Þjóðviljinn - 11.08.1945, Side 7
Laugardagur 11. ágúst 1945.
ÞJÓÐ VILJINK
7
Lömunarveikin
Eftir Bjöm Sigurðsson, lækni
Lömunarveikifaraldur geng
ur nú hér í bænum og veld
nr almenningi talsverðri á-
hyggju. í þessari grein skal
stuttlega drepið á sumar
n-ðurstöður af rannsóknum
seinni ára, sem gera má ráð
fyrir, að fólk hafi áhuga á
að kynnast og gætu komið
að nokkru gagni.
Sjúkdómurinn orsakast
af vírusi, sem smeygir sér
iiin í mænu og heila og sezt
aö í tilteknum frumum eink
um þeim sem stjórna hreyf
ingum sjálfráðu vöðvanna
og kallaðar eru framhorna-
í umur mænunnar. Sumar
numurnar eyðileggjast að
riiu aðrar skemmast um
■J. undar sakir. Þessum
skemmdum fylgja svo bólgu
bi eytingar.
Lömunarveikifaraldrarnir
eiu mjög kenjóuir, stund-
um liggja þeir niðri árum
saman en blossa upp á milli
oft seinni hluta sumars.
Ekki er enn fullvíst hvern
ig vírusið berst frá manni
tiJ manns og alls ókunnugt
hvar það dvelur milli íar-
aidra. Það mun þó nú nókic
uð almennt álitið af vís-
iiidamönnum, sem við þetta
fást, að menn sýkist gegn
um meltingarfærin, þ. e. a.
s. aö vírusið berist í menn
r.ieð fæðunni og eykst það
og margfaldast sennilega í
þörmunum a. m. k. er oft
njög mikið 'af því í saur
sjúklinganna og annara,
sem tekið hafa sýkina.
AÖ' vísu gera menn ráö
fyrir, að sýkin geti einnig
farið gegn um slímhúð
koks og öndunarfæra og
berst það þá stundum vænt
anlega með andrúmslofti t.
d. er talið’ fullvíst, að sýk-
ing- fari ekki ósjaldan fram
gegn um sár eftir háls-
kirtla, sem nýlega hafa ver-
iö teknir. Telja því ýmsir ó-
ráðlegt, að gera slíkar að-
geröir, þegar lömunarveiki
er á ferðinni.
Eins og áður er sagt er
vírusið oft í saur sjúklinga
og þar af leiöandi í skolp-
ræsum frá sýktum borgum
r'ða bæjarhverfum. Hefur
oítsinnis tekizt aö finna það
í skolpveitum, sem flytja
óhemju vatnsmagn jafnvel
þifsundir lítra á minútu.
Það bendir til aö afar mikið
fallist til af vírusi, þegar
svona stendur á. Aðferðin
tii aö finna vírusið er að
dæla viðkomandi efni í apa
og veikjast þeir þá með
sómu einkennum og mann-
fúlkið, ef vírus er fyrir
hendi.
Menn hafa leitað eftir vír
usinu á ýmsum stöðum í
náttúrunni til aö reyna aö
rekja slóð þess. Það hefur
þó ekki fundizt nema í
likömum manna og dýra, í
skolpveitum og í flugum á
svæðum, þar sem faraldrar
ganga, en þar hefur það
fundizt nokkrum sinnum.
Gera menn þá ráð fyr-
ir, aö flugurnar hafi atað
sig á saur og vitað er að
vírusið helzt í fullu fjöri á
flugunum dögum saman.
Telja ýmsir að flugur kunni
að hafa veruleg áhrif til út-
fclieiðslu á sjúkdóminum, en
þær heimsækja með stuttu
millibili bæði sorp og ó-
þverra og matardiskana á
borðinu og eru yfirleitt
hinn andstyggilegasti ó-
þverri.
Aðrir hlutir, sem til
greina koma 1 við útbreiðsl-
una eru til dæmis ferskir
ávextir og annar matur
sem framleiddur er ósoðinn.
Má ef til vill draga nokkuð
úr þeirri hættu meö því að
dýfa slíkum mat snöggvast
í sjóðandi vatn áður en
hans er neytt.
Annars getur hver skyn-
s;;mur maöur sagt sér sjálf-
ur hverskonar varúðarráð-
stafanir í meðferð matvæla
og öðru ber að gera, ef
Ivann hefur í huga, það
sem á undan er sagt, um
hvernig sjúkdómurinn
brjrst.
Eitt atriöi er mjög mikil-
vægt í þessu sambandi: Tal
iú er fullvíst, að miklu fieiri
taki smitið en nokkurntím-
an fá lömunareinkenni og
geta þeir dreift smiti engu
síöur en hinir. Margt
þessa fólks, en sennilega þó
ekki allt, veikist lítilsháttar
með hita, höfuöverk, ó-
gleði, beinverkjum o. s. frv.
Þessir sjúklingar geta smit-
að ekki síður en þeir löm-
vðu, og ef til vill er þaö
rneðal annars þess vegna
hve erfitt er að rekja slóð
faraldranna. Oft er frá því
sagt, að þessi óljósu ein-
kenni sjáist nokkrum dög-
um áður en lamamrnar
koma fram og aö hiti hækki
irá lítilsháttar aftur, þegar
þeirra verður vart. Er mjög
mikils vert að sjúklingurinn
njóti hvíldar á þessu tíma-
oili og að honum verði ekki
kalt.
Lyf eru engin til við löm
unarveiki og bóluefni eða
serurn koma ekki að haldi.
TJm meðferð þeirra, sem
Ir.mast, skal ekki rætt hér
enda em þeir aö sjálfsögöu
ætíö undir læknishendi.
Tvennt er það þó sem
menn geta huggaö sig við:
Jafnvel léttustu sýkingar
•ikilja eftir ágætt ónæmi
gegn nýrri smitun og eftir
að lamanirnar eru að
rillu komnar fram batna
þær æfinlega nokkuö aftur
Menntun æskulýðsins
Ur borgínni
Næturlæknir er í lætaavarð-
stofunni. Sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs apó-
teki.
Næturakstur: B. S. 1. Sími 1540
Útvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur: Samsöngur.
20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og
tríó.
20.45 Leikrit: „Framfarir" eftir
John Ervine (Valur Gíslason
og fleiri).
21.35 Hljómplötur: Valsar.
Frá ferðalagi forseta íslands
9. ágúst skoðaði forseti vinnu
við hafnarmannvirkin á Húsavík
ásamt sýslum. Forsetahjónin sátu
þvi næst árdegisverðarboð
hreppsnefndar Húsavíkur. Ræð-
ur héldu sýslumaður og Karl
Kristjánsson oddviti. Síðan héldu
forsetahjónin í opinbera heim-
sókn til Norður-Þingeyjarsýslu,
og fylgdi sýslumaður þeim. í
Ásbyrgi töku sýslunefndarmenn
hreppstjórar, oddvitar, prófastur
í Sauðanesi, prestar að Skinna-
stöðum og Raufarhöfn, lækn-
ar á Þórshöfn og Kópaskeri á-
samt eiginkonum þfeirra, á móti
forsetahjónunum; en sýslumaður
bauð þau velkomin með stuttri
ræðu. Hreppstjórafrúin á Rauf-
arhöfn afhenti forsetafrúnni
blcmviönd. SicLn vafc ískoðuð
Skinnastaðakirkja og þaðan hald-
ið að Lundi í Axarfirði, þar sem
forsetahjónin sátu boð sýslu-
nefndarinnar. Sýslumaður flutti
minni forseta, Pétur Sigurgeirs-
son minni forsetafrúarinnar, séra
Páll Þorleifsson minni forseta,
Erlingur Jóhannsson minni lýð-
veldisins og Jón Guðmundsson
minni íslands. Forseti svaraði og
minntist fósturjarðarinnar. Um
kvöldið var haldið til Húsavík-
ur.
Frétt frá ríkisstj.
Skipaferðir. Brúarfoss fór frá
Drangsnesi til Skagastrandar i
gær. Fjallfoss fór í gærkvöld
til New York. Lagarfoss er í
Gautaborg. Selfoss fór frá ísa-
firði í gærkveldi. Reykjafoss fer
um næstu helgi til Gautaborgar.
Súðin var á Akureyri í gær.
Esja er hér ennþá, fer í næstu
ferð á mánudaginn, austur um.
Togarinn Belgaum kom af veið-
um í gærmorgun.
Ægir fer vestur og norður í
dag eða kvöld, tekur farþega og
póst til ísafjarðar.
Félagslíf
O;? ekki þarf að óttast að á Helgafell.
Ungmennafélag Reykja-
víkur efnir til göngufarar
um Heiðmörk á morgun ef
veður leyfir. Ef þátttak-
endur óska verður gengið
Framh, af 3. síðu.
in á að halda sjálfstæði sínu
í stjórnmála- og efnalegu til-
liti, þurfum við hóp sérmennt
aðra manna, til að annast hin
ýmsu mál, sem útheimta vissa
skólun. Þess vegna krefjast
ungir sósíalistar þess, að fram
haldsskólar og sérskólar verði
opnir öllum, sem þangað vilja
sækja, og að ríkinu verði gert
að skyldu, að sjá hverjum
unglingi fyrir ókeypis skóla-
vist og veita þeim námsstyrk,
sem með þurfa, svo að fjár-
skortur verði ekki látinn
hamla neinum frá því að öðl-
ast bá menntun sem hugur
hans stendur til.
í Reykjavík er nú þannig á-
statt í húsnæðismálum barna
skólanna, að bærinn mun eiga
skólahús fyrir hérumbil helm
ing skólaskyldra barna, þótt
með taldar séu þær skólabygg
ingar sem nú eru í smíðum
(ef miðað er við að hver bekk
ur hafi sína skólastofu og
börnin geti þannig öll verið í
skólanum á sama tíma). Oll-
um hlýtur að vera ljóst ,hve
þörfin er brýn, að bætt verði
úr þessum átakanlega skorti á
skólarúmi og það nú þegar,
sérstaklega þegar ætlazt er
til þess, að einum til tveimur
árgöngum verði bætt við
skólaskyldutímann.
Svipað þessu er að segja um
framhaldsskólana. Ónógur, og
í flestum tilfellum óheppileg-
ur, húsakostur hamlar mjög
starfsemi þeirra og verður
þess valdandi að aðeins lítill
hluti þeirra unglinga, sem
sækja um inntöku eiga þess
kost að setjast í skólana, og
njóta þar kennslu, og jafnvel
þótt úr þessu yrði bætt, er
mikill fjöldi unglinga sem af
fjárhagsástæðum ekki getur
veitt sér þann munað (!) að
afla sér almennrar menntun-
ar.
Þannig er nú ástatt um
skólamál hins unga íslenzka
lýðveldis! Hvað gerir hið
háa Alþingi til úrlausnar j
þessu máli?
Fyrir næsta þingi mun
liggja merkilegt nefndarálit
frá skólamálanefnd þeirri
sem ég hef fyrr drepið á.
Ef tillögur • nefndarinnar
verða samþykktar óbreyttar,
er þar um að ræða stórfelldar
umbætur á skólakerfi lands-
ins. Síðasta landsþing Æsku-
lýðsfylkingarinnar lét ein-
róma ánægju í ljós yfir til-
lögum þessum og skoraði á
Alþingi að samþykkja þær.
Allur hinn íslenzki æskulýð-
ur mun taka undir þá áskor-
un. G.
Friðartilboð Japana
Framhald af 1. síðu
versku stjórnarinnar í Sjúng-
king yfir stríðsglæpamenn.
Það er því að svo komnu
máli ekkert hægt að segja
um það, hver hin sameigin-
lega afstaða Bandamanna til
friðartilboðs Japana verður,
en hvað sem því líður sýnir
það glögglega, að japönsku.
hernaðarsinnarnir eru nú
orðnir sannfærðir um, að
ekkert getur bjargað þeim
frá algerum ósigri og uppgjöf
með þeim skilyrðum, sem
Bandamenn setja.
Vér krefjumst
rannsóknar
Framhald af 5. síðu.
Minning hinna föllnu fé-
laga okkar hrópar ekki á
hefnd, heldur á virðingu allr-
ar þjóðarinnar, og fulla rækt-
arsemi.
Eg læt hér staðar numið.
Ef einhverjum kynni að
þykja hér full djarflega til
orða tekið, eða halda að hér
sé um að ræða óþarfa hefni-
girni í garð sigraðrar þjóðar,
þá vildi ég biðja sömu menn
að endurskoða hugmyndir
sínar um heilbrigðar réttar-
farsskoðanir sjálfsíæðs lýð-
ræðisríkis.
Einn sem sigldi allt stríöiö'
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
þessu yfir er komið á þriðju viku
og ég einskis orðið var í þá átt.
Eg neita því ekki að hálft um
hálft hefði ég forvitni á að vitá
um hvernig Þ. S. gengi að fram-
kvæma það. Eg hefði t. d. ekkert
á móti því að mæta á því þingi,
þar sem grein mín yrði dæmd. í
sjálfu sér liggur mál þetta hvergi
þungt í minni sál. En í sporum Þ.
S. hefði ég ekki þorað að ganga
eins rösklega að hreingerningunni
og hann gerði. Eg hefði farið aðra
leið. Má vera að hann fljóti? Fg
tel nú samt síðari villuna mun
verri hinni fyrri.“
sjúkdómurinn taki sig upp
að nýju.
Kona drukknar
I fyrradag fannst kona
er marað'i 1 hálfu kafi 1 sjón
um við' Höpfnersbryggju á
Akureyri.
Voru þegar hafnar lífg-
unartilraunir en báru eng-
an árangur.
Lagt verður af stað kl. 9
árdegis með áætlunarbíl-
um Hafnarfjarðar. Mætið í
Lækjargötu kl. 8,50 mín.
Hafið. góða gönguskó og
nesi.
Stjórnin.
Ferðafélag íslands fer aðra
skemmtiferð austur á Síðu og
Fljótshverfi næstk. þriðjudag þ.
14. þ. m. Farmiðar séu teknir
fyrir hádegi á laugardag á skrif-
stofu Kr. . Skagfjörðs, Túngötu 5.
n
Auglvsendur!
Vegna þess að vinna í prentsmiðjunni
hættir á hádegi á laugardögum í sumar,
verða auglýsingar sem birtast eiga 1
sunnudagsblöðunum að hafa borizt fyr-
ir kl. 11 f. h. á laugardögum.
Þjóðvilji
mn