Þjóðviljinn - 22.12.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1945, Blaðsíða 8
„ínnrætið óbreytt allt fram í andlátið ' íhaldið vill ekki lækka byggingarkostnaðinn því þá myndu milliliðirnir tapa — ekki rann- sóknir á óhæfum íbúðum, þá kæmi óþægi- legur sannleiki í ljós — ekki tryggja vinnuafl með samningum þá væri e. t. v. ekki hægt að afsaka sig með skorti á vinnuafli. íhaldið var samt við sig á bæjarstjórnarfundin- um í fyrradag. Það þorði ekki að ganga hreint til verks og drepa tillögur sósíalista um að taka upp samvinn'u um innkaup á byggingarefni til að lækka byggingarkostnaðinn, og að láta frám fara rannsókn *a öliæfu húsnæði til þess að fá örugga vitnéskju um ibúðarþörfina í bænum, heldur vís- aði þeim til bæjarráðs í trausti þess að þar tækist, eins og oftast endranær, að drepa þessi nauðsynja- mál án þess að bæjarbúar veittu því fulla athygli. Þessi eindæma afgreiðsla íhaldsins á þessum málum sýnir greinilega að innræti þess verður óbreytt allt fram í andlátið. Margur mundi hafa ætlaö að íhalds mennirnir hefðu hundskast til að samþykkja þessar til- lögur sösíálista, svona rett fyrir kosningarnar, því hér eru engar húsabyggingar- tölur sem þeir þurfa að skelfast, en nei, ónei, og sannar það aðeins það sem áður var vitað, að það er andstætt eöli auðvalds ■ flokks að skipta um innræti gagnvart alþýðunni. íhaldi'ð vill ekki lækka byggingarkostnaðinn Ef tillaga Björns Bjarna sonar um að bærinn tæki upp samvinnu við stjórnir verkamannabústaðanna og byggingarsamvinnufélög í bænum um innkaup byggr ingarefnis, væri samþykkt myndu öll innkaup þess verða heppilegri og ódýrari og þar af leiðandi verða tii þess að lækka byggingar-. kostnaðinn. Hvers vegna vilí Bjarni borgarstjóri og íhaldið hans með engu móti að slík sam vinna verði upptekin? Hvers vegna vill íhaidið ekki lækkun byggingarkostnaðar ins? Blátt áfram vegna þess að slík samvinna um efnis- innkaup myndi minnka gróða milliliðanna, bygging arefniskaupmanna og ýmiss konar braskara, og það er fyrir hagsmunum slíkra sem íhaldið berst — gegn hags- munum almennings í bæn um. Það gæti leitt í ljós ljót- an og óþægilegan sánnleika. Bjarni borgarstjóri og í- haldið hans vill með engu móti að fram verði látin fara rannsókn á því hve margir búa nú í heilsuspill- andi íbúðrnn hér í bæ. Árum saman hefur íhald ið notað bæjarráö sem mál efnalíkkistu sína. Þangað hefur þaö vísað málum, — sem það af ótta viö fólkiö i bænum — hefur ekki bein- línis þoráð að drepa. Og í- haldið mun halda áfram áð kistuleggja framfara- og nauðsynjamál bæjarbúa -<• allt til þess að bæjarbúar kistuleggja íhaldið. Hvers vegna vill Bjami borgarstjóri og íhaldið hans ekki láta rannsaka hve mik ið er af óhæfum íbúöum? Vegna þess að slík rann- sókn gæti leitt í ljós að á- standið í þessum málum sé enn alvarlegra en bú'zt hef ur verið við. Það gæti meir að segja komið á daginn að þaö væri allt of lítið að byggja 500 íbúðir á næstu tveim árum. — Að' rann- sóknin leiddi í ijós að jafn vel íhaldinu myndí ekki fært annað en hefjast handa með bygg ngar. Ef íhalcTð á ekki framvegis að kistuleggja framfáramál bæjarbúa verða bæjarbúar að kistuleggja íhaldíð. Þannig er þá jólaboðskap ur íhaldsins til húsnæöis- leysingjanna í bænum: Það má ekki efna til hagkvæm- ari byggingarefn'skaupa vegna þess að þá myndu kaupmenn í íhaldsflokkn- um missa spón úr askinum sínum. Það má ekki rann- saka hve margir búa í ó- hæfu húsnæði, því þaö yröi óþægileg reynsla fyrir íhald ið. Þaö má ekki semja viö verkamenn og iðnaðarmenn um forgangsrétt að vinnu- afli til íbúðabygginga, þá gæti svo farið að ekki væri lengur hægt að bera við skorti á vinnuafli. Þetta þor ir íhaldið ekki að segja, sízt réit fyrir kosningar, þess vegna vísar þáð til bæjar- ráðs „að fela bæjarráöi“!! — þ. e. kistuleggur þessi mál. En Reykvíkingar ætla ekki að láta íhaldinu haldastuppi að kistuleggja öll nauö- synlegustu framfaramál bæjarbúa, þess vegna munu þe.'r kistuleggja íhaldið i næstu bæjarstjórnarkosning um. Reykvíkingar! Kaupið Mæðra- blaðið í dag í dag kemur Mæðrablaðr ð út, og veröur selt á götun- um og við húsdyr bæjarbúa. Þetta er 1. tbl. 3. árg blaösins. Útg. þess er Mæðra styrksnefndin, ábýrgöarm. Katrín Pálsdóttir bæjarfull trú'i. Efni þessa blaðs er m. a.: Friður á jörðu (Katrín Pálsdóttir, Skriftamál," kvæði (Arnfríður Sigurgeirs dóttir), Stétt mæöranna (Aðalbj örg Si gurðardóttir), Jólaminningar (Védís Jóns dóttir), Jólaborðið (Rann- veig Kristjánsdóttir), Nokk- ur atriði sem mæður og mæðraefni verð'a áð muna (Katrín Thorodds.), Mæðra. vernd (Sigríður Einars), Menningar- og minningar- sjóður kvenna (Laufey Valdimarsdóttir), Viö þurf- um menntaöar konur (Kat- 'rín Pálsdóttir),), Gott upp- eldi glæðir hæfileikana (býtt), Týndu stjörnurnar, Jólagjafir handa börnum, Frá skrifstofu mæðrastyrks- nefndar (Auður Auöuns). Börn sem vilja selja Mæðrablaðið eru beðin að koma á þessa staði kl. lö— 12 f. h. og 2—5 e. h.: Aust- urbæj arskólinn (vesturdyr), Miöbæjarskóinn (stofa 1) og Laugarnesskólinn. lólablöð Frh. af 3. síðu. á briggskipi áriö 1797; Gils Guömundsson: Sandgerði; Jón Kr. ísfeld: Gísli báta- smiður á Bíldudal; Kaup skipafloti heimsins; Guð- mundUr Guðmundsson: Sigi ingalög og sjómanna- fræösla; Haraldur Ólafsson: Vélskipið Haukur; Bækur; Á frívaktinni; Frá hafi til hafnar og allmargt smærri Jólagjöf íhaldsfruarinnar Ef maðurinn minn færekki að græða ... Þegar rætt var á bæjarstjórnarfundi í fyrradag um uppkast Jóns Axels að samningi milli bæjarins og verkamanna og iðnaðarmanna um að tryggja vinnuafl til nauðsynlegra bygginga og yrði því fyrst og fremst einbeitt að íbúðabyggingum, var rætt um það senfí opirubert leyndarmál að iðnaðarmenn myndu tregir til að í'áða sig fyrir gildandi taxta — þeir myndu vilja fá hærri laun. Stóð þá upp frú Guðrún Guðlaugsdóttir og mælti af þjósti miklum: „Mér þætti það köld jólakveðja að senda iðnáðarmönnum þá jólagjöf að hefta ein- staklingsfrelsi þeirra til að vinna þar sem þeim sýnist og segja þeim að vinna þar sem einhverjum og einhverjum bæjarfull- trúa dettur í hug“! Þessi oið segii' bæjarfulltrúi flokksins sem er að hæla sér af því aö hann beiti sér fyrir skipulögðum þjóðar- búskap!! Ef tryggja á vinnuafl til nauðsynlegra bygginga scgir þessi liáttvirti fulltrúi nei takk! — Ekki nema maðurinn minn fái að græða! Maður frúarinnar er nefnilega byggingameistari, og frúin þolir ekki þá ósvinnu að liann sé beðinn að sýna þegnskap. M. ö. orðum: Ef maðurinn minn fær ekki að byggja það sem liann græðir mest á þá er ég ekki með — ef maðurinn minn fær ekki að græða að viíd þá mega bragga- búarnir drepast fyrir mér! Úthlutun tíl tón- ligtarmanna Úthlutunarnefnd „Félags íslenzkra tónlistarmanna“ hef ur nýlega úthlutað eftirstöðv um af fé því, er Menntamála ráð veitti til íslenzkrar tón- listar. Til úthlutunar komu kr. 1800.00. Þessir hlutu við- urkenningu: greina sem enn er óupptal- iö. Þá er allmargt mynda í heftinu, og falleg litprentuð kápumynd. Þe'r sem ekki eru áskrif- endur að þessum tveim tímaritum verklýðssamtak- anna ættu að kaupa þessi hefti fyrir jólin. Kr. 250.00: Bjarni Bjarna- son, söngstjóri, Brekku í Hornafirði. Brynjúlfur Sig- fússon, söngstjóri, Vestmanna eyjum. Eyþór Stefánsson, söngstj., Sauðárkróki. Halldór Jónsson, tónskáld, Reynisvöll um í Kjós. Jónas Tómasson, kirkjuorganleikari, ísafirði. Sigurgeir Jónsson, fyrrv. kirkjuorganleikari, Akureyri. 150.00: Kjartan Þorkelsson, fyrrv. kirkjuorganleikári, Hagaseli Staðarsveit. Þor- steinn Konráðsson, fyrrv. kirkjuorganleikari, Reykja- vik. I úthlutunarnefndinni áttu sæti Björgvin Guðmundsson, Hallgrímur Helgason og Sig- urður Birkis. Ljóðabækur jólanna eru: Sól tér sortna Jóhannes úr Kötlum Kvæði Snorri Hjartarson Fást í öllum bókaverzlunum Undir óttunnar himni Guðmundur Böðvarsson Íl og Menning Láúgáveg 19, Sími 50S5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.