Þjóðviljinn - 20.03.1945, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1945, Síða 7
Þriðjudagur 20. marz 1945. ÞJÓÐVILJINN 7 Mikkjel Fönhus: ERICH MARIA REMARQUE: MIM m £ f 1 VINIR Hralmingar bjóraf jölskylduimar Tréð var sw> þungt, að "björapabbi átti >erfitt með að koma því yfir mýrina við tjörnina. Stundum gekk hann aftur á bak. Bjóramamma horfði á bónda sinn, þar sem hann kom með tréð og stritaði af öllum kröftum. Hún varð eins hugsandi á /svipinn og bjór getur orðið. Hún sat kyrr góða stund enn og þá hafði hún fund- ið upp, hvað hægt væri að gera, til þess að sleppa við erfiðið í mýrinni. Hú'n gekk fram og aftur um bakkann og horfði með athygli yfir mýrina. Og þar sem mýrin var lægst, fór hún að grafa. Moldin var blaut. Bjóramamma gróf með framfótunum. Hún tók torfið jafn óðum og bar það niður í tjörnina. Þegar bjórapabbi sá þetta, kom hann til hennar og fór líka að grafa. Og svo grófu þau bæði lengi og af miklu kappi. Þau voru að grafa skurð. Hjónin unnu nótt eftir nótt. Ungamir voru farnir að hjálpa þeim, þeir voru orðnir á stærð við kött. Skurðinum miðaði lengra og lengra áfram yfir mýr- ina í áttina að skóginum. Hann var einn metri á dýpt en tæplega svo breiður. Vatnið úr tjörninni rann inn í hann jafn óðum. Hann lá svo lágt. Og loks kom að því eina nótt, að verkinu var lokið. Bjóramamma kom ofan úr skógi með stærðar trjábút í fanginu. En nú þurfti hún ekki að ösla með hann yfir mýrina. Vegurinn ofan úr skóginum, sem bjórarnir höfðu rutt, enti þar sem skurðurinn tók við. Bjóramamma velti trénu út í vatnið, lagðist sjálf til sunds og fylgdust með trénu. Það flaut nærri því af sjálfu sér. Nú þurfti hún aldrei framar að strita með þunga byrði yfir mýrina. Sums staðar var skurðurinn grafinn undir yfirborði mýrinnar. Þar varð bjóra- mamma að synda í myrkri. Eftir litla stund var hún komin út í tjörnina með trjábútinn sinn og hélt áfram sigri hrósandi. We<M®TTA Flest mikilmenni hafa lifað j viðburðaríka ævi. Heimspeking ; urinn Immanuel Kant var þó alger undantekning frá því. Enda á Heine að hafa sagt. „Það er ómögulegt að rita ævi sögu Kants, því að hann á sér enga sögu“. Einkalíf hans var svo gjör- samlega tilbreytingarlaust, að það var í frásögur fært, að hann færi svo stundvíslega til vinnu sinnar og kæmi svo stund víslega heim, að nágrannarnir settu klukkur sínar eftir því- En því minna, sem hægt var að segja um hann sjálfan, því meira hefur verið ritað um bækur hans. Mönnum taldist svo til um síðustu aldamót, að skrifaðar hefðu verið 3000 bæk ur og ritgerðir um kenningar Kants. Og eflaust hefur mikið bætzt við siðan. Einhver hefur reiknað út, að ef hægt væri að hagnýta þann hita, sem mannslíkaminn fram- leiðir á sólarhring, nægði hann til að suðuhita tuttugu og átta lítra af vatni. ★ „Vegir frægðarinnar eru ó- rannsakanlegir“, sagði eitt sinn franskur rithöfundur .(og varð frægur fyrir). „Hefði Rauðhetti ekki gengið út af veginum, þá hefði úlfurinn ekki mætt henni og gleypt hana. En þá hefði Rauðhetta ekki orðið fræg“. (En hverjum lifandi manni var gagn í því, að Rauðhetta varð fræg? mætti líka spyrja). ★ Afbrýðisemin fæðist með ást- inni, en deyr ekki með henni. La Rochefoucauld. skjóta á gamla kermenn, vora smákrakkar þá.“ Eg svaraði engu. Gottfried horfði á mig. Hann horfði enn á mig- Það leið löng stund áður en Köster kom aftur. Hann var einn. Læknirinn var farinn að lesa í blaði. Hann leit upp og spurði, hversvegna lögreglan kæmi ekki. Köster stóð í sömu sporum og horfði annars hugar á hreyf- ingarlausan líkama Gottfrieds Hann tók ekki eftir því, sem læknirinn var að segja. Læknirinn endurtók spurn- inguna. Köster dró andann djúpt: „Lögreglan — já, við verðum að hringja til lögregl- unnar — Læknirinn leit þegjandi á hann og gekk sjálfur að síman um. Eftir örfáar mínútur komu tveir lögreglumenn og fóru að skrifa niður helztu æviatriði Gottfrieds. Mér var það óskilj- anlegt, að ég skyldi vera að segja öðrum hvað hann héti, hvar og hvenær hann væri fæddur og hvar hanr. ætti heima — þegar hann var þarna sjálfur og horfði á mig á meðan. Eg horfði á blýantsstúfinn í hendi lögreglumannsins. Hann vætti blýantinn með tungunn’ öðru hvoru og ég svaraði spurn ingum hans ósjálfrátt og hugs- unarlaust. Hinn lögreglumaðurinn skrif aði á meðan skýrslu um atburð inn og spurði Köster, hver til- drögin hefðu verið og hvernig árásarmaðurinn hefði litið út. „Eg veit það ekki. Eg tók ekki eftir því“, svaraði Köster. Eg leit á Köster, því að mér duttu í hug ljósgulu legghlífarn ar og einkennisbúningurinn. „Vitið þér heldur ekki úr hvaða flokki þeir voru? Tókuð þér ekki eftir einkennisbúningi. borða á handlegg eða neinu einkenni?“ „Nei“, svaraði Köster. „Eg tók ekki eftir neinu fyrr en skotið var. Og eftir það hugs aði ég ekki um annað —“ hann þagnaði — „annað en félaga minn“. „Eruð þér sjálfir í einhverj- um stjórnmálaflokki?“ „Nei“. „Eg sPUfði bara vegna þess, að þér sögðuð félagi“. ' „Hann er félagi minn úr stríðinu“, sagði Köster. Lögreglumaðurinn sneri sér að mér og spurði, hvort ég gæti gefið lýsingu á árásarmannin- um. Köster leit á mig. „Nei, ég tók ekki eftir neinu“. „Það er undarlegt“, sagði lög- reglumaðurinn. „Nei, því að við gengum í hugsunarleysi og vorum að tala saman. Þetía gerðisl allt svo skyndilega". jÞ’að virðast litlar líkur til, að hægt verði að handsama þessa pilta“, sagði lögreglumað urinn og andvarpaði. „Megum við fara meþ félaga ©kkar með okkur?“ spurði JKöster. „Eigihlega væri — —. Er dauðameinið fullsannað?“ Lög- xeglumasðurinn leit á lækninn. „Eg var að skrifa dánarvott- ;orðið“! „Og hvar eru kúlurnar? Eg iverð að fá þær“, sagði annar lögreglumaðurimi. ,,Það eru tvö skot. Ef ég á að ná báðum kúlunum, verð ég að — —Læknirinn þagnaði mg leit á Köster.. „Eg verð að fá þær, svo að hægt sé að bera saman, hvort þær eru úr sömu hyssu“, sagði lögreglumaðurinn. „Já“, svaraði Köster og leit á lækninn. Hjúkrunarmaðurinn kom með einhver verkfæri og dró lamp- ann niður aftur. Læknirinn fann aðra kúluna fljótt. En til þess að ná hinni varð hann að gera skurð. Hann lét á sig gúmmíhanzka, tók hníf og sára klemmu. Köster tók viðbragð, gekk að Gottfried og lokaði augum hans. Eg sneri mér undan, þegar ég heyrði hnífinn sarga. Eitt augnablik datt mér í hug að hrinda lækninum frá. Var Gott- fried ekki bara meðvitundar- laus? En nú hlaut læknirinn að drepa hann með hnífnum. — Eg áttaði mig þó fljótt. Eg hafði séð of mörg lík til að láta mér detta þetta í hug. „Þarna er hún“, sagði lækn irinn og rétt úr sér. Hann þurrkaði kúluna og rétti öðr- um lögreglumanninum hana- „Þessi er úr sömu byssu og hin. Er það ekki?“ Köster laut niður og horfði á litlu, gljáandi kúlurnar, sem ultu fram og aftur í lófa lög- reglumannsins. „Já“, sagði hann hljómlaust. Lögreglumaðurinn vafði kúl- urnar innan í pappír og stakk þeim í yasa sinn. „Það er eiginlega ekki lög- um og reglum samkvæmt", sagði hann, „en ef ykkur lang- ar til að fara með hann heim. — Dauðameinið er sannað. Er það ekki læknir? Já, þér eruð líka dómlæknir, svo að það getur líka vel gengið. Takið.þið hann bara. — En það geta orð- ið réttarhöld á morgun. Þér skiljið það“. • „Eg skil“, svaraði Köster. „Og við látum allt vera ó- hreyft“. Lögreglumennirnir fóru. Læknirinn hafði búið um sár Gottfrieds á ný og sett yfir þau heftiplástur. „Þið megið fara með hann á börunum- Það er nóg að þið skilið þeim á morg- un“ sagði hann. „Þakka yður fyrir“. sagði Köster. „Komdu Robby“. Hjúkrunarmaðurinn bauðst til að hjálpa okkur en ég hristi höfuðið. Við bárum börurnar út og lögðum þær inn í bílinn Læknirinn og hjúkrunarmaður- inn komu út að bílnum. Við breiddum frakka Gottfrieds of- an á hann og ókum burt. Köster sneri sér að mér: „Við leitum aftur um götum ar. Eg gerði það áðan. Þá hef- ur það líklega verið of snemmt, En nú geta þeir verið komnir á kreik“. Það fór að snjóa. Köster ók eins hljóðlega og hann gat. Reyndar vissu þeir, sem við leituðum að, ekki, að við vor- um í bíl. ,,Karl“ smaug eins og hvít vofa götu úr götu Fannkoman óx. Eg náði í ham- ar úr verkfærakassanum og hélt á honum, reiðubúinn að stökkva út úr bílnum og greiða höggið. Við ókum inn í götuna, þar sem það hafði gerzt. Hjá ein- um ljósastaurnum var blóð í hvítum snjónum. Köster slökkti Ijósin og við ókum hægt meðfram gangstéttinni og horfðum í kringum okkur. Eng- inn maður var sýnilegur. En drykkjulæti heyrðust úr veit- ingakjallara skammt frá. Köster stöðvaði bílinn við gatnamót. „Bíddu hérna. Eg ætla að líta inn í þessa krá“. „Eg fer með þér“, sagði ég. Hann leit á mig með augna- ráði, sem ég þekkti vel síðan í strfðinu, þegar hann fór einn >út að halda vörð. „Eg ætla ekki að gera neitt þar inni“, sagði hann- „Hann sleppur í það skipti. Eg ætla bara að vita, hvort hann er þar. Þá bíðum við eftir honum. þang að til hann kemur út. Vertu hjá Gottfried á meðan“ Eg féllst á það og hann hvarf út í hríðina. Snjókomin féllu þétt í kringum mig og bráðn- uðu á andliti mínu og höndum. Allt í einu fór sú hugsun að ásækja mig, að við hefðum ekki átt að breiða ofan á Gottfried Nú var eins og hann væri ekki einn af okkur. Eg tók frakkann ofan af höfði hans. Snjókornin féllu á and- lit Gottfrieds, augu og munn. En þar bráðnuðu þau ekki. Eg þurrkaði þau af með vasaklútn um mínum og breiddi frakk- ann ofan á andlitið aftur. Köster kom aftur. „Hann var þar ekki- Við skulum leita í öðrum götum hérna í kring. Mér finnst einhvern veginn, að

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.