Þjóðviljinn - 27.03.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.03.1945, Blaðsíða 4
Safn beztu smásagna heimsbókmenntanna. — Þær eru hver annarri meira snilld- arverk, og hafa heillað huga rnilljóna manna um víða ver- öld. Þar er Regn, frægasta smásaga Somerset Maugham, sögur eftir Sigrid Undset, Anton Tzchechow, Guy de Maupassant, Saki o. fl. o. fl. Ef þú vilt hvíla þig frá amstri dagsins og æsandi styrjaldarfréttum, þá skaltu taka þessa margbreytilegu bók — og’hvíla þig við lestur hennar. Myndin, sem hér fylgir, er úr kvikmyndinni Regn, eftir sögu Somerset Maug- ham. .AtUyJ AnSa/, ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 27. marz 1945 þJÓÐVlLJf Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgársson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskriístofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 218i. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. „Dettifoss64 Enn einu sinni drúpir þjóð vor höfði í sorg og minnist þeirra, er hún hefur misst í þessari styrjöld. En alltaf eru það ný sár, sem eru veitt, — sár, sem seint eða aldrei gróa. Fleiri og fleiri íslenzkar fjölskyldur eiga nú um sárt að binda af völdum þessa stríðs. Það verða færri og færri íslendingar, sem ekki hafa misst einhvern vin eða frænda í þessum liild- arleik. Vér kveðjum í dag skipverjana og farþegana, sem fórust með Dettifossi: Davíð Gíslason 1. stýrimann, Jón Bogason, bryta, Jóhannes Sigurðsson, búrmann, Jón Guðmundsson bátsmann, Guðmund Eyjólfsson, háseta, Hlöðver Ásbjömsson, háseta, Ragnar G. Ágústsson, háseta, Jón Bjamason, liáseta, Gísla Andrésson, háseta, Stefán Hinriksson, kyndara, Helga Laxdal, kyndara, Ragnar Jakobsson, kyndara, Vilborgu Stefánsdóttur, hjúkmnarkonu, Berthu Zoega, frú, Guðrúnu Jónsdóttur, skrifstofustúlku. Konur og börn kveðja hinzta sinni eiginmenn og feður, — foreldr- ar sjá á bak börnum sínum, jafnvel því einasta, sem þau áttu og lifðu fyrir, — ástvinir harma ástvini, er svo voveiflega hurfu í djúpið. Þjóðin syrgir ágæta syni og dætur, sem bætast í þann stóra hóp, er hún þegar hefur misst í vota gröf. Það stendur ekki í mannlegu váldi að bæta þann missi eða sefa þá sorg, sem vítisvélarnar hafa valdið. En djúp samúð þjóðarinnar, lotning hennar og þakkir til allra þeirra, — er féllu á verðinum fyrir hana, þegar Dettifoss hneig í hafið, — megnar þó ef til vill að mýkja harminn. Ár eftir ár hafa sjómenn vorir siglt um hættusvæði hafsins'. í hvert skipti, sem þeir hafa komið heim, höfum vér þótzt hafa heimt þá úi helju. En áfram hafa þeir haldið. Engar hættur megnuðu að hindra þá í að vinna skylduverkin fyrir þjóðina. Og nú hafa enn margir þeirra látið lífið, ásamt samferðafólki, — fallið við sín skyldustörf í þjóðar þágu. En minning þeirra allra mun lifa, kvenna sem karla, ungra sem roskinna. í hjarta þjcðar vorrar geymast eigi aðeins nöfnin Dettifoss Goðafoss, Reykjaborg og öll önnur, scm hafa hvert sína harmasögu að segja. í hjarta þjóðar vorrar eru og skráð óafmáanlega nöfn fjögurra hundrað sona og*dætra, sem vér höfum misst i þessu striði. Það stendur ekki í voru valdi að gera ógerð þau ódæðisverk, sem framin hafa verið gegn íslenzkum sæfarendum í þessu stríði. En það stendur í voru valdi að Iáta minningu þeirra lifa, — að láta minninguna um fórn þeirra, dýrustu fórnina, sem færð verður, verða þjóð vorri hvöt til þess að leggja allt það fram, sem hún, þrátt fyrir smæð sína, megnar, til þess að tryggja það að skelfingar stríðsins dynji ekki yfir þjóðirnar framar, — til þess að tryggja að vítisvélar mannanna bætist ekki framar við þær hættur hafsins, sem þjóð vor fær meir en nóg á að kenna, þótt ekki auki tundurdufl og tundurskeyti þar á. Leíhfélag Rcybjavíkur: Þriðjudagur 27. marz 1945 — ÞJÓÐVILJINN Kaupmaðurinn í Feneyjum Leikfélag lleykjavíkur hefur með sýningu „Kaupmannsins í Feneyjum“, eins af hinum sígildu leikritum heimsbókmenntanna, ráð izt í eitt af erfiðustu verkefnum sínum og tekizt að leysa það með ágætum. Lárus Pálsson á þakkir skilið fyrir það áræði, er hann þar með hefur sýnt, og fyrir ágæta leik- stjórn. Leiksviðsútbúnaðurinn er ein- faldur, sniðinn eftir því, sem tíðk- aðist á dögum Shakespeare — og tekst með því að komast ágætlega út úr þeim vanda, sem hið litla leiksvið og tíðu leiksviðsskipti ella hefðu valdið. Mun það form, sem þarna er haft á leiksviðinu', verða hið vinsælasta — og ein afleiðing þess, er sá mikli hraði, sem nieð því verður í öllum leiknum. 'k „Kaupmaðurinn í Feneyjum“ hefur stundum verið umdeilt leik- rit, hvað afstöðuna til Gyðinganna snertir, sökum persónu Shylocks þar í, en Shylock hefur sem kunn- ugt er orðið, síðan leikrit þetta var samið, persónugervingur okrar- ans í heimsbókmenntunum., jafnt kristinna sem hejðinna. Sumir Gyðingahatarar hafa reynt að not- færa sér þetta leikrit Shakespeares fyrir sína bábilju, en því fer fjarri að hægt sé að skilja leikritið á þann veg. Til þess er skýrgreining Shakespeares á kúguninni og allri þeirri meðferð, er Gyðingarnir sæta, allt of áberandi og vörn sú fyrir Gyðingana, sem .Shylock er lögð í munn („Hefur Gyðingurinn ekki augu o. s. frv.) of heit. Shy- lock er persónugerving okrarans, — ekki Gyðingsins, frekar en t. d. Jesús frá Nasaret. Og það er ánægjulegt að hægt skuli vera að sýna hér á landi „Kaupmanninn í Feneyjum“ án þess nokkrum manni détti í hug að ætla að revna að nota það leik- j rit til Gyðingahaturs eða þvílíks ófétis. Sannléikurinn er, að einmitt vegna hinna ægilegu Gvðingaof- sókna nazistanna, þá er samúðin með Gyðingunum svo mikil, að hjá þorra áhorfenda mun einmitt saniúðin með Gyðingnum draga úr fordæmingunni á okraranum, sem Shakespeare ætlar sér að framkalla í þessú leikriti. Og það vantar þó engan veginn. Eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Þýðandi: Sigurður Grímsson. Gcstur Pálsson sem Bassanio o<j Valur Gíslason sem Antonio, kaup- maðurinn •?' Feneyjum. að sá. sem leikur Shylock. dragi nokkuð úr þessum tilgangi höfund- ar. Haraldur Bjömsson hefur líklega í Shylock fengið það hlutverk, sem hann leikur bezt á sinni ævi. Hann nær ágæta vel að túlka vægðar- leysi og grimmd þessa okurkarls, sem þjóðfélagið bannaði alla at- vinnu nema okrið. og honum bregzt Iieldur ekki að túlka vörn hans gegn meðférðinni á sér og sinni þjóð. Valur Gtslason leikur Antonio, kaupmar.ninn í Feneyjum, og Gestur Pálsspn Rassanio vin lians. Fara þeir báðir vel með hlutverk sín. Alda Móller leikur Portiu, eitt af helztu kvenhlutverkum Shake- spearesleikritanna og' fer alveg á- gætlega með það, svo vandasamt sem það hlutverk er. Lárus Pálsson leikur Lancclot Gobbo, þjón Shylocks, — trúðinn. sem aldrei má vanta í leikritum Shakespeares, — og leikur hann af list. Sjaldan mun hlutverkum hafa verið betur skipt og kraftar Jeik- ara vorra eins vel notaðir og ein- mitt í þessum hlutverkum í „Kaupmanninum í Feneyjum“. Sýnir sig þar sem oftar, hvað þeir geta, ef til fulls er.á þá reynt. Ævar Kvaran leikur Lorenzo, og Ólajía Hallgrímsson Jessicu, dótt- ur Shylocks, og tekst þeim vel. Nýir kraftar koma fram í hlut- verkum Solanios, Salarinos og Gratianos, — þeir Gunnar Eyjólfs- son, Robert Arnfinnsson og Bald- vin Halldórsson og leysa þeir þau vel af hendi, ekki sízt liinn síðast- nefndi. Brynjóljur Jóhannesson leikur furstann af Marokko og Jón Aðils furstann af Aragoníu, — lítil hlut- verk, sem þessir vönu leikarar auð- vitað ráða vel við. Valdimar Ilclgason leikur Tubal, Gyðing, og Lárus Ingóljsson Gaibbo eldra og er það mcð beztu smáhlutverkum Lárusar. Inga Laxness leikur Nerissu, þernu Portiu, og auk þess eru mörg smærri hlutverk. Þar að auki sýnir Sif Þórz nokkra fallega dansa, sem takast vel. En aðalatriðið er ekki leikurinn hjá þeim, sem þarna hafa smærri Útför ODDRÚNAR BERGSTEINSDÓTTUR fyrrverandi ljósmóður fer fram miðvikudaginn 28. þ. m. og hefst með bæn á heimili minu Njálsgötu 84 kL 5 e. h. og verður svo farið í Fríkrikjuna. Því næst verður líkið flutt til skips og út til brennzlu. Eru því blóm og kransar vinsamlegast afbeðin. F. h. vandamanna. Jón Ámason. Lárus Pálsson sern Gobho, Ævar Kvaray sem Lorenzo og Ólajía Hallgrímsson sem Jassica. hlutverk á hendi, — aðalatriðið er heildarblærinn á þessu leikriti — og hann er góður. Framburður leikaranna á text- anum er yfirleitt skýr. Perlurnar hjá Shakespeare njóta sín vel hjá þeim í ágætri þýðingu Sigurðar Grímssonar. — Það er bókmennta- gagnrýnandans að dæma þá þýð- ingu, þegar hún kæmi út á prenti, cn eftir því sem heyra mátti þá- hefur þessi þýðing tekizt mjög vel — og er þó ekki heigíum hcnt. ..Kaupmaðurinn í Ferieyjum“ er langvoigajnesta leirit þessa leikárs, — í rauninni eina veigamikla leik- Frh. á 8. síðu. Ilaraldur Björnsson í hlutverlci Shylocks jyrir dóminn. Nýkomið: UNDIRFATAEFNI Verzlun H. Toft Skólavörðust. 5. Sími 1035. Skrifstofur vorar og vöruafgreiðslur verða lokaðar allan daginn í dag. Vegna minningarathafnar verða skrifstofur vorar lokaðar frá há- degi í dag. AJmennar tryggingar h. f. Hf. Eimskipafélag íslands Vegna minningarathafnar um þá, sem fórust með Dettifossi, verða skrifstofur vorar lokaðar allan daginn í dag. Sjóvátiyggingðfélðg (slands h.f. Lokað í dag frá kl. 12—4 vegna minningarathafn- arinnar. Vegna minningarat- hatnarlnnar þriðjudaginn 27. marz, verða sölubúðir undirrit- aðra lokaðar þann dag kl- 12—4 e. h. Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna Félag íslenzkra stórkaupmanna Félag kjötverzlana Félag matvörukaupmanna Félag vefnaðarvörukaupmanna Kaupmannafélag Hafnarfjarðar. Sundhöll Reykjðvíkur ■ verður lokuð eftir hádegi á skírdag, föstudaginn langa og ’ páskadagana báða. Aðra daga páskavikunnar vprður ; Sundhöllin opin fyrir almenning nema á tímum setuliðsins. | & Vegna minningarathafnar um þá, sem fórust með e. s. Dettifossi, loka bankarnir og neðan- greindur sparisjóður á hádegi í dag. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKÍ ÍSLANDS H. F. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Vegna minningarathafnar og jarðarfarar verða skrifstofur bæj- arins og bæjarstofnana lokaðar í dag frá hádegi til kl. 4 e. h. Borgarstjómm Vegna minningarathafnar um þá, sem fórust með Dettifossi, verður skrifstofum og verkstæðum vorum lokað frá hádegi í dag. Landssmiðian

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.