessu
fyrst um sinn“, sagði hann og
sló til mín. Hefði ég ekki brugð
ið mér til hliðar eins og örskot,
mundi það högg hafa rotað mig.
En hnefi hans skall af alefli á
stýrið. Hann hrökk frá og org-
aði af sársauka, og hirti ekki
um að búast til varnar.
Eg stökk út úr bílnum.
„Þekkirðu mig?“ orgaði ég og
sló hann rokna högg í magann
svo að hann riðaði við.
Einn — tveir — þrír“, sagði
Gústaf að baki mér. En ég sá
bara ógeðslega hveljuandlitið
fyrir framan mig, þetta fól,
þennan stóra skrokk, sem aldrei
hafði fundið til veilu í brjósti.
Mér sortnaði fyrir augum og ég
lét höggin dynja á honum. Öll
angist undanfarinnadagalogaði
.upp á ný og ég gat ekki annað
en barið hann eins^ og óður
maður.
„Ertu vitlaus? Þú drepur
hann“, kallaði Gústaf.
Eg áttaði mig. Dyravörðurinn
stóð upp við vegginn Blóðið
fossaði af honum. Svo hné hann
niður og skreið á fjórum fótum
í áttina til dyranna. Hann
minnti á risavaxið skordýr, þar
sem hann skreið á jörðinni í
borðalagða einkennisbúningn-
um.
„Hann langar líklega ekki til
að lyfta hramminum fyrst um
sinn“, sagði Gústaf. En nú
skulum við flýta okkur. Þetta
var misþyrming — skilurðu
það?“ Við ókum af stað.
„Þetta var ofurlítil fróun,“
sagði ég og hallaði mér aftur
á bak. Gústaf glotti.
XVIII.
„Robby“, sagði Lenz. „Maður-
inn sem stendur frammi fvrir
þér, er sérfróður flutningamað-
ur, alvanur að útbúa íbúðir,
smekkvís, áreiðanlegur ' og
kurteis í allri framkomu. Gott-
fried er skírnarnafn hans. Þú
átt að fela honum allan undir-
búning, án þess að leggja nokk-
uð til málanna. Það er bezt,
að þið Pat farið bara ykkar
leið og verðið í burtu svo sem
tvo tíma. Er þetta ekki rétt,
Otto?“
„Jú“, sagði Köster. „Flutn-
ingar eru engin skemmtun,
Robby. Eg legg það til, að ég
sæki ykkur Pat eftir hálftíma.
Síðan förum við eitthvað og
j bcroum. Á meða^ sér Gottfried
seinna mættu þc • j förumunki ‘ eftirtekt sem ber íyrir augu
rétti úr mér aftur, var ég utsn J sjáanleg.