Þjóðviljinn - 15.02.1945, Side 3
Fimmtudagur 15. febrúar 1945.
ÞJÖÐVILJINN
s
ÍZONSTANTINUS keisari, höf-
undur Miklagarðs, segir svo
í einni tilskipan sinni, að hann
hafi grundvallað borgina að boði
guðlegra máttarvalda. Þjóðsag-
an færði þessi ummæli síðar í
stílinn og sagði frá sýn einni,
er borið hafði fyrir keisarann
um nótt, er hann svaf í hinni
gömlu grísku nýlenduborg Byz-
antium. Hann þóttist sjá vernd-
arvætt borgarinnar, aldraða
konu og veikburða, er breyttist
skyndilega í unga og blómlega
stúlku, og keisarinn skrýddi
hana öllum tignarmerkjum keis
araveldisins. Það er ekki að
uridra, þótt þeirrar tíðar menn
teldu stofnun Miklagarðs
sprottna af guðdómlegri rót, því
að þeir voru jafnan með annan
fótinn í öðrurn heimi, allar þjóð
lífshræringar birtust í trúarlegu
gerfi, enda þótt barizt væri um
furðu jarðneska hluti Hvergi
var þetta berar en í Miklagarðs-
ríki, þar sem kirkjan og ríkið
höfðu svarizt í innilegra fóst-
bræðralag en dæmi voru til
annars staðar í álfunni, svo að
<ekki er fjarri sanni að kalla
það kirkjuríki. Og í annan stað
náði þetta ríki svo hárri elli,
að menn gátu með nokkrum
rétti rakið frændsemi þess til
eilífra máttarvalda. En þetta
lífseiga ríki, sem loks leið und-
ir lok um miðbik 15. aldar,
svignaði oft í svipvindum sinn-
ar löngu sögu, þar sem það varð
að standa af sér aðsókn úr öll-
um áttum, frá slavneskum þjóð-
ílokkum að norðan og austan,
Aröbum og Tyrkjum að sunnan
og austan og ágjörnum verzlun-
arborgum og ruddalegum ridd-
araaðli að vestan. Og þá voru
ekki heldur veðrin lygn í ríkinu
sjálfu. Engir þjóðhöfðingjar Ev-
rópu voru jafn skjóllitlir í há-
sæti sínu og keisararnir í Mikla
.garði, enda þótt þeir fæddust
.á purpura. Frá árinu 395. er
rómverska ríkið klofnaði að
fullu, og fram til ársins 1204,
er latneska keisararíkið var
stofnað, ríktu 69 keisarar í
Miklagarði, svo að hver keisari
hefur setið að völdum tæplega
12 ár að meðaltali. Á keisara-
stóli Miklagarðs ríktu alls 29
ættir frá 395—1453 og 107 keis-
arar. Sextíu og fimm þessara
keisara var hrundið frá völdum
vegna upþ'reisna eða samsæris
í hirð eða her. í höll keisar-
ans í Miklagarði var jafnan
tefld refskák um líf hans og
völd, keisaramæður, geldingar
og drottningar, málaliðshöfð-
ingjar og patríarkar sátu á svik
ráðum hver við aðra, og oft
var hinn alvaldi keisari, fulltrúi
guðs á jörðinni, maðurinn, sem
-ekki var einu sinni háður sín-
um eigin lögum og dómum, ekk
ert annað en viljalaust verkfæri
í höndum samvizkulausra hircf-
gæðinga af báðum kynjum.
Margur keisari Miklagarðs varð
að afklæðast' purpuranum og
hola sér niður í dimman klaust-
urklefa, blindaður á augum eða
tunguna skorna úr munni sér.
En þótt stormar allra himinátta
næddu um krónu hins mikla
hlyns stóð bolur þess traustum
og djúpum rótum í gömlum og
frjóum jarðvegi hellenzkrar,
rómverskrar og austurlenzkrar
menningar og klæddist stund-
Miklagarðsríki og Múhameð
um nýju laufi. Mönnum hefur
jafnan verið það ráðgáta, hvem
ig það mátti verða, að Mikla-
garðsríki fékk þraukað í meira
en tíu aldir á þessum storma-
sömu mótum tveggja heimsálfa.
Skýringarinnar verður að leita
annars vegar í hinum forna
arfi, er ríkið fékk í hlut í upp-
hafi, hins vegar í sköpunar-
mætti þess og hæfileika til end-
urnýjunar. Því það er mikill
misskilningur, sem lengi hefur
ríkt með mönnum, að Mikla-
garðsríki hafi ekki verið annað
en stimuð og steinrunnin róm-
versk arfleifð. Miklagarðsríki
miðaldanna er sjálfstætt, sögu-
legt fyrirbrigði, sem skapar sér
rómverskar erfðir enn ríkar
bæði í lífsháttum og meðvitund
manna austur þar. í Miklagarði
eru hugir manna alteknir af
trúarbragðastælum og furðuleg
ustu meiningum um eðli guð-
dómsins, svo sem verið hafði
í öllum stórborgum Rómaveldis
þegar dró að lokum þess. Skeið-
völlur höfuðborgarinnar — Hip-
podrominn — er miðstöð alls
andlegs og opinbers lífs í höf-
uðborginni. Á skeiðvellinum
skiptast menn í flokka — hina
bláu og hina grænu — en það
voru litir kappakstursmann-
anna. Á sama hátt og ungling-
ar Reykjavíkur skipa sér um
Víking eða Val skiptust borgar-
Sveriir Kristjánsson sagnfrœðingur
ritar um sögu Grikklands
Þridja greín
ný lífsform í pólitískum og list-
rænum efnum, og er svo aflögu-
fært, að það fær menntað og
mannað meginþorra hinna hálf-
villtu slafnesku þjóðflokka Rúss
lands og Balkanskaga og hefur
geysimikil menningaráhrif, þótt
óbein séu, á Vestur-Evrópu. Það
fær einnig öldum saman afstýrt
þeirri þróun, sem varð ofan á
í vesturlöndum og kennd er við
ljensveldið. Hin fornrómversku
áhrif fengu um langa stund
bælt niður sundrunaröfl ljens-
veldisins og þar með haldið em-
bættismannavaldi ríkisins ó-
högguðu og miðstjóm þess. Eitt
glæsilegasta tákn um samhengi
Miklagarðsríkis við hið foma
Rómaríki er myntin. Grundvöll-
ur peningakerfisins í Mikla-
garði er gullpeningur Konstan-
tínusar keisara — solidus — er
stóð 4,5 gr. gulls. Þessi trausta
mynt var óhögguð alla stund
sem Miklagarðsríki var uppi-
standandi og í 800 ár varð ekki
ríkisgjaldþrot í Miklagarði, og
er það sennilega einsdæmi í ver
aldársögunni. Þrátt fyrir dráps
klyfjar skattanna, sem ríkið
varð að leggja á'þegna sína,
gat það jafnan greitt embætt-
ismönnum sínum og málaliði í
reiðu fé. Keisarar Miklagarðs
urðu ekki að greiða umboðs-
mönnum sínum og hermönnum'
í jörðum og fríðindum, svo sem
siðvenja var á Vesturlöndum,og
því fengu höfðingjar Mikla-
garðsríkis ekki hrifsað til sín
æ stærri sneiðar af ríkisvald-
inu á sömu lund og stéttarbræð
ur þeirra annars staðar í Ev-
rópu. Loks má þess geta, að
Miklagarðsríki varð aldrei með
öllu háð erlendu málaliði; það
hafði jafnan á að skipa innlend
um ríkisher, sem varð einskonar
mótvægi purkunarlausra mála-
liðsherja.
En Miklagarðsríki hefði aldr-
ei tekizt að varðveita þessa þjóð
félagsskipun ef það hefði ein-
göngu lifað á fymingum Róma-
veldis hins forna. Að vísu eru
búar Miklagarðs í flokka eftir
kappakstursmönnum, en í þess
ari flokkaskiptingu krystölluð-
ust pólitískar og trúarlegar deil
ur ríkisins. í slík form urðu
stjómmála- og trúarskoðanir að
flýja í ríki, sem hafði svælt út
allar sjálfstæðar pólitískar at-
hafnir manna.
Minningin um Rómaríki eitt
og óskipt var ekki heldur dauð.
Jústiníanus keisari (527—565)
hefur verið kallaður síðasti
rómverski keisarinn og fyrsti
Miklagarðskeisarinn. Hugur
hans stefndi allur í vesturátt,
þar sem barbararnir höfðu setzt
í bú vesturrómverska ríkisins.
Það varð hans konungshugsjón
að sameina aftúr hina sundr-
uðu limi Rómaríkis við Mið-
jarðarhaf. Honum varð mikið
ágengt í þessu efni um stund.
Mikill hluti Ítalíu hlýddi aftur
stjóm keisarans í Miklagarði,
Vandalaríkið í Norður-Afríku
féll honum einnig í hendur. En
Jústiníanus reisti sér og Mikla-
garðsríki hurðarás um öxl.
Mikligarður hafði ekki bolmagn
til þess að sameina aftur austur-
og vesturhluta hins rómverska
ríkis, sem bæði guð og menn
höfðu sundur skilið. Eftirmenn
Jústiníanusar urðu að' láta sér
nægja að treysta völd ríkisins
á landamærum Litlu-Asíu gegn
aðsókn Persaríkis og afstýra
því, að sambandið slitnaði við
Sýrland og Egyptaland, iðnað-
ar- og verzlunarmiðstöð ríkisins
og kornforðabúr þess. Þegar á
næstu öld eftir hina glæsilegu
landvinninga Jústiníusar steðjar
hvert steypiflóðið að Mikla-
garðsríki á fætur öðru. Hið ald-
urhnigna Persaríki sviptir
Miklagarð Armeníu og Sýrlandi
og liggur við að það leggi undir
sig alla Litlu-Asíu. Þá er það,
að einn merkasti keisari Mikla-
gárðs, Heraklíus (610—641) fær
blásið lífsanda í hið forna hrör.
Hann gjörbreytir þeirri umboðs
I stjórn, er ríkt hafði til þessa,
i skiptir ríkinu í herstjómarum-
dæmi og felur herleiðtoga alla
stjóm, herstjóm og almenna
valdsstjórn. En merkust var þó
sú breyting, er hann gerði á
högum bænda. Hann stofnar
svonefnd hermannabú, er hann
setti undir þá menn, er gegndu
herþjónustu. Hernaðarmáttur
ríkisins hvíldi upp frá því langa
stund á innlendum bændum,
sem höfðu ofan af fyrir sér í
friði sem frjálsir menn á jörð-
um sínum, en vörðu landið í
ófriði. Frjáls bændastétt setur
svip sinn á þjóðlíf Miklagarðs-
ríkis næstu áratugi og aldir og
verður félagsleg uppistaða rík-
isins um langan aldur; á þess-
ari skipan hvíldi seigla ríkisins
í baráttu næstu alda. Hin fjöl-
menna frjálsa bændastétt Mikla
garðsríkis varð hemaðarlegur
og fjárhagslegur styrkur þess,
allt fram á miðja 11. öld. En um
það leyti verða mikil straum-
hvörf í félagslegri tilveru
þess. Þrátt fyrir viðleitni
keisarastjórnarinnar í Mikla-
garði að efla sem mest stétt
frjálsra smábænda bæði til að
afla sér tekna og hermanna, þá
fékk ríkið samt ekki haldið stór
jarðeigendum ríkisins í skefj-
um. Allar þessar aldir hafði ver
ið háð limjulaus barátta með
stjórninni og stórjarðeigendum,
sem jafnan sættu færi til að
kaupa og sölsa undir sig eignir
smábænda. Stórjarðeigendur
Miklagarðsríkis fetuðu í fótspor
aðals Vesturlanda og kúguðu
undir sig kotungana, öfluðu sér
bannhelgi fyrir jarðeignir sínar
og leiguliða. Afleiðingin varð
sú, að ríkið missti skattþegna
í hendur stórjarðeigendum og
varð á nýjan leik að leita ásjár
hjá. erlendu málaliði. Eftir því
sem nær leið að lokum Mikla-
garðsríkis uxu stórjarðeigendur
að jörðum og pólitísku valdi,
en í sama mund dvínaði þróttur
ríkisins, unz það saxaðist í
sundur á krossferðatímabilinu
og bar aldrei barr sitt eftir það.
Á þessa lund molnaði hinn
félagslegi og atvinnulegi grund
völlur Miklagarðsríkis, í þró-
unarsögu bænda og jarðeigna-
valds má lesa orsakirnar að lífi
þess og dauða.
Um sama leyti og Heraklíos
keisari kom nýjum stoðum und
ir Miklagarðsríki gerðist lítill
viðburður suður í Arabíu, landi
sandauðnanna. Arabískur kaup-
maður, sem hafði heyrt rödd
guðs, flýði ásamt fáum fylgis-
mönnum frá Mekka til Medína,
þar sem hann stofnaði söfnuð
sinn, er á nokkrum áratugum
var orðmn að víðlendasta heims
ríki sögunnar. Þetta var Mú-
hameð og förunautar hans, og
ártalið er 622 ár e. Kr. Við þenn
an flótta miða Múhameðstrúar-
menn tímatal sitt, og ekki að
ófyrirsynju, því að þetta eru
ein afdrifaríkustu tímaskil sög
unnar. í augum samtíðarmanna
var flótti Múhameds aðeins
hversdagslegur viðburður í
linnulausum ættflokkaerjum
Araba, örlítill gári á foksandi
hinnar arabisku eyðimerkur.
En vér sem nú lifum vitum,
að 200 milljónir manna sverja
við nafn hms arabiska spá-
manns, og trúin sem hann boð-
aði er eitt af stórveldum nú-
tímans.
Hinn mikli útbreiðslumáttur
Múhameðstrúar er fólginn í ein-
faldleika hennar. Hún hvílir á
þeirri skoðun, að guð sé einn
og alvaldur og að lífið hér í
heimi sé hégóminn helber, lífið
og örlög manna hinu megin sé
hinn sanni veruleiki. Hinu ei-
lífa lífi er lýst með skörpum
og skýrum dráttum: hinir van-
trúuðu brenna í eilífum eldi og
nærast á djöfullegum ávöxtum
Zakkoumtrésins, en hinir rétt-
trúuðu hvílast í skuggsælum
görðum ásamt stóreygðum meyj
um Paradísar.
Siðferðikenningar Múhameðs
eru einnig mjög óbrotnar og ein
faldar: samfélag hinna rétttrú-
uðu þurrkar burt mismun kyn-
flokks, ættflokks og félagslegra
metorða. Fremsta skylda manns
ins er að gefa ölmusur, að leySa
fanga úr ánauð, „fæða munað-
arleysingjann og fátæklinginn,
sem liggur í sandinum.“
Þessi kenning spámannsins
sameinaði hina tvístruðu ætt-
flokka Araba, gerði þá fyrst að
þjóð, síðar að heimsveldi- Mú-
hameð þreyttist aldrei á að
boða kynbræðrum sínum. að
hinir rétttrúuðu yrðu að lifa í
friði, og þegar hlé varð á ætt-
flokkadeilunum innanlands,
sneru Arabar hinum herskáu
hvötum gínum að nágrannaríkj -
unum. Barátta Araba varð heil-
agt stríð þeirra gegn hinum
vantrúuðu, æðsta hugsjón Mú-
hameðstrúarmannsins var að
mega deyja , á götu guðs“. í
þjónustu hins stríðandi Allah.
Persaríkið féll fyrst fyrir þess
ari furðulegu sókn eyðimerkur-
innar. Með því datt úr sögunni
aldaforn óvinur Rómaríkis og
Miklagarðs. En skammt varð
stórra högga á milli. Árið 633
hertaka Arabar Sýrland, 640
er Egyptaland orðið skattland.
Araba, 643 reka Arabar her
Miklagarðs úr Afríku. Á fyrsta
fjórðungi 8. aldar er Spánn á
valdi Araba, unz herskarar
Múhameðs eru loks stöðvaðir í
Frakklandi 732. Kyprusey verð-
ur Aröbum að bráð, Sikiley á
9. öld.
Hin sigursæla herför Araba
um lönd Miðjarðarhafsins olli
slíkum aldahvörfum í sögu Ev-
rópu, að einn af fremstu sagn-
fræðingum okkar aldar, Belgíu-
maðurinn Henri Pierenne, vill
láta miðaldir hefjast um það
leyti, er landvinningum Araba
á þessum slóðum lýkur. Rök
hans fyrir þessu eru bæði merk
og veigamikil. Miklagarðsríki
hafði á 7. öld tekið miklum
breytingum í félagslegum og
pólitískum efnum, svo sem áð-
ur var frá sagt. Nú breyttist það
I einnig landfræðilega. Það gat
með engu móti lifað í þeirra
trú, að það væri arftaki Róma-
veldis, því að meginöxul þess
ríkis höfðu Arabar brotið, Mið-
§£1'];. Framh. á 5. síðu.