Þjóðviljinn - 15.02.1945, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1945, Síða 4
I>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. febrúar 1945 fllÓÐVlUE Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrceti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Að vera samkeppnisfær Vísir og önnur afturhaldsblöð stagast í sífellu á því í umræðunum nm framleiðslu vor íslendinga eftir stríð, að vér verðum að vera sam- keppnisfærir — og það þýði að vér verðum að lækka launin. Það er nú rétt að taka þessari afturhaldsiþý einu sinni alvarlega og íletta ofan af rökvillum þeirra. í þeirra augum er aðeins eitt ráð til við því að verða samkeppnis- fær: það er að lækka launin niður í það sama og „keppinautarnir“. Svo ákveðinn er Vísir í þessari skoðun að hann heldur því fram að það sé beinlínis „glæpur, svikráð og launráð“ við þjóðina að ætla að kaupa inn nýtízku atvinnutæki áður en að búið sé að lækka kaupið. Hvað segja nú staðreyndirnar um þetta? Tökum þann samanburð sem næst liggur, fiskframleiðslu Norð- manna og íslendinga fyrir stríð. Norsku fiskimennirnir höfðu mun lélegri kjör en þeir íslenzku, bæði á þorsk- og síldveiðum. Norska ríkið studdi fiskútflutning Norðmanna með miklum fjárframlögum úr ríkissjóði, þegar íslenzka ríkið samtímis lagði þunga skatta á sjávarútveginn. — Og samt var íslenzka fiskfram- leiðslan alltaf að vinna á í samkeppni við þá norsku. Hvernig stóð á þessu? Orsakirnar eru ýmsar, en tvær höfuðorsakirnar eru þessar: íslenzki fiskiflotinn er miklu stórvirkari en sá norski, tæknin á bærra stigi, — togarar voru 30—49 á Islandi, en togaraveiði svo að segja bönnuð í Noregi. Afköst á hvern sjómann því margfalt meiri á íslandi. íslenzku fiskimiðin eru auðugri. Hver á svo að vera afstaða vor gagnvart norsku fiskimönnunum? Eigum vér að reyna að lækka kaup og kjör íslenzkra sjómanna niður í þau norsku — eins og Vísisstefnan vill, — eða eigum við í senn að reyna að auka afköst 'hvers íslenzks sjómanns enn meir með full- komnari tækni og segja við norsku fiskimennina: Hækkið þið ykkar kaup og kjör líka — og stöndum saman um rétt fiskimanna til góðrar lífsafkomu? — Svarið liggur í augum uppi. Vísir ætti að Hta ofurlítið meir í vesturátt, þegar hann er að böl- sótast yfir háa kaupinu. Nýlega var sendinefnd enskra kolanámamanna í Bandaríkjunum. Skýrsla hennar við heimkomuna var á þá leið að kaup amerískra kola- námamanna væri miklu hærra en enskra, en framleiðslukostnaður á hvert kolatonn miklu hærri í Englandi. — Tækin, sem Bandaríkjamenn nota við kolavinnsluna, eru svo miklu betri en Englendinga. Háu launin knýja sem kunnugt er atvinnurekendur til þess að hagnýta vinnuaflið skynsamlegar, fá því fullkomnari tæki í liendur. Ef Améríkumenn hefðu ætlað að fylgja Vísisstefnunni frá upphafi, þá hefðu þeir aldrei gert þann „glæp, svikráð og launráð“ við þjóð sína, sem það er að áliti Vísis að koma á hinum fullkomnustu tækjum. Ef Bretar ættu nú að fara að ráðum Vísis, myndu þeir nú reyna að lækka laun kolanámamanna, til þess að vera samkeppnisfærir. En það er vitanlegt að það gera Bretar ekki. Þeir reyna heldur að koma á nýrri tækni í kolavinnslunni og hækka laun pámamanna. Bretar óttast nú sem kunnugt er samkeppni Bandai;íkjamanna víða í heiminum, þó vitanlegt sé að kaupið sé miklu hærra í Ameríku en í Bretlandi. Af hverju? Af því að Baúdaríkin eru samkeppnisfærust allra iðnaðarríkja, þó kaupio sé þar hæst, — af því tæknin er þar á hæstu stigi. Til að vera samkeppnisfær þarf ein þjóð fyrst og fremst að Iiafa sem fullkomnust tæki, til að hagnýta sínar beztu auðlind- ir. Hún getur því verið ágætlega samkeppnisfær, þótt verkamenn hennar hafa hæst kaup í heimi, Þetta sýna staðreyndimar, — og þegar þessar staðreyndir eru í Ameríku, mætti ætla að Vísir trúi þeim, þó honum annars sé tamt að neita staðreyndum. , Og hvað sýna svo fullyrðingar Visis um að fyrst verði að lækka kaupið — og það sé glæpur að kaupa tækin áður en það sé gert? Þær sýna að efamál er hvort illgirnin í garð alþýðunnar eða þekkingarleysið á atvinnulífi heimsins er sterkara hjá Vísi. FisksBlumálin Bandalag Tímans, Vísís og braskaranna gegn ollum úrbótum í físksölumálunum Síðan um áramót hefur ekki linnt látum í andstöðublöðum ríkisstjómarinnar út af fisksölumálunum. í nærri hverju blaði Tímans og Vísis hefur í sífeliu verið tönnlast í þessum málum og allar hugsanlegar tilraunir hafa verið gerðar af skriffinnum þessara blaða til þess að rangfæra allt, sem gert hefur verið í þessurn málum og reyna að valda sem mestum truflunum sjómönnum, útgerðarmönnum og reyndar öllum landsmönnum til tjóns. VON AFTURHALDSINS UM FISKVERÐSLÆKKUN Síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur það æ komið betur og betur í Ijós, að andstæð- ingar stjórnarinnar tengja sérstak- lega sterka von við það, að mjög bráðlega kunni verð á aðalfram- leiðsluvöru landsmanna, fiskinum, að lækka á erlendum markaði. Skrif stjórnarandstöðunnar, þvort heldur sem þau birtast í Tímanum eða Vísi, virðast glögg- lega bera það með sér að þess sé beinlinis óskað af þessum' aðilum, að verðfall á fiski megi koma sem allra fyrst stjórnarandstöðunni til hjálpar. Tíminn og Vísir hafa nú um nokkurt skeið boðað landsmönn- um þá trú, að hrunið sé á næstu grösum. Bæði þessi blöð ætlast sýnilega til þess, að hrunið hefjist með því, að fiskurinn falli í verði. Af því hlýtur svo að leiða lækk- un launa al'lra þeirra, sem fisk- veiðar stunda og í kjölfar slíkrar lækkunar á svo að sigla allsherjar launaskerðing allra vinnandi manna. Þannig eiga lirunspádómar Her- manns og Björns Ólafssonar að rætast og upp úr slíku ástandi á að koma á liinni margumtöluðu „nauðsynlegu niðurfærslu á kaup- gjaldi og verðlagi“, sem stjórnar- andstaðan sí og æ boðar sem hið eina sáluhjálplega ráð. VERÐLÆKKUNARFRÉTTIR VÍSIS Ekki þarf langt að lesa í skrifum stjórnarandstöðunnar til þess að sjá, að hún lætur ekki við hrun- spádóma sina eina sitja. Hún legg- ur sýnilega drjúgan skerf fram til þess að spádómar hennar um upp- lausn og öngþveiti megi rætast og það sem fyrst. Skrif Vísis og Tímans síðustu vikurnar um fiskverðið og fisk- sölumálin ber þessa ljósastan vott. Þessi blöð leyfa sér það dag eftir dág að skrifa um það sem sjálf- sagðan hlut, að fiskverðið hljóti að lækka. Þetta gera þau vísvit- andi á meðan yfir standa samn- ingar um sölu á nærri allri fisk- framleiðslu landsmanna. Þessi blöð \ leyfa sér að birta rangar fregnir um það, að fiski, sem flytja á til Englands, sé „haugað upp“ í ver- stöðvunum og út sé fluttur skemmdur fiskur. Skyldi nokkrum manni koma til hugar að svona skrif séu gerð til þess að bæta að- stöðu okkar við samningaborðið? Vísir hefur nú á rúmum mán- uði þrisvar sinnum birt sömu frétt- ina um verðlækkun á físki. Frétt- inni er að vísu misjafnlega stillt fregnin, sem harla lítið fréttagildi hefur, því hún er aðeins hugleið- ing um hvað einhverjum hefur dottið í hug um fiskverðsbreyting- ar, en alls fjarri því að gefa nokkr- ar áibyggilegar upplýsingar. Tíminn hefur auðvitað endur- prentað þessa Visisfrétt í hvert skipti, sem hún hefur komið og bæði blöðin hafa eins og ornað sér á þessari ylríku hruntilkynningu. FISKFLUTNIN G ARNIR Þegar sýnt þótt, að íslendingar yrðu-sjálfir að flytja allan ísvar- inn fisk, sem koma þurfti héðan á erlendan maykað, gerði ríkisstjórn- in ýmsar ráðstafanir, eins og flest- um er nú kunnugt, til þess að flutn- ingar þessir gætu orðið með sem beztu skipulagi og fiskframleið- endum að sem mestu gagni. Það kom fljótt í Ijós, að stjórn- arandstæðingar hugðu þá erfið- leika, sem skapast mundu við þær breytingar að landsmenn tækju einir að annast allan fiskflutning- inn, — heppilegt tækifæri til þess að koma á sem mestum glundroða í fisksölumálunum og ekki ólík legt að slíkir erfiðleikar gætu bein- línis leitt til niargumtalaðrar verð- lækkunar á fiskinum. Stjórnarandstaðan lét því ekki á sér standa að vinna kappsam- lega að því, að spádómar hennar um hrunið og verðlækkun aðal- framleiðsluvöru landsins gætu nú náð frarn að ganga, Allt, sem ríkisstjórnin gerði í fisksölumálunum, var tekið af stjórnarandstöðunni til tjóns fyrir útgerðina og fiskimenn. Jafnvel þegar ríkisstjórnin ákvað 15% verðhækkun á öllum nýjum fiski, sem út er fluttur ísvarinn, þá hélt stjórnarandstaðan því fram, að slík ákvörðun væri til ógagns útgerðinni. Tíminn tók t. d. verðhækkunartilkynningunni þannig, að hann sagði: „vel getur svo farið að fiskverðið verði lægra en í fyrra“. Hvernig verðhækkun á rúmum helmingi alls bátaaflans í landinu gat orðið til þess, að fisk- verðið lækkaði, gat vitanlega eng- inn skilið nema Tíminn. Þegar kunnugt varð, að ríkis- stjórnin Vann að því, að brezku kolaflutningaskipin yrðu notuð til fiskflutninga og rekin með hag fiskframleiðenda fyrir augum, þá tóku Tíminn og Vísir því illa og spáðu öllu illu um slíka útgerð. Þann 5. janúar skrifuðu t. d. bæði blöðin samskonar rangfærslur og slúðurfregnir um þessi skip og töldu þau óhæf til fiskflutninga. Vísir skrifaði um brezku skipin á þessa leið: „Vafasamt virðist þó hversu hentug þau kunna að reyn- ast til flutninganna, einkum þegar upp hverju sinni, en allt er sama vora tekur og hlýnar í veðri, enda er haft fyrir satt, að fiskur, sem fluttur var út á síðasta ári með slíktim skipum, ltafi þótt allt ann- að en góður, er hann kom í er- lenda höfn og til neytenda. Er þá ekki ólíklegt, að nefndin (Fiski- málane'fnd) ' geti orðið fyrir veru- legum skakkaföllum......“ En Tíminn skrifaði sama dag á þessa leið um sama efni: „Talið er mjög hæ'tt við því, að fiskur skemmist í slíkum skipum og er sagt, að það hafi oft komið fyrir hjá Bretum. Hefur það ekki komið okkur að sök hingað til, því Bretar hafa keypt fiskinn hér og því orðið sjálfir að þola halla af skemmdunum. Ef við hefðum flutningana sjálfir, mundi hallinn lenda á okkur“. Þannig skrifuðn Tíminn og Vís- ir 5. janúar og þarf engum getum að því að leiða, að skriffinnar blaðanna hafa verið búnir að bera sig saman svo líkt sem þeir skrifa um málið. Bæði blöðin segja frá hinum hættulegu skipum í Gróusögustíl, Vísir: að það sé hajt jyrir satt, að þau skemmi fiskinn, og Tíminn: að sagt sé að skemmzt hafi í þeim fiákur. Tilgangur stjórnarandstöðunnar mcð þessum og þvílíkum skrifum er auðsær. Hún hefur spáð hruni og vinnur sleitulaust að framkomu spádóms síns með öllum hugsan- legum ráðum. Þegar slik stjórnarandstaða heldur að verið sé að fyrirbyggja verðfall á fiski, þá ókyrrist hún og grípur th áðurgreindra ráða sér og spádómi sínum til stuðnings. RÁÐSTAFANIR RÍKIS- STJÓRNARINNAR Fyrir forgöngu ríkisstjórnarinn- ar hefur nú tekizt að tryggja næg- an skipakost til fiskflutninganna, og hefur því sú von stjórnarand- stöðunnar, að vegna skipaleysis gæti verðfall á fiski skollið yfir, algjörlega orðið að engu. Ríkið hefur leigt til fiskflutn- inganna tvö af skipum Eimskipa- félagsins, tryggt að flutningaskip Breta, sem liingað sigla og liæf eru til fiskflútninga, verða notuð til fiskflutninganna eftir því sem frékast er hægt og rekin til ágóða fyrir fiskframleiðendur. Stjórnin hefur leigt yfir 60 fær- eysk skip til þessara flutninga og munu þau verða framleigð útgerð- annönnum til reksturs. Og auk þessa munu um 50 íslenzk skip kaupa fisk og sigla með hann til Englands. Allir vita, að stjórnarandstaðan hefur verið meira og minna and- stæð þessum ráðstöfunum. Hún hefur talið brezku skipin, og þá auðvitað einnig „fossana“, óhæf skip til fiskflutninga. Iíún hefur verið með hverskyns dylgjur út af leigu færeysku skip- anna og Vísir reyndi t. d. af dæma- fárri frekju að koma í veg fyrir það að brezku skipin yrðu rekin til hags/bóta fyrir útvegsmenn, en vildi láta braskarana græða á þeim. Hváð hefði stjórnarandstaðan gert til þess að tryggja nægan skpiakost til fiskflutninganna, ef hún hefði mátt ráða? Stjórnarandstaðan hefði ekki sett 15% hækkunina á og hún hefði því ekki nú í byrjaðri vertíð þegar hafa safnað um 1 milljón króna í verðjöjnunarsjóð, eða með öðrum orðum hækkað tekjur sjó- manna og afrakstur útgerðarinna'r um slika upphæð. SAMHELDNI ALLRA FISKIMANNA Það er höfuðnauðsyn jafnt eig- enda vélbátanna sem sjómanna, að þeir láti ekki úrtölur og rang- færslur þeirra, sem augljóslega eru þeirra .fjendur, hafa áhrif á störf sín og framkvæmd fisksölu- og fiskflutningsmálanna. Þeir útgerðarmenn, sem mark taka á skrifum Tímans og Vísis og láta ginna sig til þess að semja við braskarana, þeir vinna sjálf- um sér tjón og stéttarbræðrum sín- um. Sjómenn og útgerðarmenn eiga samleið í því að vilja fá sem bezt verð fyrir fiskinn og að liægt sé að selja hann sem greiðast og milli- liðalaust. Ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar eru allar miðaðar við heild- arhag fiskimannanna og svo bezt koma þær að fullu gagni að allir fiskimenn styðji þær. Þ.ióðræknísþins Vestur- íslendinga Framhald af 2. síðu. aðra grein um hátíðiná í tíma- ritinu „The Friend“ í Minnea- polis. Árni G. Eyland, formaður Þjóðræknisfélags íslendinga. er farinn vestur um haf, og mun hann að sjálfsögðu reyna að sjálfsögðu reyna að koma því við að sitja Þjóðræknisþing Vestur-íslendinga. (Fréttatilkynning frá ríkis- stjórninni). Miklagarðsríki og Múhameð Fimmtudagur 15. febrúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN Framh. áf 3. siðu. jarðarhafið var ekki lengur at- vinnuleg né pólitísk heild, svo sem verið hafði. Sameining Mið jarðarhafsins hafði verið mesta sögulega afrek Rómaveldis, og Miklagarðsríkið hafði að miklu leyti varðveitt einingu þess, að minnsta kosti í verzlunarlegum efnum allt fram til þess er Ara- bar koma fram á sjónarsviðið. Nú höfðu löndin við Miðjarðar haf verið að fullu bútuð sund- ur. Og það sem meira var: Við Miðjarðarhaf hafði ríkt ein og sama trú sem tákn hins róm- verska alríkis. í Gyðingalandi hafði kristnin slitið barnsskón- um. í Norður-Afríku og Egypta landi höfðu kirkjufeðumir túlk að kristna trú og skapað kristna guðfræði'. Þar voru meginstöðv- ar kristinnar kirkjumenningar. Nú ríkti Múhameð í þessum fomhelgu löndum kristninnar, og smám saman varð trú hins arabiska spámanns nálega alls ráðandi á þessum slóðum. Aldr- ei hafði hin kristna menning Evrópu hlotið annað eins áfáll. Áður hafði Miðjarðarhaf verið innhaf í rómverskum og kristn- um heimi. Nú skildi það í sund- ur. Löndin við sunnanvert Miðjarðarhaf höfðu í rauninni verið hluti af Evrópu. Múham- eð hjó þau frá Evrópu, og enn þann dag í dag hefur ekki tekizt að græða þessa limi við bolinn. Miklagarðsríki varð uppfrá þessu eins konár þjóðríki við austurhluta Miðjarðarhafsins, sem fékk enn í nokkrar aldir varizt aðsókn hins nýja stór- veldis, sem setzt hafði að við mare nostrum. Raunar stóð það ekki eitt uppi í þessari baráttu. En því var þannig í sveit komið, að það tafði sókn Múhameðstrúarmanna inn í Austur- og Miðevrópu. Karl Martel, höfðingi Frakka, hafði afstýrt því, að Arabar fengi fest rætur í Vesturevrópu, og á 11. öld hefst sókn kristinna ríkja á Spáni, sem lauk með Afríku. En í austurúegi varð Mikligarður brimbrjótur Ev- rópu. í vamarstríði því, sem Mikligarður háði öldum saman fyrir tilveru sinni, var það sýnt, að ríkið mundj ekki til lang- frama fá varizt, ef það missti lönd sín í Litluasíu. Á 11 öldvar við því búið, að þessi mikil- vægu brjóstvir'ki Miklagarðs- ríkis mundu hrynja fyrir sókn Seldsjúka, sem voru tyrknesk- ur þjóðflokkur frá Mið-Asíu er tekið hafði Múhameðstrú og voru nú orðnir voldugasti þjóð- flokkurinn í ríki Araba. Árið 1071 gjörsigruðu þeir gríska herinn og lögðu undir sig meg- inhluta Litlu Asíu.Núskildi ekki annað en Marmarahafið og Dar- danellasund milli Miklágarðs og Múhameðs, og þá var það, að hinn slyngi og stjórnvitri keis- ari Alexios Komnenos leitjypi ásjár hjá Urban páfa II. og bað hann hjálpar gegn'hættu þess- ari. Þetta varð upphaf kross- ferðanna, er hin kristna Evrópa miðaldanna reynir að vinna aft- ur þau lönd, sem höfðu fóstrað menningu hennar. Krossferðirn ar eru furðulegt sambland af trúarofstæki og kaupmennsku, og árangur þeirra varð allur annar, en þátttakendumir höfðu búizt við. Mikligarður íékk ekki aftur lönd sín, er hann hafði misst, en hinu verður ekki á móti mælt, að hin kristnu krossferðarríki í Austurlöndum treindu líf Miklagarðs um nokkrar aldir. Raunar gekk fjórða krossferðín 1204 af hinu gamla Miklagarðsríki dauðu. Krossferðarher sá, sem lagði af stað til að frelsa landið helga, sneri stöfnum að Miklagarði og hertók borgina. Franskir ridd- arar og kaupmenn Feneyja skiptu Miklagarðsríki bróður- lega milli sín; fjórði hluti rík- isins var gerður að latnesku keisaradæmi, afganginum var skipt á milli Feneyja og franskra lénshöfðingja. Þannig hafði lénsveldi Evrópu tvístrað hinu forna Miklagarðsríki, sem, þrátt fyri gang aldanna hafði því að þeir urðu að hverfa til varðveitt samræmda stjórnar- INNRASIN á Filipseyjar hójst■ með landgöngu Bandaríkjamanna á Leyte. — Myndin sýnir stórskotahríð Bandaríkjamanna á Leyte. skipun og trausta miðstjóm. En á norðurstr. LitluAsíu stofn- uðu Grikkir sjálfir keisararík- ið Trapezunt, og á vesturströnd- inni Nikeuríki. Árið 1261 tókst Mikael Paleologos frá Nikeu að kollvarpa hinu latneska keis- araríki og hertaka Miklagarð. Hið nýja keisararíki endur- reisti hina fornu stjómarskipan Miklagarðsríki, sem Frankar Vesturlanda höfðu ekki getað valdið. En á þeirri sömu öld og Miklagarðsríki var endurreist gerðust mikil tíðindi austur í Asíu. Sundurleitir þjóðflokkar leituðu vegna mikilla þurrka frá landamærum * Kínaveldis vestur á tyóginn. Meðal þessara þjóðflokka voru Osmanar, sem höfðu að hermerki úlfinn grá. Um 1300 er þjóðflokkur þessi kominn til LitluAsíu og steypir veldi Miklagarðskeisara og 1353 eru Osmanar búnir að ná fótfestu hjá Hellusundi Evrópu megin. Mikligarður fékk þó stað izt árásir þeirra, en ekki fékk hið aldna ríki afstýrt því, að Osmanar færu herskildi víða um Balkanskaga. í heila öld stóð Mikligarður eins og klett- ur úr hafi Balkanstvrjaldanna, er Ojmanar færou par stöðugt út kvíamar. Þjóðhöfðingiar og kirkjuhöfðingjar Evrópu sáu nú, að Mikligavður var orðinn vandamál, sem varðaði alla álf- una. Reynt var að sameina hina grísk-kaþólsku og róm- versk-kaþólsku kirkju og binda endi á kirkjudeilunni. Höfðingi Osmana var um þetta levti Múhameð II. tvítugur ungling- ur, einn írabærasti þjóðhöfð- ingi sinna tima. og henn hafði fullan hug a að vim a Mikla- garð, sem staðizt 'hafði svo marga umsát. í des. 1452 komu sendimenn páfa til Miklagarðs til að ræða um sameiningu kirknanna. En þott hinum kristna heimi hefði aldrei ver- ið meiri þörf á einitigu en nú, er Osmanar bjuggust sem ákaí- ast undir lokahríðir.a »að Mikla garði, þá varð bilið ekki brúað, og þau orð féllu, að menn vildu heldur þola túrban Tvrkjans en ihöfuðdjásn páfans. Nokkrum mánuðum síðar, í apríl 1453 hóf Múhameð um- sátina um Miklagarð. íbúar borgarinnar voru rna 150 þús. en lítið lið til varnar og lítið fé, enda þótt hirzlur kirkna og klaustra svignuðu undan gull- inu. Kjarni varnarliðsins var sveit sjálfboðaliða frá Genúa. Umsátursherinn taldi um 300 þús. manna, e;n 1 liði Tyrkja gerðu menn sér hinar fáránleg- ustu hugmyndir um herafla bor^arinnar, og enn hafði hin mikla borg orð á sér fyrir að vera óvinnandi. Borgarliðið varðist af mestu hreysti og gríski eldurinn, hið fræga leyni vopn Miklagarðsríki^ varði borgina í síðasta sinn. En Mú- hameð hafði í fórum sínum vopn hins nýja tímá, fallbyss- ur, og nú voru í fyrsta skipti rofin skörð í múra Miklagarðs. Um sólarupprás 29. maí 1453 var Mikligarður tekinn með á- hlaupi. Konstantín XI., síðasti keisari Miklagarðs, hinn 107. í Þjóðverjar taka tékk- C~7'/ neska föðurlandsvini af lífi rjlríWfMj&r Þjóðverjar hafa tekið 18 Tékka 1 af lífi í Prag fyrir að hjálpa föður- landsvini til að flýja. — Fólk þetta var á aldreinum 19 til 52 ára, á meðal þes svoru tvær giftar konur, önnur 46 ára, hin 51. í desembermánuði s.l. tóku Þjóðverjar 43 manns af lífi i Prag. Leídréltíng Afleitt línubrengl varð í grein Þjóðviljans á 8. bls um Krímfundinn. Annar kafli greinarinnar er réttur þannig: „Styrjöldinni er ekki lokið, mikill tími ráðstefnunnar í Jalta beindist að hernaðaráætl- un, hemaðaraðgerðum í loka- þætti stríðsins í Evrópu. í Te- heran varð samkomulag um sókn að Evrópuríki fasismans að austan, sunnan og vestan. Sú ákvörðun hefur verið fram- kvæmd með þeim árangri að sovétherir eru komnir vestur yfir Oder, Bandamannaherir inn í Þýzkaland að vestan og að sunnan styttist bilið milli sovétherja í Ungverjalandi og Bandamannaherjanna á Ítalíu. í ákvörðun Krímfundarins um hernaðaraðgerðir gegn yfirráða svæði fasismans í Evrópu er ítrekuð ákvörðun um sókn úr austri, suðri og vestri, en nú er fjórðu höfuðáttinni bætt við, — sóknar má vænta úr norðri, og mun hvorki Norðmönnum né Dönum þá viðbót. — Yfirlýs ur.ít im hemám Þýzkala ,4 „ ert. úpaðar þeim aðallínu: . '<.e ð hafa fram í ábyrgu rm;. 0 um þrívelda stjórnanr; (.„C ekki stefnt að tortím tv „ hvzi’ u þjóðarinn- ar, en þý—~ ^aziöiiiinn og her- valdsstefnan verða þurrkuð újt svo að þau eigi sér ekki við- reisnar von, — það er yfirlýst- ur vilji þremenninganna og þess ægisvalds, sem þeir eru fulltrúar fyrir“. m \lyv\i röðinni, féll með vopni í hönd. Múhameð leyfði hermönnum sínum að ræna borgina. Sama dag og borgin var tekin hélt höfðingi Osmana til Sofíukirkj- unnar og gerði bæn sína frammi fyrir háaltari kirkju þeirrar, er Jústiníanus hafði reisa látið sem eilífan minnis- varða hins byzantíska kirkju- ríkis. Upp frá þeirri stundu var Sofíukirkjan bænahús Múha- meðstrúarmanna. Hennanna- skríll Osmana fór ránshendi um borgina, óbætanleg menningar- verðmæti- vom eyðilögð. íbú- arnir voru brytjaðir niður og 'margir seldir mansali. Mikli- garður var ekki lengur til. Hálfmáni Tyrkja blakti nú yf- ir fégurstu og mestu borg álf- unnar sem tákn hins nýja stór- veldis í Evrópu. í annað sinn höfðu Grikkir týnt sjálfstæði sínu og sögu. Fjórar aldir liðu þangað til þeir höfðu heimt hvort tveggja aftur. Andatrúarmenn lýsa því átak- anlega, h ve ruglaðir mcnn séu jyrst þegar þeir komi í annan heim, einkum ej þeir haji lijað iUa og lítt húið sig undir annað líj. Þessar lýsingar koma mér hvað eftir annað í hug siðustu mánuð- ina þegar ég les Tímann og jrétti um jramkomu Framsóknarjlokks- ins á Alþingi. Framsóknarmenn höjðu setið svo lengi við völd í landinu, allt jrá Tryggva og Jón- asi 1927 til Villijálms Þórs 194-ý, að þeir voru jamir að halda að engir aðrír vœru fœrir um stjóm- arstórj. Nú virðast þeir alveg rugl- aðir, eins og villingar andatrúar- manna, þeir neita að viðurkenna þá staðreynd, að þeir eru pólitískt dauðir, og bœgslast um eins og þeir séu einnig hér ejtir óskeikulir jorustumenn þjóðarinnar. Hitt er mesta jurða að Fram- sóknarleiðtogarnir skuli láta sér tíl hugar koma að nokkur taki það alvarlega, er þeir nú eftir seytján ára valdaaðstöðu í landinu upp- götva niikil jramjaramál, sem þeir heimta að séu jramkvœmd nú þeg- ar hvað sem öllu öðru líði. Á seytj- án ára valdaferli Framsóknar- flokksins „gleymdu' þeir að sam- þykkja á Alþingi ráðstafanir til að rajmagn kœmist inn á hvem sveitabœ í landinu, og þœr aðrar „framkvœmdir“ gerðar, sem nú er talað um aj mestum jjálgleik. Skoplegt dœmi um þessa „jram- kvœmdasemi“ Framsóknarlegát— anna þegar þeir eru komnir í minnihluta og stjómarandstöðu, kom jyrir á Alþingi liér á dögun- um. Tveir jyrrverandi dómsmála- ráðherrar, Jónás Jónsson og IJer- mann Jónasson (aldrei þessu vant sammála), átöldu mjög aðbúnað hœstaréttar, og lögðu til að þegar í stað yrði reist virðuLeg bygging yjir þessa merku stojnun, og töldu „þjóðarmetnað*" núverandi dóms- málaráiðhema lítinn, ej hann bœtti ekki úr þessu. Finnur Jónsson leyfði sér að bcra saman embœttis- tíma sinn og samanlagðan tíma þeirra tveggja jyrirrennara sinna, sem allt í einu liejðu jundið til blossandi þjóðarmetnaðar vegna hœstaréttar! Á þessa lund er stjóm- arandstaða Framsóknarjlokksins. Ábyrgðarlaust nagg og neikvœð gagnrýni virðist vera allt sem þess- ir sjáljskipuðu landsfeður virðast haja til málanna að leggja. Þeir vona að íslenzka' þjóðin sé svo gleymin, að hún muni ekki að þess- ir sÖ7iiu menn cm nýoltnir, með skömm', úr seytján ára valdaað- stöðu. En jyrr cða síðar vakna þeir Hermann og Eysteinn við þann harkalega • vendeika, að þjóðin er hœtt að taka mark á viasi þeirra, að persónuleg valdastreita þeirra er með öllu vonlaus. Þcirra tími í íslenzkum stjórnmálum er liðinn, Það er ekki nóg að reka Jónas Jónsson jyrst Hermann og Ey- steinn halda áfram stejnu hans, þeiira Ibíða sómu örlögin, sama áhrifaleysi á þjóðmálin, þó þeir reyni enn um stund að klóra í bakkann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.