Þjóðviljinn - 22.04.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.04.1945, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. apríl 1945. ÞJÖÐVILJINIÍ f 0* Mikkjel Fönhus: í ' ! PEARL S. BUCK: ÆTTJARÐARVINUR Hraltningar bjóraf jölskyldunnar gægðist niður í hann. Það var skrí'tið, sem hún sá þar. Hún hló. „Þarna er fallegt lamb handa mér“, faut- aði hún og sneri við heim að bænum. Hún fór inn í skemmuna og kom þaðan aftur með öxi. Gunnhildur brá axarblaðinu undir eina fjölina. Hún var rígnegld og lét ekki undan fyrr en Gunnhildur hafði hamazt lengi. Það ýldi hátt í nöglunum. Fjölin var járnbent að innan. Það var kassinn allur. Hún reif fjölina af.----En rétt í því var gluggi opnaður heima á bænum og maður hrópaði hátt og reiðilega: „Hættu þessu, Gunnhildur. Hættu, kerlingarasni!“ Vitlausa Gunnhildur slepp’ti öxinni í ofboði og hljóp af stað út túnið. Hún gaf sér aðeins tíma til að grípa bandið á hundinum og teyma hann með sér. En upp úr kassanum skreið stuttfætt skepna, stökk niður af vagninum og hljóp eins hratt og hún komst út túnið. Heiman frá bænum kom maðu'r á harða spretti í nærfötunum einum og veitti dýrinu eftirför. En það þýddi ekkert. Hann sá á eftir því hverfa inn í skóginn, Og þarna stóð hann ráðalaus á nærfötunum og náði ekki upp í nefið á sér fyrir reiði. Hann ætlaði að fara með kassann á járnbrautarstöðina um morguninn og senda hann manni í Osló, sem seldi lifandi bjóra til Svíþjóðar. 1 En sá, sem var í kassanum, það var Bragðarefur, bjórinn hans Lárusar í Tanga, sem hann náði í skógin- um við Svörtutjörn 1 fyrra. Daginn eftir lá Bragðarefur í urðargjótu við læk í skóginum. Hann hafði komið að þessum læk um nó'ttina og fylgt honum, því að hann kunni bezt við sig í nánd við vatn. Svo synti hann upp lækinn það sem eftir var næturinnar, hvíldi sig aðeins öðru hvoru til að naga börk. Um kvöldið fór Bragðarefur á kreik. Og enn fylgdi hann læknum. Hann hélt stöðugt áfram í viku. Og þá var hann kominn langt austur á bóginn. Hann hafði farið tjörn úr tjörn. Sumar voru stórar, aðrar litlar, en aldrei var mjög langt á milli þeirra og víðast hvar einhverjar lækjarseyrur, sem hann gat farið eftir. Hann hafði syn't yfir va’tn, sem var mörgum sinnum breiðara en Svartatjörn. En hann hélt áfram ferðinni undir eins og hann kom á land. Stundum hafði hann þó dvalið tvær nætur í stað — en aldrei lengur. Hann var eirðarlaus og gat ekki annað en haldið áfram — lengra — lengra. Tvisvar hafði hann farið framhjá bjórabæli. Og í annað skiptið settist hann á þakið og fór að naga grein, sem lá þar. Þá kom einn heimabjóranna út, réðist strax að hon- um, áður en hann fékk ráðrúm 'til að verja sig, greip framlöppinni í hrygginn á honum og kippti upp hár- flyksu. Bragðarefur stökk 'til hliðar og se'tti hausinn undir sig, til þess að óvinurinn rifi ekki úr honum augun. En nú réðist hann sjálfur á óvininn og hárreitti hann af öllum mætti. Svona hélt áflogunum áfram. Þeir þutu saman hvað eftir annað eins og örskot og rifu í lurginn hvor á öðr um, svo að hárið rauk í allar áttir. En þeir gættu þess að lieygja hausinn í hVert skipti, til að hlífa augunum. öðru hvoru. Sum hafði hann keypt. Önnur hafði hann feng- ið frá mönnum, sem voru i ■fjárþröng. Þarna ólust I-ko og I-wan upp í auði og allsnægtum. Þeg- ar einhver vandræði hlutust af þeim, var það ævmlega því að kenna, hve ólíkir þeir voru að eðlisfari. I-wan var eftirlæti foreldra sinna, afa, ömmu og hjúanna. I-ko var geðillt dekur- barn og varð éigingjarn og kald rifjaður með aldrinum. I-wan var góðlyndur. Eftir- lætið hafði ekki unnið á honum eins og bróður hans. Hann var orðinn átján ára og aðeins einu sinni hafði hann lent í slæmri klípu, sem foreldrar hans vissu þó ekkert um. I-wan hafði verið settur í fangelsi. Að vísu var hann þar ekki nema eina nótt, því að þá kom það upp, hver hann var, og fangavörðurinn kom hlaup- andi inn í klefann til hans, eld- rauður í framan. „Fyrirgefið þér, herra minn. Eg er heimskingi“. kallaði hann. I-wan sat á múrsteinahrúgi: í emu horni klefans. „Hvers vegna sögðuð þér mér það ekki, herra, að þér væruð sonur herra Wus bankastjóra og sonarsonur Wus herfor- ingja?“ „Hafi ég unnið til þess að vera í fangelsi, á ég að vera ' fangelsi", svaraði I-wan stæri- látur. Hann var eini fanginn, sem var í silkiklæðnaði, og nú voru föt hans orðin óhrein. Ungur maður, sem var þama í klefan- um, hafði spurt hann: „Hvers vegna dragið þér þennan silki- kufl yðar í gólfinu?“ Þetta var svipmikill piltur, klæddur ein kennisbúningi námsmanna úr háskóla ríkisins. Það voru ódýr blá baðmullarföt. Sjálfur gekk I-wan í einkaskóla, sem trúboð- ar höfðu stofnað handa sonum ríkra manna. Þeir báru ekki skólabúninga heldur silkikyrtla. „Eg á betri kufl en þetta“, hafði I-wan svarað. Þá var það, að fangavörður- inn kom inn. Hann heyrði síð- ustu'orðin og varð enn hrædd- ari. „Verið þér mér ekki reiður, ungi herra“, sagði hann auð- mjúkur. „Faðir yðar gæti látið fleygja mér héðan út, ef hann vildi. Eg er fátækur maður. Komið þér nú með mér. Eg skal útvega yður hest og vagn og sjá um að þér komist heim heilu og höldnu. Og þegar þér komið heim, kæri herra, bið ég yður innilega, að þér biðjið mér vægðar“. I-wan langaði mest til að neita að fara út. En hann var aðeins átján ára og hann var þreyttur og hungraður. Klefinn var óhreinlegur og fangamir voru geðillir og sóðalegir menn á ýmsum aldri. Sá eini, sem I-wan geðjaðist vel að, var skólapilturinn. I-wan reis á fætur og gekk til dyra. En um leið og fanga- vörðurinn ætlaði að læsa, nam hann staðar. ,Bíðið þér“ sagði hann í skip- unarrómi. „Látið þér stúdent- inn lausan líka“. „Eg get það ekki. Hann er byltingamaður“, svaraði fanga- vörðurinn. „Eg er líka byltingamaður“, sagði I-wan. Og satt var það, að hann hafði verið tekinn fastur í skól- anum sem byltingamaður. Það höfðu komið hermenn og i'ann- sakað piltana, eins og venja var að rannsaka alla stúdenta í hvaða skóla sem var. I-wan hafði verið einn síns liðs og verið að lesa þýzka bók; sem stúdentar lásu mikið. Höfund- urinn hét Karl Marx. I-wan hafði alltaf mátt gera það, sem honum þóknaðist og því hélt hann, að sér væri heim- ilt að lesa þessa bók. Hermenn- imir spurðu, hvað hann væri að lesa. „Bók eftir Karl Marx“, svar- aði I-wan fyrirlitlega. Hvað komu hermönnum bækur við?“ En sér til mikillar undrunar var hann samstundis handtek- inn og honum fleygt í fangelsi. Hann hafði orðið ofsareiður og gert háreysti í klefanum. En hinir fangamir urðu hinir verstu og heimtuðu að fá að hafa svefnfrið. „Sonur Wus bankastjóra get- ur ekki verið byltingamaður“, sagði fangavörðui'inn. I-wan stappaði niður fætin- um. „Þér skuluð missa stöðu yðai'“. Fangavörðurinn fölnaði. „En hvemig á ég að gefa skýr- ingu á því, að ég hafi sleppt honum?“ kveinaði hann. „Segið þér, að ég hafi skip að það“, sagði I-wan. „Og segið þér að ég beri ábyrgð á því“. Ungi maðurinn kom fram að grindinni. Svipmikið andlit hans var kyrrt og rólegt, en augun leiftruðu skær og snör. „Verið miskunnsamur, herra“ kveinaði fangavöi'ðurinn. En I-wan þreif lyklana úr höndum hans. Fangavörðurinn reif í hár sér og stundi við. „Þér getið sagt, að þér hafið ekki ráðið við það“, sagði I-wan og opnaði gætt, svo að stúdent- inn gat smeygt sér út. Þar næst læsti I-wan og rétti fanga verðinum lyklana. I-wan tók í handlegg stúdents ins -og hafði hann burt með sér. Fangarnir þyrptust fram að grindahurðinni og horfðu á eftir þeim. Ungu • mennirnir töluðust ekki við, fyi'r en þeir voru komnir upp í vagninn sem fangavörðurinn hafði þe^ar til- búinn. „Eg vona, herra minn, að þér skiljið það“, sagði fangavörður- inn, að þér hafið komið mér í mikinn vanda, ef ég verð yfir- heyrður“. „Látið þér mig vita, ef til þess kemur“, svaraði I-wan og sagði vagnstjóranum, hvert hann ætti að aka. Stúdentinn sneri sér að I-wan: „Eg get ekki farið heim með yður“, sagði hann. „Hvers vegna ekki?“ spui'ði I-wan. „Eg er byltingamaður 1 al- vöru“, svaraði hinn og brosti undarlega. „Er það? Mig hefur einmitt alltaf langað til að kynnast ein- hverjum ykkar“ „Við erum margir í háskólan- um“, svaraði ungi maðurinn glaðlega. I-wan vissi ekki fyn en hann var stokkinn út úr vagninum og rétti honum hönd ina. „Nafn mitt er En-lan. Eg þakka yður fyrir, að þér frels uðuð mig“. Hann hljóp inn í mannþröng- ina, áður en I-wan hafði áttað sig, leit einu sinni um öxl á hlaupunum og brosti glaðlega Svo var hann horfinn. I-wan hafði ekki önnur ráð en halda heimleiðis. Hans hafði ekki verið saknað heima, Það yar svo algengt, að hann kæmi seint heim. Hann fór oft í leikhús og hafði yndi af að horfa á sjónleiki úr göml- um hetjusögum af ræningjum, sem stálu frá þeim ríku en gáfu þeim fátæku. Hann fór i leikhús tvisvar í viku og kom heim á nóttunni án þess að gera vart við sig. Hann hafði lykla að húsinu. Fjölskyldan var morgunsvæf og I-wan var van- ur að borða morgunverð og fara í skólann, án þess að sjá aðra en þjónustufólkið. Hann gekk inn í herberg'. sitt og reif til sængurfötin, eins og hann hefði sofið í rúminu um nóttina. Síðan afklædd; hann sig, baðaði sig og fór í bláan, óvandaðan kufl utan yf ir hvítu silkinærfötin. Hann var að ljúka við að klæða sig, þegar Peony, þerna móður hans, kom inn. Hún vax að færa honum te, eins og hún var vön. „Eg kem seint“, sagði hún fljótmælt, þegar hún sá, að hann var kominn á fætur. „Eg svaf of lengi“. „Það gerir ekkert“, svaraði hann. „Eg fer ekki oftar í þenn - an útlenda skóla“. „Hvað ertu að segja?“ spurðl hún undrandi og setti bakkann frá sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.