Þjóðviljinn - 09.06.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.06.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. júní 1945. Selma Lagerlöf: LAPPI OG GRÁFELDUR. Hann var nefnilega sekur um fleira en að elta kindur og hænsni. Stundum fór hann út í skóg og drap héra eða orraunga. Hundurinn var lítill og svartur með gula bringu og gular framlappir. Hann hét Lappi. Lappi var svo viWr, að hann skildi mannamál. Þegar skógarvörðurinn teymdi hann burt með sér, vissi hann vel, hverju hann át'ti von á. En enginn hefði getað séð það á Lappa. Hánn hvorki hengdi niður höfuðið né lagði niður rófuna, héldur bar sig vel, eins og hann var vanur. Honum var sérstaklega annt um að bera sig vel, vegna þess, að þeir lögðu leið sína um skóginn. Þessi víðáttumikli skógur . umgirti gömlu námuna á alla vegu, og bæði menn og skepnur vissu, að skógurinn hafði verið látinn vaxa í friði um langan aldur. Þa ’ hafði tæpast verið höggvinn eldiviður. Og eigendurn- ir höfðu heldur ekki gert sér það ómak að grisja hann. Það var eðlilegt, að svona skógur væri notalegt heimkynni villidýra, enda var margt af þeim. Þau kölluðu skóginn, sín á milli, Friðarskóginn og álitu, að hann væri öruggasti griðastaður landsins. Þegar Lappi gekk gegnum skóginn, fór hann að hugsa tum það, hve grimmur hann hefði stundum verið við smádýrin, sem áttu þar heima. Ef þau vissu, hvað biði hans nú, mundu þau verða kát og horfa á hann úr fylgsnum sínum, sigri hrósandi. Hann veif- aði rófunni og rak upp glaðlegt gelt, svo að enginn skyldi ímynda sér, að illa lægi á honum. „En það hefði verið lítið gaman að lifa, hefði ég ekki farið á veiðar stöku sinnum“, sagði hann við sjálfan sig. „Það má hver hafa vonda samvizku fyrir mér, en ég skammast mín ekki“. Lappa varð undarlega bilt við, þegar honum datt þetta í hug. Hann teygði upp höfuðið, eins og hann langaði til að góla. Nú hljóp hann ekki lengur við hlið skógarvarðarins, heldur lötraði á eftir honum. Það var greinilegt, að Lappi var að hugsa um eitthvað óskemmtilegt. Þetta var að vorlagi og elgkýmar voru nýbornar. Kvöldið áður hafði Lappi lagt í einelti kálf, sem var tæplega vikugamall, og flæmt hann út í mýri. Hann elti kálfinn fram og aftur — ekki til þess að veiða hann, heldur hafði hann gaman af að hræða hann. Elgkýrin vissi, að mýrin var rótlaus, og svona snemma á vori var hún áreiðanlega ófær stórum Itfitt 0$ ÞETTA Hollenski rithöfundurinn Mande viile, sem var uppi fyrir 200 árum, segir á þá leið: „Þar sem ókunnur maður kem- ur, er venjulega tekið á móti hon- um í samræmi við klæðnað hans. Efnahagurinn er ráðinn af því, hve dýr föt hans virðast og greind mannsins af því, hve smekklega þau eru valin. Því er öllum, sem ekki treysta. manngildi sínu, mjög áfram um að vera vel klæddir og um fram ailt að vera þannig búnir, oð efnahagurinn sé álitinn betri en hann er. Ef þú átt heima í stórum bæ, þar sem þú þekkir ekki nema fimmtugasta hvern mann, sem þú mætir, nærðu þeim árangri með fínum klæðnaði, að allflestir bæj- arbúar, sem mæta þér, halda að þú sért efnaðri en þú ert og líta á þig með meiri virðingu. en þú telur sjálfur að þér beri að réttú Iagi!“ ÞJÓÐV ÍUJINN .7 Dagurinn var liðinn. Og þó gat hann aldrei tekið enda. I- wan fann bréf í herbergi sínu. Það var frá föður hans og hanr. lagði það frá sér ólesið. Hana gat ekki lesið bréf frá föður sínum á slíkum' degi. Nú var hann viss um, að hann var ástfanginn og þráði það eitt, að Tama yrði konan hans. Hann hafði verið glópur. Hvers vegna vissi hann þetta ekki miklu fyrr — í fyrsta sinn sem hann sá hana? „Tama er í ónáð hjá föður mínum“, sagði Bunji daginn eft- ir. — I-wan sat í draumum sínum við skrifborðið. Um nóttina hafði hann vakr.- * að við rigningu á húsþakinu. „Nú má rigna“, hugsaði hann. Svo lá hann vakandi í myrkr- inu og sagði við sjálfan sig: Hún heyrir rigninguna eins og 1 ég. Síðan sofnaði hann aftur. Um morguninn vaknaði hann og sá fagurgrænan garðinn og döggina glitra á trjálaufinu. „Hún sér það, eins og ég“, hugsaði hann. Hann gat varla beðið þess rólegur að fá að sjá hana. Það átti ekki við, að hann spyrði eftir henni. Og hann sagði við sjálfan sig, að hún væri þreytt og mundi sofa Hann sá hana í huganum, sof- andi undir rósóttri silkiá- breiðu. Andlit hennar var sól- brennt. Þegar hann lagði af stað með Bunji um morguninn, kom þerna, hneigði sig djúpt og rétti þeim sína pappírsregnhlíf • ina hvorum. I-wan sat við skrifborðið og var að hugsa um, hvort hann ætti að segja Bunji allt. En bá var það Bunji, sem tók til máls að fyrra bragði I-wan hrökk við þegar hann nefndi nafn systur sinnar. „Nú, er hann reiður?“ „Já“, sagði Bunji.',‘,Þú manst að ég bjóst við því.. Það hringl- aði í talnastokknum í höndum hans og hann skrifaði tölur ini leið“. „Hann reiddist, af því að hún fór með okkur í gær“. hé't Bunji áfram. „Hann ávitti hana líka í gærkvöld. — Já, það vav engin hálfvelgja, hvað hann skammaði hana. Ég get hlegið að því núna. En ég hló ekki þá. Hann sagði Hka, að ég hefði átt að vita betur“. Bunji beit á vörina og þagði. ,,Ég veit vel, hvað hann átti við' . „Hvað þá?“ spurði I-wa.n. Hann var orðinn rjóður í and- liti. „Nú hefur hann ákveðið, að hún giftist Seki herforingja. — Seki segist ekki vilja bíða Iengur“. Gólfið hringsnerist fyrir aug- unum á I-wan. „En hiin vill ekki eiga hann, þó að hann biði í þúsund ár“, I sagði Bunji stillilega og skrif- aði nokkra tölustafi á pappírinn „Sendum við ekki fimmtán þús- und fílabeinsleikföng til Ame- ríku?“ „Vill hún hann ekki?“ spurði I-wan og var orðinn þurr í kverkunum. „Það er ekkert nýtt“, svar- aði Bunji. „Við hin höfum líka skömm á honum — meira að segja móðir mín. En hún er gamaldags kona og má ekkert segja. Hún hefur aðeins' fer.g- ið giftingunni frestað, hvað eft- ir annað. Þegar faðir minn hef- ur sagt: „Nú verður þetta loks- ins að skríða til skarar, þá hef- ur hún fundið upp á einhverju og sagt til dæmis: „Það er eftir að fága erfðagripina. Við verðum að bíða þar til í næsta mánuði. En þetta gengur ekki til lengdar“. „Næsta mánuð“, sagði I-wan lágt. „Já, — en Tama hlýðir þd aldrei. Hún mundi fyrr drepa sig“, sagði Bunji hreykinn. — „Við vitum það öll, en faðir minn trúir því ekki samt. Hann er harðstjóri, þó að hann virð- ist svona vingjamlegur Tama er alveg jafn þrá og hann. En því trúir hann aldrei“. Bunji opnaði skúffu og tók þaðan reikningsbók. ýHeldurðu —?“ byrjaðfi I- wan. „Þrætur út af ástamálum eru daglegt brauð nú orðið“, sagdi Bunjii brosandk „Flest ungt fólk þarf að eiga í IL- indum út af þeim. Foreldrarn- ir vilja halda öllu í gamla horfinu. Börnin beygja sig ekki fyrir neinu, nema ástinni“. — Hann fór að hlæja. „Ég er sá eini, sem er utan við þetta allt saman og er ekki ástfang inn“. En I-wan gat ekki hlegið. „Hvers vegna getur Seki ekki fengið sér aðra konu"“ spurði hann. „Hann er ríkur og voldug- ur maður“, svaraði Bunji og hringlaði í talnastokknum. „A.Í ætt Samurais, eins og faðir minrt. Heiður Japans — og hvað það allt heitir — krefst þess. Hann vill eiga ungi konu, sem fæðir honum hrausta sonu. Og Tama er hraust. Þess vegna yiU hann eiga hana. Faðir minn segir, að þetta sé í þágu föðurlandsins. Gamla fólkið tilbiður föðurlandið, skal . ég segja þér — og keisarann“. „Heldur þú —?“ „Ég held -ekki neitt“. svar- aði Bunji fljótmæltur. ..Ég hef sagt þér það að ég hugsa aldr- ei. Það borgar sig ekki að hugsa. Þegar ég var í skólan- um, voru það nokkrir piltar, sem fóru að hugsa. Ég hef ekki séð þá síðan. Einn góðan veð- urdag komu hermenn — það voru hermenn Sekis — inn í skólastofuna og sóttu þá. Seki kærir sig ekki um, að menn séu að hugsa of mikið, þar sem hann hefur ráðin. Þess vegna ákvað ég að njóta lífsins“. I-wan hugsaði með sér, að ekki væri heldur að sjá mikla andagift í svip þeirra vel klæddu og gleraugnaprýddu stúdenta, sem hann mætti dag- lega á götunum. „Áttu við það, að hér séu byltingamenn?“ spurði hann „Þei, þei“, hvíslaði Bunji. — „Segðu ekki eitt einasta orð. Einhver gæti heyrt til okkar“. Dymar voru aftur, en hann gekk fram, oþnaði og leit úí. Enginn maður var sjáanlegur á göngunum. „Ég tala ekkert um slíka hluti“, sagði hann og bar ótt á. „Ég hlusta ekki á það held- ur. Mér kemur ekki annað við en gæta vinnu minnar“ Hann fór að hamast við verli sitt og I-wan var mjög undr- andi. En hugsanir hans gerðu hann ruglaðan. Átti hann að gera sér eitthvað til erindis heim, segja að hann hefði gleymt einhverju — og reyna að ná tali af henni? Hvers vegna hafði hann ekki talað meira við hana í gær? Hann hafði, satt að segja, gleymt því í gleði sinni. Nú hafði hann engin önnur ráð en að snúa sér til Bunji. „Bunji, getur þú, — viltu hjálpa mér til að ná tali af henni í dag? Ég verð að hitta hana“. Bunji leit upp: ,,Tama á að vera í herbergi sínu í þrjá daga. Faðir minn skipaði það“. „Þrjá daga“, endurtók I-wan. Átti hann þá ekki að fá ao sjá hana í þrjá daga? „Hann hefur fyrr lokað har.a inni í þrjá daga“, sagði Bunji. „Það var í fyrra vetur, þegar hún hótaði að reka sig í gegn. Faðir minn sá, að henni var al- vara. En hann var reiður og hegndi henni“. „Var það, þegar þið sögðuð, að hún væri veik?“ spurði 1- wan. „Já, það var þá. Tama er hlýðin hversdagslega, en þegar um eitthvað þýðingarmikið er að ræða, fer hún sínu fram, t;i dæmis þegar hún neitar að giftast Seki“. Dyrnar opnuðust og Aiko kom inn. Hann var þreytuleg- ur að vanda. „Hérna er bréf frá kaupmanni í París“, sagði hann við Bunji. „Hann segir, að ibenholtssúlurnar, sem postu línshestarnir frá Han áttu að standa á, hafi brotnað á lelð- inni. Bjóstu utan um þær eins og ég sagði þér?“ „Já, ég vafði þær í hálmi". svaraði Bunji og reis á fætur. „Ég bað þig að vefja þæi I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.