Þjóðviljinn - 16.03.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. marz 1945 þlÓÐVILJi Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: VíkHlgsprent h.f., Garðastrœti 17. Framsóknarvald Búnaðarþings er íslenzkri bændastétt til skammar Bændur íslands eru kunnir að því að vera með gestrisnustu mönn- um heims. Sá liróður, sem fer af þjóð vorri fyrir gestrisni, er þeim að þakka. Svo mikil er þessi gestrisni, að heita má að hún fari út í öfgar, svo sem t. d. þegar allt það bezta er borið á borð fyrir gestinn og heim- ilisfólkið sjálft látið sitja á hakanum, — eða hver þekkir ekki dæmi,þess, þegar sveitafólkið gengur úr rúmi fyrir gestum,'eða hnausþykkur rjómi og nýstrokkað smjör er borið á borð fyrir gestinn, en heimilisfólkið læt- ur sér nægja með undanrennu og smjörlíki. • Nú situr hér í höfuðstaðnum Búnaðarþing, sem segist skipað verð- ugum fulltrúum þessarar gestrisnu stéttar. Og það er fróðlegt að athuga á hvern hátt meiri hluta þessa Búnaðarþings þykir sér sæma að koma frain og þykjast gera það í bænda nafni. Nýlega var samþykkt ályktun á Búnaðarþingi út af innflutningi smjörs. Aðalatriði ályktunar þessarar voru tvö: 1 fyrsta lagi var ^ví mótmælt, að flutt væri inn smjör erlendis frá. í öðru lagi var þess krafizt að, ef það samt sem áðúr væri flutt inn, þá væri okrað á því míeira en þekkist um nokkra vöru í landinu. Hver er nú hugsunarháttur mannanna, sem þessa samþykkt gera? Það er rétt að rannsaka það til hlítar og bera saman við álít þeirra á öðrum sviðum. Ef moldina vantar áburð, hvað telja fulltrúar á Búnaðar- þingi þá rétt að gera? Þeir álíta sjálfsagt að flytja áburðinn inn, ef ekki er nóg til af hon- um í landinu. Og áiíta þeir rétt að okrað sé á honum? Nei, þvert á móti. Þeir álíta að ríkið eigi helzt að stuðla að því að sem minnst sé á hann lagt. Ef skepnur vantar fóður, hvað álíta fulltrúar á Búnaðar- þingi þá rétt að gera? Þeir álíta rétt að láta þá flytja inn erlent fóður, ef ekki er nóg til í landinu. Og heimta þeir að okrað sé á því? Nei, þvert á móti. Þeir heimta að sem allra minnst sé á það Iagt og helzt að selt sé með fram- leiðslukostnaði það sem þeir kaupa, jafnt innanlands sem utan. En ef böm og fullorðna í Keykjavík og öðrum bæjum lands ins vantar smjör, — lífsnauðsynlegustu ’ fæðuna fyrir líkamann, — eins og nú hefur vantað algerlega um langan tíma, — þá heimta fulltrúar á Búnaðarþingi að ekki sé flutt inn smjör og að okrað sé óhóflega á því, ef inn er flutt. Með öðrum orðum: Fulltrúar á Búnaðarþingi líta Iægra á böm Reykvíkinga en moldina, sem þeir troða á, eða skepnumar, sem þeir fóðra. Bömin í Reykjavík era réttminni en moldin eða skepnumar að áliti þessara herra. Og þessir menn dirfast að kalla sig fulltrúa íslenzkra bænda, þeirra bænda, sem sjálfir mundu gefa reykvísku barni smjör þó það væri þeirra síðasti biti, ef það kæmi til þeirra í sveitina eftir vetrarvist við næring- arlaust smjöríiki í kaupstaðnum. \ Það þarf ekki langt að leita til þess að komast fyrir rætur þess hugsunarháttar, sem einkennir meiri hluta fulltrúanna á Búnaðarþingi. Það er Framsóknarspillingin, sem farin er að gagnsýra þá: Þetta að líta á kaupstaðaábúa, — börn, konur og karlmenn, — eingöngu sem féþúfu fyrir Framsóknarvaldið, en ekki sem menn. Þessi hugsunarháttur er í algerri mótsetningu við öll mannréttindi, allt lýðræði, alla mannúð, — alla virðingu fyrir manngildi yfirleitt. Aldrei hefur ef til vill spilltur fésýslu- og einökunarandi opinberað sig betur á -20. öldinni á íslandi en í þessari samþykkt, sem hefur á sér þann ruddalega junkarabrag, sem maður hélt að ekki væri til hér á landi. Þessi smjörsamþykkt er smánarblettur á Búnaðarþingi, — blettur, sem íslenzk bændastétt þarf að þurrka burt og mun þurrka burt. Frá Yinnustöðvum og verklýdsfélögum Ársskýrsla um starfsemi Styrktarsjóðs verka- mánna- og sjómannafélaganna í Reykjavík árið 1944 Styrks úr sjóðnum nutu á árinu 101 umsækjandi, 86 karlar og 15 konur. Þeir, sem styrk fengu, eru meðlimir eftirtaldra félaga, og nam styrkurinn samtals: Verkamannafélagið Dagsbrún 52 karlar kr. 14600.00 Sjómannafélag Reykjavíkur 34 — — 9575.00 Verkakvennafélagið Framsókn 11 konur — 2675.00 Þvottakvennafélagið Freyja 3 — — 650.00 Iðja, félag verksmiðjufólks 1 kona — 300.00 Samtals kr. 27800.00 Hæsti styrkur var kr. 350.00, en lægsti styrkur kr. 150.00. Árgjald til sjóðsins hafa eftirtöld félög greitt á árinu: Verkamannafélagið Dagsbrún kr. 2980.00 Sjómannafélag Reykjavíkur — 1511.00 Hið íslenzka prentarafélag — 170.50 Bakarasveinafélag íslands — 52 00 Verkakvennafélagið Framsókn — 276.50 Þvottakvennafélagið Freyja — 65.50 Bókbindarafélag Reykjavíkur — 52.00 Iðja, félag verksmiðjufólks — 392.50 Samtals kr. 5500.00 Árgjaldið er kr. 1.00 af körlum, en kr. 0.50 af konum. Á árinu hefur sjóðurinn fengið styrk: Úr ríkissjóði kr. 6000.00 Úr bæjarsjóði — 10000.00 Sjóðurinn var í ársbyrjun — 155719.86 En í árslok — 157785.93 Aukning á árinu — 2066.07 Eistlenzku eyjarnar eru nú í sár- um eftir hamfarir stríðsins, en ég man eftir þeim eins og þær voru skömmu áður en ófriðurinn skall á. Þá voru þessar eyjar og sérstak- lega Eysýsla unaðslegasti og fal- legasti hluti alls Eistlands. Af sjó að sjá virðast eyjarnar, sem eru flatar, fremur sviplitlar. En maður fær allt aðra hugmynd um þær, þegar maður kemur á land innan urn eikarskóga og græn engi, þar sem fornar hallarústir minna á löngu liðna daga og lítil og snotur bændaibýli með tígul- steinaþökum sjást inn á milli trjánna. ÞJÓÐSAGNAEYJAN. Hvergi á Eistlandi hafa varð- veitzt jafn-fallegir, gamlir þjóðbún- ingar og á Eysýslu. Iívergi sá ég jafn-fjörugar sveitasamkomur á tyllidögum, þar sem allt fór fram Samkvæmt sérkennilegum og hríf- andi fornum siðvenjum. Og sveitafólkið þar sagði mér meira af þjóðsögum og ævintýrum um risa á einni viku en ég hafði heyrt alla bernsku mína. Ég skal játa það, að þessar þjóðsögur heill- uðu mig svo mjög, að ég var næst- um farinn að trúa á tilveru sögu- hetjanna, einkurn eftir að mér hafði verið sýnt hálfs annars metra langt sverð í Kuressare, að- albænum á eynni. Hafði það fund- izt í jörðu skammt þaðan. Sannar- lega gat aðeins risi hafa vegið með slíku sverði! Það er einkennilegt, að í þjóð- sögum Eysýsla cru vondu persón- urnar alltaf þýzkar. — Ein sagan er um bónda, sem lenti óvart á samkomu galdranorna. Hann tók eftir því að ægilegustu nornirnar töluðu þýzku sín á milli. Þessar þýzku nornir voru að sjóða ein- hverja ólyfjan í stórum potti og voru einar sér. Bóndann langaði til að sjá, hvað væri í pottinum, en fékk ekki annað en brotna framtönn fyrir ómakið. Það skal tekið fram, að Eysýslir, sem telja sig vera afkoinendúr risa, hafa alltaf goldið Þjóðverjum högg fyrir högg. — Ég sá rústir þýzkra riddarakastala, sem Eistlendingar brutu niður fyrir 600 árum í hinni frægu „Yuryev-næturuppreisn“ ár- ið 1343. Þessi almenna uppreisn gegn þýzku riddarareglunni var fljótlega bæld niður á meginland- inu, en eyjarskeggjar héldu velli í meira en eitt ár vegna hinnar hag- stæðu aðstöðu sinnar. DÆMI TIL EFTIRBREYTNI. Afrek hetjanna í „Yuryev-næt- uruppreisninni“ urðu eistlenzka hernum undir Stjórn Perns hers- höfðingja til fyrirmyndar. Þessi her og aðrar sovéthersVeitir ráku Þjóðverja burt úr eistlenzku eyj- unum. Sjóliðar Eystrasaltsflotans, sem hjálpuðu rauða hernum að reka Þjóðverja úr eyjunum, sýndu engu minni hetjulund en feður þeirra, sem háðu orustu við flota þýzka keisarans á sömu slóðum 27 árum áður. Hernaðarsöguhöfundar hafa ekki átt önnur orð en kraftaverk yfir suma atburði þeirrar viðureignar, því að þeir gátu ekki skýrt þá. - Það, sem gerðist, er í stuttu máli þetta: 1 október 1917 neyddu tvö gömul rússnesk orustuskip, Slava og Grasdanin, sem höfðu samtals átta 12 þumlunga fallbyssur, fjög- ur af nýjustu þýzku orustuskip- unum, sem höfðu 40 jafn-stórar fallbyssur, til að hörfa frá syðri enda Moonsunds. Og úti fyrir norðurströnd Eysýslu lagði rúss- neski fallbyssubáturinn Krabri (Hugrakkur) til orustu við meir en tíu þýzka tundurspilla, sökkti tveimur og rák hina á flótta. Þessi fallbyssubátur er enn til og tekur þátt í þessu stríði. Rússneski flotinn vann nýja sigra í nágrenni eistlenzku eyjanna á fyrstu vikum núverandi stríðs. Tveir af tundurskeytabátum Eystrasaltsflotans réðust á þýzka skipalest skammt frá suðurodda wvvvvwvvvvwwvsíwyvuww Eftir NIKOLAI LANIN Eysýslu. Þetta var fyrsta árás þeirra á skipalestir Þjóðverja og var gerð 13. jiílí 1941. Upp frá því hafa áhafnir tundurskeytabátanna ekki álitið þann 13. mánaðarins vera óheilladag og eru hættir að álíta 13 óhappatölu. Fyrrum var þeirri tölu sleppt úr, þegar her- skipin voru tölusett, því að eng- inn vildi vera á skipi með óhappa- tölu. Þegar tundurskeytabátar Eystrasaltsflotans voru tölusettir, var þessi regla brotin, og seinna kom í Ijós, að bátur nr. 1.3 skaraði fram úr öllum hinum með að sökkva níu þýzkum flutningaskip- um og herskipum. Mig langar til að nefna vörn eistlenzku eyjanna haustið 1941. — Riga og Tallinn höfðu fallið löngu áður en Þjóðverjar komust að úthverfum Leníngrads, en sov- éthersveitirnar vörðust cnn á Ey- sýslu og á Dagey og hrundu ótelj- andi árásum af sjó og úr lofti. Ég var þá í Leníngrad, og ég varð mjög snortinn af lietjuskap verj- endanna, sem að lokum urðu að hörfa til Hangö og þaðan til meg- inlandsins, þegar Þjóðverjar loks náðu eyjunum á sitt vald með ó- skaplegum tilkostnaði. FLUGMAÐUR TEKUR MARGA FANGA. Margt hefur þegar verið ritað um hernaðarátökin á eistlenzku eyjunum og í grennd við þær í byrjun vetrarins. Er hér ein saga, sem sjónarvottur sagði mér og er sannarlega þess virði, að liún sé skráð. Það er sagan um sovétflug- manninn, sem tók marga tugi þýzkra fanga einsamall skammt frá strönd Eysýslu. Nafn flugmannsins er Japaridse, og er hann ættaður frá Georgíu. Japaridse myndi sjálfur hafa talið það ótrúlegt, að hann gæti tekið fanga í litlu orustuflugvélinni sinnj, sem hefur ekki rúm nema fyrir einn mann. En þegar hann sá hóp þýzkra hermanna stefna á björg- unarbátum frá flutningaskipi, sem Stormovik-flugvélar okkar höfðu sökkt, í áttina til Vindava, ákvað hann að láta það ekki afskipta- laust. Hann skaut aðvörunarskot- um fyrir framan bátana og sýndi þeim, að þeir áttu enga undan- komuvon. Því næst skaut hann merkjaskotum til að sýna þeim, hvert liann vildi að þeir stefndu. Þjóðverjarnir skildu strax, hvað hann átti við og reru auðsveipir til Eysýslu undir eftirliti Japar- idses. En hann náði tali af sovét- hermönnunum á Eysýslu með út- varpstæki sínu og bað þá taka á móti gestunum. Samúðarskeyti frá danska sendiráðinu í Washington Sendiherra Dana í Washing- ton, Henrik Kauffmann og Carl Brun sendiráðsfulltrúi við danska sendiráðið þar í borg hafa vottað ríkisstjórninni samúð sína í tilefni af því að Dettifoss var skotinn í kaf. (Fréttatilk. frá ríkisstjórninni). Á fundi fulltrúaráðs verk- lýðsfélaganna 29. júní var Guð munda í Ólafsdóttir kosin í stjórn sjóðsins til næstu þriggja ára í stað Sigríðar Ólafsdóttur. Reykjavík, 12. jan. 1945. Sigurjón Á. Ólafsson, Ágúst Jósefss., Guðmunda Ólafsdóttir. Aðalfundur Farsæls, Hofsósi Verkamannafélagið Farsæll á Hofsósi hélt aðalfund sinn um mánaðamótin febrúar—marz, í stjóm vom kosnir: Formaður: Jóhann Eiríksson. Varaform.: Anton Tómasson. Ritari: Bjöm Jónsson. Gjaldk.: Guðmundur Jónsson Meðstj.: Jón Tómasson Aðalfundur Verklýðs- félags Kaldrananes- hrepps Verklýðsfélag Kaldrananes- hrepps í Strandasýslu hélt aðal- fund sinn fyrir nokkru. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: Einar Sigfvaldason. Ritari: Björn Guðmundsson. Gjaldkeri: Bjarni Bæringsson. Aðalfundur Bjargar Sveinajélagið Björg hélt aðcd- íund sinn s.l. sunnudag. Þessar voru kosnar í stjórn: Formaður: Kristrún Kristjáns- dóttir. Ritari: Arndís Þórðardóttir. Gjaldkeri: Borgihildur Magnús- dóttir. Árshátíð Félags ísl. hljóðfæraleikara Félag íslenzkra hljóðfæraleik- ara heldur árshátíð sína næstkom andi mánudagskvöld að Hótel- Borg. Félagsmenn þurfa að vitja að- göngumiða sinna að Hótel Borg í dag frá kl. 2—6 síðd. Aðalfundur Varnaur, Bíldudal Verklýðsfélagið Vöm, Bíldu- dal, hélt aðalfund sinn 11. þ.m. í stjóm vom kosin: Formaður: Gunnar Kristjáns- son. Ritari: Lúther Bjarnason. Gjaldkeri: Guðbjartur Jónas- son. Meðstjómendur: Guðný Guð mundsdóttir og Elísa Jónsdótt ir. , Aðalfundur Brynju, Þingeyri Brynja á Þingeyri hélt aðalfund sinn 20. fyrra mánaðar. í stjorn voru kosnir: Formaður: Sigurður E. Breið- fjörð. | Ritari: Ingi S. Jónsson. Gjaldkeri: Leifur Jóhannesson. Varaforrti.: Björn Jónsson. Þetta var í 13. sinn sem for- maður og ritari eru kosnir til þess- ara starfa. Fundurinn samþykkti lög um trúnaðarmannaráð, og voru 4 menn kosnir í ráðið auk stjórnar- innar sem er sjáhYjörin. Þessi kona er ein af mörgum kinverslcum konum, sem unnu að því að Ijúka við Stilwell-veginn, undir stjórn kínverskra og bandariskra verkfrœðinga. Straunvp h sliilili f illbúdutlahhs- DiiHavuii Þeim er mikið niðri fyrir vesal- ingunum, sem seldu sjálfum sér eigur verklýðsfélaganna. I fyrra hugguðu þeir sig með bjánalegum ímyndunum um, að málshöfðanir verklýðsfélaganna væru skrípaleikur. Þeir gerðu sér grillur um, að verklýðssamtökun- um væri það engin alvara, að ná aftur milljónum króna, sem ó- svífnir eiginhagsmunamenn halda fyrir þeim, — til þess að halda á floti flokksskrifli, sem kennir sig við alþýðuna. Og nú titra þeir af taugaóstyrk. Þeir vita, að málshöfðunin er að dynja yfir þá. Innbyrðis rífast þeir nú um það, hvort lögfræð- ingar þeirra hafi búið nógu vel um hnúta ,,eignayfirfærslunnar“ eins og þeir orða það svo sakleys- islega. Alþýðubl. birtir í gær smásafn af lygum í samb. við síðasta Full trúaráðsfund. Þessar lygar geta ekki verið komnar frá öðrum en þeim mönnum í Fulltrúaráðinu, sem hafa slæma samvizku. Þessir fínu menn gefa Alþýðu- blaðinu þær upplýsingar, að Full trúaráðið launi mann, sem sé á- róðursmaður „kommúnistaflokks ins og borgi þar að auki skrif- stofukostnað flokksins! Já, ekki ferst þeim lygin óhönduglega. Þá er talað um, að á reikning- um Fulltrúaráðsins sé „ótrúlega hár“ liður (af 21 þúsund króna veltul), sem heiti „óviss út- gjöld". Á reikningum Fulltrúaráðsins er enginn slíkur liður til. Hins- vegar er þar útgjaldaliður, sem heitir ,,ýmis útgjöld“ að upphæð ca. 4,600 kr. Af því eru um 4000 kr. vegna umfangsmikilla rann- sókna og undirbúnings málshöfð ana verklýðsfélaganna. Leikfélag templara: Frumsýning í kvöld á gamanleiknum Sund- garpurinn Leikfélag templara. hefur frum- sýningu á gamanleiknum Sund- garpurinn, eftir Árnold og Baeh, í Góðtemplarahúsinu í kvöld ld. 8.30. Nokkrar endurbætur liafa verið gerðar á G.T.-húsinu, sett ný sæti og leiksviðið endúrbætt. Þess misskilnings hefur stund- um orðið vart, að einungis ternpl- urum væri heimill aðgangur að leiksýningúm þeirra. Slíkt er hinn mesti misskilningur, öllum sem þess óska eru seldir miðar. Að- göngumiðar eru seldir í G.T.-hús- inu, sími 3355. Á árinu inn'heimtust félagsgjöld næstum 100%. Verklýðsfélagið keypti á árinu 1000 kr. hlut í h. f. Kaldbakur, er keypti nýjan vélbát, Gullfaxa, inn í þorpið. Aðalfundurinn var mjög fjöl- sóttur, einnig af sjómönnum og verkakonum og áhugi fyrir félags- máTum mjög vaxandi. Fullkomin eining ríkti um öll mál á fundinum. Svo er um þessa smálygi. Þeir eru óstyrkir, sjálfsalarnir, út af því, að undirbúningur slíkr- ar málshöfðunar skuli taka sinn tíma. Þeir mega bara sjálfum sér um kenna. Hefðu þeir ekki týnt fundargerðabókum Fulltrúaráðs- ins og ,,týnt“ öllum fylgiskjölum' fram að árinu 1941, þá hefðu þeir getað sparað Fulltrúaráðinu tíma og fé. Já, þeir eru hræddir. Þeir létu sér ekki nægja að skríða á kreppu árunum eftir bökum verkafólks- ins upp í feita bitlinga. Þeim þótti verkið ekki fullkomnað, nema þeir hefðu á burt með sér stór- felldar eignir verkafólksins ; þegar það þoldi Alþýðuflokkinn ekki lengur yfir samtökum sínum. Þeir eru hræddir vegna þess, að þeir vita, að flokksbrotið þeirra er lítið annað en yfirbygg- ingin, sem lafir enn á þessum rangfengnu eignum og að þetta flokkskríli væri komið út í veð- ur og vind, ef snaginn bilaði. Það eitt er víst, að tekið yrði eftir broddum Alþýðuflokksins á götum Reykjavíkur, ef þeir þyrðu að sýna sig þar ,,eignalausa“. Fjárhagsáætlun hafnarinnar: Samþykkt um hafnar- mannvirki og skipaupp- sátur í Elliðaárvogi Fjárhagsáœtlun hafnarsjóðs Reykjavíkur fyrir yfirstandaruli ár var endardega afgreidd á fundi bœjarstjórnar í gœr. Niðurstöðu- tölur áœtlunarinnar eru 2.68 millj. kr. Tvær breytingatillögur hafnar- nefndar voru samþykktar, önnur, að hækka áætlunarliðinn óvissar tekjur um 50 þús. kr. í 150 Jaús. kr.; hin, að hækka útgjöld til lög- gæzlu úr 100 þús. kr. í 150 þús. kr. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, fluttu sósíalistar þá breytingartill., að veittar yrðu 500 þús. kr. af fé hafnarinnar til und- inbúnings byrjunarframkvæmda mannvirkja við Elliðaárvog í því máli samþykkti bæjar- stjórn svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta nú þegar gera fullnaðamætlanir um mannvirki og skipauppsátur í Elliðaárvogi, enda heimilar hafnarstjórn að verja síðar á árinu, með samþykki bæjarstjórnar, fé til framkvæmda, sem ákveðnar kunna að verða, enda verði það tekið af handbæru fé hafnarsjóðs, eða að láni, með þeim kjörum, sem hafnarstjórn og bæjarstjórn samþykkja“. 9 Endurskoðendur Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis Á fundi bæjarstjórnar í gær voru kosnir tyeir endurskoðendur fyrir Sparisjóð Reykjavíkur og nágrenn- is. Voru kosnir þeir Kristján Karls- son og Sigurhjörtur Pétursson. Föstudagur 16. marz 1945 — ÞJÓÐVILJINN C Ungliiig v&mtar! til að bera blaðið út til kaupenda í • tiærrr'mr LANGHOLT. Afgreiðsla Þjóðviljans, Skólav.st. 19. Sími 2184. Bsjarstjórn HafnarfjarOar hefur samþykkt að verja af fé Bæjarút- gerðarinnar allt að 1 milljón króna til hlutafjárkaupa í félögum, sem stofnuð kunna að verða í Hafnarfirði, til þess að srníða eða kaupa mótorbáta og gera þá út þaðan. ; - Allar nánari upplýsingar gefur atvinnu- ! málanefnd Hafnarfjarðarbæjar. j BÆJARSTJÓRINN 1 Baðhús opnað í verbúðunum Hafnarsjóður hefur látið gera baðhús í eiuni af verbúðunum við höfnina og var það opnað í gær. í baðhúsinu eru 6 steypiböð Fyrir framan baðklefann er búningsherbergi með skápum fyrir föt baðgesta. Forstofa er mjög rúmgóð, eru þar 3 sal- erni til annarar handar þegar inn er komið. Baðið er klætt innan með asbesti. Bað kostar 1 kr. og hand- klæði 1 kr„ aðgangur að sal- emi 25 aura. Þörf fyrir baðhús við höfn- ina var fyrir löngu orðin brýn. íþróttafréttir frá ísafirði Framhald af 2. síðu. anhætti þeirra í sambandi við þjálfun. Úr stjórn bandalagsins áttu að ganga formaður og 2 með- stjórnendur eftir hlutkesti ,og urðu það þeir Guðmundur Sveinsson frá Gróustöðum og Karl Bjarnason, — voru þeii allir endurkosnir. — Stjómina skipa því 1945: Sverrir Guð- mundsson ,formaður og með- stj. Karl Bjamason, Guðmund- urs Sveinsson, Magnús Konráðs- son og Hafsteinn O. Hannesson. — og varastjórn: Guðbjarni Þor valdsson, Haukur Benediktsson og Ágúst Leós. Endurskoðend ur: Olafur Guðmundsson og Kjartan J. Jóhannsson. Fulltrú- ar á þing Í.S.Í.: Sverrir Guð- mundsson, Magnús Konráðsson, Hafsteinn O. Hannesson og Jón O. Bárðarson. Þingið sátu 15 kjörnir full trúar, auk þess fulltrúi f-á Skíðaráðinu og bandalagsstjórn in. — Þessi félög sendu ekki fulltrúa á þingið: Kvenskáta- fél. Valkyrjan, ísafirði, U.m.f Bolungavíkur, og U.m.f Leiðar stjarnan í Súðavík. Þessi félög hafa gengið í bandalagið á þessu ári: U.m.f. Þróttur í Hnífs dal og íþróttafélagið Þróttur í Súðavík, en það sendi engan fulltrúa. Kápur Nokkrar kven- og barna- kápur verða seldar með mjög vægu verði Verzlunin. Barnafoss Skólavörðustíg 17. FÉLACSLÍF ÁRMENNINGAR! Skíðaferðir verða í Jós- efsdal í dag kl. 2 og kl. 8, og á sunnudag kl. 8,30. Farmiðar verða að sækj- ast fyrir kl. 11 í 2-ferð og fyrir kl. 4 í 8-ferð. SKÍÐAMÓT REYKJAVÍKUR heldur áfram í Jósefsdal um næstu helgi. Keppt verður í stökki, öllum flokkum og hefst sú keppni kl. 10 á sunnud. Keppni í bruni karla A. B. og C. flokkum fer fram síð- ar um daginn. Snjór er ennþá nægur. GJAFIR TIL SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Frá skipshöfninni á m.s. Rifsnesi til Slysavarnadeildarinnar „Ingólfs'1 kr. 455,00. Frá skipshöfninni b.v. Belgaum til Slysavarnadeildarinnar „Ingólfs" kr. 1600,00. Frá skipshöfninni e.s. Súðin kr. 440,00. Frá gamalli konu, Akranesi kr. 100,00. Fra S.. B. og O., spilagróði kr. 12,40. Frá H.B.L.E.S. kr. 450,00. Frá B. A. kr. 100,00. — Samtals kr. 3157,00. Beztu þakkir, f. K. Slysavarnaféiagsins H. H. ÁHE(T Frá ónefndum kr. 15,00. Frá N.N. kr. 25,00. Frá gamalli konu kr. 10.00. Frá ónefndum kr. 50,00. Frá B.B. kr. 110,00. Frá Á.Á. kr. 110,00. Frá ónefndri konu í Reykjavík kr. 100,00. Frá N. N. kr. 60,00. Frá Lulli kr. 15,00. Frá Guðnýju Péturs- dottur, Fskifirði kr. 50,00. Frá ömmu kr. 20,00. Frá G. G. kr. 50,00. — Samtals kr. 615,00. Beztu þakkir f.K. Slysavarnafélagsins. H. H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.