Þjóðviljinn - 11.08.1945, Síða 5
Laugardagur 11. ágúst 1945.
ÞJÓÐVILJINN
5
Vér krefjumst rannsóknar
Hinum vopnuðu átökum í
Evrópu er nú loksins lokið.
Það gekk hráðar en almennt
var búizt við, að gersigra her-
sveitir nazistanna, enda þótt
aðstaða þeirra væri fyrir
löngu orðin vonlaus. Enginn
'efi er á því, að hin ákveðna
mótstaða alþýðu sumra hinna
undirokuðu landa og vel
skipulögðu neðanjarðarstarf-
semi, átti sinn drjúga þátt í
hversu vel og giftusamlega
tókst að frelsa íbúana frá, að
þola hinar þyngstu búsifjar,
sem óumflýjanlegar hefðu
orðið, ef styrjöldin hefði ver-
ið háð í landi þeirra.
Við höfum heyrt mikið og
lesið um baráttu dönsku og
norsku skæruliðanna, hið að-
dáunarverða skipulagsstarf,
sem þeir leystu af hendi, enda
hafa Bandamenn látið aðdáun
sína óspart í ljós, og fullyrt,
að starf frelsisvinanna hafi
auðveldað mjög allt starf
þeirra í þessum löndum, þar
sem Þjóðverjar gáfust upp í
hundraðþúsunda tali.
Einn mikilvægur þáttur í
starfi leynihreyfinganna var
sá, að safna skýrslum og sönn
unum um þá stríðsglæpi, sem
framdir voru, og misþyrming
ar á fórnarlömbum þessara
villidýra, Getur nærri að slík-
ir listar, sem byggðir eru á
fullkomnum sönnunargögn-
um, séu vel þegnir af þeim
nefndum, sem stofnaðar hafa
verið til að vinna úr slíkum
gögnum. Athafnatími þess-
arra tvífættu villidýra er nú
úti, hérna megin á hnettin-
um. Aldrei hefur heiminum
birzt slíkt regindjúp mann-
legrar vonzku og grimmdar.
Sannleikurinn í þessum efn-
um er svo hryllilegur, að hug
myndaflug venjulegs manns
hrekkur varla til að meðtaka
þvílíkan viðbjóð. Og þó ætti
hver einasti maður, sem skil
vill vita á því, sem gerist í
heiminum, að leggja þá erfiðu
hugarraun á sig,\ svo og að
skilja þá staðreynd, að til
slíkra verka, var hœgt að ala
upp geysilegan fjölda ungra
manna, jafnvel kvenna, svo
þeim fannst sem um hugsjóna
starf væri að ræða. Slíkur var
— og er — nazisminn.
Fyrir nokkru settist á rök-
stóla í London stríðsglæpa-
nefnd hinna sameinuðu þjóða.
Henni mun ætlað það starf,
að vinna úr sönnunargögnum
og dæma þá, sem finnast sek-
ir um brot á alþjóðasamþykkt
um um hernað, eða afhenda
þá til dóms í viðkomandi
löndum.
Það var ekki að ófyrirsynju
að til voru ákvæði, sem köll-
uð voru Genfarsamþykkt, við
víkjandi hernaðarrekstri,
nokkurs konar „lína“ í hern-
aðarmóral, og var gott að hún
var fyrir hendi í því efni, því
ella hefði mátt búast við að
margar ráðstefnur og langur
tími hefði farið í að finna
þann þráð, eftir hamfarir
þessarar styrjaldar.
Það virðist svo komið, í
seinni tíð, að vegur íslands,
þótt tvímælalaust hafi þjóðin
leyst mikilvægt hlutverk af
hendi í styrjöldinni sé harla
bágborinn á vettvangi alþjóða
málanna. Því miður er ekki
annað sýnilegra en að landi
voru og þjóð hafi verið stjak-
að blíðlega úr samfylgd hinna
sameinuðu þjóða, á leið þeirra
til öryggis, lýðræðis og hag-
sældar.
Ef til vill látum við okkur
allt nægja mótmælalítið, og
erum bara þakklátir fyrir þá
sæmd, að fulltrúar þeirra
kasta mæðinni á Fróni í loft-
þeysingum á milli ráðstefn-
anna. Nóg um það.
Það var annað atriði, sem
vakti fyrir mér með grein
þessari, og það var að minna
á, að stríðsglæpir voru framd
ir á íslenzkum sjómönnum 1
styrjöldinni, og það í stórum
stíl. Eg leyfi mér að nefna
dæmi:
Á öndverðu ári 1941, fremja
þýzkir kafbátsmenn hryllileg
morð á íslenzkum fiskimönn-
um. 10. marz verður b. v.
Reykjaborg fyrir árás. Kveikt
er í skipinu með fallbyssuskot
hríð. Kafbáturinn læðist
kringum það, og við bjarm-
ann af hinu brennandi skipi,
leika skytturnar sér að því að
myrða varnarlausa mennina,
sem leitast við að bjarga líf-
inu með því að nálgast björg
unarskip og fleka. 13 láta lífið
í þessum ójafna leik, tveimur
tekst að komast á fleka, særð
um, og er bjargað eftir miklar
þjáningar.
Árla morguns daginn eftir,
skeður annar atburður svipað
ur hinum fyrri og hafa sömu
glæpamennirnir verið að
verki, eða sama tegund.
Skothríð cr hafin á 1. v.
Fróða. Fimm menn myrtir.
Nokkrir særðir. Sk'.nið kemst
til lands við illan leik, allt
sundurskotið.
Þriðji harmleikurinn fer
fram 1—2 dögum seinna, dá~
lítið sunnar í hafinu, 1. v. Pét-
ursey hverfur í djúpið, með
10 manna áhöfn.
í tveimur tilfellunum mis-
tekst kafbátsforingjunum ætl
un þeirra, sem sé að útrýma
áhöfnum skipanna, svo eng-
inn verði til frásagnar um af-
drif þeirra. Þetta mun því
miður hafa tekizt með 1. v.
Pétursey, því ekki var ofviðri
til að dreifa.
í þessari hrotu myrtu „arí-
arnir“ 27 af okkar vöskustu
fiskimönnum, ásamt einum
fulltrúa opinberrar stofnun-
ar.
Ekki er rúm hér til að
rifja upp hetjuskap þessarra
manha, sem brá varla við sár
eða bana. En aldrei skyldi ís-
lenzka þjóðin gleyma orðum
Gunnars frá Brekku, frekar
en Bretar orðum Nelsons
flotaforingja.
Eitt atriði, sem snertir rétt-
arfarslega hlið þessa máls,
þótt varla taki því að minnast
á það, er sú staðreynd, að
Þjóðverja,r lýstu ekki hafn
banni á okkur fyrr en 23.
marz sama ár, eða um V2 mán.
eftir ofanritaðar árásir.
En „hernaðar'afrek" þessi
eru aðeins hluti af þeim við-
burðum sem hent hafa ís-
lenzku sjómennina á hafinu í
þessu stríði.
Ótal margir sorgaratburðir
eins og Péturseyjarslysið, eru
óupplýstir með öllu. Það er
óþarfi að rekja þá hér, þjóðin
man þá.
En við verðum þegar í stað
að hefjast. handa um að leita
upplýsinga um afdrif þeirra,
sem ætla má að hafi farizt af
hernaðarvöldum. Utanríkis-
þjónusta íslendinga á hér
verkefni óleyst, og það er sið-
ferðileg skylda okkar að láta
einskis ófreistað í þeim efn-
um.
Þjóðverjar eru þekktir að
skipulagsbundinni nákvæmni
í starfsháttum. Ekki sízt í
hernaði, Gegnum þessa eigirn
leika þeirra, hefur mörgum
þjóðum veitzt léttar að rekja
og finna spor margra nazista,
sem frömdu ofbeldis- og
hryðjuverk á þegnum þeirra,
og sanna þá, þótt langur tími
væri umliðinn. Nýlega sendu
Norðmenn nefndinni í Lon-
don lista yfir 350 stríðsglæpa
menn þýzka, ásamt sönnunar-
gögnum.
Það er alkunna, að þýzku
kafbátarnir höfðu daglegt
samband við heimalandið.
Kafbáturinn var nokkurs kon
ar hereining á hafinu, sem
flotastjórnin þurfti að fylgj-
ast með af mikilli nákvæmni,
svo að full hernaðarnot yrðu
af, og skýrslur kafbátsforingj
anna voru nákvæmar og á-
byggilegar. Vissulega hafa
þeir enga ástæðu til að hilma
yfir glæpi sína, við húsbænd-
unda í „Þriðja ríkinu“. Þvert
á móti.
Við getum með talsverðri
nákvæmni áætlað stað sumra
af skipum okkar, sem hurfu
á hverjum tíma, þar sem
kunnugt er um burfarartíma
og ganghraða, t. d. Jón Ólafs-
son, Jarlinn o. fl.
Eg býst við að mæla fyrir
munn flestra sjómanna, þegar
ég beini ákveðinni áskorun til
ríkisstjórnarinnar um, að láta
þegar rannsaka eins nákvæm
lega og kostur er á, öll þau
slys, sem líkur eru til að séu
af.. völdum hernaðaraðgerða.
Reyna síðan að fá þau upp-
lýst af rannsóknarnefndum
Bandamanna. Bækistöðvar
þýzku flotastjórnarinnar hafa
vafalítið verið í V eða NV
Þýzkalandi og líklega fallið
Bretum f hendur óskemmd-
ar.
Frh. á 7. síðu.
Fasismans saknað
þAÐ ER OFT ÓTRÚLEGT hve langt er hægt að
ganga í því að rangsnúa staðreyndunum, — en
alltaf kemur samt slíkur verknaður upp um hugar-
far þess, er rangsnýr.
Alþýðublaðið hejdur fast við það í leiðurum sín-
um að ólíku bjartara hafi verið yfir löndum Mið-
Evrópu austan og sunnanverðrar eftir síðustu heims-
styrjöld, en nú. Þá hafi frelsið tekið að ríkja þar, nú
sé það harðstjórn. — Við skulum nú athuga söguna
og staðreyndirnar.
1917 Eystrasaltslandanna með
byltingu sinni skapað sér þjóðfrelsi og alþýðu-
völd. Lönd eins og Eistland voru í hinum almennu
kosningum einhver „rauðasti“ hluti gamla keisara-
dæmisins. 1918 er alþýða þessara landa barin niður
af þýzkum herjum, harðstjórn er komið þar á, sem
gerir þessi ríki að raunverulegum leppríkjum, fyrst
þýzkra júnkara og síðan brezkra bankajöfra. En al-
þýðan býr við eymd og ófrelsi allan þennan tíma. —
Alþýðublaðið harmar harðstjórnina nú þegar alþýða
þessara landa loks hefur losnað undan henni.
| UNGVERJALANDI hafði þessi kúgaða bændaþjóð
1919 loks náð völdum í sínu eigin landi eftir
alda áþján. Á sama ári er hún barin niður með inn-
rás erlendra herja og aðstoð innlenda jarðaðalsins.
Blóðveldi fasismans er komið á í Ungverjalandi og
stóð síðan unz það féll 1944. — Alþýðublaðinu þótti
bjart yfir, meðan blóðveldið stóð, en fannst dimma í
lofti, er það féll.
j JUGOSLAVÍU var lýðveldið afnumið 1921. Hin-
um afturhaldssinnuðu gósseigendum og hernað-
arklíkunni þótti illa horfa, þegar Kommúnistaflokkur-
inn var þá orðinn einn sterkasti flokkur á þingi
Júgoslava, svo þeir gripu til þess ráðs, sem Alþýðu-
blaðið öðru hvoru hefur verið að mæla með hér
heima: bönnuðu hann. í yfir tuttugu ár hefur síðan
þessi flokkur verkamanna og bændá þar í landi orðið
að starfa í banni laganna, unz nú loks að Júgoslavar
hafa hrist af sér ok erlendra innrásrherja og innlends
landráðalýðs. En þá finnst Alþýðublaðinu illa horfa,
þegar fasisminn drottnar ekki lengur í Júgoslavíu,
heldur lýðræði markað af vinnandi stéttum landsins.
j BÚLGARÍU brauzt fasisminn til valda 1923. í tvo
áratugi drottnaði þar fámenn landeigenda og her-
foringjaklíka á grundvelli hernaðareinræðis, er
fyrst og fremst beindist gegn verkamönnum og bænd-
um, en flokkar þeirra voru bannaðir. — Það fannst
Alþýðublaðinu fyrirmynd um þjóðfrelsi og lýðræði.
En þegar flokkar bænda og verkamanna aftur gátu
tekið til starfa í landinu 1945, þá þótti Alþýðublaðinu
dimma í lofti.
j ÍTALÍU brauzt fasisminn til valda 1922 og drottn-
aði þar síðan unz uppreisn ítölsku alþýðunnar og
innrás Bandamanna nú eru að þurrka hann út. Al-
þýðublaðinu finnst tímabilið milli stríðanna, tíma-
bil Matteotti-morðsins og fasismans ítalska, vera
bjart í samanburði við það, sem nú sé framundan:
tortýming fasismans og grundvöllur lýðræðis og sósí-
alisma í ítalíu.
jjANNIG mætti lengi telja. Alþýðublaðið er samt við
sig: Það lofar það ástand þegar afturhald aðals og
auðdrottna molaði hverja frelsishreyfingu þjóðanna á
fætur annarri og reisti blóðuga harðstjórn á rústum
frelsis þeirra, — harðstjórn, sem víða hélzt í tvo ára-
tugi. En því hrís hugur við frelsishreyfingum fólksins
nú. — Eru þessir þokkapiltar ekki bráðum búnir að
sýna innræti sitt nógu áþreifanlega, til þess að fólkið^
þurrki þá út með öllu, — á sinn lýðræðislega hátt?
^i— .. 1 11 . . i- ■ ' ..- ■ -. ■ mnf*J