Þjóðviljinn - 21.09.1945, Síða 7
Föstudagur 21. sept. 1945.
*<9QÐVILJINN
HIN NÝJA ÚTGÁFA ÍSLENDINGASAGNA
Félag manna hér í bæ hefur hafizt handa um útgáfu íslendinga-
sagna. Verðyr þetta vönduð og mjög ódýr útgáfa. Lögð verður megin-
áherzla á vandaðan pappír og skýrt letur. Einn kunnasti fornritafræð-
ingur landsins, hr. magister Guðni Jónsson, hefur verið ráðinn rit-
stjóri útgáf;xnnar. Þótt skammt sé síðan að málum þessum var ráðið
til lykta, hafa undirtektir manna verið með eindæmum góðar og
sýna bezt, sem raunar var kunnugt, að síðustu árin hefur verið ill-
mögulegt að ná í íslendingasögur sem heild, jafnvel þó að of f jár hafi
verið í boði. Þessi útgáfa telur, sem fyrr er getið, það vera megin-
skyldu sína, og setur metnað sinn í það, að inna útgáfustarfið sem
allra bezt af hendi.
Ósmekklegar útgáfur íslendin gasagna ætti að banna með lögum.
Hver vill eiga slíkan fjársjóð prentaðan á hinn ólíkasta pappír eða
innbundinn sitt með hverju móti. Slík sker ætlar þessi nýja útgáfa
að forðast.
Um það verður ekki deilt, að einmitt í þessar gömlu sögur hefur
þjóð vor sótt þrek sitt, merg og manndáð. Og þeim eigum við fyrst
og fremst að þakka sjálfstæði vort og íslenzkt mál.
12 verða bindin í hinni nýju útgáfu. Eru þar ekki aðeins allar þær
íslendingasögur, er birzt hafa í eldri heildarútgýfum, heldur að auki
um 25 sögur og þættir, sem öllum þorra manna hljóta að vera nýir og ókunnir. Verður ritinu að for-
fallalausu skilað til kaupenda fyrir lok næsta árs, fyrir aðeins 300 krónur. Efm og niðurröðun bind-
anna verður sem hér segir:
Hrafns þáttr Hrútfirðings
Hrómundar þáttr halta
Þorsteins þáttr skelks
slendinqasöqur
I. BINDI
Landssaga og landnám
íslendingabók
Landnámabók
Kristni saga
Hænsa-Þóris saga
Eiríks saga rauða
(Þorfinns saga karlsefnis)
Grænlendinga saga
(Eiríks saga rauða og
Grænl. þáttr)
Grænlendinga þáttr
(Einars þáttr Sokkasonar)
II. BINDI
Borgfirðinga sögur
Egils saga Skalla-Gríms-
sonar
Gunnlaugs saga ormstungu
Gísls þáttr Illugasonar
Einars þáttr Skúlasonar
Sigurðar þáttr borgfirzka
Hellismanna saga
III. BINDI
Snæfellinga sögur og Borg-
firðinga
Eyrbyggja saga
Ævi Snorra goða
Bárðar saga Snæfellsáss
Víglundar saga
Bjarnar saga Hítdæla-
kappa
Skáld-Helga saga
IV. BINDI
Breiðfirðinga sögur
Laxdæla saga
Halldórs þáttr Snorrason-
ar I.
Halldórs þáttr Snorrason-
ar II.
Þórodds þáttr Snorrasonar
Stúfs þáttr
Geirmundar þáttr
Þorskfirðinga saga
(Gull-Þóris saga)
Króka-Refs saga
Kumlbúa þáttr
Bergbúa þáttr
Atla saga Ótryggssonar
V. BINDI
Vestfirðinga sögur
Gísla saga Súrssonar
Hávarðar saga ísfirðings
Fóstbræðra saga
Þormóðs þáttr
Völsa þáttr
Brands þáttr örva
Auðunar þáttr vestfirzka
Þorvarðs þáttr krákunefs
VI. BINDI
Húnvetninga sögur I.
Grettis saga Ásmundarson-
ar
Bandamanna saga
Odds þáttr Ófeigssonar
VII. BINDI
Húnvetninga sögur 11.
Heiðarvíga saga
Kormáks saga
Vatnsdæla saga
Hallfreðar saga
Þorvalds þáttr víðförla
Jökuls þáttr Bárðarsonar
VHI. BINDI
Eyfirðinga sögur og Skag-
firðinga
Víga-Glúms saga
Ögmundar þáttr dytts ok
Gunnars helmings
Þorvalds þáttr tasalda
Svarfdæla saga
Valla-Ljóts saga
Þorleifs þáttr jarlsskálds
Sneglu-Halla þáttr
Hreiðars þáttr heimska
Þórarins þáttr ofsa
Þórðar saga hreðu
Svaða þáttr ok Arnórs
kerlingarnefs
Þorgríms þáttr Hallasonar
ok Bjarna Gullbrárskálds
Þórhalls þáttr knapps
Þóris þáttr hasts ok Bárðar
birtu
IX. BINDI
Þir.yeyinga sögur
LJósvetninga saga
Ofeigs þáttr
Vöður-Brands þáttr
Reykdæla- saga ck Víga-
Skútu
Finnboga saga ramma
Þórarins þáttr Nefjólfsson-
ar
Stjörnu-Odda draumr
Hrana saga hrings
X. BINDI .
Austfirðinga sögur
Þorsteins saga hvíta
Vápnfirðinga saga
Sörla þáttr Brodd-Helga-
sonar
Þorsteins saga stangar-
höggs
Þorsteins þáttr uxafóts
Hrafnkels saga Freysgoða
Droplaugarsona saga
Fljótsdæla saga
Brandkrossa þáttr
Gunnars saga Þiðranda-
bana
Þorsteins saga Síðu-Halls-
Þiðranda þáttr ok Þórhalls
Egils þáttr Síðu-Hallssonar
Gull-Ásu-Þórðar þáttr
Þorsteins þáttr Austfirð-
ings
Þorsteins þáttr forvitna
Gunnars saga Keldugnúps-
fífls
XI. BINDI
Sunnlendinga sögur I.
Njáls saga
XII. BINDI
Sunnlendinga sógur 11.
Flóamanna saga
Þorsteins þáttr tjaldstæð-
ings
Orms þáttr Stórólfssonar
Stefnis þáttr Þorgilssonar
Harðar saga ok Hólmverja
Haukdæla þáttr
ísleifs þáttr
Steins þáttr Skaftasonar
Sighvats þáttr skálds
íslendings þáttr sögufróða
ívars þáttr Ingimundarson-
ar
Þórarins þáttr stuttfeldar
Mána þáttr skálds
Ölkofra þáttr
sonar
Þorsteins þáttr Síðu-Halls- Kjalnesinga saga
sonar Jökuls þáttr Búasonar
Draumur Þorsteins Síðu- Holta-Þóris saga
Hallssonar Ármanns saga
Er hér alls um 110 rit að ræða, og kostar hvert rit því að meðaltali rúm-
lega kr. 2.70, og hefur ekkert útgáfufélag hér á landi getað boðið slík
kostakjör, miðað við núgildandi verðlag.
Mikil tíðindi og einstæð má telja, að útgefendum hefur tekizt að útvega, þeim sem kynnu að óska, tilboð frá
einni kunnustu bókbandsstofu Norðurlanda fyrir kr. 6.00 ísl., hvert bindi í skinnbandi, og geta kaupendur þá
snúið sér beint til bókbandsstofunnar, ef þeim sýnist. Mun þetta verða nánar auglýst síðar.
Notið tækifærið til að eignast dýrmætasta bókmenntafjársjóð vorn í fallegri, ódýrri útgáfu.
TAKMARKIÐ ER: Hin nýja útgáfa íslendingasagna inn
á hvert heimili á landinu. — Hún á að verða fyrsta gjöf-
in til barnsins yðar og bezta vinargjöfin.
Sendið pantanir yðar í pósthólf 523,
Reykjavík
asagna-utgaian
Eg undirrit.....gerist hér með áskrifandi að
hinni nýju útgáfu íslendingasagna.
Nafn ....................................
Heimili ....................................
Póststöð .................................:.
Hr. mag. Guðni Jónsson,
Pósthólf 523, ReykjaVík.