Þjóðviljinn - 22.03.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.03.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINII Fimmtudagur 22. marz 1945. Frá vinnustöðYurn og verkiýdsíélögum Sjómaður þakkar Hákoni Jónassyni é Fræðslustarfsemi verka- lýðsfélaganna Á síðasta fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, brá svo undarlega við, að einn af full- trúunum hneykslaðist, að því er virtist á orðinu fræðslustarf- semkL Maður þessi setti þetta orð 1 samband við áróðursstarf- semi sérstaks stjómmálaflokks. Án þess að ég ætli að fara að taka upp hanzkann fyrir Sósíal- istaflokkinn, verð ég að segja það að enginn flokkur þarf að skammast sín fyrir að gangast fyrir fræðslustarfsemi, enda mimu allir flokkar hérlendis reka áróðursstarfsemi sína að einhverju leyti með fræðslu starfsemi, sem vel er skiljan- legt frá , sjónarmiði hvaða flokks sem er, en stundum er þetta ef til vill minna virði fyr- ir þann sem fyrir verður. Áróð ur stjómmálaflokkanna og fræðslustarfsemi er í því fólgin að móta dómgreind manna í mót flokkanna. Menn em fræddir um óskeik ulleik þeirra stefna, skoðana op kennisetninga, sem flokkurinn telur vera rétt og fylgir. Á þetta jafnt við, hvort sem flokk urinn heitir Framsóknarflokk- ur, Sósíalistaflokkur, Sjálfstæð- isflokkur eða Alþýðuflokkur. Það er því vindhögg, sem sleg- ið er með fullyrðingu um á- róðursstarfsemi eins flokks fremur en annars. Mér skildist á þessum sama ræðumanni, að fræðslustarf- semi verkalýðsfélaganna yrð: bezt fyrir komið með því að senda smárit inn á heimil: verkamanna. Ekki hef ég trú á að slík aðferð yrði vænleg til árangurs. Það má minna a. bæklinginn um orlof. Hann var að vísu ekki sendur inn á heim ili hvers verkamanns, heldur seldur vægu yerði. Eg ætla að fullyrða, að ekki meira en helm ingur verkamanna hér haf? lesið þennan bækling, og er hér þó um að ræða mál, sem alla verkamenn varðar mikið. Að alatriði þeirra laga ættu verka- menn að kunna utanbókar Þá hafði þessi sami maður litla trú á hinni fyrirhuguðu lesstofu verkamanna, og er ég honum þar að nokkru leyti sammála. Hitt er annað mál, að ég er óviss um að hans rök- stuðningur fyrir sinni skoðun hafi verið réttur, enda aðeins byggður á þeirri staðhæfingu að verkamenn mundu ekki nenna að sækja slíka lesstofu að loknum vinnudegi. Annars virtist mér sem hugur þeirra manna, sem á þetta mál minnt- ust á fundinum, eingöngu vera bundinn við hlutverk þessarar stofnunar, sem upplýsingastöðv ar, þar sem menn gætu kom- ið og leitað sér upplýsinga um verkalýðsmál. Eg vil sízt draga úr gildi þvílíkrar stofnunar, en álít að vel megi reka hana í sambandi við skrifstofu Full trúaráðsins, án annars tilkostn- aðar en þess, er nauðsynleg handbókakaup út’heimta Upplýsingastöð er staður þar sem menn geta fengið að viti staðreyndir. Það eitt felur ekk; í sér neina menntun. Er jafn- vel hæpið að kalla það fræðslu starfsemi. Við erum ekkert menntaðri og lítið fróðari fyr- ir það þó við vitum einhverja staðreynd, ef við vitum ekkert um hvers vegna hlutimir erv svona, en ekki öðruvísi. Það má vel vera, að stofnun þessarar svokölluðu fyrirhug- uðu lesstofu, beri vott um auk- inn áhuga fyrir menriingarmál • um verkalýðsins, og er það gleðilegt. En hún er ekki nema lítið hænufet á leiðinni ti1 menntunar verkalýðsins. Mennt un verkalýðsins verður að ná út yfir stéttarlegar upplýsing- ar og stéttarlegt uppeldi. Stéttarlegur þroski er mik • ilsverður og óhjákvæmilegur í baráttunni fyrir betri lífskjör- um, en hann er ekki einhlítur til skilnings á hinum veiga- mestu andlegu verðmætum, svo sem listum og vísindum tii dæmis. Takmark fræðslustarfsemi með al verkamanna verður að vera það, að leiða þá inn í ljós þess skilnings og þeirrar þekkingar, sem felur í sér aðganginn að því fegursta, sem lífið hefur að bjóða. Það er tilgangslaust fyrir vei’kalýðsfélögin að ætla sér að hefja fræðslustarfsemi undir- búningslaust, og sá undirbún- ingur verður fyrst og fremst að kanna hug verkamanna sjálfra 1 þessum málum, glæða vilj * þeirra og þrá eftir aukinni menntun. Eg vil minna á þau áígildu sannindi, að það er aldrei of seint að byrja að afla sér fræðslu og skilnings á því sem raunverulega er einhvers virði. Það er ekkert hlægilegí þó sextugur verkamaður bvrji þá að afla sér þeirrar þekking- ar sem hann þráir, þó hann byrji þá að læra að lesa sér til varanlegrar ánægju. J. Agnars. Aðalfundur Samvinnu- félagsins Hreyfill Hreyfill mun stofna bifreiða- viðgerðarverkstæði og verzlun. Aðalfundur Samvinnufélags- ins „Hreyfill“ var haldinn 14. marz þ. á. Formaður félagsins Bergsteinn Guðjónsson skýrð. frá starfsemi félagsins og gat þess m. a. að á s. 1. ári hefði bifreiðum á bifreiðastöð félags- ins fjölgað um nálega helming og eru bifreiðarnar nú 120, en voru í íyrstu aðeins 65. Félag- ið rekur einnig verzlun með benzín og smurningsolíur og hefur sú starfræksla orðið fé- Framli. á 8. síðu. Við erum margir sjómennirv ir, sem þökkum Hákoni Jónas- syni skrif hans um öryggismál- in, þökkum honum fyrir að gerast baráttumaður fyrir hönc stéttar sem hefur verið bæld og kúguð með valdaaðstöðu nokkurra manna, sem átt hafa atvinnutækm. Ef við næðum saman og bregðum upp myndum af stað reyndum, þá eru dæmin mörg og sagnirnar ótrúlegar fyrir þá sem ekki eru kunnugir þeim að ferðum sem' beitt hefur verið. Að vísu hafa margir haldið að hin mikla minnimáttarkennd hefði rénað nú um stríðstímann, breytt hugsunaibætti manna að verulegu leyti, svo þeir lægju ekki hundflatir fyrir sín- um atvinnuyfirboðurum, að náðin að vera í skipsrúmi gerði menn ekki að „barbörum“ sinn- ar tíðar. En þörfin er miki! fyrir hið daglega brauð svo að menn gleyma stundum sínum félagslegu skyldum. Það væri efni í doktorsritgerð ef safnað væri saman öllum þeim sögum sem myndazt hafa við að halda mönnum hræddum við að missa atvinnuna, ef þeir sýndu rétt- an stéttarskilning, kæmu fram sem menn gæddir félagslegum þroska. Mönnum hefur verið ógnað ef þeir lásu vissar bæk- ur og blöð, ef þeir tilheyrðu ekki þeim flokkum sem þjón- uðu atvinnurekendavaldinu. jafnvel af þeir töluðu í sínu stéttarfélagi um eðlilegar rétt- arbætur. Alla hugsun manna um málefni almennt hefur ver ið reynt að skerða með vald- boði þess og þeirra sem ráða yfir atvinnutækjunum. Það hefur verið gengið un. boi'ð í skipin til að fá menn til að sigla á skipum sem ekki hafa verið talin sjófær, til þess að hafa öll plögg í lagi ef eitt- hvað kæmi fyrir. Sem betur fer hafa mai'gir sjómenn mót- mælt slíkum aðferðum, talið sér misboðið. Það sagði mér einu sinni sjómaður sem var í Hollandi fyrir stríð, að þangað hefði kopiið skip frá Island' sem hefði vakið blaðaumtal, það var gat á skipinu og skip- stjórinn vildi fá að sigla því yfir til Englands til viðgerðax, því í þessu ásigkomulagi kom það hlaðið frá íslandi. En hon- um var bannað að hreyfa skip- ið milli hafna nema viðgerð færi fram á því þegar. En hér er leyft að skip sem verða fyr- ir áföllum fái að fara til Eng- land án þess að vera tekin í slipp til skoðunar og þess munu vera dæmi að skipshöfn sem hefur farið fram á að skip væri skoðað fullkomlega, tekið í slipp og dittað að því laus lega, hefur orðið að víkja eft- ir nokkra mánuði, ekki þótt nógu auðsveip, að minnsta kosti benda sterkar líkur til þess. Eða hin tíðu mannaskipti á sumum skipum fyrir stríð. hvaða þöglar sagnir hafa verið þar að verki? Væri ekki hægt að kryf ja það til mergjar. En hún er orðin í fjarlægð sagan um mótorbátinn sem vav stigið niður úr dekkinu á eftir að hann fékk skoðunarvottorð en þó mun vera hægt að ná í sannar heimiltir. Það er hollr, fyrir okkur almennt að rifia upp ýmsar sagnir og sanna við- burði, með því erum við að færast nær því marki að fá að ráða einhverju um öryggismál in sjálfir, eða eigum við að láta það tíðkast lengur að hægt sé að kasta mönnum í land sem hafa frjálsmannlegar skoðanir, þora að bera ábyrgð á orðurr. sínufn? Er ekki rétt að fara fram á það almennt af sjómönn um að Hákon fái sitt pláss aft- ur, því annars er ekki gott að segja hver verður að víkja næst af vinnúvígvelli íslenzkra sjómanna . Þetta er stéttardómur, sem við meðlimir Sjómannafélags Reykjavíkur verðum að kveða niður allir sem einn. Sjómaður. Aðalfundur Kvenna- deildar Slysavarnafé- lagsins Aðalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands í Rvíkt var haldinn í Oddjellowhúsinu laugardaginn 19. marz og stóð yfir frá kl. 8,30 til laust eftir miðnœtti. / Reikningar deildarinnar voru lagðir fram endurskoðaðir og voru niðurstöðutölur reikning- anna sem hér segir: Tekjur samtals kr. 77.877,99. Gjöld samtals kr. 27.004,30. Skuldir engar Eignir samtals kr. 156.697,34. Eftir að reikningarnir höfðu verið bornir upp og skýrðir af gjaldkera, frú Sigríði Péturdótt- ur, voru þeir samþykktir í einu hljóði. Því næst var samþykkt að greiða til Slysavarnafélags ís- lands af tekjum ársins 1944 kr. 27.000,00 til kaupa á sjúkrabif- reið. Þessu næst fór fram kosning stjórnar. Úr stjórninni áttu að ganga: Frú Guðrún Jónasson, fr. Inga Lárusdóttir og frú Ásta Einarsdóttir og voru þær allar endurkosnar. Fyrir í stjórninni voru: Frú Sigríður Pétursdóttir, frú Ingibjörg Pétursdóttir, frú Lára Schram og frú Gróa Pét- ursdóttir. Samþykkt var aé halda áfram byggingu skipbrotsmannaskýlis á Skeiðarársandi. Mikill áhugi og samhelflni ríkti á fundinum. Næturl'eknir er i læknavarðstoi- unni í Austurbæjarskóianum, sími 5630. Næturvörður er í Ingólfsapótekí Næturakstur B. S. t., sím> . Ljósaíími ökutækja er frá kL 18.50 til kl. 6.25. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hijómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): a) Lagaflokkur eftir Bizet. b) ,,Þorpsvalan“ — vals eftir Strauss eldri. c) Marz eftir Fucik. 20.50 læstur íslendingasagna (dr Einar Ól. Sveinsson). 21.20 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.30 Frá útlöndum (Bjöm Franz- son). 21.50 Hljómplötur: Guðrún Þor- steinsdóttir og Ævar Kvaran. Frakklandssöfnunin: Fjölda marg ar fatagjafir hafa borizt, flest frá gefendum, sem ekki vilja láta naíns síns getið, auk þess hafa borizt lýs- istunna frá Lyfjabúðinni Iðunn og sápa frá h.f. Hrein. Þá hafa ennfremur þessar pen- ingagjafir borizt: Safnað af skóla- börnum í Vestmannaeyjum kr 4634.75, safnað af frú Hebe Jóhann- esson kr. 1000.00 (sr. Jóp Thoraren- 'sen, G. Jóhannesson, Schopka, Þ. Stephensen, G: J. Johnsen, Sturla Jónsson. I. Brynjólfsson. Sig. Guð- mundsson, Ásta Magnúsdóttir 100 kr. hvert. Pétur Sigurðsson, Ámi Pálsson, 50 kr. hvor) á. á. (meðl. All. Francaise) 100 kr. Frú Björns- son, Bessastöðum 200 kr. Páll Sveinsson 100 kr. Bjami Sigmunds- son 25 kr., Ámi Sigurðsson 10 kr Ónefndur 50 kr. Sigurður og Guðný 50 kr. Bent 50 kr. Sveinn Valdetnars son 10 kr. Halldóra Sveinsdóttir 10 kr. Sigv. Kaldalóns 20 kr. N. N. 20 kr. Jóh. Kr. Jóh. 11 kr. Björg Ein- arsd. 10 kr. Sesselja Jónsd. 10 kr. Jón Marteinsson 20 kr. Kjör forseta íslands Kjör forseta íslands skal frarrt fara sunnudaginn 24. júní 1945. Framboðum til forsetákjörs skal skila i hendur dómsrpÁla- ráðuneytinu ásamt samþykki for setaefnis, nægilegri tölu með- mœlenda og vottorðum kjfirkjör- stjóma um að þeir séu á kjör- skrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa með- mæli minnst 1500 kosninga- bærra manna og mest 3000, er skiptist þannig eftir landsfjórð ungum: Úr Sunnlendingaf jórðungi (V- Skaftafellss.—Borgarfjarars., að báðum meðtöldum) séu minnst 840 meðmælendur, en mest 1680. Úr Vestfirðingafj. (Mýrasýslu Skaftafellss.—Borgarfjarðars. að töldum) séu minnst 215 með- mælendur, en mest 430. Úr Norðlendingafj. (V.-Húna- vatnss.—S.-Þingeyjars., að báð- um meðtöldum) séu minnst 305 meðmælendur, en mest 610. Úr Austfirðingafj. (N.-Þingeyj arsýslu—A.-Skaftafellssýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 140 meðmælendur, en mest 280.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.