Þjóðviljinn - 11.08.1945, Side 4
Laugardagur 11. ágúst 1945.
Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
19.00 2184).
Afgreiðsla: S'kólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Jarðeignamálið og bændur
Morgunblaðið gerir þá kröfu í gær að bændur eignist
sjálfir allar jarðir og að ríkið byrji með því að selja sínar 1
þeirra.
Hverja er Morgunblaðið að hugsa um í þessu sambandi?
Ber það hag bænda fyrir brjósti, það, að þeir eigi sjálfir
jörðina, sem þeir vinna á?
Er það að hugsa um jarðeigendur, — þá menn, sem nú
þegar hafa sölsað undir sig fjölda jarða og hafa bændur
að leiguliðum og eru alltaf að sölsa undir sig fleirí?
Eitt er víst, Morgunblaðið er ekki að hugsa um þjóðar-
heildina, þegar það gerir þessa kröfu, — þá þjóðarheild,
sem nú er nauðbeygð til að borga t. d. eina milljón „króna
fyrir jörð eins og-Höfn í Siglufirði eða 90 þúsund krónur
fyrir engjablett á Egilsstöðum ef þjóðin þarf á sinni eigin
fósturjörð að halda til fleiri hluta en að framleiða þar hey.
Morgunblaðið er ekki að hugsa um hver baggi jarðeigna-
réttur einstaklinga er atvinnulífi landsmanna, — hver skatt-
ur lóðabraskið í Reykjavík er orðinn á atvinnulífi Reykvík-
inga o. s. frv.
Það er nauðsynlegt að tryggja bændum, — þ. e. a. s. þeim
mönnum, sem rækta jörðina, — afnotaréttinn af henni
handa þeim og afkomendum þeirra. — Það er ennfremur
nauðsynlegt að tryggja þjóðinni yfirráð yfir jörðinni t.il
þeirra afnota sem hún þarf, annarra en landbúnaðar.
Þessa tvenna hagsmuni þarf að samrýma.
Og eitt er víst: Það verður ekki gert með frjálsum eignar-
rétti einstaklinga á jörðinni.
Reynslan er sú hér á landi, að með þeim hætti lenda
fleiri og fleiri jarðir í hendur braskara — og það verður
erfiðara og erfiðara fyrir bændurna að búa á jörðunum.
Ríkið hefur fram að þessu ekki verið dýrasti landleigjandinn
á íslandi. Þvert á móti. Ríkið mætti samt á ýmsan hátt yera
betri landleigjandi en það nú er. Það stendur til bóta.
En ef byrja á á því að tryggja hinum vinnandi bændum
eignarrétt á jörðunum, þá er bezt að byrja með því að taka
jarðirnar af þeim auðmönnum í Reykjavík, sem keypt hafa
jarðir út um allt land og kaupa nú stöðugt.
Hvað segir Morgunblaðið um það og hvernig vill það
fara að því?
•
Það væri stórskaðlegt fyrir bæði þjóðarheildina almennt
og bændastéttina sérstaklega að fara nú að selja ríkisjarð-
irnar. — Eða heldur Morgunblaðið að það hefði t. d. flýtt
fyrir nýsköpunaráformunum á Skagaströnd að ríkið seldi
nú Höfðahóla í stað þess að kaupa Spákonufell, eins og það
hefur gert?
Það þarf einmitt að taka jarðeignaréttarmálið á íslandi
til alvarlegrar athugunar í sambandi við endurskoðun stjórn-
arskrárinnar með það fyrir augum að tryggja í senn og sam-
ræma hagsmuni þjóðarheildarinnar og búendanna í landinu.
Ilað dugar ekki að láta það viðgangast að þjóðin þurfi,
sakir þess að hún er að ráðast í miklar framkvæmdir, alltaf
að greiða hærri og hærri skatt til einstakra landeigenda, af
því að jörðin hækki í verði fyrir aðgerðir þjóðarinnar og án
persónulegra framlaga landeigenda, og það dugar heldur
tekki að bændum verði gert erfiðara um atvinnurekstur sinn
af því fleiri og fleiri jarðir lendi í braski.
ÞJÓÐVILJINN
HIÐ JAPANSKA herveldi er að
hrynja í rúst. í gær bárust fréttir
um, að japanska stjórnin teldi sig
fúsa til að ganga að tilboðinu um
skilyrðislausa uppgjöf, sem henni
var gert 26. júlí sl. á Potsdam-
ráðstefnunni. Þessi ákvörðun
kemur engum á óvœnt. Urslitin í
Kyrrahafsstyrjöldinni voru þegar
ákveðin, er fyrstu atómsprengj-
unni var varpað á borgina Hiro-
sjimo á mánudag og Sovétríkin
lýstu yfir styrjöld á hendur Jap-
önum tveim dögum síðar. Þegar
svo var komið, mátti sjá fyrir end
ann á styrjöldinni, jafnvel þótt
Japanar hefðu varizt, meðan
nokkur stóð uppi.
MEÐ UPPGJGF Japana lýkur
sögu eins blóðugasta herveldis,
sem um getur. Það eru ekki nema
átta áratugir, síðan Japan var
á miðaldastigi, lokað Evrópu-
mönnum og með öllu ókunnugt
tæknilegri menningu. Á fjórum
áratugum var það orðið öflugasta
herveldi Asíu. Japanar komu
heiminum á óvart, þegar þeir ár-
ið 1905 gersigruðu hersveitir rúss-
neska keisaradæmisins og lögðu
með því grundvöllinn að hinu
volduga herveldi sínu, sem fjöru-
tíu árum síðar ógnaði tilveru
tveggja af mestu stórveldum
heims. Þessi fjörutfu ár hefur
saga Japans verið saga um nær
óslitna heimsvaldastyrjöld. Jap-
anar tóku þátt í fyrri heimsstyrj-
öldinni með Bandamönnum og
fengu í sinn hlut mikið af ný-
lendum og herbækistöðvum Þjóð-
verja á Kyrrahafi. Næsta áratug
héldu þeir áfram herviðbúnaði
sínum, byggðu upp mikinn iðnað
og öfluðu sér mikilla ítaka á meg-
inlandi Asíu.
í SEPTEMBER 1931 hófu þeir
styrjöld sína í Kína. Þeir lögðu
eitt stærsta fylki Kínaveldis,
Mansjúríu, undir sig á skömmum
tíma. Þeir lýstu þar yfir „sjálf-
stæðu lýðveldi", sem nefndist
Mansjúko, með iapanskri lepp-
stjórn. Síðan héldu herir þeirra
inn í Kína sjálft. Þeir tóku borg
af borg, hérað eftir hérað, án
þess að stjórn Sjang Kajsjeks
veitti nokkra mótspyrnu. Komm-
únistaherinn í Norður-Kína varð
fyrstur til að spyrna við fæti gegn
ásókn þeirra og hann knúði Sjang
Kajsjek til að segja Japönum
strið á hendur.
í TIU ÁR barðist kínverska
þjóðin vopnlaus að mestu gegn
ofurefli hins japanska herveldis.
í desember 1941 kom árásin á
Pearl Harbour. Á þrem mánuðum
lögðu Japanar undir sig Filipps-
eyjar, Malakkaskaga og mestan
hljuta Austur-Indía. Þeir héldu
sigurför sinni áfram, þangað til
hersveitir Mac Arthurs stöðvuðu
hana á Nýju-Guineu. Síðan hef-
ur hver ósigur japanska hersins
rekið annan, og í dag biðja hinir
japönsku hernaðarsinnar um frið.
Þeim mun verða að ósk sinni, en
það verða aðrir, sem ráða munu
skilmálunum.
ENN UM „FÁHEYKÐA PEN-
INGALEIГ
„Bæjarpósturinn" birti fyrir
nokkru bréf undir fyrirsögninni:
„Fáheyrð peningaleið" og litlu
síðar athugasemd við hana frá
lögregluþjóni þeim, sem við þetta
mál var riðinn. Nú hefur „Bæjar-
póstinum“ enn borizt yfirlýsing
frá seljanda hússins og grein frá
höfundi fyrrnefnds bréfs:
„Vegna yfirlýsingar okkar
hjóna í Þióðv. 19. júlí viðvíkjandi
grein, sem birtist í sama blaði
dagsettri 7. iúlí 1945 þar sem
skýrt er frá framferði lögreglu-
þjóns hér í bænum fyrir að hafa
látið okkur borga sér vegna sölu
á sumarbústaði í Fossvogi, sem
greinarhöfundur álítur að kaup-
andi sumarbústaðarins hafi átt
að gireiða lögregluþjóninum en
ekki við, sem seldum, viljum við
taka eftirfarandi fram: Greinar-
höfundur kom til okkar eftir að
hann hafði frétt um að lögreglu-
þjónninn hefði fengið peninga hjá
okkur fyrir að hafa útvegað kaup
anda að bústaðnum. Spurði hann
okkur um ýmislegt því viðvíkj-
andi og féllumst við í hugsunar-
leysi á að hann skrifaði pistil í
dagblað hér í bænum um þetta
mál. Síðar sáum við eftir þessu
og sendum greinarhöfundi orð-
sendingu þess efnis að hann setti
ekki umræddan pistil í dagblaðið.
En nokkru seinna fréttum við að
greinin hafi komið í Þjóðviljan-
um þ. 7. júlí, en þá var vika liðin
síðan við sendum greinarhöfundi
orðsendinguna. Þótti okkur þetta
mjög leiðinlegt, en greinarhöfund-
ur skýrir mér svo frá, að hann
hafi þá verið búinn að senda
nefnda grein og ekki haft ástæðu
til að afturkalla greinina. Þó að
um þetta megi ef til vill deila,
hvort við eða kaupandi sumarbú-
staðarins eigi að greiða pening-
ana til lögregluþjónsins. Lögreglu
þjónninn kom nokkru eftir að
greinin birtist. til mín og bar sig
mjög illa yfir því, ef sér .tækist
eigi að hnekkja ummælum grein-
arinnar, sem birtist í Þjóðviljan-
um um söluna. Verð ég að játa,
að mér þótti það ábyrgðarhlutþ
ef nokkuð. illt hlytist af þessu
máli, og gaf því hina umbeðnu
yfirlysingu og skrifaði nafn konu
minnar, sem þá var fjarverandi.
Hitt gerði ég mér ekki nægilega
ljóst, að með þessari undirskrift
gerði ég greinarhöfundi rangt til,
vegna þess að tekið var fram í
yfirlýsingunni að grein hans væri
á enguni rökum reist.
Reykjavík þ. 2. ágúst 1945
Bjarni Þóroddsson".
ATHS. FRÁ GREINARHÖFUNDI
Eg, -sem skrifaði greinina „Fá-
heyrð peningaleið“ er birtist í
Þjóðviljanum 7. júlí sl. er Bjarna
Þóroddssyni þakklátur fyrir fram
anskráða yfirlýsingu. Hún varpar
nýju liósi yfir málið svo iangt
sem hún nær. Bjarni greinir rétt
frá tildrögum þeim, er til þess
lágu að greinin var skrifuð. Sann-
leikurinn er jafnan sagna beztur.
Þetta getur stöku sinnum hent
góða menn og réttvísa að gera
glSppaskot. í augnablikinu eru
þeir á valdi tilfinninganna um
góðgerðasemi, en hafa þá ekki
gefið sér tóm íil að hugsa málið
til enda.
EKKI DEILUMÁL
Hins vegar er ég ekki sammála
B. Þ. um það, sem hann segir í
yfirlýsingu þessari, að það sé
deiluniál, hvar lögregluþjónninn
eigi að fá sína fyrirhöfn borgaða,
þegar gengið er út frá venjulegu
viðskiptalífi. Hjónin báðu Þorkel
Steinsson ekki um neina aðstoð
við að selia húsið. Það er hann,
sem biður þau um að gera sér
þann greiða að hinkra með söl-
una á meðan hann léti venslafólk
sitt vita um það, að húsið væri til
sölu. Hans er þágan. í fullar 3
vikur bíða hjónin í óvissu um
svar. Segjum að þessi maður, sem
loksins kom og keypti húsið,
hefði ekki keypt það. Hvað hefði
Þ. S. þá gert? Hvert hefði hann
þá stefnt reikningi sínum? Vita-
skuld er verið hér að hafa hausa-
skipti á hlutunum og því aðeins
verður þessi peningaleið Þ. S. fá-
heyrð. Hingað til hefur það við-
gengizt að kaupandinn hafi orð-
ið að bera hita og þunga þess
kostnaðar sem að kaupum lýtur,
en ekki selja-ndinn. Máski báðum
beri að borga milliliðunum? Það
er sem ég sjái framan í kaup-
mennina hérna í Reykjavík eða
hvern sem er, sem eitthvað selur
undir hliðstæðum kringumstæð-
um og hér um ræðir, ef ég leyfði
mér að krefja þá um greiðslur
fyrir símkostnaði, leigu á bifreið-
um, aukavinnu fyrir að snúast í
þessu, sem ég er að útvega vini
mínum og svo fyrir allt erfiðið,
sem ég hef framleitt, og sem ég
veit ekki vel hvernig á að reikn-
ast til peninga! Eg gæti hugsað
mér að andlitið á seljanda yrði
bara að einu spumingarmerki. —
Hvort maðurinn væri orðinn
hringa vitlaus!
Frá mínum bæjardyrum séð, er
það eini ljósi punkturinn í þessu
húsasölumáli fýrir Þ. S. að hann
gengst við því, að vera sá lög-
regluþjónn, sem átt er við í grein-
inni, en ég var beðinn að gefa
ekki upp nafn hans í frásögninni.
Vil ég hér með nota tækifærið og
biðja þá lögregluþjóna, sem und-
ir þessari frásögn lágu, afsökun-
ar á að nafni viðkomanda var
haldið leyndu.
REIKNINGURINN
Að drífa sig áfram fyrir al-
menningsálitinu með fölskum
vottorðum og vísvitandi ósann-
indum, er oft skammgóður verm-
ir og venjulega vandræðaleið þó
farin sé.
Þ. S. grípur til þess óyndisúr-
ræðir í þessu húsasölumáli, að
lýsa því yfir að grein mín sé
,,með öllu tilhæfulaus og ósönn“.
Þetta er svo að skilja, sem ég hafi
frá eigin brjósti búið frásagnar-
atvikin til og tekið lögregluþjón-
inn inn í málið og notað hann
þár, sem hverja aðra söguhetju!
Þó. kannast hann við að hafa
komið eitthvað nærri þessu máli.
Reikningurinn, sem Þ. S. kom
með heim til hjónanna og sem
þau greiddu „orðalaust í herrans
nafni réttvísinnar“ hljóðar svo:
Þriðjudaginn hinn 12—6—1945.
— í dag hefur herra Bjarni Þór-
oddsson Urðarstíg 12 greitt mér
undirrituðum sölulaun vegna
hússins við Káranesbraut krónur
200.00.
Reykjavík 12. júní 1945
Þorkell Steinsson, lögregluþjónn
Holtsgötu 14.
DÆMD ÓMERK
í Þjóðviljanum 19. júlí sl. lýsir
Þ. S. því yfir að hann sé búinn að
gera ráðstafanir til að fá grein
mína dæmda ómerkfa fyrir dóm-
stolum. Síðan Þ. S. hefur lýst
Framhald á 7. síðu.