Þjóðviljinn - 03.08.1945, Blaðsíða 4
Þ JÓÐ VILJINN
Föstudagur 3. ágúst 1945
þJÓÐVILJIN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SigurSur GuSmundsson.
Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhfartarson.
Ititstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 10, sími 213ý.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. G.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
-------------------------------------------------------'
Innflutiiiíigsleyfin verða að komast
beint í hendur kaupfélaganna
Flestum mun hafa fundizt, er þeir lásu frásögn Þjóðviljans
tim framkomu SÍS-stjórnarinnar í garð Kaupfélags Siglfirð-
inga í gær, sem nóg væri komið hjá þessari virðulegu stjórn,
ftiælir syndarinnar væri fullur.
Ekki er þessu þó þannig farið, — nei, onei. — Stjórnin gat
kórónað sína fyrri skömm með svívirðu, og auðvitað gerði
hún það, hvað annað, þegar leifar Framsóknarflokksins og
fylgifiska hans á Siglufirði eru í veði.
Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær tók SÍS-stjórnin að
sér að dæma, svona upp á eigin ábyrgð, í máii því, sem risið
hefur út af því hver sé hin löglega stjórn Kaupfélags Sigl-
firðinga, og þetta gerði hún sömu dagana sem málið var sótt
og varið fyrir hinum löglegu dómstólum.
Og SÍS-stjórnin var syo sem ekki lengi að komast að niður-
stöðunni: Framsóknarmenn, kaupmenn og Alþýðuflokks-
menn skulu hafa á réttu að standa í þessari deilu, hvað sem
öllum málsatvikum líður, — punktum. En þar sem hins vegar
má telja vonlaust að þessir herrar geti komizt til valda í
félaginu og enn vonlausara að þeir geti haldið þeim völdum,
skal Kaupfélag Siglfirðinga drepið með því að setja á það
viðskiptabann. Og stjórnin skrifar félaginu það fræga bréf,
sem birt var hér í blaðinu í gær.
Svar Kaupfélagsins var auðvitað að fara þess á leit við
Viðskiptaráð að fá innflutningsleyfi þau, sem því bera í eigin
hendur og að þau yrðu dregin frá leyfum SÍS.
Stjórn SÍS grunaði að þessi leið yrði farin, og það var ekki
hætt við öðru en að hún vildi setja undir lekann, og hún
skrifaði Viðskiptaráði og fór þess á leit, að Kaupfélagi Sigl-
firðinga yrðu engin innflutningsleyfi veitt. Með öðrum orð-
um, það átti að útiloka að félagið gæti fengið vörur og
stöðva þar með rekstur þess, áður en dómur gengi í máli
því, sem ágreiningnum olli.
Þetta eru vissulega góðar og gildar framsóknaraðferðir,
ágætt sýnishorn þess, hvernig Framsóknarflokkurinn hefur
ætíð beitt valdinu og hvernig hann ávalt mun beita því með-
an hann fær nokkru ráðið í þessu landi, og þessar og þessu
líkar Framsóknaraðferðir eru það, sem valda því að kaup-
félögin og jafnvel einstakir meðlimir þeirra, hafa borið ok
Framsóknarflokksins furðu langan tíma.
En tímarnir eru breyttir. Valdasól Framsóknar er komin
á vesturloft. Þess vegna getur stjórn SÍS ekki komið fram
öllu því ranglæti, sem hún óskar í garð kaupfélaganna, sem
ekki eru Framsókn auðsveip.
Viðskiptaráð hefur veitt Kaupfélagi Siglfirðinga þau inn-
flutningsleyfi, sem það bað um, svo það þarf ekki að vera
upp á SÍS komið.
Þessi ákvörðun Viðskiptaráðs mælist auðvitað vel fyrir,
en hún ætti aðeins að vera upphaf þess að kaupfélögunum
væri veitt innflutningsleyfin beint, og gætu þau svo að sjálf-
sögðu framselt SÍS þau og látið það annast um kaupin, ef
þau óska þess. Með þessu mundi það vinnast, að kaupfélögin
vissu hvert um sig hvað þeim bæri. Stjórn SÍS gæti, þá ekki
lengur haft það í hendi sinni að mismuna félögunum í vöru-
úthlutun eftir því sem henni þykir henta, og ef þessi fram-
sóknarstjórn ætlar að beita eitthvert félag fantatökum, eins
og Kaupfélagið á Siglufirði, þá er hægurinn hjá fyrir félagið
að hagnýta sér leyfin á annan hátt en fela það SÍS.
Þess verður vonandi ekki langt að bíða, að Viðskiptaráð
taki upp þá reglu að úthluta innflutningsleyfunum beint til
kaupfélaganna.
ÓSAMRÆMI í BYGGINGAR-
STÍL OG DÆMI ÞVÍ TIL
SÖNNUNAR
Pt H. skrifar Bæjarpóstinum
um ósamræmi í byggingarstíl,
ruslakistu við höfnina, böðin í
verbúðunum og verkalýðsmál:
„Mé.r datt í hug að senda Bæj-
arpóstinum smá línu, að vísu
verða það sundurlausir þankar
um hitt og þetta..
Eg er hissa hvað mikið ósam-
ræmi er í stíl húsa víða í bænum,
mér finnst að hús sem standa sam
an ættu að vera byggð í svipuð-
um-stíl. Eg tek sem dæmi Lands-
smiðjuna og Landssímahúsið við
Sölvhólsgötu. Landsímahúsið er
fagurt með reisulegum kvisti, með
hreinar línur, sem skapa fegurð,
en Landssmiðjuhúsið sviplaust
hjárænulegir litir á gluggum. Þar
sem ríkið á í raun og veru bæði
þessi hús, er ég hissa á slíku
smekkleysi að hafa ekki form-
fastan stíl á húsunum.“
RUSLAKISTA VIÐ HÖFNINA
„Eg er oft gramur í huganum
við hafnarstjórn, hvað hún lætur
bjóða sér miklar yfirtroðslur, eða
er smekklaus að leyfa að krikinn
við Ægisgarð sé notaður sem
ruslakista fyrir ónýt skip.
í fyrra var Laxfoss látinn liggja
þar öllum til skammar í fleiri
mánuði, en nú er þar fúadolla,
sem aldrei verður. sjófær framar.
Annað mastrið dottið úr henni
og dinglar þar í bárunum. Þetta
skrifli hefur fengið að vera
þarna í næði í marga mánuði,
höfninni til skammar. Höfnin verð
ur að fjarlægjn svona skran
geymslu, það er minnkun fyrir
bæjarbúa að sína vanmátt sinn í
hafnarmálum á þennan hátt,
öllum sem koma og fara um Æg-
isgarð“.
BÖÐIN í VERBÚÐUNUM
„Böðin í verbúðunum eru vinsæl
og sína hvað það var orðin aðkall-
I andi þörf að fá böð og hreinlætis-
tæki austan til við höfnina. En
mikil þykir okkur íhaldssemin hjá
hafnarstjórn, að loka böðunum
hálfan daginn á meðan verðirnir
fara í sumarfrí, sérstaklega er ó-
afsakanlegt að geta ekki komizt
í bað á laugardögum fyrr en kl.
2. Ef maður ætlar úr bænum eru
stökustu vandræði að komast í
bað. Einu sinni í fyrrasumar lá
.við að ég tapaði af bíl, því gamla
Báðhúsið var yfirfullt og eins í
Sundhöllinni, en þeir skilja þetta
ekki sem eiga sín einkaböð og
þurfa aldrei. að ganga í skítverk-
in. Nóg er til af mönnum, sem
vantar létta vinnu, þeir væru fús-
ir til að vera baðverðir eða sjá
um önnur almenn hreinlætistæki.
Kaffihús og veitingastaðir eru
opnir til klukkan 11,30, en síðustu
opinberu þarfahúsin eru læst eftir
| klukkan 11, en ættu að vera op-
in fram yfir miðnætti, jafnvel alla
nóttina. Um hreinlætistækjavönt-
unina í bænum væri hægt að
skrifa langt mál, því það opin-
bera hefur sýnt mikið tómlæti
gagnvart þeim málum.“
RAÐIR VERKALÝÐSINS
ÞJAPPA SÉR BETUR SAMAN
„Alltaf eru fleiri og fleiri að
skipa sér þéttara í raðir verka-
lýðsins, .skilia betur að samheldn-
in um málefni fjöldans er undir-
staðan, sem verður að byggja á
og er fær um að skapa raunhæfar
endurbætur á kjörum fjöldans.
Tillögur bifreiðastjóranna um um-
ferðamálin sýna að verkalýðurinn
á að hafa forustuna, marka leið-
ina, hugsa um málin og fylgja
fast eftir þeim umbótatillögum,
sem varða heill fjöldans. Eins er
með eftirlitsmálin, skoðun á
vinnutækjum, þar eru verkalýðs-
félögin sniðgengin, fá ekki að
ráða neinu um öryggiseftirlitið.
Hinar eðlilegu tillögur Dagsbrún-
ar og Járniðnaðarmannafélagsins
um raunhæfar framkvæmdir í
þeim málum, virðast ekki vera
teknar til greina eins fljótt og
vera bæri. Forusta þessara mála
á að hvíla í höndum verkalýðsins
sjálfs. Hann veit hvað er mest
aðkallandi og velur sér forustu-
menn, sem hann treystir til að
koma þessum málum í viðunandi
horf.“
Slysavarnadeildin í Eyjahreppi í Hnappá-
dalssýslu fær ný björgunartæki
Það er lærdómsríkt að veita því
athygli, hverjum, blóðið rennur
örast til skyldunnar, þegar deilt
er á skipulag auðvaldsins. Fyrir
nokkrum dögum birtist hér í blað-
inu grein, bar sem dregin var upp
raunsæ mynd af þvi, hve mjög
skortir á, að þjóðfélag auðvalds-
ins á íslandi og annars staðar
ræki svo skyldur sínar sem því
ber við alþýðumæðurnar og hina
verðandi þegna þjóðfélagsins. Enn
fremur var þar hent góðlátlegt
gaman að ýmsum kreddum og sið-
ferðishræsni afturhaldsins í af-
stöðu þess til kynferðismála. Að
sjálfsögðu kom þetta við kaun
svartasta afturhaldsins. Dagblað
Framsóknarflokksins, Alþýðublað
ið, og aukablað Framsóknar, Tím-
inn, hafa séð sér skylt að bregða
skildi fyrir auðvaldsskipulagið
með bví að slíta úr samhengi
nokkrar setningar hingað og
bangað úr greininni og birta bær
lesendum sínuin sem meginkjarna
málsins, en sniðganga gjörsam-
lega gagnrýnina á uppeldis- pg
heiinilisháttum í bjóðfélagi auð-
valdsins. Það er sannarlega liollt
fyrir lesendur bessara framsókn-
arblaða að fá svona óyggjandi
staðfestingu á bví, að skriffinnar
beirra lesa hin blöðin á sama hátt
og andskotinn Ies biblíuna.
Jcn Magnússon,
Brekkustíg I4B er átt-
ræður í dag
Jón Magnússon Brekkustíg
14B er áttræður í dag. Telja
má víst, ef Jón væri heill
heilsu, að gestkvæmt væri á
heimili hans í dag, því þessi
vinsæli maður og ötuli liðs-
maður verkalýðshreyfingar-
innar á marga góða vini í þess
um bæ. En Jón hefur nú um
langt skeið átt við mikla van-
heilsu að stríða, og nú er
heilsa hails þannig, að hann
getur ekki tekið á móti gest-
um á heimili sínu.
Þjóðviljinn sendir honum í
dag hlýjar kveðjur í nafni
fjölmargra vina hans.
Húsnæðislsysi
í London
Samkvæmt upplýsingum
frá sendiráði íslands í Lond-
on, eru mjög alvarleg hótel-
og húsnæðisvandræði þar í
borg. Vill sendiráðið því að-
vara þá ferðamenn og kaup-
sýslumenn, sem þangað ætla,
að tryggja sér áður húsnæði
með aðstoð vina sinna eða
verzlunarsambanda.
Frétt frá ríkisstjórninni.
Um síðustu helgi fóru þeir
Jón E. Bergsv.einsson erind-
reki Slysavarnafélags íslands
og Henry'Hálfdánsson skrif-
stofustjóri vestur að Dals-
mynni í Eyjahreppi, Hnappa-
dalssýslu og héldu þar æfingu
með nýjum björgunartækjum,
sem félagið afhenti slysavarna
deildunum á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Sr. Þorsteinn L.
Jónsson form. slysavernad. í
Eyjahreppi veitti tækjunum
móttöku, en þau eru 350 m
línubyssa með tilheyrandi lín
um, björgunarstól og öðrum
áhöldum. Tækin verða geymd
miðsvæðis í héraðinu við þjóð
veginn, sennilega í Gröf upp
af Skógarnesi, eða þar sem
auðvelt verður að ná til þeirra
ef skipbrot verður Við suður-
strönd Snæfellsness eða Vest-
ur-Mýrar.
Áður nefndir starfsmenn
fóru í bifreið Slysavarnafélgs
íslands. Á leiðinni kom það
ekki ósjaldan fyrir að menn
báru upp umkvartanir vegna
öryggisleysis á vegum, sérstak
lega útaf slæmu ástandi á
nokkrum brúm, sem ýmist
eru með brotin handrið, eða
akstur svo erfiður að þeim,
að búast má við slysum af
þeim ástæðum. Bifreiðastjór-
ar og bílaeigendur stöðvuðu
stundum starfsmenn Slysa-
varnafélagsins og báðu þess
að félagið beitti áhrifum sín-
um til þess að fá komið á
nauðsynlegum umbótum.
Þær brýr, sem einkum eru
athugaverðar eru þessar: Brú
við Höfn í Melasveit, við Ár-
dal, brú yfir sýkið vestan Hvít
árbrúar, brú hjá Borg á Mýr-
um og síðast en ekki sízt brú-
in yfir Hafursfjarðará, sem
Frh. á 7. síðu.