Þjóðviljinn - 22.03.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22 marz 1945. ÞJÓÐVILJINN 7 Mikkjel Fönhus: Hrakningar bjóraf jölskyldunnar Eysteinn fór fyrst að Miklavatni. Það er .tveggja mílna langt. Fáeinir bæir eru í kringum það og mikill skógur. Eysteinn spurði eftir bjóraveiðaranum Jóni frá Meiði og ásetti sér að tala við hann og fá ráð hjá honum. Jón var orðinn áttræður og bjó nú á Barði með gigtveikum syni sínum á sextugs aldri. Sonurinn lifði á því að bæta skó. I Þeir voru frá Heiði, mikilli óðalsjörð í næstu sveit. Jón hafði erft jörðina en missti eignir sínar í peninga- spilum og ofdrykkju. Hann hafði spilin alltaf í vasa sínum, sífellt reiðubúinn að spila við hvern sem var. Hann spilaði um hestana sína, kýrnar og hjáleigujarð- imar — og tapaði öllu. Síðast vár komið að skóginum, en þá var Jón einmitt orðinn svo skuldugur, að sýslu- maðurinn auglýsti í blaði, að jörðin Heiði væri til sölu Þá hrökluðust feðgarnir burt og settust að á Barði. Jón gamli hafði alltaf verið lagtækur. Hann fann upp bjóragildru af nýrri gerð og veiddi fjölda bjóra. Karlinn fékk gott verð fyrir bjóraskinnin. Sonur hans bætti skó. Svona drógu þeir fram lífið og gátu meira að segja keypt sér tóbak. Þegar Eysteinn kom, var Jón gamli að gera við eina bjóragildruna sína úti við fjósvegg. Fjósið var orðið svo hrörlegt, að ekki var annað sjáanlegt en það mundi hrapa þá og þegar. Jón leit upp og sá ókunnan mann í nýjum ferðaföt- um. Hann skildi ekkert í, hvað þessi höfðingi gæti ver • ið að fara. En þegar gesturinn heilsaði og fór að tala, hugsaði Jón með sér, að ekki væri þetta neinn höfðingi. Hann talaði sveitamállýsku. Maðurinn var kurteis, sagði nafn sitt og bar upp erindið. „Eg er að búa til gildru“, sagði Jón. „Hefur þú skot- ið bjóra?“ „O, ég hef fyrr skotið bjóra hérna“, sagði gesturinn drýgindalega. „Hvar þá?“ „Hérna skammt frá“. Bjóragildran, sem Jón var með var líkust dýraboga, metri á lengd. Hann sagði, að nú væri bannað með lög- um að veiða bjóra en sýslumaðurinn hér hefði fengið sérstakt leyfi, því að Jón seldi bjórana lifandi til lands- mo$*ETTA Úrsmiður í Núrnberg, að nafni Hauzch, smíðaði furðuleg an vagn árið 1649, sem er lýst þannig í gömlu fræðiriti: „Vagninn er sjálfknúinn og þarf hvorki hesta né önnur dráttardýr. Hann fer tólf hund : uð skref á klukkustund. Er hægt að stöðva hann hvenæi sem er. Hann er hreyfður með sigurverki“. Þetta síðasta þykir ótrúlegt og er haldið, að tveir menr. hafi verið faldir innan í vagn- in og látnir draga upp fjöðrina, sem hreyfði hann. Vagninn var. ævintýralegur útlits og gaf rækileg viðvörun- armerki, eftir því sem lýsingir hljóðar: Þegar mannþyrpingin var orðin svo mikil kringum vagn- inn, að hann gat ekki farið ferða sinna, spúði drekahöfuð það, er var fremst á vagninum, vatni á nærgöngulustu áhorf- endurna. En englarnir, sem stóðu til beggja hliða, blésu i lúðra“. Smiðurinn seldi sænska rík- iserfingjanum, Karli Gústaf, vagninn árið 1670 og var hann síðar notaður við krýningarat- höfnina. Einnig er sagt, að Danakonungur hafi keypt slík- an vagn af Hauzch. ERICH XXVII. Það var komið fram 1 febrú- ar. Við Köster fórum til verk- stæðisins í síðasta sinn. Við höfðum orðið að selja það. Og nú biðum við eftir að uppboð- ið byrjaði. Við ætluðum að selja ýmislegt smávegis og þar að auki leigubíllinn. Köster hafði von um að geta orðið kappakstursmaður hjó lítilli bílaverksmiðju að vori. Eg ætlaði að verða kyrr á Kafé International en reyna að fá mér einhverja atvinnu á dag inn líka. Það var komið talsvert margt fólk og stóð í hóp utan við verk stæðið. „'Sjáðu eplatréð, Ottó“. sagði ég. Það hafði verið hlýtt í veðri síðustu vikurnar og eplatréð var farið að skjóta brumknöpp um. Einn þeirra hafði sprung- ið út í dag. Hann breiddi úr sér yzt á kræklóttri, nakinni grein. Við hopfðum hvor á annan og hugsuðum báðir það sama- Þetta hefði Gottfried átt að sjá. Uppboðshaldarinn kom. „Æti ar þú að fara út?“ spurði ég Köster. , Hvers vegna ætti ég að fara út? Hann veit allt“. Köster var þreyttur Hann lét ekki mikið á því bera, en sá sem þekkti hann vel, hlaut að verða þess var. Svipur hans var orðinn harðari og bar vott um meiri ákafa. Kvöld eftiv kvöld hafði hann farið út til að leita, alltaf í sama hverfi. Hann hafði fyrir löngu komizt að nafni piltsins, sem skaut Gottfried. Það var bara ekki auðvelt að finna hann, því að hann óttaðist lögregluna og flutti sig úr einum stað á ann- an. Alfons hafði komizt á snoðir um allt þetta. Það var jafnvel hugsanlegt, að maður- inn væri farinn úr borginni. En Köster og Alfons biðu eftir, að hann kæmi í færi. Eg gekk út, þangað sem verk færabekkurinn stóð og áhöldio, sem átti að selja. Bíllinn stoð við vegginn. Við höfðum þveg- ið hann. Eg horfði á hann. „Mjólkurkýrin okkar“, hafði Gottfried stundum sagt. Það var ekki gaman að þurfa að selja hana. Einhver kom og klappaði mér á herðarnar. Eg sneri mér við og horfði undrandi á manninn Þetta var ungur sláni með belti utan um sig. Hann deplaði aug- unum framan í mig og sveifl- aði reyrsiaf. Hann var að gefa til kynna, áð við þekktumst Eg áttaði mig. „Guido Thiess frá Augeka“. „Alveg rétt!“ sagði beltisdýr- ið og hló kankvíslega, því að við höfðum áður boðið hvor í kapp við annan í þennan bíl. En nú var bezt fyrir okkur að koma okkur saman um að yfir bjóða ekki hyor annan, sagði hann. „Bíllinn er fimmtán hundruð marka virði“, sagði ég. „Já, rétt er það“, sagði Guido ákafur. „Við höfum það fimm hundruð, það er að segja — ég fæ hann á fimm og svc borga ég yður þrjú á eftir“. Hann hafði ekki hugmynd um, að við áttum bæði bílinn og verkstæðið. Sjálfsagt hélt hann, að ég hefði selt bílinn, eftir að ég hreppti hann á upp- boðinu í fyrra en ætlaði nú að kaupa hann aftur. „Eg get ekki gengið að því,“ sagði ég. ,,Eg hef vísan kaup- anda að bílnum á eftir“. Hann gerði mér fleiri tilboð en ég skeytti því engu. Eg gekk til uppboðshaldarans. Nú var ég viss um að mér væri óihætt að bjóða á móti Guido upp í tólf hundruð. Uppboðið hófst. Fyrst voru verkfærin seld og þau fóru fyr- ir sáralítið verð. Svo kom röðin að bílnum. Fyrsta boð var þrjú hundruð mörk. Þá tókum við Guido að okkur kappboðið. Því hærra sem ég bauð, því ákaf- ara, reiðara og stærilátara varð beltisdýrið. Seinast sleppti hann sér alveg. Hann var víst farinn að trúa því, að ég hefð: að baki mér kaupanda, sem hefði falið mér að sleppa ekk.; bílnum innan við fimmtán hundruð. Þegar ég hafði boðið tólf, hækkaði hann sig hiklaust og horfði fjandsamlega á mig. Hann hugsaði sem svo, að ú>- því að hann yrði að sleppa bíln um við mig, þá skyldi ég þo ekki fá hann fyrir lítið. „Þrettán hundruð og tíu“, sagði ég. „Fjórtán hundruð og tíu“, sagði ég, en varð nú hræddur um, að hann gæfist upp. „Fjórtán hundruð og níutíu“, kallaði Guido og leit á mig sigri hrósandi. Nú þóttist hann hafa leikið mig grátt. Eg sætti mig við sigurgleði hans — og þagði! „í fyrsta — annað — og þriðja sinn —-“. Uppboðshaldar- inn lét hamarinn falla. Andlit Guidos breyttist á einu augnabliki um leið og höggið reið af. Hann varð undr- andi og sneyptur, vissi ekki sitt rjúkandi ráð og æddi til mín. „Eg hélt. — Eg hélt, að þér —“ stamaði hann. „Ónei“. sagði ég. Hann náði sér þó fljótlega aftur og fór að tala um, að það yrði erfitt fyrir sig að gera fyr- irtækinu skiljanlegt, . hvernig þetta hefði viljað til. „Jæja. En í þetta skipti var það þó ég, sem hreppti bílinn en ekki þér“, sagði hann meinfýsinn. „Eg ætlaðist líka til þess. Við settum bílinn á uppboð, til að selja hann. Hvað hefði hann annars haft á uppboð að gera?“' sagði ég. Loksins skildi hann, hvemig í öllu lá. Þá varð hann eins og vitlaus maður og reif í hár sér í örvæntingu. Seinast settist hann þó upp í bílinn og ók út um hliðið — áigruð hetja. Eg horfði með söknuði á eft- ir „mjólkurkúnni“. — Seinna um daginn kon. Matthildur Stoss til að fá kaup ið sitt. Köster réð henni til að semja við nýja eigandann og fá að hafa vinnuna áfram. „Nei, Köster. Nú er ég orð- in of stirð í öllum liðamótum til að halda áfram lengur. Eg fer til dóttur minnar, sem er gift í Bunzlau. Kannist þér við Bunzlau? Það er undarlegt, að enginn, sem ég tala við hefur heyrt getið um Bunzlau. Dóttir mín hefur verið gift þar í tólf ár. Maðurinn hennar vinnur á bæjarstjómarskrifstofunni“. „Þá er Bunzlau eflaust tif. Verið þér róleg“. „Já, ég er það. En það er undarlegt samt, að enginn skuli hafa heyrt getið um Bunzlau“. Við samsinntum. „En hvers vegna hafið þér aldrei farið þangað?“ spurði ég. Matthildur glotti og sagði, að það hefði verið samkomulag milli hennar og hjónanna. En nú höfðu þau eignazt fjögur böm og Matthildur gamla átt; að koma og gæta þeirra. „Eg hef heyrt að það sé gott vín á þeim slóðum“, sagði ég. „Já, en það er nú einmitt vínið, sem ósamlyndið reis út af. Hann er bindindismaður. Þau bragða ekki vín“ sagðl Matthildur raunalega. Köster tók síðustu flöskuna ofan af hillu og setti glas á borðið. „Jæja, frú Stoss. Þá ei bezt að við drekkum skilnaðar- skál“. „Það lízt mér vel á“ sagði Matthildur og flýtti sér að hella í glasið. „Annað glas?“ spurði ég. „Ekki neita ég því“. Hún fékk annað glas og við óskuðum henni góðrar ferðar til Bunzlau. „Eg þakka fyrir mig og liði ykkur vel. En undarlegt er það, að enginn skuli kannast við Bunzlau“. Hún gekk þunglamalega út. Við vorum einir eftir á tómu verkstæðinu. „Við getum eigin- lega farið líka“, sagði Köster „Já, við höfum ekkert hér að gera“. Við læstum verkstæðinu og sóttum „Karl“. Við höfðum komið honum fyrir í næsta bíl-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.