Þjóðviljinn - 30.05.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.05.1945, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN / Miðvikudagu 30. maí 1945. 2 Bygging ðruggrar hafnar grundvallarskil- yrði blðmlegs atvinnulífs i Snæfellsnesi Veffkalýdsfélagíd á Sandí gerir nýja samntnga — Brýn þörf vegar framan víd Snœfellsjökul Viðtal við Guðmund Vigfússon, erindreka Alþýðusambands Islands Guðmundur Vigfússon, erindreki Alþýðusambands fslamds, er fyrir nokkru kominn vestan af Snæfellsnesi, en þangað fór hann til Ólafsvíkur og Sands á vegum Aiþýðusambandsins. Verkalýðsfélagið á Sandi hefur nú náð sambærilegum kjör- um og íbúar annarra þorpa í landinu, en fram að þessu hafa kjör verið þar allmjög verri en á sambærilegum stöðum. f eftirfarandi viðtali ræðir Guðmundur um atvinnumál, kjarasamningana nýju og önnur áhugamál íbúa þessara staða. — Hafnarmálið mimu nú vera mest umrædda málið á þessum stöðnm, þótt ekki séu menn fyllilega sammála um hafnarstæðið. Hitt eru íbúar Sands og Ólafsvíkur fyllilega sammála um að bygging öruggrar hafnar á Snæfellsnesi sé grandvallarskilyrði fyrir bættum lífskjörum íbúanna. ATVINNUMÁL í ÓLAFSVÍK — Þú hefur vafalaust margt í fréttum úr dvöl þinni á Snæ- fellsnesi, hvað viltu segja mér um atvinnumálin þar vestra7 spyr ég Guðmund. — Um atvinnumálin í Ólafs- vík er það að segja að 3—4 bát- ar gengu þaðan á vertíðinnl, stærsti báturinn mun vera um 16 tonn. — Afli? — Afli var frekar góður og hlutir munu vera um 8—9 þús. kr. yfir vetrarvertíðina. — Ól- afsvíkurbátamir em nú að und- irbúa sig á veiðar með snurre- vaad. — Vinna í landi? — Vinna 1 landi befur aðal- lega verið við hraðfrystihúsið, en í Ólafsvík er starfandi eitt hraðfrystihús. Þá hefur og Byggingasam- vinnufélag Ólafsvíkur haft í smíðum 10 íbúðir. Þessi hús, sem verða innan skamms íbúðarhæf, marka tíma mót í byggingamálum þorpsins, því húsakostur þess hefur fram að þessu verið yfirleitt mjög lé- legur. Aðalforgöngumaður þessa fé- lags er Kristján Jensson, for- maður verkalýðsfélagsins, og hefur hann unnið mikið starf við stofnun félagsins og fram kvæmdir þess. RAFLÝSING — ÁHUGI FYRIR NÝSKÖPUN SJÁVAR- ÚTVEGSINS — Fyrir liggur að raflýsa þorpið — í fyrsta skipti, heldu: Guðmundur áfram, og er ver- ið að ljúka við lagningu leiðslna í öll hús, en um það verk hef- ur séð Jónas Magnússon, raf virkjameistari úr Reykjavík. Mikill áhugi er ríkjandi fyr- ir því að taka þátt í nýsköpun sjávarútvegsins. sérstaklega méðal verkamanna og sjó- manna, en hefur fram að þessu fengið daufar undirtektir hjá forráðamönnum þorpsins, t. d. hreppsnefndinni, sem eðlileg- ast hefði verið að haft hefði forgöngu um myndun félags- samtaka um útgerð og pöntur. báta. ATVINNUMÁL Á HELLIS- SANDI — Hvað er um Sand að segja? — Frá Sandi voru gerðir út á vetrarvertíðinni 10 trillubát- ar, 3—5 tonn að stærð, en eng- inn dekkbátur. Afli hefur verið góður, þegar gefið hefur á sjó, en vegna sér- staklega erfiðra hafnarskilyrða er þeim ekki fært að róa nema í blíðskaparveðri. Hlutir yfir vertíðina munu vera frá 3—4 þús. kr. Munur- inn sem þarna er milli afla- hluta á Sandi og í Ólafsvík, liggur í því að vegna smæðar bátanna, sem orsakast af hafn- leysinu, gefa þeir ekki sótt sjó í sama veðri og Ólafsvíkingar. — Landvinna? — Á Sandi hefur ekki verið um aðra landvinnu að ræða en við frystihúsið. — Byggingar? — Um byggingaframkvæmd- ir er mjög lítið á Sandi, þó er vinna að hefjast við byggingu nýs bamaskólahúss. sem var orðið mjög aðkallandi. SÆKJA ATVINNU TIL ANNARRA STAÐA — Úr báðum þorpunum sækja menn vinnu til annarra staða að sumrinu, og kemur þar fyrst og fremst til greina vega- vinna, síldarvinna o. fl. þ. h. FRAMTÉÐ BEGGJA ÞORP- ANNA GRUNDVALLAST Á GÓÐRI HÖFN — Hvað er að frétta af hafn- armálinu? — Hafnleysið á Snæfellsnesi er mesta vandamálið varðandi nauðsynlega aukningu atvinnu- lífsins í báðum þorpum, og snertir jafnframt öryggi þeirra fjölmörgu fiskibáta og skipa, sem sækja á nærliggjandi mið. Bygging beggja þorpanna hef ur fyrst og fremst grundvallazt á nálægð auðugra fiskimiða, sem jafnvel eru mjög sótt af bátum frá fjarliggjandi stöð- um. Vegna þessara erfiðu skilyrða hefur íbúum fækkað á báðun stöðunum, einkanlega þó Sandi, á undanförnum árum, en þó heldur fjöldi dugmikilla sjó- manna undraverðri tryggð við þessa erfiðu staði en það byggist fyrst og fremst á voninni um betri skilyrði og bætta af- komu. RANNSÓKN Á HAFNAR- STÆÐI I RIFSÓSI — Hafa ekki verið hugmynd- ir uppi um byggingu hafskipa- h'afnar í Rifsósi? — Jú, undanfarið hafa verið mjög ákveðnar hugmyndir um byggingu stórskipahafnar á Snæfellsnesi, og hafa menn þá fyrst og fremst haft augastað á Rifsósi. Þar var áður, eins ög kunnugt er, á tímum einokun arkaupmann&nna, mikið skipa- lagi, en sem á sínum tíma lagð- ist niður vegna sandframburð - ar úr Hrafnkelsá, og fluttist verzlunin þá til Ólafsvíkur. — Var ekki rannsakað hafn- arstæðið í Rifsósi? — Byrjunarrannsókn á hafn- arstæði í Rifsósi fór fram fyrir nokkrum árum og er meiningin að ljúka við hana í sumar. — Þeir deila um hvar höfn- in eigi að vera? — fbúar Sanda eru mjög ein- huga um Rifshöfn, en Ólafs- víkingar sækja hinsvegar mjög fast að jafnframt verði rann- sökuð hafnarskilyrði í Ólafs- vík. Vitamálastjóri mun hafa gef- ið vilyrði fyrir samtímis rann- sókn á báðum stöðunum, og þótt mál þetta sé nú nokkurt hitamál milli Ólafsvíkurbúa og Hellissandsbúa, munu hvoru- tveggja einhuga um að sætta sig að fullu við niðurstöður 6- hlutdrægrar rannsóknar, því báðum er örugg höfn aðalatrið- ið. Bygging landshafnar á Snæ- fellsnesi myndi gerbreyta at- vinnuhqttum og lífskjörum í- búanna þai, og jafnframt stór- bæta aðstöðu þeirra skipa sem stunda veiðar á þessum slóð- um. VINNFDFILA — NÝIR SAMNINGAR Á SANDI —Verklýðsfélagið á Sandi gerði nýja samninga um dag- iAn? — Já, Verkalýðsfélagið Jök- ull í Ólafsvík hafði á s. 1. vetri samræmt kaupgjald og vinnu- kjör því sem almennast er í landinu. Hinsvegar bjó verka- lýðsfélagið Afturelding á Sandi við gömul og úrelt kjör og hafði sagt upp samningum er gengu úr gildi 10. maí. Kröfur féicgsins voru einung- is til samræmingar við gild- andi Ólafs'víkurkjör. — Voru ekki léleg kjör \ Sandi? Guðmundur Vigfússon. — Jú, vinnukjör og kaup á Sandi hafa lengst af verið með þeim lökustu í landinu. en bó hefur undanfarin ár jafnan miðað 1 áttina, einkum undir forustu núverandi formanns, Hjálmars Elíesersonar. Þegar Hjálmar flutti til Sands árið 1943 voru aðeins 40 félagsmenn í verklýðsfélaginu, en nú telur það um j50 meðlimi. ATVINNl JREKENDUR Á SANDI VILDU EKKI TALA VIÐ VERKAMENN — Hvernig gekk svo að semja9 — Strax og samningatilraun- ir vom reyndar, kom í ljós að atvinnurekendur voru mjög tregir til að verða við þessum sanngjörnu óskum, og átti þetta einkum við um hraðírystihúsið eða framkvæmdastjóra þess, Einar Arason, sem neitaði al- gerlega að eiga viðræður um nýja samninga við samninga- nefnd verkalyðsfélagsins VINNUSTÖÐ 7 UN HAFIN taaji -iwasBBm — Hvemig fór? Þegar sýnt þotti að samvng- ar næðust ekki á friðsamiegan hátt, samþykkti verkalýðsfélag- ið að viðhafðri allsherjar at- kvæðragreiðslu að lýsa yfir vinnustöðvun hjá öllum at- vinnurekendum og samúðar- vinnustöðvun vélstjóranna vio hraðfrystihúsið. — Óhætt er að fullyrða að vinnustöðvun vél- stjóranna réð fremur öðru baggamuninn. Þá fyrst, er hún var komin til framkvæmda sáu atvinnurek endur sér ekki annað fært e.n að tala við samninganefnd verkalýðsfélagsins sem jafn réttháan aðila, og gengu samn- ingar þá frekar greiðlega og náði félagið fram fyrirhuguð- um samræmingarkröfum sínum þannig, að sama kaup og kjör gilda nú á Hellissandi og öðr- um hliðstæðum stöðum. Al- menna verkfallið stóð yfir í viku, en verkfall vélstjórannu einn dag. Almenn ánægja var ríkjandi yfir sigri félagsins í vinnudeil- unni. STÓRFELLT TJÓN BÆNDA UM DAGINN — Varð mikið tjón af hríðar- veðrinu um daginn? — Það hlauzt ekkert tjón á mönnum né bátum, en allar leiðir tepptust og bændur sunn- an Fróðárheiðar urðu fyrir til- finnanlegu tjóni á sauðfé, sem Næturlæknir er í læknavarðstoí- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Ljósatimi ökutækja er frá kl. 22.25 til kl. 2.45. TJtvarpið í dag: 8.30 Morgunfréttir. 19.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.25 Útvarpssagan „Herragarðs- saga“ eftir Selmu Lagerlöf; þýð. Björns Jónssonar '(H. Hjörvar). 21.00 Dagskrá listamannaþingsins. Orgeltónleikar í Dómkirkj- unni: fslenzk kirkjutónlist. Páll ísólfsson leikur á orgel. Pétur Á. Jónsson syngur. fennti, hrakti í sjó og ár, t. d.. misstu sumir bændur um helm- ing fjárstofns síns í ofveðrinu. SAMGÖNGUR MEÐ ÖLLU ÓVIÐUNANDI — Samgöngur eru alltaf jafn slæmar? — Já, annað aðalvandkvæði fbúanna á Snæfellsnesi er sam- gönguieysið. Vöruflutningar fara fram á sjó f það litlum flutningabát- um að lítið sem ekkert farrými er fyrir hendi og eru þeir þar afleiðandi ekki boðlegir til mannflutninga fyrir aðra en bá sem eru þaulvanir sjóvolki. Endrum og eins koma strand- ferðaskipm á þessa staði, en þó algerlega ófullnægjandi. SNÆFELLÍNGAR \ILJA FÁ „VEG FYRIR JÖKUL“ — Um samgöngur á landi e** það að segja, hehiur Guðmund- ur áfram, að þær eru einungis bundnar við Fróðárheiði, sem er ófær bifreiðum allt að 6 mánuði ársins. Almennur áhugi hefur lengi verið ríkjandi um veg fyrir framan jökul, en það hefur fram að þessu fyrst og fremst verið notað sem kosningamál, en ekkert orðið úr framkvæmd- um ennþá. Verulegan hluta leiðarinnar fyrir jökul er talið mjög auð- velt að leggja veg, þar sem á löngum svæðum þyrfti ekki. annað en að ryðja veg, og myndi sá vegur, undir flestum kringumstæðum, verða fær bif- reiðum allt árið. Sýnist óverj- andi, segir Guðmundur að loK- um, að halda íbúum utanverðs Snæfellsness í algeru sam- göngubanni meginhluta ársins, enda eru kröfur um vetrarveg orðnar það ákveðnar að varla verður lengur á móti staðið aí löggjafanum. ★ Guðmundur mun væntanlega fara innan skamms til Vest- mannaeyja, og má vera að hann. hafi eitthvað í fréttum að segja, þegar hann kemur úr þeirri för. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.