Þjóðviljinn - 04.12.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.12.1945, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. des. 1945. ÞJOÐVILJINN 7 REYKVÍKINGAR! Ungir sósíalistar halda kosningafund í Listamannaskálanum í kvöld kl. 8,30. Þar verða haldnar 10 stuttar ræður. Ræðumenn eru: Gísli Halldórsson Halldór Stefánsson Guðrún Gísladóttir Þórunn Magnúsdóttir Eiríkur Hreinn Finnbogason Haraldur Jóhannsson Teitur Þorleifsson Böðvar Pétursson Erlendur Guðmundsson Haraldur Steinþórsson Allt alþýðufólk eldra sem yngra velkomið, meðan húsrúm leyfir ♦ — : —r : : -♦* Jólabókin er komin JÓLAVAKA Safnrit úr íslenzkum bókmenntum. Jóhannes úr Kötlum «;af út. Kvæði og sálmar, fornsagnaþættlr, þjóðsögur, smásögur, prédikanir, ritgerðir og minningar eftir flesta merkustu höfunda þjóðarinnar fyrr og síðar. — Prýtt sýnishorn im af útsaumi, tréskurði, högg- myndasmíð, málverkum og teikningum eftir íslenzka myndlistar- menn að fornu og nýju. Þetta er fyrsta safnritið á íslenzka tungu, er einvörðungu inniheldur verk, sem á einhvern hátt snerta jólahátíðina. En jafnframt því að vera þannig yfirgripsmikil heimild á þessu sérstaka sviði, er hér um að ræða fjölskrúðug dæmi íslenzkrar listar í flestum greinum, og get- ur því bókin verið lesandanum jafnkær og tiltæk á hvaða tíma árs- ins sem er. Hitt er svo annað mál, að hafi nokkurntíma verið völ á reglulegri jólabók, þá er það þessi sameiginlega jólagjöf snillinga vorra til þjóð- arinnar. Og víst er um það, að enganveginn tryggjum vér betur tengslin við menningararf vorn, en með því að rifja upp og bera sam- an slík listaverk, forn og ný. Þeir, sem á annað borð hafa hugsað sé að gefa vinum sínum heima eða erlendis bók í jólagjöf, ættu þess vegna að byrja á því að kynna sér þessa bók og gæta þess að tryggja sér eintaka í tæka tíð. Jólabókin er Jólavaka Jólavaka er Jólabókin Stefán Jónsson: Þrjú ævintýri Tryggvi Magnússon teiknaði Stefán Jónsson er fyrir löngu orðinn kunnur af „Guttabókum*4 sín- um, og engar bækur eru vinsælli hjá börnunum en þær. Þessi bók mun ekki verða síður vinsæl en hinar, enda er hún svipuð þeim, nema ævintýraljóminn gerir hana enn eftirsóttari, og munu þau börn, sem ekki eignast hana, télja sig sett hjá eða höfð útund- an, en það má einmitt ekki koma fyrir; þess vegna verða öll börn að fá hana. Utgefandi Þórhallur Bjarnarson Hringbraut 173, Reykjavík Ný lög um inn- flutning og gjald- eyrismeðferð Afgreitt hefur verið sem lög frumvarp um innflutning og gjaldeyrismeðferð, er fjárhags- nefnd neðri deildar flutti að til- hlutun Péturs Magnússonar við- skiptamálaráðherra. Er þar kveðið svo á, að ríkis- stjórnin skipi fimm manna Við- skiptaráð, og eru verkefni ráðs- ins þessi: 1. Gerir tillögur til ráðherra um það, á hvaða vörutegundum inn- llutningur skuli vera háður leyf- isveitingum og frá hvaða lönd- um, en ráðherra setur um þetta ákvæði, eftir að leitað hefur ver- ið áHts Verzlunarxáðs. iíslands og Sambands íslenzkra samvinnufé- laga. 2. Úthlutar til innflytjenda inn flutningi á þeim vörum, sem háð- ar eru leyfisveitingum, og setur þau skilyrði um hann, sem nauð- synleg kunna að vera vegna við- skiptasamninga eða af öðrum á- stæðum, samanber þó lög um Nýbyggingarráð frá 24. nóv. 1944. 3. Ráðstafar gialdeyri til vöru- kaupa erlendis samkvæmt 1. tölulið þessarar greinar svo og til annarra nauðsynja, samanber þó lög um Nýbyggingarráð frá 24. nóv. 1944. 4. Ráðstafar, ef því þykir nauðsyn bera til, farmrými á skipum, er annast eiga vöru- flutninga til landsins og eru eign íslenzkra aðila eða á vegum þeirra. 5. Fer með verðlagsákvarðanir og verðiagseftirlit samkvæmt lög- um nr. 3/1943 eða öðrum lögum, sem sett kunna að verða í þeirra stað, og vöruskömmtun lögum samkvæmt. Samkvæmt lögunum skal Ný- byggingarráð og Viðskiptaráð sameiginlega útbúa fvrir ár hvert heildaráætlun um útflutning og innflutning þess árs, magn og verðmæti og viðskiptalöndin. Ekki .má. l&lja, af : hen,d5 neirin gjaldeýri án' leýfis Viðskiptaráðs' nema greiðslyu' fyrir vöruinn- fílutning, sem ekki er háður leyf- isveitingum og greiðslur vegna ríkissjóðs, banka eða sveitarfé-- laga. Landsbankinn og Útvegs- bankinn hafi einir kauprétt á crlendum gjaldeyri. Lögin eru sett til eins árs, falla úr gildi 1. des. 1946. Kvenfólkið breytti vinnuskilyrðum í Bretlandi Aðaleftirlitsmaður vinnu- skilyrða í brezka iðnaðinum hefur gefið út skýrslu um þær breytingar, sem orðið hafa á styrjaldarárunum. Konur, sem tóku við störf um karlmanna í verksmiöj- um, er þeir fóru í stríöiö, komu mörgum þessum breytingum til leiöar. Þær heimtuöu aö verksmiðjurn- ar yröu málaöar 1 skærum litum, svo skemmtilegra yröi aö vinna þar. Þá fundu þær það út, aö ýmis . verk mátti vinna sitjandi, sem venja var aö vinna stand- andi. Karlmennirnir tóku þetta síöan eftir kvenfólk- inu. Er flugsprengjuárásirnar liófust á Suöur-England var tekin upp 5 daga vinnuvika í ýmsum verksmiöjum bar, og kom í ljós, að framleiösí- an var jafnmikill og ef unn- iö var 6 daga í viku. Hefur því 5 daga vinnuvikan breiðst út í Englandi. Merkasta breytingin er þó þaö, aö verkamenn hafa feng.ö hlutdeild í stjórn verksmiöjanna gégnuni framleiösluráö, sem skipuö erru fulltrúum verkamanna og atvinnuveitenda. Rúmenskir scsíal- demókratar bjóða fram sér. Rúmmskir sósía’d mi- kratar hafa tilkynnt að þeir muni bera fram sérlista við í höndfarandi kosningar þat í landi, en ekki hafa sam'- eiginlegan lista með konun- únistuni. Þeir munu þó starfa á- fram í Þjóöfylkingunni, serp nú fer meö stjórn í Rúmen- íu, meö kommúnistum, en iara þess á leit, aö ráö'- herraembættunum veröi skipt á annan veg milii ílokk anna en nú er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.