Þjóðviljinn - 08.03.1945, Page 8
lersieitir Petlees eið lio hlí Inblenz
IÓÐVILIINN
Herdeildir úr 1. hernum eru aðeins 3 km frá Bonin
Flokkar úr 3. hernum undir stjórn Pattons komust í
gær að Rín fyrir norðvestan Koblenz.
Mótspyrna þýzka hersins er öll í handaskolum á
þríhyrningnum milli Triers, Kölnar og Koblenz.
Sveitir úr 1. hernum (sem tók Köln) fara hratt
suður í átt til Bonn og eru innan við 3 km. frá þeirri
borg. \
Her undir stjórn Hodges hershöfðingja sótti fram
um 15 km. á 5 klukkustundum fyrir sunnan Bonn í gær.
— Fer hann svo hratt yfir, að herstjómin ætlar ekki
að láta neitt uppskátt um ferðir hans í bili af öryggis-
ástæðum.
SkriÖdrekasveitir Pattons eru
Tiin 20 km frá Koblenz fyrir suð-
•austan borgina Mayen. — Mót-
spyma Þjóðverja í öllu Rhein-
land er afar lxtilfjörleg. Þær eru
komnar að Rín fyrir norðvestan
Koblenz og enn norðar nálgast
her Hodges fljótið. Eru báðir
rsóknarfleygarnir nokkurnveginn
samhliða.
Yfirráðasvæði Þjóðverja á
vesturbakka Rínar andspænis
Alþjóðlegi kvenna-
dagurinn
í dag er alþjóðlegi kvenna-
dagurinn. Áttundi marz hefur
verið viðurkenndur sem alþjóð-
legur kvennadagur í mörgum
löndum síðan 1911. — Saga hans
er sú, að 8.marz 1908héldu fram
farasinnaðar konur í Bandaríkj
unum útifund til að vekja at-
hygli á kröfu sinni um kosning-
arétt. Á meðal þeirra var frú
Bloor, sem er ógleymanleg öll-
um amerískum sósíalistum og
framfarasinnum. — Ein þeiira
var líka frú Hepburn, sem á
skilið frægð fyrir ötula baráttu
sína fyrir pólitísku frelsi 1
kvenna, auk þess sem hún er
móðir hinnar ágætu leikkonu,
Katherine Hepbum.
Þetta tiltæki bandarískra
kvenna vakti svo mikla eftir-
tekt, að þrem árrnn seinna
stakk Klara Zetkin, þýzkur
sósíalisti og seinna einn af
leiðtogum þýzka Kommúnista-
flokksins, upp á því á alþjóða-
ráðstefnu kvenna í Kaupmanna
höfn, að dagurinn 8. marz yrði
upp frá því viðurkenndur sem
alþjóðlegur kvennadagur.
í dag á að halda daginn há-
tíðlegan í Albfert Hall. Halda
þar ýmsar af kunnustu konum
Bretlands, úr öllum stjórnmála-
flokkum, ræður.
Ný Jiigoslavnesk
stjórn
Ný stjóm hefur verið mynd-
uð í Júgoslavíu, og hélt hún
fyrsta fimd sinh í gær.
Dr. Subasic, sem var forsætis
ráðherra London-stjómarinnar,
er utanríkisráðherra. — Sex af
ráðherrum London-stjómarinn-
ar era í nýju stjóminni. —
Hinir ráðherramir, 22 að tölu,
era úr öllum lýðræðisflokkum
landsins.
Wesel er nú II km* á lengd og
8 km. á breidd.
17 brýr hafa verið eyðilagðar
á Rín á milli Wesel og Sviss-
lands. Tvær eru enn færar hjá
Wesel, en á milli Wesel og
Bonns er engin bru uppistand-
andi.
Bandamenn eru byrjaðir að
hréinsa til í rústunum í Köln. —
Fréttaritari brezka útvarpsins
segir, að mikill hluti þeirra Þjóð-
verja, sem voru eftir í Köln, séu
karlmenn á herskyldualdri og
margir í einkennisbúningum. Tel
ur hann, að hér sé um stroku-
menn úr þýzka hernum að ræða.
Þjóðverjar halda
gislum á norskum
járnbrautarlestum
Það hefur lengi verið venja
Þjóðverja í Noregi að láta þá
örfáu norsku borgara, sem fá
ferðaleyfi, hafast við í vagni
næst á eftir eimreiðunum. Ætla
Þjóðverjar sumpart að tryggja
sig gegn skemmdarverkum með
þessu og sumpart er tilgangur-
inn sá, að láta það koma fyrst
og fremst niður á norska ferða-
fólkinu, ef „slys“ verða.
En nú eru Þjóðverjar famir
að taka gisla og senda þá með
lestunum í sama tilgangi. —
Fyrir skömmu voru þrír kunn-
ir Óslóarbúar teknir sem „lesta
gislari ‘og látnir hafast við í
sex sólarhringa í vagni á bak
við eimreið á stöðugu ferða-
lagi. — Þeir fengu svo lítinn
mat, að þeir rétt tórðu.
(Frá norksa blaðafulltrúan-
um).
Dauðadómur fyrir
að hlusta á B B C
Þýzkur ,,Þjóðardómstóll“ dæmdi
nýlega mann nokkurn til lífláts
fyrir það, að hann hafði hlust-
að á fréttasendingar brezka út-
varpsins og auk þess sagt öðrum,
þar á meðal útlendum verka-
mönnum, hvernig stríðið gengi
raunverulega.
Gjafir til skíðadagsins
Skíðadeginum hafa borist eftir
taldar peningagjafir: Frá Sport-
vöruverzluninni Hellas (Kon-
ráð Gíslason) : kr. 500,00 og frá
,,skíðamanni í Jósefsdal“: kr.
500,00.
P rentsmiá j usöfnun
Þjóðviljans
\
Þíð, sem viljið stuðla að þoí,
aS prentsmiðja Þjóðoiljans
gefi tekið til starfa þegar á
nœsfu mánuðum, /jomíð strax
í dag í skrifstofu miðstjárnar
Sósíalistaflokksins> Skólaoörðu
stíg 19, og takið söfnunargögn.
Skjifstofan er opin kj- 4—7.
Upplýsingar oarðandi söfn-
unina í prentsmiðjusjóðinn og
kaup á hlutabréfum eru Oeitt-
ar í skrifstofunni og af Arna
Einarssyni, afgreiðslu ÞjóSvilj-
ans, SkólavörSustíg 19, sími ,
2184.
Þjóðfylkingar-
stjórn í Rúmeníu
Dr. Petre Groza, einn af leið-
togum þjóðfýlkingar lýðræðis-
sinna, hefur myndað stjóm í
Rúmeníu.
Tass-fréttastofan skýrir svo
frá, að Radescu forsætisráð-
herra hafi verið að undirbúa
fasistiskt valdarán síðustu vik-
urnar sem stjóm hans sat að
völdum.
Hann hafði í hyggju að stofna
til borgarastyrjaldar og var
byrjaður að safna hersveitum
saman í Búkarest.
Þrem dögum áður en hersveit
ir hans réðust á stóra kröfu
göngu 1 Búkraset, höfðu fyrir-
skipanir verið gefnar um að
gera árásina. — Skotfærum og
handsprengjum var úthlutað
meðal hermannanna og vélbyss
um var komið fyrir á húsaþök-
um við stræti þau, sem kröfu-
gangan átti að fara um. Her-
foringjar lögðu undir sig stór-
hýsin.
Rómverjar gramir
vegna undankomu
stríðsglæpamanns
Síðast liðinn sunnudag tókst
Roata hershöfðingja að strjúka
frá herspítala, þar sem hann var
í haldi. Var hann einn af helztu
fasistunum, sem bíða réttarhalda
óg dóms, ákærðir fyrir stríðs-
glæpi.
Atburður þessi hefur vakið
mikla gremju meðal almennings
í Róm. í gær safnaðist mann-
fjöldi saman fyrir íraman kon-
ungshöllina til að láta í ljos
gremju sína, og síðan var hald-
inn fjöldafundur í Colosseum til
að mótmæla aðgæzluleysi lög-
reglunnar.
Söngfélagið „Harpa“. Stjórnandi
Róbert Abraham. Heldur þriðju og
síðustu hljómleika sína í Tjarnar-
bíó, sunnudaginn 11. marz kl. 1,30
e. h.
Söngskráin verður óbreytt.
Skíðadagsmerkið. Þeir sem vilja
aðstoða við sölu á merki Skíða-
dagsins eru beðnir að koma á af-
greiðslu Sameinaða í Tryggvagötu.
(Opin frá kl. 10 árdegis).
Samfylking franska verkalýðsins
CAMVINNA hefur náðst milli Kommúnistaflokks Frakk-
lands og franska Sósíaldemókrataflokksins um baráttu
fyrir nýsköpun atvinnulífsins í Frakklandi, og hafa flokk-
arnir birt sameiginlega áætlun um það mál. Áætlun þessi
gerir ráð fyrir róttækum breytingum á atvinnulífi Frakka,
og er krafist tafarlausrar þjóðnýtingar á stórbönkunum
og tryggingarfélögunum, orkuverum og hráefnalindum,
þungaiðnaði og flutningatækjum. Áætlunin gerir ráð fyrir
eignarnámi á eigum landráðamanna og leynimarkaðsbrask-
ara, en lögð er áherzla á að sú ráðstöfun geti engan veg-
inn komið í stað þjóðnýtingar.
J ÁVARPI sem samninganefnd flökkanna birtir, er tekið
fram, að því sé fjarri að með þessu sé verið að koma
á sósíalisma, þetta séu einungis umþætur innan ramma
núverandi þjóðskipulags, er þýði eflingu lýðræðisins. End-
urbætumar séu nauðsynlegar til að flýta fyrir sigri og
tryggja frönsku þjóðinni frelsi og sjálfstæði. — Það er
sérstaklega tekið fram, að þjóðnýting skuli ekki ná til smá-
iðju. Stjóm hinna þjóðnýttu iðngreina skuli fengin full-
irúum verkamanna, sérfræðingum og ríkisstjóminni. „Það
-er nauðsynlegt að hraða þessum framkvæmdum," segir í
lok ávarpsins. „Auðhringamir eru farnir að láta á sér
bæra og reyna að ná þeirri aðstöðu sem þeir höfðu.“
^AMFYLKING ihinna tveggja áhrifamiklu verklýðsflokka
Frakklands um mikilvægustu atriðin í nýsköpun at-
vinnulífsins í landinu 'hlýtur að hafa mikil áhrif á frönsk
stjórnmál. Síðastliðinn fimmtudag flutti de Gaulle ræðu
í franska þinginu um atvinnumálin, og tók hann þar undir
þá kröfu að stóriðja, orkuver og flutningatæki yrðu þjóð-
nýtt, en ríkisstjórnin áskildi sér rétt til að ákveða hvenær
þessar miklu breytingar yrðu framkvæmdar og á hvern
hátt. Var ræðunni heldur kuldalega tekið af þingmönnum
verklýðsflokkanna ( að því er brezkur fréttaritari skýrir
frá) enda var hún í rauninni yfirlýsing um að ekki yrði
samþykkt krafa þeirra um tafarlausa þjóðnýtingu.
Danska landvarnahreyfingin
gLAÐ frjálsra Dana í Englandi „Frit Danmark“ ræðir
nýlega í ritstjómargrein fund þeirra Christmas Möll-
ers og Dössings (fulltrúa frjálsra Dana í Moskva), en þeir
hittust í Stokkhólmi fyrir nokkrum vikum til að ræða mik-
ilvæg mál varðandi frelsisbaráttu Dana. Blaðið segir m.
a.: „Dössing skýrði frá afstöðu Sovétríkjanna til Danmerk-
ur í viðtali við sænsk blöð. Kjarni umsagnar hans voru
þessar setningar: „Meðan þýzka hernámið stendur, viður-
kennir sovétstjórnin einungis einn hluta Danmerkur, og
það er landvarnarhreyfingin (Modstandsbevægelsen) ...
Landvarnarhreyfingin er fulltrúi Dana meðal Bandamanna.
... í Sovétríkjunum er talið að landvarnarhreyfingin sé
fulltrúi dönsku þjóðarinnar allrar ...“ Frá hinum tveimur
stórveldunum hafa komið beinar yfirlýsingar í sömu átt.
Roosevelt forseti sendir kveðju mönnum heima rigstöðv-
anna í Danmörku og sama gerði Churchill í nýársboðskap
sínum. Hinir stríðandi Danir heima og erlendis eru hylltir,
dönsku þjóðinni er vottað traust. Meira er ekki hægt að
segja enn. Við sjáum veginn og markið, baráttan færir
okkur full réttindi sem Bandamannaþjóð.“
JjVNNIG í Danmörku mun koma í ljós, að hemámsárin
hafa mjög breytt stjórnmálaafstöðu manna og inn-
byrðisstyrk flokkanna. Einnig þar verða þeir flokkar, sem
mestan þátt hafa átt í skipulagningu og framkvæmd land-
vamabaráttunnar, áhrifamiklir að stríðinu loknu. Öllum
heimildum ber saman um, að í landvarnahreyfingunni
dönsku taki þátt menn úr öllum flokkum, en sterkastan
þátt í myndun leynihreyfingarinnar og starfi hennar virð-
ast Kommúnistaflokkur Danmerkur og íhaldsflokkurinn,
undir forustu Christmas Möllers, hafa átt. — Sú staðreynd
hlýtur að hafa gagnger áhrif á stjómmál Dana eftir stríð.