Þjóðviljinn - 15.11.1945, Qupperneq 8
Simdmót Ármamis
Ný met sett í löð m. briegosmidi kveona og boðsimdi
karla og kvenna
Sigurður
Þingeyingur vinnur Sigurð K.R.-ing í 100 m. bringus.
Sundmót Ármanns var háð í Sundhöllinni í
gærkvöld. Voru sett þrjú íslenzk met: í 100 m.
bringusundi kvenna; sett af Önnu Ólafsdóttur úr
Ármanni. — 4x50 m. boðsundi kvenna (bringu-
sund). Methafi: Sveit Ármanns, á 3 mín. 02,6 sek.
— 8x50 m. boðsundi karla (skriðsund).
Ennfremur var keppt í 400 m. skriðsundi karla,
100 m. baksundi karla, 100 m. bringusundi karla,
50 m. bringusundi stúlkna, 50 m. skriðsundi
drengja og 160 m. bringusundi drengja.
í 100 m. bringusundinu var hörð keppni milli
Sigurðar Jónssonar úr Ungmennasambandi Þing-
eyinga og nafna hans úr K. R., er lauk með sigri
Sigurðar Þingeyings.
Þátttakendur voru frá Ármanni, íþróttafélagi
Reykjavíkur, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur,
Sundfélaginu Ægi .og Ungmennasambandi Þing-
eyinga.
Úrslit í einstökum grein- 3. Ólafur Guömundsson
um uröu þessi: (ÍR)> 1 mín. 29,1 sek.
400 m. skriðsund karla:
1. Ari Guömundsson (Æg
ir), 5 mín 28,7 sek.
2. SigurÖur Árnason (Á),
6 mín.18,8 sek.
100 m. baksund karla:
1. Leifur Eiríksson (KR),
1 mín. 23,3 sek.
2. Halldór Bachmann i
(Æ), 1. mín. 25,7 sek.
♦
♦
ans
„Lítill vottur þakk-
lætis fyrir ötula bar-
áttu blaðsins í launa-
málum kennara og
annarra !aunastétta“
Ritstjóra Þjóðviljans barst
í gær bréf frá kennara úti á
landi, er sendi kvittun fyrir
hlutabréfi í Prentsmiðju Þjóð
viljans. í bréfinu segir með-
al annars:
„Eg undirritaður hef ákveð-
ið að færa Þjóðviljanum að
gjöf hlutafé mitt í Prent-
smiðju Þjóðviljans h. f. að
upphæð 500.00 kr.
Er það aðeins lítill vottur
þakklætis fyrir ötulc baráttu
blaðsins í Iaunamálum okkar
kennara og annarra launþega
þjóðarinar.“
Þjóðviljinn þakkar gjöfina
og ummælin, og notar tæki-
færið til að hvetja þá, sem
eru sama sinnis og kennar-
inn, til að leggja blaðinu lið
með því að útbreiða það. Því
útbreiddari sem Þjóðviljinn
er, því beittara vopn verður
hann í baráttu alþýðunnar
fyrir bættum kjörum.
♦——------------------------♦
100 m. bringusund kvenna:
1. Anna Ólafsdóttir (Á),
1. mín. 32,7 sek. (Nýtt ÍSJ
landsmet).
2. Sunneva Ólafsson (Á),
1 mín. 41,4 sek.
3. Kristrún Karlsdóttir
(Á), 1 mín. 42,2 sek.
Gamla metiö var 1 mín.
33,8 sek, sett af Þorbjörgu
GuÖjónsdóttur úr Ægi.
100 m. bringusund karla:
1. Siguröur Jónsson frá
Ungm.samb. Þingeyinga, á
1 mín. 21,4 sek.
2. Siguröur Jónsson (KRy
1 mín. 21,5 sek.
3. Hörður Jóhannesson
(Æ), 1 mín 22,8 sek.
Þetta var mjög hörö og
spennandi keppni. Leit í
fyrstu út fyrir að Siguröur
K.R.-ingur myndi vinna, en
Sigurður Þingeyingur vann
á jafnt og þétt og var þó
munurinn á tíma þeirra
vissulega mjög lítill. Er Sig-
urður Þingeyingur auðsjá-
anlega þrekmeiri en nafni
hans, sem hinsvegar náði
betra ,,starti“ í þetta sinn.
50 m. bringusund stúlkna:
1. Þóra Hallgrímsdóttir
(A), 47,3 sek.
2. Gyða Stefánsdóttir (K
R), 48,6 sek.
3. Guðlaug Guðlaugsdótt-
ir (Á), 49,5 sek.
50 m. skriðsund drengja:
1. Eyþór Arnason (KR),
32,3 sek.
2. Ragnar M. G’slason (K
R), 32,5 sek.
3. Reynir Kristinsson (Á)
34,5 sek.
100 m. bringus. drengja:
1. Kristinn Dagbjartsson
(KR), 1 mín. 28,7 sek.
2. Kolbeinn Óskarsson
(Á), 1 mín. 30,0 sek.
3. Georg FrankJinsson
(Æ), 1 mín. 38,4 sek.
4x50 m. boðsund kvenna
(bringusund):
Fyrst varð sveit Ármanns,
ká 3 mín. 02,6 sek. (Nýtt ís-
landsmet). Onnur varð sveit
Ægis, á 3 mín. 11,0 sek.
Þriðja varð sveit K.R., á 3
mín. 12,4 sek.
í sveit Ármanns voru.
Anna Ólafsdóttir, Krist-
rún Karlsdóttir, Guðlaug
Guölaugsdóttir, Inga Magn-
úsdóttir og Sunneva Ólafs-
son.
Gamla metið átti Sundfél.
Ægir. Það var 3 mín. 4,8
sek.
8x50 m. boðsund karla
(skriðsund):
Fyrst varð sveit Ægis, á
3 mín. 55,1 sek. (Nýtt ís-
landsmet). Önnur varðsveit
Ármanns, á 3 mín. 58,1 sek.
Þriðja varð K. R., á 4 mín.
07,2 sek.
í sveit Ægis voru þessir
menn: Hörður Jóhannesson,
Edv. Færseth, Ásgeir Magn-
ússon, Guðmundur Jónsson,
Hjörtur Sigurðsson, Logi
Einarsson^ Hörður Sigur-
jónsson, Ari Guðmundsson,
Halldór Bachmann, Ingi
Lövdal og Garðar Halldórs-
son.
Mótið fór vel fram og var
Sundhöllin þéttskipuð áhorf
endum.
Skipt um stjórn
á Java
Útvarpsstöð Indonesa á
Java tilkynnti í fyrradag að
mynduð hefði verið ný
stjórn og ættu aðeins 2 af
ráðherrunum í fyrri stjórn-
inni sæti í henni.
Annar þein'a er dr. Sok-
arno, sem líklegt er talið,
að verði kjörinn forseti ind-
onesiska lýðveldisins. Vald
hans mun verða takmark-
aö. Almennar þingkosning-
ar eiga aö fara fram í janu-
ar.
Indonesar hafa lýst sig
fúsa til aö ganga til samn-
inga viö Hollendinga. Enn
er barizt í Surabaja og
stendur miðbik borgarinnar
í björtu báli eftir skothríð
Breta. Indonesar hafa beitt
fallbyssum/ og loftvarnar-
byssum gegn Bretum.
Ungverjar
Frh. af 1. síöu.
fengið hæli innan smá-
bændaflokksins og var það
skoöun hans, að flokkurinn
myndi bíða mikið tjón við
það.
Csornöki sagði m. a.: „Við
veröum aö gera okkur þaö
ljóst, að viss öfl hafa alltaf
veriö fjandsamleg lýðræðis-
flokkunum, sem nú stjórna
landinu-------Ungverski
smábændaflokkurinn álítur
þaö nauðsynlegt að allir
flokkar leitist við að hreinsa
stjórnarkerfið af þessum
öflum. ., .. Hvaö .þetta
PJOHVILHNN
Barátta gegn drykkjusýki og
drykkjuskaparómenningu
Þing Sósíalistaflokksins samþykkti ein-
íóraa tillögur Halldórs Kiljans Laxness
um áfengismálin
Á þingi Sósíalistafl-okksins bar Halldór Kiljan Laxness
fram eftirfarandi tillögur, og voru þær samþykktar ein-
róma:
Fimmta þing Sósíalistaflokksins skorar á öll sósíalista-
félög á landinu að gera baráttuna gegn drykkjusýki og
drykkjuskaparómenningu að stefnuskrármáli sínú. Flokks-
deildir og æskuiýðsfélög berjist fyrir þvi, hver á sínum
stað:
1) að vekja almenningsálitið til andstöðu gegn þessum
þjóðarvoða.
2) að koma upp í hinum stærri bæjum hjálparstöðv-
um fyrir drykkjusjúklinga, sem finnast á almanna-
færi og ráði þar iækningasjónarmið en ekki refs-
ingar, og
3) að sett verði í landinu róttæk löggjöf gegn drykkju-
sýkinni, á svipuðum grundvelli og berklavarnar-
lögin, með stofnun sérstakra spítala og hæla, þar
sem unnið sé með vísindalegum aðferðum að út-
rýmingu þessa þjóðarsjúkdóms.
«------------------ — ----- —--------------------------------♦
Vor um alla ver-
öld, skáldsaga
Nordahls Grieg
komin út á íslenzku
Skáldsaga Nordahls Grieg,
„Vor um alla veröld“ er ný-
komin út í íslenzkri þýð-
ingu Jóns Helgasonar blaða
manns. Utgefandi er Bóka-
búö Rikku, Akureyri.
Skáldsaga þessi kom út
rétt fyrir stríð, og fléttast
inn í hana atburðir þess
tíma, málaferlin í Moskva,
Spánarstyrjöldin, og fleira.
Nordahl Grieg þurfti ekki
aö bíöa styrjaldarinnar til
jað skilja eðli fasismans og
gildi baráttunnar gegn hon
um, — en einnig hvernig
afturhaldsöfl lýöræöisland-
anna vinna í sömu átt.
Sagan heitir á frummál-
inu Ung má verden ennu
være. Kjörorð hennar er
vísa Henriks Wergelands:
„Ung rná verden ennu
vere
slektens sagas langa lære
ennu kun dens vugge-
. sange
og dens barndoms
eventyr“.
Vor um alla veröld er bók
sem allir vinir Nordahls
Griegs, og þeir eru margir
á íslandi, þurfa að lesa.
snertir munum við ekki
sýna neina miskunn heldur
hreinsa til á öllum sviöum
og innan okkar eigin flokks,
ef þess þarf með.“
„Baráttan gegn afturhald
inu verður að vera sameigin
leg barátta allra flokka“,
sagði CsornoM aö lokum.
Frumvarpið um verð-
lagningu landbvm-
aðarafurða komið
til 3. umræðu í
neðri deild
Stjórnarfrumvarpið' uin
verðlagningu landbúnaöar-
afurða (staðfesting bráða-
birgðalaganna) var til 2.
umr. í neðri deild í gær.
Var 1. gr. frv. samþykkt
að viöhöfðu nafnakalli með
18:13 atkv. Tveir greiddu
ekki atkvæði: Barði Guð-
mundsson og Ingólfur Jóns-
son. Breytingartillögur
Framsóknarmanna voru
fellldar a'ða teknar aftur.
Samþykkt var eftirfarandi
breytingartillaga frá land-
búnaðarnefnd, viöbót viö 6.
gr.: „Verölag á nýmjólk má
ákveða mismunandi eftir
því hvort hún er seld frá
mjólkurbúum eða beint fra
framleiðendum til neyt-
enda, enda veröi þá verð-
munurinn greiddur úr rík-
issjóði“.
Sovétvísindamenn
gera nýjar atóm-
nppgötvanir
Sovétvísindanefnd, sem feng
ist hefur við atóm- og geisla
rannsóknir hefur nýlega
birt niðurstöðvar sínar.
Hefur nefndin gert ýmsar
uppgötvanir um atómbygg-
ingu og ,,kosmiska“ geisla.
Nefndin fann afbrigði af
vatnisefnisatómum, sem
ekki voru áöur kunn. For-
maðnr nefndarinnar var
Peter Kaptza, frægur atóm-
fræðingur.