Þjóðviljinn - 20.03.1945, Qupperneq 5
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. marz 1945.
þjófnnuiKN
Ctgefandi: SameiningarflokkuT alþýSu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgársson, Sigfús Sigurkjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19. sími 218Jt.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Cti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17.
leimkoman
Moregs
Eftír Jörgen Juve. Upphaf greínaflohhs úr Norska tímarítínu The Norseman
Embættaveitingar og ábyrgð
Undanfarin ár hafa rógsneplar afturhaldsins á íslandi, —
Tíminn, Vísir og Alþýðuhlaðið, — alið látlaust á því, að sósíalistar
þyrðu ekki að taka á sig ábyrgðina af að stjórna á íslandi og því
væru þeir óalandi og óferjandi. Með sinni venjulegu rökvísi
héldu þessi blöð því svo fram að þessvegna bæri að setja sósí-
alista utangarðs og fela þeim engin trúnaðarstörf fyrir þjóðfé-
lagið.
Nú er afstaða þessara afturhaldsblaða ' gerbreytt. Árum
saman ögruðu’ þau sósíalistum til að taka þátt í stjóm landsins.
Nú er sem þau hrökkvi í kút í hvert sinn, er þau reka sig á þá
staðreynd, að sósíalistar stjóma nú landinu ásamt Sjálfstæðis-
flokknum og Alþýðuflokknum. Og Vísir hrópar upp yfir sig og
biður Mammon guð sinn að hjálpa sér, því sósíalistar séu jafn-
vel farnir að ráða einhverju í fisksölumálunum.
•
Mínir herrar, lýðskrumarar afturhaldsins!
Þið hafið nú fengið það, sem þið báðuð um: að sósíalistar
sýndu það að þeir þyrðu að stjórna landinu með öðrum flokk-
um á grundvelli hins borgaralega þjóðfélags.
Sósíalistar eru alveg óhræddir við að taka á sig ábyrgð, —
en þeir taka ekki á sig ábyrgð gagnvart Vísisliðinu og Tímaklík-
unni, gagnvart gerspilltum yfirráða- og sérréttindaklíkum þjóð
félagsins, — heldur gagnvart fólkinu sem heild. — Og fólkinu
munu þeir standa reikningsskap á sínum tíma fyrir sína stjórn,
bæði í fisksölumálum og öðm. Og sósíalistar óttast ekki þau
reikningsskil. Hinsvegar getur svo farið að Vísi þyki bezt að
þegja sem mest um það, sem hann hefur talað hæst um undan-
farið, þegar að því uppgjöri kemur.
•
Stjómarandstöðublöðin hafa kippzt við nýlega út af því að
vel metinn verkfræðingur og kaupsýslumaður,' Erling Elling-
sen, skuli hafa verið gerður flugmálastjóri.
Tíminn og Vísir nísta tönnum af reiði af því að maðurinn
er sósíalisti. Þetta coca-cola-dót álítur auðsjáanlega að utangarðs-
stefna þess sé enn ríkjandi í landinu og rígmontnir Framsóknar-
dindlar og spilltur coca-cola-lýður eigi að sitja fyrir öllum em-
bættum.
Andatrúarmenn segja, að sálir framliðinna séu nokkuð lengi
að átta sig á því að þær séu sálir dauðra manna, en ekki lifandi.
Tímadótinu er bezt að fara að átta sig á því í tíma, að Tíma-
menn eru pólitískt dauðir menn og utangarðsstefnan löngu kom-
in undir græna torfu. Blöð stjómarandstöðunnar reyna ekki að
bera fram neina gagnrýni út af embættisskipun þessari, heldur
öskra aðeins til þess að láta í Ijós reiði sína, af því þeim finnst
valdagræðgi sinni misboðið. Og auðvitað prentar dagblað Fram-
sóknar, Alþýðublaðið, öskrið upp samsinnandi með venjulegum
skriðdýrshætti fyrir Tímaliðinu.
•
Starf flugmálastjóra er m. a. að sjá um að koma hér upp
í framtíðinni 39 flugvöllum víða um land, láta koma upp bygg-
ingum á alþjóðlegu flugvöllunum, annast samninga viðvíkjandi
fjárhagslegum rekstri þeirra, stjóma öllum þeim umsVifamikla
rekstri sem í sambandi við þá verður. Það leiðir af sjálfu sér,
að í það starf þarf fyrst og fremst verkfræðing og kaupsýslumann.
Eða hver myndi álíta, að fyrsta skilyrðið til að vera forstjóri
Eimskipafélagsins væri að yera skipstjóri, en ekki verzlunarmað-
ur? Og hvers vegna halda menn að í vegamálastjóraembætti sé
fyrst og fremst valinn verkfræðingur en ekki bílstjóri? Og hver
myndi heimta, að hafnarstjórinn í Reykjavík væri fyrst og fremst
skipstjóri en ekki verkfræðingur?
Verk manna eins og flugmálastjóra, vegamálastjóra, hafnar-
stjóra o. s. frv. er að siá um flugvelli, vegi, hafnir, handa flug-
mönnum, bílstjórum, skipstjómm o. s. frv. — Það er því eðlilegt
» Norsku hersveitirnar og hern-
aðarsendinefndin til hinna rúss-
nesku bandamanna okkar komu
til Petsamo kvöld nokkurt snemma
í nóvember. — Allir voru uppi á
þiljum, þegar rússneska skipið,
sem flutti okkur, nálgaðist strönd-
ina. — Hermennirnir töluðu ekki
mikið, en voru niðursokknir í hugs-
anir sínar, minntust alls, sem þeir
höfðu 'heyrt um eyðileggingar
Þjóðverja, — um eyðingu Kirkju-
ness og Vardeyjar.
Við bjuggumst við, að hitta ein-
göngu Rússa í Petsamo, og þar
voru líka margir rússneskir her-
foringjar og hermenn til að taka á
móti okkur, en ekki leiö á löngu
áður en hár, toginleitur, ljóshærð-
ur maður, klæddur í einskonar
ferðaföt, dró athygli okkar að sér.
— Hann kallaði til okkar af
bryggjunni: „Komið þið frá Sví-
þjóð?“ — „Nei“. — „Komið þið
frá Englandi?“ — „Já“. — „Vel-
komnir til Noregs! — Nafn mitt
er Dölvik, — fyrrum bæjarstjóri í
Kirkj unesi“.
Ekki leið á löngu áður en for-
ingi hernaðarsendinefndarinnar, A.
D. Dahl ofursti, stökk niður á
bryggjuna og tók í hönd bæjar-
stjórans, sem frá þeirri stundu gat
litið svo á, að hann hefði verið
settinr aftur inn í embætti sitt. —
Svo stukku hinir meðlimir hern-
aðarsendinefndarinnar niður á
bryggjuna, og bæjarstjórinn varð
að svara óteljandi spurningum um
ástandið í Norður-Noregi.
;Þegar bæjarstjórinn var búinn
að svara öllum spurningunum, á-
varpaði liann hermennina með
ræðu. — Hann bauð þá velkomna
til Noregs, sem þeir mundu sjá eft-
ir nokkra klukkutíma. „Við erum
búin að bíða lengi“, sagði hann,
„en við höfum ekki beðið til einsk-
is. Þær fimm eða sex þúsundir
Norðmanna í Suður-Varænger,
sem tókst að flýja Þjóðverja, eru
nú úr allri hættu, og enginn líður
skort“.
Svo lögðum við af stað í áttina
til norsku landamæranna. — Við
fórum inn fyrir þau 10. nóvember
1944, nákvæmlega klukkan 10. Þá
klukkustund og dagsetningu mun-
um við muna lengi. — Klukku-
stundu síðar gátum við séð Kirkju-
nes, sem leit út í fjarlægð eins og
útiskemmtun á vetrarkvöldi, með
þúsundir skínandi Ijósa. En það
var ekkert gaman á ferðum. Þegar
við sáum það betur, líktist það
meir logandi helvíti. — Birtan
kom frá hinum mikiu þýzku kola-
1 birgðum, sem S.S.-hermenn höfðu
kveikt í, áður en þeir fóru. (Bæj-
ai'stjórinn sagði, að rússnesku her-
mennirnir og íbúai'nir bæru mi
glóandi kolin í eldstæði sín. Væri
það bezta ráðið til að hagnýta kol-
in, þar sem ómögulegt væri að
slökkva eldinn vegna skorts á á-
höldum).
Kirkjunesi hafði verið gei'breytt.
Ekkert lífsmai'k sást á götunum,
— ekki einu sinni kettir. Jafnvel
rotturnar höfðu yfirgefið bæinn og
Gamvík á Finnmörlc var eitt þeirra þorpa er Þjóðverjar lögðu í
rústir í gereyðingarherferð sinni í Norður-Noregi. íbúar þessa þorps
er voru 460 að tölu, faldu sig á fjöllum upvi til að komast hjá að
verða smalað burtu sem kvilcfénaði, af nazistum. Þegar nazistamir
höfðu yfigefið þorpið, kom flóttafólkið afttir til sinna fyrri heim-
kynna og byggði sér sltýli úr spýtrmbrald, torfi og grjóti, á nistun-
um. — Myndin sýnir fjölskyldu sem er að leita í rústunum að
byggingarefni.
Kort er sýnir Noreg, Svíþjóð, Finnland og Danmörku, en auk
þess liluta af Sovétríkjunum og Þýzfcalandi.
jafnframt er þáð mikill kostur að flugmálastjóri sé vanur kaup-
sýslumaður.
Þetta liggur svo í .augum uppi að ekki þarf það frekar að
ræða. En sósíalistar munu láta sig öskur • afturhaldsins litlu
skipta. Þeir vita, að því hæfari menn, sem sósíalistar setja í
ábyrgðarstöður, því meiri ástæða fyrir afturhaldið að emja
að verkfræðingar verði framar öðrum fyrir valinu til slíks — og og skrækja.
hafa sennilega farið með Þjóðverj-
um. — Bryggjurnar höfðu hrunið
í sjóinn. Fyi'ir utan þær eru tuhd-
urduflanet, og sprengjurnar höfðu
ekki verið teknar ennþá.
Á einum stað fundust 200 pör
af ágætum norskum skíðum með
stálbrúnum. Höfðu hei'menn Dietls
hei'shöfðingja notað þau.
Skammt frá bænum mátti sjá
strandað þýzkt skip. Það var lilað
ið korni og sykri. Rússar höfðu
þegar bjai-gað miklu af farminum.
Bezta samkomulag er á milli
rússnesku hermannanna og xbú-
anna í Kii'kjunesi. Það er venja
rússnesku bílstjóranna að nema
staðar, þegar þeir hitta Norðmenn
á förnum vegi, og 'bjóða þeim far.
í skrifstofu sovétherstjórnarinnar
sat margt fólk, sem var að bíða
eftir eins konar ávísun, sem heim-
ilar því að sækja hveiti Lil einhvers
staðar, þar sem Þjóðveriar haf.i
skilið eftir birgðix, — og þetta v’yi-
ii-komulag er óviðkomandi öllum
skömmtunarreglum og sýnir á-
huga Rússa á að hjálpa almenn-
ingi eins mikið og þeir geta.
Ibúar Kirkjuness höfðu flutt til
Bjarnarvatns, sem er námabær i
átta km fjarlægð héðán, og hefur
íbúatala hans nú margfaldast.
Þegar maður talar við fólkið.
kemst maður að raun um, að hver
einstaklingur hefur ekki glögga
hugmynd um rás viðburðanna.
Fólkið hefur ekki mátt vera að
því að hugsa um annað en að
bjarga lí'fi sínu og afla sér mat-
væla og næturstaðar.
Nokkrir þýzkir hermannaskálar
standa enn í nágrenni Biarnar
vatns, og settumst við að i þeim
ásamt fólki frá Kii'kjunesi.
Á járnbrautarstöð Bjarnarvatns
sáum við okkur til mikillar undr-
unar nokkra vagna, merkta Míinch
en, og þótt einkennilegt virðist,
höfðu Þjóðverjar ekki getað komið
því við að eyðileggja eimreiðarn-
ar. Af þessari ástæðu geta járn-
brautarsamgöngur á milli Kirkju-
ness og Bjarnarvatns bjrrjað inn-
an skamms.
Skammt l’rá stöðinni eai tvenn
járnbrautargöng, sem \eittu 3000
manns skjól í næstum Lvær viku
— Lengri jarðgöngin eru um 900
metra löng. Héraðslæknirinn skýrir
svo fi'á, að fólkið hafi yfirleitt
haft góða heilsu, þrátt fyrir þessi
óvenjulegu lífsskilyrði. Margt af
því kvefaðist illa, en það var þess
vel't að þjást nokkuð til að vera ó-
'hultur. Tólf börn fæddust í stærr
jai'ðgöngunum.
Þann 12. nóvemebr kvaddi Dahl
ofursti alla íbúa Bjarnarvatns sam
an á fund. Það var sögulegur at-
burður. Eg horfði á fólkið konxa til
fundarstaðarins. Þania kom bæj-
arstjórinn, helztu yfirmenn nám
anna, læknirinn verkamennirnir og
e. t. v. einn eða tveir nazistar, sem
höfðu ekki verið settir inn, — allir,
sem höfðu li'fað hernámið. Þetta
minnti mig greinilega á kafla úr
myndinni „Máninn Iíður“, ekki
sízt vegna þess að rústir bæjai'ins
voru í baksýn.
Þegar Dahl ofursti steig upp á
ræðupallinn, kynnti Dölvik bæjar-
stjóri 'hann fyrir áheyrendunum
sem gamlan vin Norður-Noregs,
senx hefði dvalizt þar fyrir stríðið
sem yfirforingi Alta-hersveitarinn-
ar.
Ofurstinn var sjáanlega hi'ærð-
ur, þegar hann byi'jaði að tala.
Ilann heilsaði fólkinu og lýsti að-
dáun sinni á hinni hraustlegu bar-
áttu heimaihersins. Hann sagði frá
viðtali, seiri hann hafði átt, við
Hákon konung. Konungurinn hafði
'beðið hann að skila kveðju sinni
til fólksins í Norður-Noi-egi, sem
'hefði veitt nazistum glæsilegt við-
nám, þi-átt fyrir sérstaklega erfið
skilyrði í þessum hluta Noregs.
„Konungurinn“, sagði Dalxl of-
ursti, „hefur aldrei hætt að trúa
á sigurinn þessi firnni ár. Honum
hefur alltaf verið það Ijóst, að
nazisminn ber með sér banamein
sitt“. — Og ofurstinn sagði enn-
fremur: „Við höfum sama og ekk-
ert með okkur að þessu sinni, en
við ætlum að hjálpa til við að
•koma öllu í lag eins fljótt og hægt
er. Hjájpargögnin eru reiðubúin,
en allt er undir flutningunum
Sundmót K. R.
Sundmót K. R. fer fram ann-
að kvöld í Sundhöllinni. Keppt
verður í 8 simdgreinum, og eru
þátttakendur yfir 70 frá 6 fé-
lögum. Tvö utanbæjarfélög
senda keppendur á mótið. Fyr
verður keppt í 100 m. írjalsn
aðferð. Keppendur eru þar 9 og
má þar nefna Ara Guðmunds-
son, Æ., Óskar Jenssen, Á. og
Rafn Sigurvinsson, K.R.
í 100 m. bringusundí keppa
þeir nafnamir Sigurður JónS'
son, K.R., sem er methafi í þess
ari vegalengd, og nafni hans frá
Yzta-Felli í Þingeyjarsýslu,
ennfremur Magnús Kristjáns
son, Á. og Halldór Lárusson.
Umf. Afturelding í Kjós. Er
það sund, sem margan mun
fýsa að sjá, því úrslit eru ó-
viss.
í 200 m. bringusundi kvenna
eru sex keppendur og er senni
legt, að Unnur Ágústsdóttir, K.
R., sem er meistari í þessari
vegalengd og Kristín Eiríks-
dóttir, Æ. berjist xim sigurinn
Ennfremur er keppt í 400 m.
baksundi karla, 50 m. frjálsrx
aðferð kvenna, 100 m. bringu
sundi drengja, innan 16 ára, 50
m. frjálsri aðferð drengja inn-
an 16 ára og síðast en ekki sízt
4x50 m. bringusundsboðsundi
karla. í boðsundinu eru félög
in mjög jöfn, en hinsvegar á
Ármann metið.
Undangengin ár hafa miðarn
ir verið uppseldir löngu áður en
mótið hófst og færri komizt að
en viljað hafa, er því þeim, sem
hafa hug á að komast á mótið
ráðlagt að fá sér miða í tíma.
Richard Beck kosinn
forseti Þjóðræknis-
félagsins
Sú frétt hefur borizt vestan
um haf, að á aðalfundi Þjóð
ræknisfélags íslendinga sem
haldinn var síðustu dagana í
febr., hafi Richard Beck ver-
ið endurkosinn forseti félags
ins.
koixiið, og það verðui' að gera
höfnina í Kii'kjunesi færa um að
taka á móti stórum skipum. —
Hjálpin kemui', en ég verð að biðja
ykkur að hafa þolinmæði. Vikur
e. t. v. mánuðir munu liða áður
en hægt vei'ður að veita fullkomna
hjálp. En á xncðan munum við
byx-ja á að reisa úr rústum það,
sem hægt er, og til þess þörfnumst
við alls fáanlegs A'innuafls.
Fólkið var þögult og hlustaði
með athygli, en þegar getið var
um hina ósveigjanlegu afstöðu
konungs, hrópaði ein'hver í hópn-
um: „Lengi liíi konungurinn“ og
allir tóku undir.
Þegar ofurstinn lauk ræðu sinni,
byrjaði hópurinn að syngja „Ja,
vi elsker dette Iandet“.
Kirkjunes var í eyði, en allir
voru einhuga um að byrja við-
reisnai'stai'fið og sjá um að bærinn
risi bráðlega úr rústum.
Fundurin við Bjarnarvatn tákn
aði upphaf viðreisnarstarfsins. —
Opinberar tilkynningar voru gefn-
ar út, herúaðarlegu og borgaralegu
yfirvöldin, sem komu xneð norsku
hersveitunum, stofnuðu til sam-
vinnu við leiðtogana á staðnum.
Næstum allt vai'ð að endurnýja
fi'á rótum, en hin ódrepandi bjart-
sýni Norðmanna bi'ásC ekki.
A ORENI
Frarnh. af 3. síðu.
gætti þess vel, að vindurinn
stæði af okkur.. Svo stanzaðí
hún og stóð kyrr á melnum
andspænis okkur eins og hún
væri að ákveða, hvað gera
skyldi. Síðan fór hún að þokast
í áttina. Skokkaði áfram nokk-
ur skref, stanzaði svo og starði
í áttina til okkar með sperrt-
um eyrum. Skokkaði svo af stað
aftur varfærnislega og hikandi-
Þannig hélt hún áfram.
Nú átti hún ekki eftir nema
á að gizka fjörutíu faðma tii
mín. Eg, sem hríðskalf fyrir
stundu síðan, fann nú ekki leng
ur til kulda.
Eg þekkti og skynjaði ekkert
nema þetta loðna, hugprúða dýr
þarna á melbarðinu og vopnið
í hönd mér.
Slíkt ástand þekkir og skilur
sá einn, sem hefur fengizt við
veiðiskap.
Enn hoppaði hún nokkur ó-
regluleg hopp og stefndi fram á
melbarðið, þar sem styzt var í
urðina.
Færið var ennþá of langt. Eg
beið.
Nú átti hún eftir nokkrar
lengdir sínar fram á barðbrún-
ina. Næði hún urðinni var hún
sloppin. Eg hafði byssuna í sikti
og fylgdi hverri hreyfingu tæfu.
Hún dró sig saman og snéri sér
lítið eitt til hliðar.
Ætlaði hún að stökkva?
Það var ekki eftir neinu að
bíða. Hálsinn og bógurinn sneri
að mér. Hún gat ekki legið betur
við.
Var færið of langt?
Eg tók í gikkinn.
Dýrið kastaðist til og fram af
barðinu. Þar lá það hreyfingar-
laust.
Grímur kom hlaupandi.
„Ágætt, ágætt“, hrópaði hann
og virti fórnarlambið fyrir sér,
þar sem það lá á hryggnum í
urðarrananum og blóðið draup
úr brjósti þess og hálsi.
En ég ,fann ekki til neinnar
sigurgleði. Veiðihugurinn var
horfinn, og ég titraði lítið eitt,
þegar ég stóð upp. Eg var að
hugsa um þá baráttu, sem þarna
átti sér stað, þar sem móðurást
in var óttanum yfirsterkari.
Hvílíkt stríð hafði þetta trygg
lynda, vitra dýr ekki háð.
Nóttina áður heyrir það sker-
andi angistarvein maka síns, er
það hefur sjálfsagt skilið eins
vel og við hver annan.
Daufleg er vistin í greninu.
Börnin biðja um mat, en við
dyrnar bíður hættan.
En móðirin lætur ekki hætt-
una aftra sér. Hún yfirgefur
börnin og ræðst til fangs.
Finnum við ekki skyldleikann
með henni og okkar eigin mæðr-
um?
Hún sleppur út. Ef til vill með
lítið sár, eða ef til vill stórt.
Það veit enginn.
En nú veit hún, að vonlaust er
um að draga megi björg í bú, og
þá snýst allt um að komast aft-
ur til barnanna, ef til vill bara
til að deyja þarna úr sárum sín-
um, ef til vill til að freista þess
að þola hungrið enn um stund
og flytja svo úr þessum hræði-
lega stað.
Hún veit, að hver tiiraun, sem
hún gerir til að komast heim, er
vonlítil. Hún hugsar möguleik-
ann og reynir að finna leið.
Hvort hik hennar hefur staf-
að af því, að henni hefur kom-
ið til hugar að yfirgefa allt, sem
henni var kærast, til að bjarga
sjálfri sér, fáum við aldrei að
vita. En hafi svo verið, þá sigr-
aði hitt.
Ástin til afkvæmisins er öllu
sterkari. Hún gengur í opinn
dauðann.
Og eftir að banaskotið hefur
hitt hana, neytir hún síðustu
kraftanna til að komast til litlu
munaðarleysing j anna.
En kraftarnir þverra. Hún
fáer ekki komizt alla leið.
Börnunum hennar er rænt.
Þau eru alin í nokkra mánuði,
síðan skotin. Belgir þeirra verk-
aðir og seldir.
Ef til vill skreyta þeir nú háls
einhverrar hefðarkonu, — eða
ástfanginn unnusti hefur keypt
einhvern þeirra handa stúlkunni
sem hann elskar.
Jens Guðmundsson
frá Kinnarstöðum.
Rögnvaldur Sigurjóns-
son heldur hljómleika í
Washington
Rögnvaldur Sigurjónssón pí
anóleikari heldur hljómleika i
National Galleiy of Art í Wash-
ingt’on 15. apríl n. k. Hljómleik-
ar þessir eru haldnir fyrir at-
beina sendihexra íslands, herra
Thors Thors og frú Ágústu
konu hans, en þau hjónin munu
hafa móttökuveizlu til heiðurs
listamanninum eftir hljómleik-
ana.
Þriðjudagur 20. marz 1945. — ÞJÓÐVILJINN
AÐALFUNDUR
RAUÐA KROSS ISLANDS
verður haldinn 1 skrifstofu félagsins föstudaginn
20. apríl næst komandi, kl. 4 síðdegis.-
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Reykjavík, 17. marz 1945.
STJÓRNIN
Rafstððvarstjðrastaðan
'
á Reyðarfirði er laus til umsóknar.
Umsóknum um stöðuna ber að skila fyr-
ir 1. apríl n. k. til rafmagnseftirlits rikis-
ins, Reykjavík eða hreppsnefndar Reyðar-
fjarðarhrepps, sem gefa nánari upplýsing- '
ar.
MM
Sósíalistðfélag Reykjavíkur
Fundur í kvöld (þriðjudag) kl. 8,30 á Skóla-
vörðustíg 19.
Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Prentsmiðja handa Þjóðviljanum,
(Kristinn Andrésson).
Skorað á félagsmenn að fjölmenna á fundinn.
STJÓRNIN.
Skíðamöt
Reykjavíkur
Framhald af 1. síðxi.
2. Björn Blöndal (K. R. á 1 mín.
40,2 sek.
3. Ilörður Björnsson (í. R.) á
1 mín.,51,2 sek.
Keppendur 5.
BÆLOKKUR
1. Stefán Stefiínsson (Á) á 1 mín.
14,0 sek.
2. Hjörtur Jón^son (K. R.) á 1
mín. 18,1 sek.
3. Erik Eylands (Á) á 1 mín
22,8 sek.
Keppendxir 10.
C-FLOKKUR
1. Guðmuiuliir Samúelsson (í.
R.) á 1 mín. 49,5 sek.
2. Grétar Árnason (í. R.) á 1
nxín. 56,0 sek.
3. Sveinn Sveinsson (í. R.) á
2 mín. 6,0 sek.
Keppendur 31.
Allii' flokkarnii' kepptu í sömu
braut, þó þannig að C-flokkur fór
i gegnum 8 lilið en eitt var tekið
úr fyrir lxvorn hinna og fengu þeir
þannig beinna fa.Il og meiri hraða.
Keppnin fór fra.m í Suðurgili í
Jósepsdal og nuin brautin hafa ver-
ið 1500—1800 metra löng en hæð-
armismunur 350 metrar.
Fyrir vorhreingerning-
arnar:
Quillayabörkur
Rinso
Renol
Liquid Veneer
O’ Cedar
Húsgagnasitronuolía
Window Spray
gluggalögur
Bon Ami Gluggasápa
Ofnsverta
Original hreinsilögur
Johnson’s Glo Coat
sjálfgljái
Ræstisápa
Hreingerningarburstar
Panelburstar
Miðstöðvarburstar
SILLl o* VALDI
Nýkomnir
amerískir sniðnir kjólax
með öllu tilheyrandi,
svo sem rennilás, spennu
. hnöppum, ermablöðum
o. fl.
Mörg snið, margir litir.
Verzlun
Anna Ounnlaugsson
Laugaveg 37.
Nýkomin
Svört káputau, tvær
gerðir, einnig svört efiii
tilvalin í léttar sumar-
kápur.
Verzlun
Anna Gunnlaugsson
Laugaveg 37.
Frá vinnustöðvum
og vcrkalýðs-
félögum
Freyjufundur í kvöld
Þvottakvennáfélagið Freyja
heldur fund í kvöld kl. 8,30 á
Hverfisgötu 21. Mörg mál á dag-
skrá. Handavinna.
FLOKKURINN
NOKKUR EINTÖK
af erindi Lúðvíks Jósefssonar um
sjavanítveg íslands fæst enn í
skrifstofu Sósíalistaflckksins á
Skólavörðuátíg 19.
1