Þjóðviljinn - 22.04.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. apríl 1945 Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmunisson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218þ. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. L'ti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. , fslenzku einangrunarmennirnir og San Fransisco-ráðstefnan Það er nú orðið útséð um að ísland fái fulltrúa á San Fransisco-ráðstefnuna. Ríkisstjórnin mun væntanlega mjög bráðlega birta skýrslu um afstöðu flokkanna í þessu máli og samþykktir Alþingis. En eitt er þegar ljóst: Einangrunarmenn • irnir, íslenzka afturhaldið, hefur fengið sitt fram í bili: að hindra samstarf íslands við sameinuðu þjóðirnar um eftirstríðs- öryggið. Hve langvarandi sigur þeirra verður er annað mál — og hvort þeim tekst að valda þjóðinni því tjóni, sem þeir ætla sér, til langframa, er líka efasamt. Hvað vilja einangrunarsinnarnir? Þeir vilja hindra að svo miklu leyti sem þeir geta og þoru samstarf íslands við hinar sameinuðu þjóðir, einkum að því leyti sem í slíku samstarfi felst alger fordæming á fasisman- um og aðgerðir gegn honum. Hvað gengur einangrunarsinnunum til? Einangrunarsinnarnir: íslenzka afturhaldið: Framsókn, Vís isliðið og Alþýðublaðsklíkan, — vilja vinna tvennt í senn með afstöðu sinni í utanríkispólitík: I fyrsta lagi: Þeir vilja einangra ísland, svo það missi af öllum þeim miklu yiðskiptalegu möguleikum, sem það nú hefur, og þannig vonast þeir eftir að eyðilagður verði grundvöl.lur ný • sköpunar atvinnuhfsins. í öðru lagi vonast þessir afturhaldsseggir, sem allir eru ofstækisfullir hatursmenn Sovétríkjanna, eftir sundrungu meðal hinna sameinuðu þjóða og brenna í skinninu eftir að bjóða að stoð sína í stríði, sem þeirra sjúki heili vonast nú eftir að verði milli Ameríku og Evrópu. Hvað er hinsvegar í húfi fyrir íslenzku þjóðina, ef ekki tekst gott samstarf yið hinar sameinuðu þjóðir? Hvað er það fyrst og fremst, sem vér þurfum að semja um við þær? Vér íslendingar þurfum að fá samkomulag við þjóðimar á meginlandi Evrópu um að fá að framleiða handa þeim allan þann fisk og alla þá síld, sem vér getum framleitt. Aðeins á grundvelli slíks varanlegs samkomulags getur atvinnulíf vort blómgazt svo sem oss nú dreymir um og farsæld og almenn vel- megnn ríkt með þjóð vorri. Vér íslendingar þurfum að fá samninga við Bretland og Bandaríkin um að framleiða handa oss togara, flutningaskip og hverskonar vélar og frámleiðslutæki. Það er annað skilyrði öruggrar efnahagslegrar afkomu vorrar. Vér íslendingar þurfum að fá viðurkennda stórfellda stækk- un á landhelgi vorri, — fá viðurkenndan rétt vom til þess fram- ar öðmm þjóðum að hagnýta hin ríku fiskimið sjávar vors. Vér vitum hve andstæðir Englendingar eru stækkun landhelg- innar. Af stórveldunum em það Sovétríkin og Bandaríkin, sem gætu hjálpað oss til að ná þessum rétti, ef vér höfum vit á að hafa við þau vinsamlega sambúð. — En framtíð fiskveiðanna við ÍSland byggist algerlega á þessu máli. Það er því eitt höf- uðskilyrðið fyrir framtíð vorri. I Hækkoa fiskverdsins íauprnar á Vísisritsfiórunu Víslr er enn sárreidnr yfír þvi ad braskarar fengu ekkí ad greeda á fiskflulníngunum 6rfmur Kt. Andrésson Fleira skal ekki talið að sinni. Þetta nægir til þess að minna á hye mikið vér eigum undir vinsamlegri samvinnu við hinar sameinuðu þjóðir, undir því að vinna traust þeirra með framkomu vorri, eins og vér vissulega teljum oss verðskulda það sakir þeirra fóma, sem íslendingar hafa fært í þessu stríði. Íslenzka afturfialdið hefur undanfama mánuði gengið ber- serksgang til þess að spilla fyrir íslandi út á við. Því hefur viandasama verkefni að sjá um hag , , , .. ^ , nýtingu þessa skipastóis. Störf orðið nokkuð agengt i svipmn i landraðastarfi smu. Það, er ‘ tími til kominn að þjóðin fari að þurrka þetta afturhald af sér. Það hefur nú þegar unnið henni nóg tjón, þó það fái ekki tækifæri til að vinna meira. Það hefur ekki leynt sér, að fregnirnar um 2,6 milljónir króna í fiskverðshækkun til framleið- enda, sem blöðin skýrðu frá nú á dögunuim, — hafa komið eins og ísköld vatnsdemba yfir Vísis- og Tíma-dótið, sem í vetur birti hverjia greinina anmarri vitlausari um fiskverðslækkun og Iirun sjáv- arútvegsins. Tíminn reynir að blóra í bakkann og miklast af því að hækkunin nemi ekki 15%, heldur muni hún verða nokkru minni og reynir svo að öðru leyti að þakka sér það sem áunnizt hefir. Vísir aftur á móti sér. ekki önnur ráð, en að ljúga upp furðu fréttum, um yfirvofandi milljóna- tap sem sé í vændum, af fiskflutn- ingum þeim sem Fiskimálanefnd nú annasit fyrir ríkið. Þeir sem til þekkja ge<ta brosað að þessum tiLburðum veslings hrunspámanna frá í vetur, sem nú standa eins og glópar og berja sínu heimska höfði við steininn og neita staðreyndum. Það er staðreynd hvort sem Vísir og Tímianum líkar það betur eða verr * að á fyrstu þremur mánuðum ver tíðarinnar hefir fiskverðið til fiski- mannanna hækkað um 2,6 milljón ir króna frá því i fyrra, að tryggður hefir verið nægur skipakostur til þess að flytja út allan þann afla, sem út þarf að flytja, svo þess vegna geti fiski- rnenn fengið fullt verð fyrir hann, að braskarar voiiu sviptir mögu- leik'Um til að græða á fiskfl'utningi, en úbBlutningurinn rekinn með hag framleiðienda fyrir augum. FISKÚTFLUTNINGUR FISKI- MÁLANEFNDAR OG ÓSANN- INDI VÍSIS UM HANN í byrjun yfirstandandi vetrar- vertíðar, þegar svo leit út fvrir að algjörð vandræði æthiðu að verða. með skipakost til fiskfhitninga, þar sem Bretar að mestu leyti fcipptu að sér hendinni og sögðust lekki geta ljáð okkur skip, — þá brást núverandi ríkisstjórn við og leigði 61 færeyskt skip og tvö skip Eimskipafélagsins til þessara flutn inga. Þegar þetta gerðist höfðu Vísir O'g Tíminn haft frammi mikinn háviaSa um skipaskort og birtu ósannar fréttir um að fiskur væri að eyðileggjast í höndum útvegs- rnanna. Sá skipakostur, sem ríkisstjórn- in trvggði ti'l flutninganna var sá eini, sem um var að ræða og þó að hann væri ekki svo góður, sem æ&kilegt hafði verið, var ekki um annað að ræða. Fiskim'álanefnd var fengið það þessi voru gífurleiga mikil og erf- ið,. en þau varð að vinna. Af þess- um rúmum 60 fgpreyskum skipum, Iffamleigði Fiskimálanefnd 25 skip til útvegsmanna og hefir rekstur þeirra gengið ágætlega til þessa. Fullvi'st er, að þeir útvegsmenn, sem leigt hafa skipin, hafa ekki aðeins tryggt sér greiða afskipun aflans, heldur hafa þeir einnig fengið hærra verð en áður. Aðeins ein ferð þessara 25 fram leigðu skipa hefir mistekizt, af algjörlega óviðráðanlegum ástæð- um. Það skip var lei.gt útvegsmönn um við Breiðafjörð og tvímæla- laust eitt með skástu færeysku skipunum sem leigð eru. En vegna þrálátrar ótíðar og síðan margra daga ofveðurs á hafi, varð skipið að hætta við að fara með farrn- inn út, en liann var síðan allur seldur hér í Reykjavík. Nokkuð tjón hefir auðvitað orðið af óhappi þessu en þó ekki verulegt. Það er mi'sskilmingur hjá Vísi að gleðja sig yfir þessu óhappi' sem tjóni, sem ske.lli á Fiskimálanefnd. Skip- ið var ekki á vegurn nefndarinnar eins og hér hefir vea-ið skýrt frá. ÖU jœreyslc skipin, sem Fiski- málanejnd rekur og það sagna má segja um öll skip samlaganna, að undanteknu þessu eina sem jrá var sagt, — haja selt alla jarma sína á hámarksverði í Englandi. Það sama er að segja um alla aðra fiskfarma, sem út liafa far- ið á vegium Fiskimálanefndar, þeir bafa allir selzt á hámarks- verði, utan aðeins síðari farm- ur Lagarfoss, sem nokkur grein ■skal gerð fyrir, fyrst Vísir gefur tilefni til þess. Frásögn Vísis um síðusbu sölu- ferð Lagarfoss er vægast sagt mjög rörtg, og sögð í þeim tilgangi einu.m að spilla fyrir því, að lteið- rétting fáist á þessu máli, sem ráðstafanir hafa verið gerðar til og réttmætar emi. Lagarfoss tók um- ræddan fiskfaa'm í Keflavík og Reykjavík og stóð hleðsla skips- ins yfir í 6 daga. 80% af afla skips ins var 12-14 daga gamall á sölu- degi í Englandi en ekkert af farm inum var eldra en 18 daga. Lög- gildir matsmenn sáiu hér um hleðslu skipsins og gættu þess svo sem reglur standa til að aðeins igóður fiskur færi í skipið. Þær fréttiir, að venulegur hluti af farmi skipsins hafi verið dæmdur ósölu- hæfur í EngLandi þó að allt það af farminium sem söluleyfi fékkst fyr ir hafi solzt á hámarki, þóttu því auðvitað undraverðar. Allir sem þekkja til fiskflutn- inga vita að 12-14 daga gamall fi'skur er óskemmd vara og yngri fiski er rkki hægt að koma á mark að með skipum sem sigla í convoy. Þær ferðir sem Lagarfoss og önnur samskonar skip hafa farið með fi©k, hafa þau flutt eldri fisk og þó allt selzt á hámarki. Það var því augljúst mál að hór var ekki allt með felldu. FLskimálanofnd ritaði Samning- nofnd utanrí'kisviðskipta og yfir- fiskmatinu nákvæmlega um þetta og óskaði eftir nákvæmri athugun á orsök þessa. Nofndin gerði éihnig ráðstafan- ir erlondis út af þessum atburði. En þegar Vísir kemst að því hvað) er að gera’st þá hleypur hann frarn fyrir skjöldu, ef vera kynni að hann gæti fengið það áorkað með slúðri sínu og ósannindum, að leið rébtingar næðu ekki fram að ganga. Ví'sir reynir að halda því fram, að þetta aitvik stafi af þekkingar- leysi Fiskimiálahefndár og hand- vömm. Blaðið veit þó ofurvel, að Fiskimálanefnd annast ekkert fisk mat og að allir þeir menn sem með lesbum skipsins höfðu að gera og nefndin sérsttaklega lagði til, eru þaulvanir menn þessum störf- um og hafa haft þau sem aðal- störf í fjöldamörg ár. Annars er fregn Vísis um Lagar foss eins og við var að búast, svo ósönn, að varla er þar nokkurt at riði rétt. En tilgangurinn leynir sér ekki hjá hrakspámönnunium, sem orðið hafa sér til skammar í fisksölumálunuim. Þeir eru ekki enn búnir að jafna ,sig eftir þær ófarir, sem þeir fóru í fisksölumálunum, þegar þeir stóðu með bröskurunum í vetur og þeir kenna nú Fiskimálanefnd um fiskhækkunina og að útflutn- ingurinn skuli hafa gengið vel og m.a. veitt í þjóðarbúið fleiri millj ónum en nokkru sinni fyrr á einni vötrarvertíð. iiðsfiiMBlllð Ingílfs h. í. liiálisffF6ir Fullgefð aílsasfaf hún 5000 snáltms á sélaihrísig | SlimarkjÓlsr Sunnudagur 22. apríi 1945. — ÞJÓÐVILJINN MORÐ OG DRAP Stöðugt berast fréttir um pólitísk morð og fjöldaaftökur úr „þýzka virkinu". Fjölskyldur allra þeirra liðsforingja, sem voru við riðnir „Remagensvikin" — mistökin við að sprengja Remagenbrúna í loft upp — hafa verið drepnar miskunnar- laust. í Bonn réðust stormsveitarmenn inn í aðalbækistöðvar and-nazist- ískrar æskulýðshreyfingar, og allir þeir sem að henni stóðu voru hengd- ir. Þrátt fyrir allar þessar ógnir féllu 8 mikilvægar brýr yfir Rín óskemmd ar í hendur Bandamanna. í Berlín söfnuðu stormsveitir Himmlers saman 400 mönnum, sem þeir grunuðu um fjandskap við naz- ista, og myrtu þá með vélbyssuskot- hríð. VOLKSSTURM „Þjóðvernarliðið þýzka“ — Volks- sturm — hefur komið nazistum að litlu gagni. Það samanstendur að mestu af gamalmennum og ungling- um, máttvana eftir margra ára erfiði og sult. 120 manna sveit úr „Þjóðvarnar- liðinu" var nýlega á æfingu í Miinch- en. Aðeins 40 komust til skála síns aftur — hina varð að flytja á sjúkra- hús. Sumir dóu af ofþreytu. Fimmtíu og fimm ára er í dag Grímur Kr. Andrésson Vetur- braut 1 í Hafnarfirði. Grímur er aíar vin.sæll maður og vel látinn af öllum sem hann þekkja. Hann hefir starfað mjög mikið í félags- má'luin í Hafnarfirði, og þó mest í sínu stéttarfélagi, bílstjórafélag- inu og Verkamannafélaginu Hlíf. í bílstjórafélaginu hefir hann ilengst af verið í stjórn frá því það varð til og verið þar meðal ann- arra góðra rnanna leiðandi maður í hverj'u því máli er til heilla hef- ir verið fyrir stéttina. Þá hefir hann unnið mikið starf í Verka- m'annafél. Hlíf alla tíð, en hann er nú með eldri félögum Hlífar. Nú er bann varaform. Hlífar og hefir verið það nokkur ár. Einnig hefir hann ábt sæti í samninga- nefndum félagsins og ýmsum öðr- um nefndum, er fjallað hafa um mikilsverð málefni. T.d. átti hann sæti á s.l. ári í atvinnumálanefnd félagsins er skilaði stórmerku áliti um atvinnumál þessa bæjar. Þá átti hann ekmig sæti í öryggis- málanefnd og hafa nú ebki alls fyr ir löng.u verið birtar tillögur henn ar um öryggismál verkamanna. Þá má geta þess sem sízt má gleymast og of lítið hefir verið um sagt, en það var þáttur Gríms í byggingu Sundlaugarinnar, en í það xnál lagði hann mikið starf. Fyrst að berjast fyrir því að byggð yrði sjólaug, og varð sú stefna of an á því efni. Síðan tók Grímur til óspilltra málanna er fram- kvœmdir voru hafnar og vann þá rnanna mest að fraangangi máls- ins. Lagði sem sag't ekki árar upp fyrr en að Sundlaiugin var kom- inn upp og tekin til starfa. Að sjiálfsögðu var ekki hægt að ganga fram hjá Grími er ráða þurfti starfsmann laugarinnar, og var hann ráðinn fyrsti s'tarfsmað ur liennar, og gengdi þvf starfi með prýði og við sívaxandi vin- sældir. Hann var þó að segja því starfi lausu og hefir víst haft gilda af- isölkun fyfir því. Verkamannafé- 'Jaginiu H'h'f er mikill heiður að því að Grímur var fiilltrúi þess í siund 'laugamefndinni, og svo líka á hve ógleymanlegan hátt hann tengdi nafn íðlagsinis við byggingu sundlaugarinniar (en ekki við sig persónulega) með Hlífarbikur- unium er hann nefndi svo og hann gaf til að keppa um. Þetta sýnir hversu félagsrækinn og einlægur Grímiur er í öllu sínu starfi. Enda er allt sbarf Gríms eftir þessu: Það er ekki verið að hiugsa um að troða sér áfram persónulega, hans í fjölbreyttu úrvali. / Verð frá kr. 196,00 til kr. 239,00. Ragnar Þórðarson & Co. Aðalstræti 9. — Sími 2315. Árin 1942—1944 reisti Ingólfur h.f. síldarverksmiðju á Ing- ólfsfirði og tók hún til starfa s.l. isumar. Fullgerð á verksmiðjan að afkasta 5000 málum á sólar- hring, en enn hafa ekki fengizt vélar til meiri afkasta en 2500—3000 mál á sólarhring. Geir Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Ingólfs skýrði blaða- mönnum í gær frá verksmiðjunni. Eigendur Ingólfs hi. eru þeir Geir Thorsteinsson, Reykjavík, og Beinteinn Bjarna'sson, Hafnar- firði, útgerðarmann, og er Geir framkvsamdaiistjórí fyrirtækisins. Verksmiðjan var í smíðum árin 1942/1944 og tók til starfa síð- asbliðið sumar 1944 og vann þá úr um hundrað þúsund málum af síld (147.883 Hektiol.). Viðskipta- skip voru þetba sumar sjö síld- veiðiskip og fjögur þeirra eign Björgvins Bjarnasonar, útgerðar- manns, ísafirði, en tvö eign Bein- teins Bjarnasonar, Hafnarfirði Sjöunda skipið er færeyskt. Venbsmiðjan er gerð fyrir 5000 mála afköst á sólarhring, en þar til viðbótarvélar fást, verða afköst 2500 til 3000 mál á sólarhring. Sjálfvirk, tvenn löndunartæki hugsjón er að leysa hvert eitt mál með viðsýni og drengskap. Slíka menn sem Grímur er, er gott að eiga að félaga. Og slíka rnenn þunfa félögin að eiga sem flesta. Grímur hefir líka ætíð skipað sér í fremsbu sveit hinnar fram- sæknustu og víðsýnustu alþýðu, ósmeikur við afleiðingarnar, trúr sinni hugsjón þess vegna hefir hann líka alla tíma síðan hann fór að hafa afskipti af opinberum málum verið heitur sósíalisti, blátt áfram af því að málstaður fólks- ins heimti það af hverjum einum som af einlægni vill vinna fyrir það. Það væri hægit að skrifa langt mál um Grím og starf hans, en ég veit að bann kærir sig ekki um að verið sé að halda slíkiu á loft. Ilann kýs heldur að vinna sitt starf í kyrrþey. Ilims óska allir félagar Gríms að hans starfa megi lengi njóta og óska honnm alls hins bezta í fram- tíðinni. ; Heill þér Grímur góður! 6. J. verksmiðjiunnar, landa um þúsund málum af síld á klukkustund. Síldarþrœr rúma 20.000 mál síldar, olíugeymir 2500 smálestir síldar- olíu og mjölhús 3000 sm'álestir síldarmjöls. Hefur fyrirtækið eignazt þær tvær söltunarstöðvar, ásamt hús- fcignum og bryggjium, er fyrir voru í Ingólfsfirði og reistar voru þar af Th. Thorsteinsson, kaupmanni, ár ið 1919 og Ólafi A. Guðmunds- syni, kaupmanni, árið 1936. Land- svæði verksmiðj/unnar er 2 hekt-, ara til 3 hektarar að stærð. Ingólfsfjörður er með skjól- beztu höfnum landsins, djúpur og algjörlega skerja'laus, þegar inn er komið, og liggur áigætlega að síld- armiðum og Húnaflóasildinni, sem þykir hvað bezt til vinnslu og söH'tunar. Innsiglingin er góð, en verður þó mun betri, þegar Ijósa- búnaður fæst til hins nýgerða vita á Selskeri, sem einnig rniin auð- velda allar siglingar um Húna- flóa. Samgön'gur við Ingólfsfjörð eru aðallega sjóleiðin og befir Pálmi Loftsson, forstjóri, Ríkisskip, mik inn áhiuga fyrir að korna föstum sjóferðum um IIúnaflóahafnirnar í sambandi við bílaferðir^og síma kerfi Strandasýslu mun Póst- og isímamálastjóri Guðmnndur Hlíð dal hafa í hyggju að bæta mikið á komandi sumri. .Flugferðir til Ingólfsfjaæðar og annarra staða við Húnaflóa munu einnig eiga fyrir sér að aukasit mikið. Ráðunaubur að öllu fyrirkomu- lagi, byggingum og vélabúnaði verksmiðjunnar, var Þórður Run- ólfsson, veirksmiðjuskoðunarstjóri, en Helgi Eyjólfsson, húsasmíða- meistari, stóð fyrir byggingunum með vinnuflokki og umsjá verk- stjóra sinna, þeirra Sveins Páls- sonar, nnirararneistara og Hjart- ar Hafliðasonar, trésmíðameist- ara. Vélar voru að miklu leyti frá Vélsmiðjunni Héðinn, er einnig smíðaði sjálfvirku löndunartæk- in, en aðalvélar fengust frá Am- fcríku og Einglandi. *-*•'**" «*- - - ■ • ,nv**i‘ ••o -■i~*iII«~hi iViivnnji%mi 15 ára afmælísfagnaður Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík minnist 15 ára starfsemi sinnar með afmæiisfagnaði að Hótel Borg laugar- daginn 28. þ. m. Hófið hefst með borðhaldi kl. 7,30 síðdegis. Til skemmtunar verður söngur, ræðu- höld o. fl. Aðgöngumiðar verða seldir í verzlun frk. Gunnþórunnar Halldórsdóttur, Eimskipa- félagshúsinu og í verzlun Guðrúnar Jón- asson, Aðalstræti 8. SKEMMTBNEFNDIN. HLI16-Kbi9IB lllBlllllll heldur SÖNGSKEMMTUN í Garóla Bíó, þriðjudaginn 24. þ. m. kl. 23,30. Við hljóðfærið: Jónatan Ólafsson. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson, sími 3135, og í Bókabúð Lárusar Blöndal, sími 5650. FLOKKURINN SÓSÍ'ALISTAR! Munið eftir fundinum, sem verður í Listamananskálanum 25. apríL Nánar auglýst síðar. WUWWWWWJVWJWW-. nWÍWWWfWUWWUWfWWWFUVWUW Hallveigastaðakaffi. Frá kl. 2—6 í dag verður framreitt Hallveigarstaða kaffi í Listamannaskálanum, ásamt allskonar heimabökuðu góðgæti og er ekki að efa að margir munu í dag líta inn í Listamannaskálann og drekka Hallveigarstaðakaffi. — Ágóðinn rennur til byggingar kvenna heimilisins Hallveigarstaðir. Reykvík ingar hafa alltaf sýnt, að þeir vilja styðja gott málefni og þess munu Hallveigarstaðir einnig njóta. M/s ,,Grótta“ og s/s „Jókull“ við síldarlöndun, Ingóljsfirði. Samþykkihr reYkvískra^knatt- spYrnumanna Framhald af 2. síðu. og sé lokið næsta sunnudag (?). 3. Ráðin undirbúi mál sín með þyí að efna til aðalfundar, þar sem formönnum er boðið til, eftir að félög hafa fjallað um málin, síðan verði þau lögð fyrir fund ráðsins á íþrótta- þingi Reykjavíkur. 4. Þennan tíma verði engar íþróttasýningar, keppnir eða fundir hjá íþróttafélögunum. 5. Ollum fulltrúum, sem mæta eiga á fundum sérráða sé veitt heimild til að mæta á fyrsta fundi í. B. R. og hlusta á skýrslur 1 B. R. og ráða, án atkvæðisréttar og málfrelsis. 6. Ráðin geri tillögur um eða skipi sérgreinanefndirnar. 7. Þingið verði haldið i febrúar (?). Einnig var samþykkt á þing inu breyting á skiptingu tekna af knattspyrnumótum í Reykja- vík. í stað þess, að áður ráu 2 félög sitt hvort árið um mót- in, verða 2 mótanefndir skipað- ar fulltrúum frá öllum knatt- spyrnufélögum í Reykjavík '(5). Sér önnur þeirra um meistara og 1. fl. mótin og er aðalnefnd, en hin sér um 2., 3. og 4. fl. mótin. Skipting tekna af kapp leikjum yerður þannig, að hluti skiptist jafnt á milli allra félaganna sem senda þátttöku 1 mótið, en 75% skiptist mis- jafnlega á milli þeirra í hlut- falli við, hvað mikið kemur inn á þeim kappleikjum sem þau keppa. Utanbæjarfélög fái 50%. Allt er þetta af nettoágóða. Þingslit fóru fram 12. apríl. Ólafur Sigurðsson, sem var formaður ráðsins, lét af störf- um, og baðst undan, vegna anna, að verða endurkosinn. Forgeti þingsins þakkaði Ólafi ágætt starf og mikinn áhuga sýndan knattspyrnumálum bæj arins á liðnum árum, svo og öðr um þeim knattspyrnumönnum, sem nú láta af störfum. Ennfremur óskaði hann hinu nýja knattspyrnuráði góðs geng is í framtíðinni. Að lokum bað hann menn að rísa úr sætum sínum og hrópa ferfalt húrra fyrir knattspyrnu- íþróttinni. Síðan var þinginu siitio.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.