Þjóðviljinn - 19.03.1946, Side 6

Þjóðviljinn - 19.03.1946, Side 6
6 — AUGLÝSING UM UMFERÐ í REYKJAVIK Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykja- víkur hefur verið ákveðinn einstefnuakstur á eftirtöldum götum, sem hér segir: Amtmannsstíg frá austri til vesturs. Vegamótastíg milli Laugavegs og Grettis- götu, frá norðri til suðurs. Meðalholt frá Einholti og út á Háteigsveg- Hátún frá vestri til austurs. Miðtún frá austri til vesturs. Óheimilt er að leggja bifreiðum vinstra megin á þeim götum, þar sem einstefnuákst- ur er. Þó mega bifreiðar nema staðar vinstra megin til afgreiðslu þegar í stað, en öll bið er bönnuð þeim megin á götunni. Ennfrem- ur er á götum, þar sem fyrirskipaður er ein- stefnuakstur, óheimilt að leggja frá sér reið- hjól, annars staðar en vinstra megin á göt- unni við gangstéttarbrún, og svo í reiðhjóla- grindur, sem settar eru á gangstéttir með . samþykki lögreglunnar. Lögreglustjórinn í Reykjavík 18. marz 1946 Sigurjón Sigurðsson settur Kveðjuhljómleikar Guðmunda Elíasdóttir heldur kveðjuhljóm- leika í Gamla bíó, fimmtudaginn 21. marz, kl. 7,15. Dr. Urbantschitsch aðstoðar Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar, eftir kl. 1 í dag. Auglýsið í Þjóðviljanum lr-~— ———•—----------------- - Stúdentafélag Reykjavíkur heldur umræðufund í I. kennslustofu Há- skólans fimmtudaginn 21. marz kl. 20,30. Uinræðuefni: 'r Hin nýja Stjórnarskrá íslands. Frummælandi Gunnar Thoroddsen prófessor. - .STJÓRNIN LAUGAVEÓ58 NÝKOMIÐ lírval af dansplötum SIMAU Í8%-jill Norðurlandanótur í miklu úrvali Leðurvörur í miklu úrvali Jazzinformation kemur bráðlega. Tekið á móti áskrifendum að blaðinu. DRANGEY, leður- og hljóðfæraverzlun Laugavegi 58. — Símar 3896 og 3311 ÞJ ÓÐVILJINN Þriðjudagnr 19. marz 1946. '-------------- ------------------- Oskar Braaten: GRÍMUMAÐUR ---------------------------!______/ „Það getur verið. Það getur verið.“ Hann gekk út og leysti kistuna af sleðanum. Magða hjálpaði honum. Þau báru hana inn í stofu. Þorgeir kvaddi í skyndi og fór. Nú ók hann hratt. Það var orðið framorðið og Fugisstaðir voru við syðri vatnsendann, beint á móti. Hesturinn var heim- fús og langaði heim að stall- inum sínum. Hann brokkaði greitt og klakinn tvístraðist undan hófum hans. Þorgeir þurfti ekki að hafa neína taumastjórn á honum. Hann hefði mátt hafa augun aftur alla leið, hefði hann viljað. En það sem hann sá, birtist hon- um jafn greinilega hvorii sem hann hafði opin eða. aftur aug un. Hann sá hvíta rekkjuvoð. Hann sá rúm. Og guð sé oss næstur! það var ekki í íyrsta sinni, sem hann sá þetta rúm. En nú var orðið langt síð- an. Hann hafði ekki hugsað um það í mörg ár. „Fer þetta ekki að stytt- ast?“, hugsaði hann. „Nú verð ég feginn að koma heim til konunnar.“ Guði sé lof! Þarna sá hann ljósið á Fuglsstöðum. Magða kom inn í eldhúsið á Breiðavatni tveimur. dögum seinna. Það var verið að borða morgunverð. Tara’d Brede, ná vaxinn og feitur maður um sexugt, sat við annan borðs- endann. „Sjaldséðir gestir“, sagði hann ólundarlega. „Er eitt- hvað að hjá ykkur?“ Hann hugsaði sig um dá- litla stuhd eftir að hann heyrði erindið, og strauk hök- una.‘ ”■ . „Nú, já, það er svona. Eg skal lána þér hést og mann, svo að þú getir komið móður þinni sómasamlega til kirkj- unnar. Við sjáum. Lil. Við sjá- um til.“ Hann horfði- í ‘ kringum sig og lét aftur annað augað. Vinnufólkið * tók það svo að það ætti að’’ brosa, og það brosti svolítið. S,'o íeit hahn á Mögðu. „Eg geri þetta ;með mestu ánægju, stúlka mín. Það er* mér- sönn ánægja.. Viltu- ekki fá þér sæti og borða?“ „Nei, þakka þér fyrir. Eg var að borða", svaraði Magða og flýtti sér út. Það var mesta- •furðá, | hvað margir fylgdu Ingiriði á Vatns enda til grafar. Frumbýling- amir komu auðvitað: ekkír Þeir þckktu hána cþki. Én margir sveitungar hennar komú; Það.> var heldur ekki ólíklegt að þetta yrði nýstárleg líkræða. Presturinn var gamall og | strangur. Hann var ekki van- | ur að bera lof á látna menn, | ef þeir áttu ekki lof skiliði Hann hafði oft sagt Ingiríði sannleikann í lifanda lífi. Hún sagði frá því sjálf, þegar henni þótti orðaval hans ó- þarflega grófgert. Henni vai aldrei vel við að hitta hann. En hjá því varð ekki komizt þegar hún þurfti að láta skýra eða ferma. Nú kom Ingiríður til hans i síðasta sinn, og þ"i þótti ekki ósennilegt, að hann léti ein- hver vel valin orð falla. — En því miðuz var jarðar- förin sorgleg, hvað þetta snerti. Gamli presturinn var veikur og sendi aðstoðarprest- inn, ungan tilþrifalítinn mann, sem talaði meira um náð en synd. „Hvíl þú í friði, þreytta sál,“ sagði hann og hafði ekki hugmynd um, hvað hann var að segja og um hvem hann var að tala. Þetta hefði átt vel við um einhverja aðra — auðvitað. Til allrar hamingju var þó ekki alveg tíðindalaust’ við jarðarförina. Dætur Ingiríðar þrjár — þær fullorðnu — sátu á aðstandendabekknum og grétu. Og við hlið þeirra sat aldraður lotinn maður, Tobías í Garði, með Sigríði litlu á kjánum. Hann skeytti hvorki skömm né heiður sá maður. Hann gekk á eftir kistunni og hélt í höndina á Sigríði, stóð hjá syrgjendunum, þegar presturinn heilsaði þeim við gröfina, samkvæmc venju. Og hann tók huggunarorðunum eins og sjálfsögðum hlut, fölur og utan við sig af sorg. Fleiri voru ekki frá Garði, hvorki kona Tobíasar né son- ur — sem varla var von. — — Tobías kom seint heim um kvöldið. Ilann var ó- styrkur á fótunum, þegar hann gekk upp stigann. Kona hans sat í stofunai og var að prjóna. Hún heyrði til íians. Þorsteinn heyrði líka til hans. Hann lá andvaka í rúmi sínu. Nú er hann fullur," hugsaði Þorsteinn. „Eg ta;a við hann á morgun.“ Þorsteinn hafði frétt af jarðarförinni. — En faðir hans kom ekki niður af loftinu, daginn eftir og ekki næstu tvo sólar- hringa. Enginn fór til hans. Enginn spurði eftir houum. Það heyrðist stundum niður í stofuna, að hann fór upp úr rúminu og gekk um gólf ber- fættur. Loksins heyrðist fótatak í stiganum seinni hluta dags. Þorsteinn leit upp úr bók- inni og hvarflaði augunum til móður sinnar. Hún sat við gluggann með pi jónana sína, bein í baki og ströng á svip. Það mátti hver koma og fara eins og honum þóknaðist fyrir henni. Það kom henni ekki við. Þetta var erfið vinna og hasttuleg. Hann gat ekki gætt að gullinu risans nema með hjálp ux- ans, hundsins og hestsins. Fyrst reyndi hann að ná hestinum, en «það var ómögulegt. Þá lá hann í leyni fyrir honum og stökk á bak honum, en hesturinn fleygði honum af sér hvað eftir annað. Að lokum tókst honum.þó að ráða við hestinn. Hesturinn hneggjaði reiðilega: „Aldrei hefði ég trúað því á þig, Lárus í Sand- hölum, áð þú gengir í þjóiiustu risahs”, sagði hann. ,,Það eru orsakir til þess, sem hestur getur ekki skilið", sagði Lárus. Nú fór ' hann að leita hundsíns. Hundurinn var illur- viðureignar og grímmari en tígrisdýr, en nú var Lárus á hestbáki, og að lokum gat hann gert hundinn spakann. „Aldrei héfði ég trúað því á þig, Lárus TSand- hólum, a§ þú gengir í . þjónustu risans“, úrraði h.u;idurinn. ; „Það eru orsakir til þess, sem hundur getur ekki skilið‘\ sagð i Lárus. Það fór með uxann eins og hestinn og hund- inn. Lárus gerði hann þægan. En ekki var hann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.