Þjóðviljinn - 21.09.1945, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVI^JINIf
Föstudagur 21. sept. 1945
• Tvíburarnir
Klukkan var sex að morgni.
Tröllkonan í Baulu var búin að flengja alla
krakkana sína og koma þeim í rúmið. Hún kom
þeim ekki upp á neina óknytti, enda hafði hún
séð ljótt af því, hvernig krakkarnir í nágrenninu
voru farnir að haga sér. Hún ætlaði einmitt að
hringja til tröllkonunnar á Skarðsheiði, áður en
hún færi að sofa. Tröllin sofa nefnilega á daginn
en vaka á nóttunni.
Grannkona hennar var rétt búin að fá síma
heim til sín.
,,Sæl, Ketilríður“, sagði hún í símann, nokkuð
hátt.
„Komdu sæl, Jófríður, svaraði Ketilríður á
Skarðsheiði. En hún talaði í miklu lægri og þýð-
ari róm, því að hún hafði verið stofustúlka hjá
sýslumanninum í Akrafjalli og lært að stjórna
skapi sínu.
„Eg ætlaði bara að minnast á krakkana þína“,
sagði Jófríður. „Það hefur hingað til verið svo,
að Hvítá hefur skipt löndum milli okkar. En nú
eru tvíburarnir þínir farnir að ólmast vestur á
BrötJubrekku á nót.tunni og velta grjóti niður um
;allan Sökkólfsdal. Þeir hafa, meira að segja, ver-
ið að príla ofan við bæinn hjá mér. Eg kæri mig
ekki um, að þeir verði að steinum í túninu hjá
mér, ef þeir hafa sig ekki heim fyrir sólarupp-
komu“.
„Góða Jófríður“, s&gði Ketilríður jafn blíð í
rómnum. „Þeir eru nú orðnir tveggja ára og viljá
fara að ráða sér sjálfir. Eg veit að þeir eru meiri
fyrir sér en eldri börnin mín. En það segja fleiri
en ég, að það séu efnilegustu börnin, sem for-
eldrarnir ráða ekki við“.
„Eg segi þér það satt, Ketilríður“, sagði Jófríð-
ur og sótti í sig veðrið, „að þér væri nær að ganga
upp í Húsafellsskóg og rífa þér hrísluanga á krakk-
ana, en að spóka þig þarna fyrir sunnan á hverj-
um de<n“.
„Jófríður mín“, sagði Ketilríður og varð því
kurteisari sem Jófríður varð reiðari. „Eg var að
Wt;Cg ÞETTA
Það er almennt álitið, að
kristnir menn sverji ekki
rangan eið fyrr en í síðustu
lög. En slíkt hefur þó furðu
oft komið fyrir. Til dæmis
gerðist sá atburður í Wién á
þrettándu öld, að fjöldi
manns varð uppvís að mein-
sð3ri.
Þrjú böm höfðu drukknað
í vök á Dóná, en margir
menn sóru að þeir hefðu séð
Gyðinga drepa börnin. Fyrir
þetta voru þrjú hundruð
Gyðingar líflátnir. En
skömmu seinna rak öll líkin
ómeidd.
©
Nokkru fyrir aldamótin
sýndu þýskar réttarskýrslur,
að árlega voru fimmtán
hundruð manns dæmdir fyr-
ir meinsæri. Samkvæmt því
voru fimm meinsærismenn af
hverjum 100.000 þegna á fpll
orðins áldri.
A: Plvað kallarðu mann,
sem segir annað en það, sem
honum býr í brjósti?
B: Eg kalla hann kurteisan
mann.
og stundum kom hún jafn-
vel beina leið inn á vinnu-
stofu hans. Hún kom eins og
barn, sem hefur skorið sig í
fingurinn og sagði formála-
laust: „Eg á bara fjóra shill-
ings eftir núna í vikulokin,
mr. Dallison". Eða hún sagði:
„Nú fer Creed gamli á spítala
í dag“.
Hún var ekki eins náhvít
og fyrsta kvöldið, sem hún
kom, en þó mjög föl. Þegar
kalt var í veðri, komu rauð-
ir blettir í andlitið, þar sem
fólk er ekki vant að roðna.
Bláar æðar komu í ljós yfir
gagnaugunum og skuggar
kringum augun. Munnurinn
var aldrei alveg aftur. Og allt
af var eins og hún horfði í
fjarska á eitthvað, sem biði
hennar. Það minnti á eina af
madonnumyndum Boticellos.
Það var þetta augnaráð og
hversdagsleg umtalsefni henn
ar, sem gerðu framkomu
hennar sérkennilega.
Myndin var sýnd gestum í
fyrsta sinn á jóladaginn. Þar
á meðal var mr. Purcey, sem
hafði „ekið framhjá af hend-
ingu“, einu sinni enn. Bianca
hafði boðið fyrirmyndinni
sjálfri í því skyni að vekja
eftirtekt á henni, ef vera
mætti að henni byðist at-
vinna.
En hún hafði strax dregið
sig 1 hlé og var að hálfu leyti
í hvarfi bak við tjald. Gest-
irnir tóku þó eftir henni, sáu
að myndin var lík henni og
hvísluðust á um, að hún hefði
einkennilegt andlit. Þeir yrtu
ekki á hana. Annað hvort
voru þeir hræddir um, að
hún bæri ekki skyn á sam-
talsefni þeirra, eða að þeir
bæru ekki skyn á það, sem
hún hefði getað talað um. Ef
til vill var það líka vegna
þess, að þeir vildu ekki láta'
halda að þeir- væru hrifnir
af henni.
Hún talaði því ekki við
neinn. Hilary vorkenndi
henni. Hann gekk hvað eftir
annað til hennar, yrti á hana
í. gamni og. reyndi. að, Æá,IinJt4.
tll að tala. En hún svaraði
aðeins „Já, mr. Dallison“, eða
„Nei, mr. Dallison", eftir því
sem við átti.
Listfræðingur nokkur, sem
stóð frammi fyrir málverk-
inu, og sá Hilary vera að taíá‘
við hana, brosti, og gljái kom
á grænleit augu hans eins og
fitubrá á heitri súpu.
Þeir einu, fyrir utan Hil-
ary, sem yrtu á hana, voru
þeir vinirnir mr. Purcey og
Stone gamli.
Purcey hugsaði með sér:
„Þetta er allra laglegasta
stúlka“, og hann leit oft ó-
sjálfrátt þangað, sem hún
stóð. Það var eitthvað æsandi
við það að sjá raunverulega
fyrirmynd standa þarna ljós-
lifandi.
Athygli mr. Stones kom
öðruvísi í ljós. Hann gekk til
hennar beint af augum og
sagði: „Þér eruð ein í her-
bergi. Er það ekki? Eg heim-
sæki yður“.
Hefðu mr. Purcey eða list-
fræðingurinn komizt svona
að orði, mundi það hafa haft
allt aðra merkingu en þegar
það var mr. Stone. Og þegar
hann hafði sagt þessi orð,
hneigði hann sig og fór leið-
ar sinnar.
Allir sáu, að hann einblíndi
á dyrnar og sá ekki neitt ann
að. Menn véku því úr vegi
fyrir honum og hvísluðust á,
eins og vant var þegar hann
var úr augsýn: „Einkennilegt
gamalmenni!" — „Ilann mat-
vpía;- handa sér sjálfur og
íairðir stofuna sína“. — „Hann
er að skrifa bók“. — „Undar-
legur maður!“
FIMMTI KAFLI
Skopleikurinn hefst.
Listasérfræðingurinn, sem
brosað hafði á málverkasýn-
ingunni var — eins og raun-
ar allir menn — fremur vor-
kunnarverður en vítaverður.
Hann var íri, gáfaður maður,
sem hafði lagt út í lífsbarátt-
una með háar hugsiónir og
haldið að hann gæti varðveitt
þær. Hann ætlaði að þjóna
listinni og varðveita hana
flekklausa.
En einn góðan veðurdag
missti hann stjórn á sjálfum
sér og lét persónulega hefnd-
j arlöngun fara með sig í gön-
| ur. Eftir það vissi hann oft
| ekki fyrr en skapið hafði brot
'izt út og gert hann að minni
manni. En það, sem. verra
váfr hánn lét*sér það í léttu
rúmi liggja nú orðið.
Hogsjóhir hans hSfðti vesl-
azt upp hver af annari'. Hánn
bjó aleinn, skeytti hvorki úm
skömm né heiður og drakk
whyski sér til huggunar.
Hann var öfundsjúkur og
aumkunarverður og leitaði
sér afþreyingar í dreggjum
nautnanna.
^ Hapjjr <hafði borðað ágiþtan
Uhiðaegisvéfo ’ ýaginn, ’sem
hann kom í jólaheimboð Bi-
öncu. En klukkan var orðin
fjögur og öll þægileg áhrif
frá máltíðinni voru í þann
veginn að fjara út. Þá fór
þorstinn að gera vart við sig.
En ef til vill <var hann að-
eins gramur út af því, að
' unga, bláeyga stúlkan skyldi
ekki vera herfang hans. Og
úr því að hún var það ekki,
lét hann sér detta í hug, að
hún væri herfang einhvers
annars. Það reitti hann til
reiði. Ef til vill spratt illska
hans þó mest af því, að hann,
sem karlmaður, var á móti
listakonum og verkum
þeirra.
Að minnsta kosti kom nafn
laus grein í einu dagblað-
anna tveimur dögum seinna.
„Það hefur heyrzt, að mál-
verk Biöncu Stone, „Skugg-
inn“, verði sýnt á Bencox-
safninu. Þessi mynd er tákn-
ræn fyrir tímabil, sem er að
líða undir lok. Hún sýnir
stúlku (sennilega götustúlku)
sem stendur í bjarma frá ljós
keri. Þetta er áhrifalaus
mynd. Listakonan er lítt
þekkt, en hún er gift rithöf-
undinum Hilary Dallison. Því
er hægt að láta sér detta í
hug, að ef hann veitir fyrir-
mynd konu sinnar athygli,
muni hann blása í hana lífi
í áhrifamiklu kvæði. Það
mundi verða svipmeira“.
Kona Hilarys rétti honum
þessa athugasemd, klippta úr
blaði, þegar þau voi-u að
borða moréunverð. Hann
roðnaði og B:anca tók eftir
því.
Sambúð þeirra Hilarys og
B’öncu, sp’'"‘ alll að þessu
hafði verið áþekk hjónabandi,
að minnsta kosti á yfirborð-
inu, tók nú gagngerðum
breytingum.
Eftir klukkan tíu á kvöld-
in sáust þau ekki, fremur en
þau byggju sitt í hvoru húsi.
Þessi breyting var fram-
Kvæmd án ásakana og jafn-
vel án skýringa — aðeins
með því að snúa lykli í skrá.
En það var nægilegt til þess,
að einrænn tjfinninganæmur
maður með kímnigáfu eins
og Hilary, vissi hvað til sins
friðar heyrði.
Þau fundu það eflaust
bæðf, að skýringar áttu ekki
hér heima.' Nafnlaus frétta-
klausa í: dagblaði yar ekki
frambærileg ástæða til hjóna
skilnaðar. Orsakirnar lágu
miklu, miklu dýpra. Þær áttu
rót sína í særðum metnaði
konu, sem fann, að hún hafði
glatað ást mannsins síns og
krafðist hefndar. -
Viku eftir að þessi' atburð-
ur átti sér-stað,' stóð hún, sem
óafvitandí hafði .valaið hon-
um, frammi fyrir Hilary í
vinnustofu hans, að morgun-
lagi. Hún þuldi honum raun-
ir sínar þolinmóð að vanda.
Frásögn - henna'r var fáorð
eíns og vant var, og eins og
vant var, minnti hún á barn,