Þjóðviljinn - 29.03.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.03.1945, Blaðsíða 8
 BANDARÍKJAHERMENN á Komodienstrasse i Köln, sem þeir tóku 6. marz s.l. Stjðrnarskipti í stðdentarðði Afturhaldið í Háskólanum skríður samao aí ótta við nýjar stútentaráðskosningar I»au tíðindi gerðust á stúdentaráðsfundi í Háskólanum s. 1. þriðjudag, að Jón Emilsson bar fram vantraust á stjóm ráðsins, og var það samþykkt með 5 atkv. gegn 3. Vökumenn greiddu tillögunni atkvæði ásamt Jóni, en Fram- sóknarmaðurinn Jóhannes Elíasson sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. Vantraustinu fylgdi löng greinargerð, þar sem Jón telur það höfuðástæðuna fyrir fran - komu vantraustsins, að forustu- menn róttækra hefðu gert grín að sér á almennum stúdenta- fundi, sem haldinn va s. 1. laug ardag. Á þessum fundi, sem var mjög fjölmennur, var Jón 1 al- gerðum minnihluta, og var til • laga frá honum þess efnis að híta þá menn, er stóðu að stofnun og starfrækslu skemmti fél. ,.Árvaks“, kolfelld. Vökumenn mótmæltu grein- argerð Jóns fyrir vantrauststil- lögunni, og lýstu því yfir, að ástæðan fyrir því, að þeir sam- þykktu yantraustið. væri það eina, að þeir væru á móti „kommúnistum“. Ekki var Framsóknarmannin- uim Jóhannesi Elíassyni skota- skuld úr því að mynda stjórn með íhaldinu, jafnskjótt og hann var búinn að svíkja sam- vinnu þá við Fél. róttækr? sem hann undirritaði á síðast- liðnu hausti, og var hann annar maður á lista þeim sem fulltrú- ar „Vöku“ báru fram til stjóm arkosninga í ráðinu. Jafnvel íhaldið vildi. ekki nýta Jón Emilsson. Hann er bví algerlega utanveltu í stúdenta- ráði, og er svo komið, að eng- inn stúdent vill láta bendla siCT við þann mann, svo mjög er hann fyrirlitinn í Háskólanum, vegna níðgreina þeirra. sem hann birti í Alþýðublaðinu um skólafélaga sína. Fulltrúar fél. róttækra stud enta báru á fundinum fram til ■ lögu um að láta fara fram ný- ar stúdentaráðskosningar, en fulltrúum hinna félaganna þótti vænlegra .að fara ekki út í kosn ingar af ótta við fylgishrun og var tillagan felld með 5 atkv. gegn 3. Eftir þessa síðustu atburði er þau augljóst, að afturhaldið ' Háskólanum er komjð í eina flatsæng, en róttækir munu beita sér af alefli fyrir því, < ð ráða niðurlögum þess, og verð- ur þeirri baráttu ekk: lokið, fyrr en þeir hafa unnið þar fullnaðarsigur. Samúðarkveðjur vegna „Dettifoss64- slyssins Auk þeirra samúðarkveðja, sem áður hafa borizt vegna „Dettifoss“- slyssins, hafa eftirtaldir menn og stiofnanir sent Eimskipafélaginu og framkvæmdastjóra þess, samúðar- kveðjur í bréfi eða símskeyti: R. Cairns & Co., Leith, Halldór Kjartansson stórkaupm., Hannes Kjartansson stórkaupm., Garðar Gíslason stórkaupm., Óttarr Möll- er, allir staddir í New York. Stjórn Ekknasjóðs Reykjavíkur, Félag íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda, Erlendur Pétursson f. h. Sameinaða gufuskipafélagsins, Eld- ing Trading Company, Landssam- band íslenzkra útvegsmanna, Sig- urður Ólafsson rákarameistari, Hvannbergsbræður, Sláturfélag Suðurlands, Slysavarnafélag ís- lands, Viðskiptaráð, Kristján Bergsson framkvæmdastj., Hrím- faxi h.f., Sviði h.f., Commander A. W. Watchlin og Commander W. C. Dolmage, sem báðir störfuðu Minningarathöfn í New York Minningarathöfn vegna „Detti“ foss“-slyssins var haldin á vegum Eimskipafélagsins í Lúthersku kirkju Heilagrar þrenningar í New York, föstudaginn 23. þ. m. kl. 6 e. h. Pétur; Sigurgeirsson cand. theol. flutti aðalræðuna í kirkj- unni, en auk þess töluðu þeir Thor Thors sendiherra og Jón Guð- brandsson fulltrúi Eimskipafélags- ins. Steingrímur Arason flutti minningarljóð er hann hafði ort af þessu tilefni. Frú JMaría Markan Östlund og Gunnar Pálssón sungu einsöng. Að öðru leyti annaðist sönginn 15 manna íslenzkur kór. Viðstaddir voru því nær allir Is- lendingar í New York og nágrenni, alls um 300 manns. Aðalfundur F. í. L. Félag íslenzkra leikara hélt að- alfund sinn s.l. laugardag. Stjórn félagsins var öll endurkosin, en liana skipa: Þorsteinn Ö. Stephen- sen formaður, Arndís Björnsdóttir gjaldkeri og Jón Aðils ritari. A- samt stjórninni voru þeir Lárus Pálsson og Valur Gíslason kjörnir fulltrúar á þing Bandalags ís- lenzkra listamanna. Á þessum fundi var gengið frá skipulagsskrá fyrir utanfararsjóð leikara, en hann var stofnaður ár- ið 1942 með fé því, sem félaginu var úthlutað á fjárlögum það ár. Sjóður þessi er ætlaður til að styrkja leikara, sem fara utan til leiknáms. Dóra Haraldsdóttir gaf sjóðnum fé það, er henni var út- hlutað á þessu ári. Austurvígstöðvarnar Framhald af 1. síðu. Austurríkis. Sarvar er 50 km sunn ar. Samtals tók rauði herinn um 150 bæi og þorp í Ungverjalandi. 190 skriðdrekar voru eyðilagðir fyrir Þjóðverjum á austurvíg- stöðvunum. hér áður, en eru nú staddir á Ítalíu, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Skipstjórafélag tslands, Ólafur Gíslason & Co. h.f., Sænsk-íslenzka frystihúsið li.f. Ijll „rltiðlDoðatélao" slolaað Þjóðviljanum barst seint í gær skýrsla um stofnun nýt rit liöfundafélags, sem nefnist „Félags íslenzkra rithöfunda“. Stofn- endur félagsins eru þeir rithöfundar sem sögðu sig úr .Rithöfunda- félagi fslands á aðalfundi þess nú fyrir skömmu, ásamt nokkrum öðrum. Fer skýrslan hér á eftir: „Hinn 22. marz 1945 var til fulls í gengið frá stofnun Félags íslenzkra rithöfunda, og voru stofnendur 18. Samiþykkt voru á fundinum lög félagsins og kosin stjórn þess og endurskoðendur reikninga. Stjórn- ina skipa: Formaður Guðmundur Gíslason Ilagalín, ritari Sigurður Helgason, gjaldkeri Jakob Thorar- ensen og meðstjórnendur Krist- mann Guðmundsson og Gunnar M. Magnúss. Endurskoðendur eru Elinborg Lárusdóttir og Kjartan Gíslason. Samþykkt var að birta eftirfar- andi tilkynningu í blöðum, sem út eru gefin í Reykjavík, á Akureyri og ísafirði: Þeir stofnendur Félags íslenzki-a rithöfunda, sem sögðu sig úr Rit- höfundafélagi íslands á aðalfundi þess hinn 18. marz s.l., vilja láta þess getið, sem hér greinir: Undanfarið hafa risið allmiklar deilur í Rithöfundafélagi íslands. Deilt hefur verið um starfshætti, afstöðu einstakra manna og út- hlutun rithöfundastyrkja, — rétt og sjónarmið. í deilum þessum hefur gengið á ýmsu og margt verið með þeirn hætti, að það hefur ekki aðeins verið okkur pgeðfellt, heldur einn- ig svo mengað einsýni og hlut- drægni, að við höfum talið okkur skylt að rísa til andstöðu, þar eð vjð teljum ekki íslenzkum rithöf- undum annað sæma í félagsmálum sínum en óhlutdræga og frjálslega starfsemi, án tillits til stjórnmála- afstöðu eða stefnu í bókmenntum. Fyrir síðasta aðalfund Rithöf- undafélags íslands bárust því all- margar (11) umsóknir um félags- réttindi. • Flestar þessar umsóknir voru frá mönnum, sem hafa mjög vafasaman rétt til að gerast félagar og leggja alls ekki stund á þau ritstörf, sem ætlast er til að laun- uð séu af frjárveitingu Alþingis til skálda og rithöfunda. Hins vegar mundu þessir nýliðar hafa hlotið úrslitávald um val á mönnum í útlhlutunarnefnd félagsins, en með- an það hefur veg og vanda af lit- hlutun rithöfundastyrkja, er eðli- legast, að þeir menn, sem styrk- hæfir gætu talizt, ráði sem mestu um val nefndarinnar. Þá var það augljóst mál, að flestum þeirra, sem báðust félags- réttinda, mundi vera ætlað að tryggja sigur þeiiTar stefnu í starfs- háttum félagsins, sem við teljum lítt samboðna íslenzkum rithöf- undum. Smölun nýliðanna og einhliða kosning í félagsstjórn, sýndi það glögglega, að þcir, sem höfðu vald- ið mestum erfiðleikum á starfsemi félagsins, héldu enn uppteknum hætti, og töldurn við nú með öllu vonlaust, að stefna og starfshættir rnættu breytast þannig, að við gæt- um við unað. Okkur virtist því, að sá einn kostur væri fyrir hendi að stofna nýtt félag, þar sem við gætum ó- háðir unnið að nauðsynjamálum íslenzkra rithöfunda á þann hátt, sem okkur þykir sæmandi þeim mönnum, sem eiga aðstöðu sína til starfa og árangurs fyrst og fremst undir því, að fullt frelsi sé ríkjandi um starfsað.ferðir, viðhorf og við- fangsefni. Stjórn F. 1. R.“. Er blaðið átti tal við formann Rithöfundafélags íslands, Halldór Stefánsson, í gærkvöld, varðandi greinargerð þessa, sagði hann að vænta mætti svars frá Rithöíunda- félaginu þegar við fyrsta tækifæri, og væri ekki annað um þetta að segja að sinni. En þar sem blöð koma ekki lit fyrr en eftir páská þvkir Þjóðvilj- anunji rétt að víkja nokkrum orð- um að þessari greinargerð. í raun og veru má segja, að ekkert það komi fram í þessari greinargerð, sem réttlæti úrsögn hinna 12 rithöfunda úr Rithöf- undafélaginu. Meginástæðan, sem fram er færð, er sú, að 11 umsóknir um félags- réttindi hafi borizt félaginu fyrir síðasta aðalfund og mikil hætta hafi verið á því, að þeir 11 menn, sem sóttu um inntöku í félagið, fengju „úrslitavald“ í úthlutun á rithöfundastyrk. En frá því er ekki skýrt, að umsóknum allra þessara manna var vísað frá í einu hljóði; né hinu, að þeim 12 mönnum, sem sögðu sig úr félaginu, var innan handar að koma í veg fyrir sam- þykkt umsóknanna jafnvel þó aðrir fundarmenn hefðu verið því fylgjandi, þar eð % atkvæða þurfti til samþykktarinnar. En samt sögðu þeir sig úr félaginu, eftir að þessum umsóknum, sem þeri voru á móti og töldu hættu- legar, hafði verið vísað frá í einu hljóði! Blaðið sér ekki ástæðu til að ræða þessa „greinargerð“ frekar, þar eð mótsagnir liennar ættu að vera hverjum manni augljósar. Aðalfundur F. í. T. S.l. sunnudag hélt Félag ís- lenzkra tónlistarmanna aðalfund sinn. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Árni Kristj- ánsson formaður, Hallgrimur Ilelgason ritari og Björn Ólafsson gjaldkeri. Ásamt stjórninni voru þeir Páll ísólfsson og Guðmundur Matthíasson kosnir á þing Banda- lags íslenzkra listamanna. I rit- nefnd að blaði félagsins „Tónlist- inni“ voru kosnir: Hallgrímur Helgason, sem er ritstjóri blaðsins, Páll ísólfsson, Guðmundur Matt- híasson og Árni Kristjánsson. Á fundinum gaf Páll ísólfsson félaginu styrk þann er honum var úthlutað af úthlutunarnefnd fé- lagsins, en stýrkurinn nam 1800 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.