Þjóðviljinn - 26.02.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Jólasvemninn Nú datt jólasveininum snjallræði 1 hug. Hann sagði við sjálfan sig: „Eg skipti á einu orði í hvorri auglýsingu- I>á verður sú fyrri svona: „Eg vil kaupa Keflavík...“ En sú seinni verður: „Heimili brúðhjónanna verður í fataskáp“. Ekki trúi ég öðru en einhverjir rífist fram á miðjan þorra út af þessu“. Bandaleysir hélt áfram að lesa auglýsingar. Ein var svona: „Sjötíu og fimm hænsni til sölu. Upp- lýsingar í síma 2222222“. Þá sá Bandaleysir allt í einu frásögn um skemmtun, sem hafði verið í bænum. Hún var svona: „Árshátíð Söngvarafélagsins fór fram í gær. Þar voru ræðuhöld, söngur og leiksýning. Söng- menn stigu dans til miðnættis“. „Þessu breyti ég“, hugsaði jólasveinninn. Og þá varð auðlýsingin svona: „Söngmenn til sölu- Hringið í síma 2222222“. En frásögninni um skemmtunina lauk aftur á móti þannig: „Sjötíu og fimm hænsni stigu dans til miðnættis“. Bandaleysir iðaði af kæti og hugsaði með sér: „Það skal ég ábyrgjast að einhverjir verða svo reið- ir út af þessu, að þeir tala ekki orð saman til sum- armála“. Nú heyrði jólasveinninn fótatak og flýtti sér að fela sig úti í horni- Daginn eftir var sunnudagur og þá kúrði Bandaleysir einn úti í hominu, át nesti sitt og hlakkaði til morgundagsins. --------Á mánudagsmorgun komu þrír menn og fóru að vinna. Þeir hétu Þorgeir, Sigurgeir og Jóhannes V. Jensen: GUÐRÚN Brúðkaupsveizlur gerðust | svo fjölmennar víða í Norð-I urálfunni á 16. og 17. öld, að' sutms staðar voru sett lög til að takmarka gestafjöldann, eftir efnum og mannvirðing- um ibrúðhjónanna. Var til daam's svo ákveðið í Dan- mörku að errubættismenn og kaupmenn mættu bjóða 24 fjölskyldum og 12 pipar- sveinum. Handverksmaður onátti bjóða 12 fjölskyldum og sex piparsveinum- Bóndi mátti bjóða 12 fjölskyldum. Svipuð lög voru í gildi í Þýzkalandi. Lcgunum var framfylgt á þánn hátt, að boðsmaður var látinrt fara bæja á milli með skrá-yfir þá gesti. sem koma áttu og lesa upp nöfn þeirra. En yfirvald héraðsins hafði afrit af þessari skrá og lét telja út úr kirkjunni. Urðu •menn óð greiða háar sektir fýrir að hafa fleiri gesti en staða og stétt heimilaði. En höfðlnglyndir menn álitu sér svo mikinn sóma að f jölmenn | um veizlum, að þeir voru I fúsir til að greiða sjálfir fé- ' gjöld fyrir óboðna gesti. Þegar þetta dugði ekki, voru sett lög til höfuðs boð- flenmum og varðaði það 14 daga fangelsisvist við vatn og brauð að mæta óboðinn í brúðkaupi. Stundum virðist það hafa verið von um gjafir, sem komu mönnum til að halda fjölmennar veizlur. Voru dæmi til þess að 5100 lóð silfurs og 370 gullpeningar voru gefnir við aðalsbrúð- kaup .En það jafngildir 5—6 þús. kr. og var mikið fé þá. Annars segir þýzkur rit- 'höfundur á þessum tímum: „— Það er mikill ósiður að safna að sér hersingu af pip- arsveinum og piparmeyjum. Faðir brúðarinnar sýnir gest- unum lítinn sóma með því að hlaða fólki þessu eins og mjölsekkjum við borðið. Hann hugsar aðeins um gjaf- irnar, en slíkt er ekki ómaks -irts vert — hitt, þangað til þér lærið réttu handtökin. Við förum hægt. Haldið þér að 'þetta sé einhver leyndardómsfull ■kunnátta? Eða hvað?“ Guðrún steig inn í bílinn vinstra megin og tók við stýr inu. Hún hafði ekki stýrt vagni síðan hún var lítil og Manni smdðaði handa þeim vagn og var sjálfur vélin í farartæk'nu- Hollund steig á bremsurnar og ýtti fótum Guðrúnar til hliðar. Bíllinn mjakaðist áfram eins og snig- ill og gekk í ískyggilegum hlykkjum milli veganbrún- anna. Guðrún hafði ekki í- myndað sér að bessi stóri vagn væri svona auðveldur í stjórn. Hollund greip tvisv ar um stýrið. svo að bíllinn tók rétta stefnu en það leið ekki á löngu áður en Guð- rún gat ekið beint og öruggt eftir miðjum veginum — og gleymdi öllu öðru milli him- ins og jarðar. Hollund stöðvaði bílinn á ný, kenndi henni að setja vél- ina af stað og takmarka hrað ann. Hann greip um hendur hennar á víxl og færði þær eftir því hvað hún átti að taka til bragðs í hvert skipti. Þetta endurtók sig hvað eftir annað. Þau höfðu bæði hanzka. Ferðin gekk seint allan fyrri hluta dagsins. Hann lét hana æfa sömu 'handtökin aftur og aftur og hlýddi henni yfi.r eins og skólabarni. Guðrún vissi hvað klukkan sló og lét sér fátt um finnast, hvað hann þurfti oft að grípa um hendur hennar. Oll þessi umhyggja hans gat verið viðsjárverð, en hún skeytti því engu og var ráðin í að læra að aka bíl. Hann var þolinmóður kenn ari. Hann unni sjálfum sér þess að fara hægt yfir, þeg- ar hörundsbjört og bláeyg stúlka sat við 'hlið hans. Brúnu Hindúaaugún hans glömpuðu af ánægju, einS^og hann vœri sælasti maður jarðarinnar, þó að það tæki hann alla ævina að kenná henni að aka bíl, ætlaði hann ekki að telja það eftir sér! Og hvers' hefði hann átt að óska sér fremur en að sitja •hér í sólskininú og horfa út yfir víðáttumiklar lyngheið- ar fjarri allri háreysti héims- ins. Það var vor í blænum og grönnu birkitrén voru farin að skjóta brumi. Stór flutn- ingabíll kom og dró annan á eftir sér. Vegurinn skalf, þegar hann fór fram hjá. Annars var engin umferð. Langt í burtu sáu þau lágt hús og eittlhvað á kviki í kringum það.— M'klega svart- ar kindur. Guðrún sat við stýrið, kunni nú öll handtök utan að og ók á fullri ferð. Hol- lund lét hana aka allan fyrri hluta dagsins og hún bar sig eins og vanur bílstjóri. hreyk in af þessari nýju kunnáttu isinni. Hann tók ekki við stjórninni, fyrr en þau nálg- uðust Bremen. Þá ók hann sjálfuir í gegnum borgina. Þau borðuðu hádegisverð í Hamborg- „Þér verð.ð að fá ökuskír- teini óðar og við komum heim“, sagði hann og leit á hana yfir borðið. Það verður á kostnað Fyrirtækisins. Hver veit nema þér verðið beðin að aka bíl í ökkar þágu við og við. Og svo er eitt enn: Eg tók eftir því að þér kunnið ekki frönsku. Við höf um ekki mikil bréfaviðskipti á frönsku, en mér þætti bezt ef sami ritari gæti annazt öll bréfaviðskipti. Þá fara einka- mál Fyrirtækisins ekki ann- arra á milli. Ef þér viljið læra frönsku, verður það á kostnað Fyrirtækisins og kennslutímamir skulu verða taldir með vinnutíma yðar. Það er bara sanngjarnt, því að þér gerið þetta í okkar þágu“. Guðrún varð himinglöð, en óþarflega þótti henni mikill hiti í angnaráði hans, þegar hann leit á hana yfir borðið. En svo beindi hann athygli, sinni óskiptri að matnurn. Ekkert var það til á borð- inu, sem var honum óviðkom andi. Þau komu til Kaupmanna- hafnar um kvöldið. XIII. Guðrún fór snemma á fæt- ur morguninn eftir og gekk alla leið út að flugvellinum í Kastrup. Það var hressandi morgunganga og lævirkjarn- ir sungu undir heiðum himni. Ofurldtill fúaþefur barst upp úr skurðunum, sem voru að koma undan snjónum. And- rúmslóftið á Amager var blandað ilmi af káli og sjáv- arseltu, eins og vant var. En hvað var notalegt að vera komin heim. Hún fann hjólið sitt, þar sem hún hatfði skilið það eft- ir við flugstöðina. Loftið var. farið úr afturhjólinu. Það var allt og sumt. Og þegar klukkan nálgað- ist 9, var Guðrún komin inn Þriðjudagur 26. febr. 1946. í hjólhestastrauminn, sem stefndi að hjarta borgarinn- ar. Hún var sjálf hluti af borginni og borgin var falúti af henni. Fjallháir bréfahlaðar biðu hennar og mikil aukavinna. Það varð Hollund að sætta sig við líka. Nú var hann aftur orðinn áhugasamur framkvæmdastjóri, talaði í viðsk'ptatón og vann af kappi- Þannig liðu tveir dag- ar án þess að Guðrún hefði tíma til að sinna neinu, sem snerti hana sjálfa. Þá mætti hún Manna. Hún kom úr bankanum og rakst á hann á Nýja Kon- ungstorgi. Hann hafði skóla- töskuna sína undir hendinni, vaxdúkstösku með slitnum homum. Hanrt var á leið í háskólann og var í ljósgrá- um, ódýrum fötum, ekki ný- pressuðum, og skóm, sem oft höfðu verið sólaðir. Hár hans var þykkt og úfið. Svona leit þá Manni út, þegar hann var orðinn háskólanemi í verk- fræði. Hann var meðal tötra- stúdentanna. knnars var Manni sjálfum sér líkur, þrekinn um háls og brjóst og vaggaði í göngu lagi. En nú var hann ekki veðurfoitinn lengur. Hörundið var slétt og rauðleitt. Hann hafði enn rauða díla á kinn- beinunum, eins og þegar hann var. drengur- Hrukkurn ar yfir augabrúnunum, sem áður höfðu gert hann syfju- legan, vöktu nú hugmynd , um athygligáfu og hyggni. Svo skammt getur verið á milli gáfumannsáns og hins treggáfaða. Hann var ekki eins glað- vær o-g einlægnislegur og fyrrum, heldur fáfróður, dul ur og hugsandi. En ánægður var hann og las af feikna kappi, enda voru það marg- ar bækur, sem hann varð að ljúka áður en takmarkinu væri náð. Og takmarkið var stórt skip, sem hann hefði sjáltfur teiknað. Guðrún flýtti sér á móti honum, en Manni stóð í sömu orum og beið. Hann var al- varlegur. Það vottaði ekki' fyrir brosi á andMti hans. Hann var að foíða eftir spor- vagni. „Manni!“ sagði Guðrún og nam staðar. ,,Góðan daginn“, svaraði hann og stóð grafkyrr. Guðrún varð óróleg- Henni hafði dottið það í hug’á heim l'eiðinni að ekki vildi hún mæta Manna í bilfmm“-nl’eð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.