Þjóðviljinn - 07.12.1945, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.12.1945, Qupperneq 4
4 Þ JOÐVIL JINJN enæsa Æ'*a Föstudagur 7. des. 1945. 0tgefandi: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. . 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavðrðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. ; Erentsmiðjusxmi 2184. Askriftarverð: í Reykjavik og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuðL Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. í. Neyðarkall íhaldsins: Það var ekki ég, sem gerði það! íhaldið reynir nú sem ákafast að sverja af sér fortíð sína Lýðræðið og Landsbankiim íslenzku þjóðinni er alvara um lýðræði sitt. Ijíún ætlar sér að stjórna öllum sínum málum í samræmi við reglur lýðræðisins: að meirihluti þjóðarinnar skuli ráða og bera ábyrgð á þeirri stefnu, er hann framkvæmir. Þjóðin hefur fylkt sér mæstum einhuga um nýsköpun núverandi ríkisstjórnar- Vart mun nokkur stjórnarstefna á ’íslandi hafa haft svo almennt fylgi þjóðarinnar sem þessi. Þjóðin vill sameinast um Stærsta átakið, sem hún héfur nokkru sinni gert í atvinnumálum sínum, til þess að leggja grundvöll að öruggari og betri afkomu lands- mánna og meira sjálfstæði þjóðarinnar í efnahagsmálum. Þjóðin þarf á öllum sínum kröftum að halda til þess að sigra í þessari efnahagslegu sjálfstæðisbaráttu sinni og 'hún þarf að beita öllu því viti og valdi, sem hún á til. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt það með stórvirkum framkvæmdum að ekki skortir þjóðina forustu á stjórn- málasviðinu í þessari baráttu sinni. Kaup togaranna þrjátíu er stórkostlegasta átak, sem íslenzka þjóðin hefur nokkru sinni gert í atvinnumálum sínum. • En það er ekki nóg að ríkisstjórnin berjist hinni góðu baráttu í samræmi við vilja þjóðarinnar. Þegar um svo stórfelldar fjármála- og atvinnuaðgerðir er að ræða sem nýsköpun atvinnulífsins er, er óhjákvæmilegt að þjóð- bankinn og aðrir bankar þjóðarinnar starfi af heilum hug í samræmi við vilja þjóðarinnar og vinni svo sem þeir frekast mega að því að stefna þjóðarinnar nái fram að ganga og það stórvirki, sem hún hefur færzt í fang, verði unnið sem fyrst og verði sem flestum til blessunar og þjóðinni í heild efnahagsleg lyftistöng. Þjóðin á Landsbankann og það er tilætlun hennar að hann starfi í samræmi við vilja þjóðarinnar. Landsbank- inn á að vera lýðræðisstofnun .í þjónustu þjóðarinnar. — ekki einræðisstofnun nokkurra embættismanna, sem líta á sjálfa sig sem drottnara íslenzkra manna. En hvernig hefur framkoma meirihlutans, sem ræður Lándsbankaráðinu verið. — og hverskonar fulltrúi er þessi meiri'hluti fyrir þjóðina og vilja hennar? Það vakti almenna reiði, er Jón Árnason var ráðinn bankastjóri við Landsbankann nýlega. Þessi ráðning var skilin sem hnefahögg framan í þjóðina, sem stríðsyfirlýs- ing fjandmanna nýsköpunarinnar við stefnu rikisstjóm- arinnar. Og hver var bankaráðsmeiri'hlutinn, sem framdi þetta hneyksli? Það voru þessir fínu herrar: .Jónas Jónsson, sem enga tiltrú hefur lengur hjá Fram- sóknarflokknum, sem setti hann þarna inn, — að því er formaður Framsóknar segir. Hermann Jónasson, sem sífelt er að missa fylgi meðal bænda, að því er Jónas Jónsson segir. Jónas Guðmundsson, sem ekki er lengur fulltrúi Alþýðuflokksins, — og hvergi hefur neina tilfrú. Þessi meirihluti bankaráðsins, sem framið hefur hneykslið,. er því alls enginn fulltrúi méirihluta þjóðar- innar, heldur þvert á móti. Hér er lítil einræðisklíka að misnota vald, sem hún veit að þjóðin er að taka af henni, til þess að vinna skemmdarverk áður en hún er sett frá. • En þjóðin getur -ekki þolað slíkar aðfarir. Hver dag- ur.-er oss dýrmætur óg t-afix á framkvæmd' k stefnu rikis- íhaldinu er það nú fyllilega ljóst að stefna þess: íhald, afturhald, kyrrstaða og alls- konar „leysi“, er nú að ayngja sitt síðasta vers og á ekki lengur fylgi meðal bæj- arbúa. Og þar sem íhaldið — „úrélti flokkurinn“ — á engin önnur mál, enga stefnu fyrir framfíðina aðra en „ó- breytt ástand“ hefur það val- ið að flýja frá bæjarmálun- um, ræða um „Balkanlýð- ræði“, þegar Reykvíkingar krefjast bæjarútgerðar, og hrópa: „Stalin er verri en Hitler“, þegar krafizt er bygg inga yfir húsnæðislaust fólk. Þess á nillli hefur það þúið til forsendur — smíðað hækj- ur — og skrifað langhunda samkvæmt þeim og jafn- framt birt falsmyndaseríu af framkvæmdum sem þáð hef- ur verið neytt til að gera. Ber að þakka Morgunblað- inu þann mikla þátt, sem það hefur átt í því undanfar- ið að sópa fylginu frá Sjálf- stæðisflokknum, með þessum síðustu skrifum sínum. Nýjasta f jólan i útfarar- kranz íhaldsins Nýjustu fjóluna í útfarar- kranz íhaldsins gaf að líta á annarri síðu Morgunblaðsins í gær undir fyrirsögninni; 1 „Reykvíkingar vilja ekki aft- ur sama ástand. og var fyrir strið. Þess vegna kjósa þeir Sjálfstæðisflokkinn.“ Af öllum hjákátlegum rök- semdafærslum Morgunblaðs- ins er þetta sú allra hlægi- legasta. Ihaldið stjómaði Reykjavík fyrir stríð, sú stjórn þess var með þeim endemum að eng- inn vill slíkt ástand aftur. — Og svo segir Morgunblaðið ATHUGASEMD FRA BIF- REIÐASTÖÐ STEINDÓRS Vegna ummæla H. B. í Bæjar- póstinum 5. des. óska ég undir- ritaður að birt verði eftirfarandi1 athugasemd: Eg átti tal Við H. B., er hann kom á Bifreiðastöð okkar, og óskaði eftir vinnu við bifreiða- akstur og sagðist hann þá háfa nýlckið meiraprófi í akstri. Eins; og venja mín er, þegar nýir menn æskja eftir atvinnu, lét ég hann aka með mér til reynslu einni af bifreiðum okkar, sem var Dodge model 1940, sömu tegundar og bifreið sú, er hann síðar ók. Eftir þessa reynsiuferð komst ég að raun um, að hann var mjög óvanur að aka slíkri bifreið og furðaði ég mig á því, þar sem maðurinn var nýkominn úr meiraprófi og lét ég hanh heyra það á mér. Sagðist hann þá aldrei hafa ekið slíkri bifreið fyrr, en vonaðist til að það lag- aðist méð tímanum. Byrjaði hann síðan aksturinn til reynslu og voru ekki gerðar aðrar kröfur til hans en byrjanda, ekur hann síð- an nokkra daga án þess að kvarta að nokkru að bifreiðin sé ekki í nothæfu standi, því að af minu áliti var bifreiðin í not- hæfu standi, er hann tók við henni. Svo vill bað til að sl. sunnudag hringir til mín H. B. og tjáir mér að bifreið sú, er hann aki, sá ekki í lagi og því ekki hæf til aksturs vegna lélegra hemla. Eg læt strax athuga hvað hæft sé í þessu og komst að raun um, að það sem var í ólagi var ekki lélegar hemlur, heldur að urn á- keyrslu var að ræða og því kennt um að hemlar bifreiðarinnar hafi ekki veri’ð í lagi. Þetta yfirsást H. B. að geta um í grein sinni. Frambretti bifreiðarinnar var skemmt og lét ég gera við það samstundis, og hefur bifreið þessi verið í akstri síðan og ekki iálitin ónothæf. Hvað viðkemur því, sem H. B. segir um að við- vaningar séu látnir á verstu vagnana, er því til að svara að um aðra vagna en Dodge 1940 var ekki að ræða, þegar H. B. sótti um vinnu við bifreiðaakst- ur, og voru þær eins og áður segir, að mínu áliti i nothæfu standi, enda teknir um sama leyti og H. B. nokkrir menn, sem komu úr meiraprófinu, og settir á vagna sörrtu tegundar. -Hvað viðkemur broti á bifreiða- lögunum, þá finnst mér í alla staði óeðlilegt, að menn, sem koma úr meiraprófi, geti ekki ekið skammláust venjulegri 5 manna farþegabifreið, Dodge 1940 í nothæfu standi. Ajinars finnst mér H. B. sínu minni maður en hann þó var við akst- urinn, eftir að hafa hlaupið með þessa st,aðláusu grein í biöðin, og héfur hann eflaust ekki farið eftir þeirri gullvægu reglu, að geyma skammagrein sína yfir nóttina, til þess að hún við nán- ari athugun yrði rifin og sett í ruslakörfuna að morgni. Með þökk fyrir birtinguna. Sigurður E. Steindórsson. stjórnarinnar af völdum fjandsamlegra afla geta orðið oss dýrkeyptar. Það verður því að breyta þannig um að einræðisklíka j bankaráði Landsbankans geti -ekki tafið framkvæmdir á þeim stórvir-kjum,. sem ísienzka-' þjóðin i krafti 'lýöræðis jsínsihefur áki’aðið. að ivuma-og-.skál vinna. að einmitt þess vegna muni menn kjósa þetta sama 1- hald!! Ef þið viljið ekki fá aft- ur atvinnuleysið frá valdadög'um íhaldsins, þá kjósið íhaldið aftur! Morgunblaðið segir við verkamenn: Ef þið viljið ekki fá aftur atvinnuleysið, sem óstjórn íhaldsins og einka- framtaksins leiddi yfir ykkur fyrir stríð, þá blessaðir kjós- ið íhaldið aftur!! Ef þið viljið ekki að það tímabil í valdasögu íhaldsins þegar þið genguð hundruðum saman atvinnulausir niður við höfn og fenguð ekki vinnu, nema þið hefðuð miða frá atvinnurekandanum (en fyrir slíkan miða urðuð þið að selja sannfæringu ykkar), ef þið viljið ekki endurtekn- ingu á þe^u, já, þá blessaðir kjósið þið íhaldið aftur!! Skelfing heldur Morgun- blaðið að verkamenn séu ein- faldir! Ef þið eruð á móti kaup- lækkunartilraunum í- haldsins, þá blessaðir kjósið íhaldið aftur! Morgunblaðið segir við verkamenn: Ef þið viljið ekki fara aftur í klakahöggið, sem íhaldið sendi ykkur í á at- vinnuleysisárunum, — já þá blessaðir kjósið íhaldið aft- ur! Ef þið viljið ekki að komið verði á atvinnuleysi og það síðan notað til þess að reyna að lækka kaup ykkar, eins og íhaldið gerði 9. nóv. 1932 — já, þá blessaðir kjósið íhald- ið aftur. Ef þið viljið ekki búa áfram í bröggunum, sem íhaldið flutti ykkur í — þá blessaðir kjósið íhald- ið aftur! Morgunblaðið segir við braggabúana: Ef þið viljið ekki vera lengur í bröggun- um, sem íhaldið flutti ykkur í, þá er til gott ráð v.ð því, og það ér: blessaðir kjósið þið haldið aftur! í fám orðum sagt, heilræð- ið, sem Morgunbláðið gefur Reykvíkingum er þetta: Fyr- ir ykkur öll, sem eruð á móti óstjórn íhaldsins á undan- förnum árum er aðeins eitt ráð til og það er að kjósa í- haldið aftur!! \ „Það var ekki ég sem gerði það!“ En Morgunblaðið er ekki svo einfalt, að það segi kjós- endum þetta hreint og beint. Það er ennþá vitlausara og segir: Óstjórnin á undan- gengnum valdaárum íhalds- ins var ekki íhaldinu að kenna — heldur ,;rauðu fylk- ingunni“! Það var ekki íhaldið. sem lét verkamenn gánga atvinnu lausa við-höfntna húndruðum saraan; — það var ekki í- haidið, sem ýmist neitaði Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.