Þjóðviljinn - 21.09.1945, Page 5

Þjóðviljinn - 21.09.1945, Page 5
Föstudagur 21. sept. 1945 ÞJÓÐVILJINN Friðfinnur Guðjónsson leikari 75 ára Hálfa öld á leiksviðinu — hefur leikið nálægt 300 hlutverk Maðurinn sem um langt skeið naut einna mestra vin- sælda íslenzkra leikara er 75 ára í dag. Allir vita hver hann er — auðvitað Friðjinnur Guðjónsson. Hann var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og hefur unnið þrekvirki í brautryðjendastarfi fyrir ís- lenzka leiklist, við kjör sem óbugandi áhuga var einum fœrt að sigrast á. Og áhuginn hans Friðfinns var ekkert stundarfyrirbrigði sem logar skært um skamma stund og „ slokknar síðan. Fyrstur íslenzkra leikara vann Friðfinnur það þrekvirki að starfa á leiksviðinu yfir 50 ár. Aö gömlum og góðum sið' spurði ég hann fyrst- um ætt og uppruna þegar ég hitti hann í gær. — Eg er fæddur á Bakka í' Öxnadal 21. seut. 1870, svaraði hann, sonur hjón- anna Guöjóns Steinssonar og Lilju Gisladóttur. Þegar ég var rúmlega hálfs ann ars árs fór ég til afa og Ömmu, Gisla Friðfinnsson ar og Bjargar Bjarnadótt- ur, sem bjuggu í Hátúni í Hörgárdal. Þar ólst ég upp. var hjá þeim fram undir fermingaraldur. Ævin var viðburðalítil eins og hjá öðrum sveita- drengjum, smalamennska, snatti'erðir, kuldi og þreyta. Vildi sjá eitthvað meira í veroldinni. —Þaðan fluttist ég inn á Akureyri, hét Friöfinnur á- fram, til foreldra minna og byrjaði að læra prentverk hjá Birni Jónssyni ritstjóra Fróða. Hjá honurn dvaldis'" ég í 3 ár, þá langaði mig til að fara að sjá.mig eitthvaö um í veröldinni og komst ég þá kunningsskap við Tryggva Gunnarsson er þá var forstjóri hjá Gránufé- laginu á Oddeyri, hann hjálpaði mér til að komast til Kaupmannahafnar með því að lofa mér að sigla með skipinu Rósu sem sigldi með haustvörur, og aðstoðað'i mig með' að fá vinnu hjá háskólaprent- smið'ju H. Schultz; þar var ég í 2V2 ár. Var með í stofnun þriggja prentsmiðja. — Um það leyti var Skapti Jósefsson ráöinn rit- stjóri Austra á Seyöisfirði. Tók ég að mér að láta gera við prentvélarnar, en þær voru sendar til Kaupmanna hafnar» og síðan setti ég prentsmið'juna niöur á Seyð' isfirði. 1 rvr Ih Sverrir Áætlunarferð til Snæ- fellsnesshafna, Búöar- dals og Flateyjar. Vöru- móttaka í dag. Jón bóndi: „Það bezta sem guð hefur .skapað er hákarl og brenni vín, næst á eftir konunum". — Þín mun verá getið' í sambandi viö fleiri prent- smiðjur — Já, ég hef verið við- riðinn stofnun þriggja prentsmiðja, á Seyóisfirði, ísafirði og prentsmiðjuna Gutenberg. Eg var hjá Skapta í hálL annað ár, en plássið stóð mér alltaf opi'ð í Kaup mannahöfn og ætlaði ég þangað aftur, en fór aldrei nema til Færeyjá, því með- an íg beið þar eftir skipi bauðst mér ^inna í ísafold arprentsmiðju í Reykjavík og þangað fór ég og var þar í 7 ár, þó ekki sam- fleytt, því í millitíöinni var ég hálft annaö ár á ísa- 1 Byrja læknisstörf í dag. KJARTAN R. GUÐNASON, læknir. firði og stofnaði prent • smiöju Prentfélags Vestfirö inga, sem prentaði blaðið Gretti. Eftir aldamótin stofnaði ég, ásamt nokkrum öörum prentsmiöjuna Gutenberg og var í stjórn hennar í 25 ár, vann ég að prentverki allan tímann Einn af stofnendum Hins íslenzka prentarafélags. Það kemur í ljós, þegar ég fer að’ spyrja Friðfinn betur, að hann hefur gert fleira heldur en að stofna prentsmiöjur. Hann var einn af stöfnendum Hins ísl. prentarafélags. Fimm fyrstu árin var gjaldkeri þess og síðar eitt ár forraaður. Mér datt þá ekki í hug að ég mvndi eyöa jaínmörgum ævistundum í þetta. — Hvenær byrjaðir þú að leika? — Fyrsta hlutverk mitt var í Helga magra árið 1890, á þúsund ára afmæli landnáms Helga margra, er nain Eyjafjörö. Það var hlutverk Skjálgs, eins af þrælum Helga magra. — Hafðir þú nokkur kynni af leiklist? — Nei, fengin v kynni af leiklist áður. Eg var þá inn an við 20 áx-a, nýkominn úr sveit. Mér datt þá ekki í hug a'ð ég mundi ey'ða jafn m'-’-o-um ævistundum í þetta. Leikfélag Reykjavíkur stofnaö. — Eg fékk áhuga fyrir leiklistinni þegar ég var í Kaupmannahöfn. Eg sótti leikhþsin þar eftir því serc. aurarnir entust. — Og svo hóst þú leik- starfsemin hér heima? — Já, ég var einn af stofnendum Leikfél. Reykja víkur, ásamt þeim Þorvarði Þorvaröarsyni prentara, Stefaníu Guðmundsdóttur, Gunnþórunni Halldórsdótt- ur, Jóni Aðils, Guðrúnu Indi'iðadóttur, sem þá var ung, Kristjáni Þorgrímssyni og mörgum fleiri. Flest af þessu fólki er Framhald á 8. síðu. . Indland verður sjálfstætt ríki j^Ú ROFAR TIL í sjálfstæðismálum Indlands eftir dimman kafla í ævi hinna fjölmennu indversku þjóða. Heilbngðustu öfl brezku alþýðunnar hafa jafnan fordæmt kúgunarstjórn Breta í Indlandi, einn af kunnustu leiðtogum Kommúnistaflokksins brezka, R. Palme Dutt, er Indverji, elskaður og virf- ur um allt Indland fyrir þátttökuna í frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Afstaða Verkamannaflokksins hefur hins vegar ekki verið eindregin með sjálfstæðiskröf- um Indverja, og fyrri stjórnir Verkamannaflokksins ekki þýtt neina varanlega réttlætingu á málum Ind- lands. Nú er þetta breytt. Það hefur tekizt að skapa í Bretlandi svo sterkt almenningsálit með sjálfstæð- iskröfum Indlands, að engin Verkamannaflokks- stjói'n hefði getað annað en komið fram í samræmi við það almenningsálit. JNDVERJAR hafa líka vonazt eftir stefnubreyt- ingu. Allsherjarþing indverska Verkalýðssam- bandsins, sem saman kom í ágúst, sendi Verka- mannaflokknum og brezku alþýðunni heillaóskir í tilefni af sigrinum. „Verkalýðssambandið væntir þess, að Verkamannaflokkurinn brezki geri tafar- laust ráðstafanir til þess að veita Indlandi frelsi og enda nýlenduarðránið,“ segir á ályktun þingsins. Krafizt var að allir pólitískir fangar yrðu tafarlaust látnir lausir, bannið á Kongressflokknum og öðrum stjórnmálasamtökum afnumið og tafarlausra kosn- inga til fylkisþinga og landsþings. gREZK STJÓRNARVÖLD hafa löngum fylgt þeirri reglu heimsvaldasinna að deila og drottna, ekki sízt í baráttunni gegn sjálfstæðishreyfingu Ind- verja. Gegn Kongressflokknum, hinum volduga sjálfstæðisflokki Indverja, hefur í seinni tíð verið teflt Múhameðssambandi dr. Jinnah, og með því oft tekizt að hindra einingu Indverja á úrslitastund- um. En þetta ráð var ekki orðið einhlítt. Síðustu mánuðina hafa bæði þessi samtök nokkrum sinn- um snúið saman bökum um indverska sjálfstæðis- málstaðinn, svo að brezku yfirvöldin hafa staðið uppi einangruð. Er vel hugsanlegt, að ekki hefði verið langt að bíða úrslita í sjálfstæðisbaráttu Ind- verja, enda þótt íhaldsstjórn hefði farið áfram með völd í Bretlandi, en ef til vill hefði lokakaíiinn þá kostað blóðuga frelsisstyrjöld. Hitt er mjög vafa- samt, hvort Indland kýs að halda áfram einhverjum tengslum við brezka heimsveldið. Ferill Bretastjórn- ar í Indlandi er slíkur að Indverjar telja sér senni- lega bezt borgið með því að rjúfa ölj bönd við Bret- land, og mynda sjálfstætt og óháð ríki, sem vegna fólksfjölda og náttúruauðæfa hlýtur að verða eitt af stórveldum1 heimsins, og það ef til vill í náinni framtíð. J^OMMÚNISTAFLOKKI INDLANDS hefur fleygt fram á stríðsárunum, og haft forustu í baráttu alþýðunnar fyrir mannsæmandi kjörum. Lífskjör indversku alþýðunnar eru víða svo bágborin, að Is- lendingar geta varla gert sér það í hugarlund. Það nægir að benda á, að nú á stríðsárunum fórust millj- ónir manna úr hungri í Indlandi. Indversku komm- únistarnir fylgja fast eftir sjálfstæðiskröfunum, og telja lausn sjálfstæðismálsins skilyrði þess að takast megi að efla atvinnuvegi landsins og útrýma neyð- inni. P. C.úoski, leiðtogi Kommúnistaflokkslns, hef- ur fyrir nokkrum vikum látið svo um mælt, að lausn pólitísku fanganna, bráðabirgðastjórn Indverja og kosningar mundu leysa úr læðingi öll íramfaraöfl Indlands, og ryðja braut endanlegri lausn, er byggð væri á algjöru jafnrétti, á sambandsmálum Bret- lands og Indlands. Eftir síðustu fregnum virðist einmitt eiga að fara þessa leið, og verði árangurinn frjálst Indland, mun því fagnað af frjálshuga mönn- um allan heim.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.