Þjóðviljinn - 11.08.1945, Page 1
10. árgangur.
Laugardagur 11. ágúsl 1945
177. tölublað.
f-----
Lömunarveikin
Lömunarveikisfaraldurinn,
sem nú gengur í t anum veld-
ur mörgum áhyggjum.
Björn Sigurðsson læknir
sk'ýrir í grein, sem birtist á
7. síðu Þjóðviljans í dag, frá
sumurn af niðurstöðum af
rannsóknum seinni ára í sam-
bandi við lömunarveiki.
Japanar fúsir að
Bandamanna
En setja þann skilmála, að völd keisarans og réttindi verði að engn leyti skert
Mikill fögnuður meðal Bandamanna, en bardagar halda áfram á öllum vígstöðvum
BANDAMANNASTJÓRNIRNAR RÆÐA ♦
FRIÐARTILBOÐIÐ
Um hádegisbilið í gær skýrði Tokíoútvarp-
ið frá því, að japanska stjórnin væri fús til að
ganga að tilboði því um skilyrðislausa upp-
gjöf, sem henni var gert 26. júlí sl. á Potsdam-
ráðstefnunni í nafni Bandaríkjanna, Bretlands
og Kína, svo fremi sem völd og réttindi Jap-
anskeisara væru í engu skert. Einnig var skýrt
frá því, að stjórnir Svíþjóðar og Sviss hefðu
verið beðnar að koma þessum boðum áleiðis
til stjórna áðurnefndra Bandamannaríkja og
Sovétríkjanna, en þau urðu aðili að Potsdam-
tilboðinu með stríðsyfirlýsingu sinni á hendur
Japönum.
Seinna í gær bárust þær fréttir frá London
og Washington að stjórnir Bandamannaríkj-
anna fjögurra stæðu í nánu sambandi hver við
aðra varðandi yfirlýsingu japönsku stjórnar-
innar, en búizt var við, að nokkur tími gæti
liðið, áður en Bandamenn gætu náð beinu
sambandi við hana, og hægt væri að segja
með vissu, hver málalok yrðu.
Japanskur sjónarvottur lýsir
Súsúkistjórnin í Tokío
hafði áður hafnað uppgjafar-
tilboðinu, en hún hefur nú
séð, að tilgangslaust var að
halda baráttunni áfram. Sagt
er þó, að hermálaráðherrann
japanski hafi neitað að sam-
þykkja þessa ákvörðun og
hafi gefið japanska hernum
fyrirskipun um að halda bar-
áttunni áfram í nafni keisar-
ans. Vitað er, að Japanar hafa
að undanförnu haft mikinn
viðbúnað í Sjanghaj og Hon-
kong og búið sig undir að
verja þær í lengstu lög. Marg
ir hernaðarfræðingar , álíta
einnig, að japanski herinn í
Mansjúríu muni halda barátt-
unni áfram, en eftir fréttun-
um af framsókn rauða hers-
ins þar er ekki hægt að bú-
ast við, að hann geti varizt
til lengdar.
POTSDAM
TILBOÐIÐ
Uppgjafartilboðið, sem Jap-
önum var gert á Potsdam-
ráðstefnunni, var í 13 liðum.
Helztu atriði þess voi’u: 1)
að japanski herinn yrði al-
gerlega afvopnaður, 2) að all-
ar hergagnaframleiðslustöðv-
ar Japans yrðu eyðilagðar, 3)
að Japanar skiluðu öllum
þeim löndum, sem þeir hafa
lagt undir sig síðan þeir hófu
landvinningastyrjaldir sínar
fyrir 40 árum, 4) að til Jap-
ans teldust ekki nema fjór-
ar heimaeyjanna, Kjúsjú,
Honsjú, Iiokkaido og Sji-
koku, auk þeirra smáeyja,
sem Bandamenn kvæðu nán-
ar á um síðar, 5) að Banda-
menn hernæmu þá staði á
Japanseyjum, sem þeim þætti
henta, 6) að komið yrði á fót
lýðræðislegu skipulagi í Jap-
an, og 7) að öllum stríðs-
glæpamönnum yrði refsað.
MIKILL FÖGNIJÐ-
UR I ÖLLUM LÖND-
UM BANDA-
MANNA
Fregninni um friðartilboð
Japana var tekið af miklum
fögnuði í öllum löndum
Bandamanna. Mestur var þó
fögnuðurinn 1 Sjúngking,
London og New York. Frétta
ritarar í Sjúngking segja, að
allir íbúar borgarinnar hafi
streymt út á göturnar til að
fagna því, að stríðinu væri
nú loks lokið, eftir 14 ára
hörmungar.
í London streymdi mikill
mannfjöldi, syngjandi og
arasmm a
Fyrsta frásögn sjónarvotts
um atómsprengjuárásina á
Hirosjima á mánudag kom í
Tokíoútvarpinu í gœr. Var
það japanskur hermaður, sem
staddur var í Hirosjima, þeg-
ar árásin var gerð, sem
skýrði frá. Frásögn hans var
á þeSsa leið:
Hann var staddur á gisti-
húsi einu í borginni, þegar
hann heyrði mikinn flugvéla-
dyn. Hann gekk að gluggan-
um og leit út. Hann sá nokk-
ur flugvirki yfir borginni.
Skyndilega brá skreruxn eld-
dansandi út á göturnar, þegar
er fréttin barst. Var henni
fagnað m. a. með því að láta
bréfmiða og pappírsskraut
svífa úr gluggum húsanna
niður á göturnar að banda-
rískum sið. En tilkynning
barst frá bústað Attlees for-
sætisráðherra, að engin opin-
ber hátíðahöld yrðu, fyrr en
fullvíst væri um stríðslok.
í New York safnaðist einn-
ig mik-ill mannfjöldi út á
göturnar, og var mannþröng-
in í fyrstu einna mest á Tim-
estorgi, en dreifðist síðan um
alla borgina. Lögregluliði
borgarinnar var sagt að vera
viðbúið til að sjá um, að
fagnaðarlætin færu ekki
fram úr hófi.
Hírosjiina
bjarma yfir himininn, svo að
hann blindaðist algerlega. Ó-
sjálfrátt kastaði hann sér á
gólfið og varð það honum til
happs, að veggurinn sem
hrundi, skýldi honum, svo að
mylsnan úr veggnum sakaði
hann ekki. Þegar hann kom
út, sá hann ekki annað en
rústir. í rústunum lágu lík
og helsærðir menn, sviðnir á
öllum líkanaanum, er stundu
og hrópuðu á hjálp. Allur
gróður, gras og tré var brunn
inn til ösku. ,,Það var hræði-
leg sjón, sem engin orð fá
lýsti:, sagði hann að lokum.
HVAÐ VERÐUR
UM KEISARANN?
í Potsdamtilboðinu var ekk
ert minnzt á, hver mundu
verða afdrif keisarans, enda
vitað að nokkur ágreiningur
hefur verið milli Banda-
manna um það. Grew, vara-
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sem er af mörgum tal-
inn einn áhrifamesti maður
þeirra um utanríkismál, hef-
ur opinberlega látið þá skoð-
un í ljós, að Bandamenn ættu
ekki að skerða hár á höfði
keisarans, en láta hann vera
æðsta þjóðhöfðingja Japans
áfram. Hins vegar hefur
hann verið efstur á lista kín-
Fhr. á 7. síðu.
Rauði herinn kominn
100 km inn í Man-
sjúríu
í annarri dagskipan
Stalíns um stríðið gegn
Japan, sem gefin var út í
gær, var sagt, að rauði
herinn hefði á einum
stað sótt fram um meira
en 100 km inn í Man-
sjúríu og tekið mikil--
væga járnbrautarmið-
stöð. Flugvélar Banda-
manna gerðu í gær harð-
ar árásir á japanskar
borgir. Kínverskar her-
sveitir tóku borg eina í
sókn sinni frá Kveiling.
Á norðvesturvígstöðvunum
í Mansjúríu hefur rauði her-
inn sótt fram um meira en
100 kílómetra og tekið mikil-
væga járnbrautarborg og 7
aðra bæi. Þar hefur hann
brotizLgegnum varnir Japana
á breiðu vígsvæði.
Á austuxvígstöðvunum í
Mansjúríu hefur hann farið
yfir fljótið Amúr, skammt
frá Kabarovsk og hefur tek-
ið 3 bæi á suðurbakka fljóts-
ins. Hann hefur einnig farið
yfir fljótið Úsúrí sunnar á
austurvígstöðvunum og sótt
þar fram um 20 kílómetra.
Mótspyrna Japana hefur
færzt 1 aukana.
Loftárásir á Japan
Flugvélar Bandamanna
héldu áfram loftárásum sín-
um á Japan í gær. Risaflug-
virki gerðu árás á olíuhreins-
unarstöð í grennd við Tokío.
1500 flotaflugvélar 3.*banda-
ríska flotans og brezkra flug-
vélaskipa, sem með honum
eru, gerðu loftárásir í dögun
í gær á borgir á Norður-Hon-
sjú. 248 japanskar flugvélar
voru eyðilagðar á jörðu. Her-
skip flotans skutu á herstöðv-
ar Japana á ströndinni. Engr-
ar mótspyrnu varð vart af
Japana hálfu.
’ í tilkynningu frá N'mitz
flotaforingja í gær var -agt,
að um 50 japönrY’m r-'dn-
um hefði verið sökht eoa þau
löskuð tvo undanfarna sólar-
hringa.
Þrír æðstu hershöfðingjar Bandaríkjanna
Þeir eru (talið frá vinstri): 'Marshall, yfirforingi hersins,
Leahy, herráðsforingi forsetans og King, yfirforbigi flotans