Þjóðviljinn - 06.04.1946, Qupperneq 4
4
Þ JÖÐVIL JINN
Laugardagur 6. apríl 19 L6.
þlÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
19. Sími 2270 (Eftir kl. 19.00 einnig sími 2184).
Ritstjórnarskrifstofur: Austurstrppti 12 og Skólavörðustíg
Afgreiðsla: Skólavörðustíig 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
i -- -------- , J
fyrir sjálfu sér
Vér biðjum afsökunar á því, að vér birtum hér í heild
grein úr Morgunblaðinu, sem ber yfirskriftina „Pottlokin“-
Þetta greinarkorn er þannig:
„Forstöðumenn útifundarins, er haldinn var á sunnu-
daginn við Miðbæjarskólann treystu of mikið á leikaraskap
flokksbræðra sinna. í fundarlok léku þeir íslenzka þjóðsöng
inn. Þegar hann er leikinn taka íslendingar ofan höfuð-
föt sín.
En þá nféllu frelsishetjur“ hins íslenzka kommúnista-
flokks „út úr rullunni". Þe'r eru vanir andrúmsloftinu
eins og það er á „sellufundum“. Þar er frelsismál íslands
ekki í hávegum haft. Þar er meira hugsað um að koma
íslandi undir hin austrænu áhrif.
Mennirnir, sem vanastir eru sellufundum, gleymdu
að taka ofan, þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Kom þá í
ljós það, sem menn raunar vissu áður, að kommarnir
sem þykjast bera sjálfstæði landsins fyrir brjósti, hafa
velgengni annars ríkis meira í huga en þjóðernis- og sjálf-
stæðismál íslendinga“.
Því er ekki auðsvarað, hvað er undrunarverðast við
9vona skrif, hvort heldur rangfærslurnar, vesalmennskan
eða illgirnin, því að allt er þetta svo fléttað saman í þess-
um línum, að ekki verður úr því leyst, á hverju ber mest.
Líklega er það þó í senn undrunarverðast og ófyrir-
leitnast, að þessi Morgunblaðsauli skuli halda því fram,
að fundur stúdentanna um herstöðvamálið hafi verið
flokksfundur sósíalista. En þessu er hiklaust haldið fram,
og ef þið efist um það, þá lesið greinina um „pottlokin“
aftur. Augljóst er. í hvaða tilgangi þetta er gert. Það er
gert til þess að læða inn þeim skilningi, að baráttan gegn
landsafsali og framhaldandi hersetu á íslandi, sé sérmál
éins flokks og þess vegna eigi góðir menn úr öðrum flokk-
um að lítilsvirða hana.
Að vásu ætti þess ekki að vera þörf, en er þó að gefnu
tilefni rétt að taka fram, að baráttan gegn því, að erlendur
her verði hér til frambúðar, er og á að vera hafin yfir
alla flokka. Hún er sjálf barátta þjóðarinnar fyrir frelsi
og fullveldi, og fyrst þegar menn hafa snúið bökum sam-
an í þeirri baráttu, sem heiðarlegir Íslendingar, er réttmætt
að spyrja um flokka. Sjálfstæðisibaráttan fyrst, flokkarnir
síðar.
Þegar stúdentarnir hófu merkið á fundintim í barna-
skólaportinu, var það rödd þjóðarinnar sjálfrar, sem heyrð-
ist í ræðum þeirra. Stúdentamir skiptast milli stjórnmála-
flokka, sem kunnugt er og glöggt kemur í ljós við kosn-
ingar til stúdentaráðs á hverju hausti, en í herstöðva-
málinu eru þeir alli.r sem einn maður. í hópi þeirra eru
ekki nein vesalmenni á borð við Morgunblaðsmanninn,
sem á óviðurkvæmilegan hátt er að reyna að vinna gegn
málstað Íslendinga.
Auðvitað gleymir ekki þessi ærusnauði ameríku-
agent Morguniblaðsins að geta þess, að flokkur sá, sem
hann vistar hjá alla stúdenta, „Kommúnistaflokkurinn", sé
í þjónustu erlends ríkis og þar með að allir fylgjendur
hans séu landráðamenn.
Það er erfitt verk, sem þessi starfsmaður Morgun-
blaðsins hefur tekið að sér, að vinna fyrir landsölustefnuna.
Það er ekki von, að framkoman sé burðugri en raun ber
NOKKUR ORÐ TIL ÞEIRRA
SEM SJÁ UM NÝBYGGINGAR
HÚSA OG ÞEIRRA SEM SJÁ
UM LEIKVELLI.
,,H. S. B.“ skrifar um leiki
barnanna við hús sem eru í
smíðum, og telur þá ekki hættu-
lausa. Iæggur hann til að girt
verði í kringum húsin svo börn-
in geti ekki farið sér þar að
voða. Hann minnist á barnaleik
vellina í því sambandi og vill að
þeir verði endurbættir. — Hann
skrifar:
„Eins og kunnugt er þá sækja
börn og unglingar mjög í hús,
sem eru í smíðum og ekki síst
þar sem búið er að grafa grunna,
því að þar er oftast vatn, sem
þeim þykir mjög gaman að vaða
og busla í. Það er ekki ósjaldan
sem börn detta þá ofan í, og þó
ekki hafi enn slys hlotist af, þá
þykir húsmæðrum að sjálfsögðu
ekki gaman af að vita börnin
sin í stöðugri hættu.
Sama er að segja um hús sem
byrjað er að reisa, börnum þyk-
ir gaman að klifra, en eins og
vænta má, þá er slíkur leikur
ekki hættulaus, einnig er það að
börnin rífa iðulega föt sín.
Húsmæður mundu eflaust vera
húsasmíðameisturum þakklátar,
ef þeir létu girða allt í kringum
nýbyggingar þær, er þeir hafa
með að gera.
ÞÁ ERU ÞAÐ ÞEIR, SEM SJÁ
UM LEIKVELLI.
Eins og fram kemur af ofanrit
uðu, þá hafa böm gaman af að
klifra og einnig af vatni til að
busla í og láta skip sín sigla. —
Það þvrfti þvi að setja upp
klifurgrindur og sjá um að þrær
með vatni, séu á öllum leikvöll-
um auk annara leiktækja. Aft-
ur á móti mætti taka burtu
hraunhellumar, sem látnar hafa
verið á suma leikvellina, þær
eru að vísu til prýðis en ekki
með öllu hættulausar.
H. S. B“.
ÓÞARFUR INNFLUTNINGUR.
,,Borgari“ skrifar mér um er-
lendu myndablöðin sem fást hér
í bókaverzlunum og telur að þar
sé ekki einungis um óþarfan inn-
flutning að ræða, heldur séu þau
miður heppilegar ,,bókmenntir“
handa bömum. Hann skrifar:
„Flestir munu kannast við lit-
prentuðu mvndablöðin erlendu,
sem bókaverzlanir hér eru að
pranga út í börn og unglinga. Á
meðal barnanna ganga mynda-
blöð þessi undir nafninu „hazar-
blöð“, og gefur sú nafngift dá-
litla hugmynd um innihald
þeirra. Venjulega eru þetta
teikningar af glæpasögum, bar-
dagasögum eða viðureign við
villidýr, þar sem hver endileys-
an rekur aðra. Þetta þykir böm
unum ákaflega spennandi og
vilja óvæg ei'gnast þessi
blöð, sem fljótt vilja þá ganga
til þurrðar í bókabúðum. Ganga
blöðin svo kaupum og sölum
milli barnanna fyrir mikið
hærra verð en sett var á þau í
verzlunum.
Þegar svo börnin taka þessi
myndablöð fram yfir góðar ís-
lenzkar bækur, sem þau fást þá
helzt ekki lengur til að líta í,
held ég flestir verði mér sam-
mála um það að við mættum
gjarnan vera lausir við þetta
,,hazar“blaðafargan og það sem
því fylgir. Við höfum annað
þarfara með gjaldeyri okkar að
gera en að verja honum til inn-
flutnings á þvílíkum „bókmennt-
um“.
Borgari“.
KVARTAÐ UM KLUKKULEYSI.
Einhver K. O. skrifar mér
kvörtun út af þvi að engin vegg
klukka sé í lestrarsal Bæjarbóka
safnsins. Segir hann það mjög
bagalegt fyrir þá sem sækja
i lestrarsalinn, og nefnir sem
dæmi að Menntaskólapiltar
komi þar oft í frímínútum til að
lesa blöð og bækur, en þá sé
erfitt fyrir þá að fylgjast með
hvað tímanum liði. Oft séu
menn að spyrja hver annan
hvað klukkan sé, en þá geti oft
svo farið að enginn viðstaddur
hafi klukku. Lýkur liann bréf-
inu með ósk um að klukka
verði sett upp í lestrarsal Bæj-
arbókasafnsins svo komið verði
í veg fyrir þessar sífelldu spurn
ingar um hvað klukkan sé.
Stj4h~rirf7zá/as7*tzfár
Tvær myndir úr
Morgunblaðsins.
Föstudaginn 5. apríl 1946 voru
þessi orð skráð í fjórða dálki á
fimmtu síðu Morgumblaðsins:
„Útúrsnúningur er annað fyr-
irbrigði í opinberum deilum í ís-
ienzkum blöður. Oft eru mönn-
um gerð upp orð, sem þeir hafa
aldrei sagt eða skrifað og síð-
an er lagt út af þeim. Slíkt er
ekki annað en óheiðarleiki i leik
og á vitanlega ekki að eiga sér
Gtað“.
í fyrsta óg öðrum dálki hinn-
ar sömu síðu hins sama blaðs
skartar leiðari blaðsins, hann
fjallar um frumvarp Nýbygging-
arráðs um fiskveiðasjóð, og er
fyrri hlutinn um það, hversu
illa Framsókn hafi tekið þessu
ágæta frumvarpi. í niðurlagi leið
arans snýr blaðið sér að Sósíai-
istum, og mælir svo:
„Hitt hefur að vonum vakið
undrun, að einn af stuðnings-
flo'kkum ríkisstjórnarinnar, Sós-
íalistaflokkurinn, skuli hafa sung
ið tvísöng með Framsókn í þessu
máli, að vísu undir öðru lagi, en
þó þannig að f jandskapurinn
gegn málinu er énigu minni úr
þeirri átt“.
Staðreyndirnar uni fisk-
veiðasjóðsfrumvarpið.
Fiskveiðasjóðsfrumvarpið var
samið af Nýbyggingarráði, og
er óhætt að fullyrða að Einar
Olgeirsson var aðal-hvatamaður
þess.
um þetta frumvarp, rigndi
niður áskorunum um að leggja
það fram á Alþingi og fá það
samþykkt.
Nú leið og beið og þrátt fyrir
allar áskoranir kom frumvarpið
ekki fram. Ástæðan var sú að
stjóm Landsbankans hafði hafið
harðvítuga herferð gegn því og
hún fékk því til vegar komið að
ríkisstjórnin hikaði.
Loks tók Áki Jakobsson at-
vinnumálaráðherra af skarið og
fékk málið flutt inn í þingið.
Þá hófst nýtt þóf. Stjórn
Landsbankans reyndi að hindra
framgang málsins. Það endaði
með því að Sjálfstæðisflokkur-
inn og Alþýðuflokkuririn gáfust
upp og féllust á að breyta frum
varpinu í það horf að Lands-
bankinn fengi málið til fram-
kvæmda, stofnuð skvldi sérstök
stofnlánadeild innan Lands-
bankans, í stað þess að efla
Fiskveiðasjóðinn. Talsmenn
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins hafa þó lýst því yfir,
á þingi, að þeir kysu málið held
ur í þess upphaflegu mynd.
Á þingi hefur Sósíalistaflokk-
urinn staðið fast gegn því að
breyta frumvarpinu um fiskveiða
sjóð, eftir kröfu Landsbanka-
stjórnarinnar, hann hefur lagt
kapp á að fá frumvarpið sam-
þykkt í þeirri mynd sem Ný-
byggingarráð gekk frá því. Fáist
það ekki, munu þingmenn Sósíal
ista að sjálfsögðu greiða frum-
varpinu atkvæði, þó stórslcémmt
sé með því að fá höfuðandstæð-
ingi þess framkvæmdirnar.
Á máli Morgimblaðsins.
Þessi afstaða Sósíalista til
frumvarpsins heitir á máli Morg
unblaðsins „fjandskapur gegn
málinu“. Sjálft hefur blaðið
kveðið upp dóminn yfir eigin
málflutningi, dómurinn var
þannig:
„Slíkt er ekki annað en óheið-
arleiki og á vitanlega ekki að
eiga sér stað“.
Stundum dæmir Morguniblað-
ið rétt.
Virðulegur fundur —
ógleymanleg stund.
Það hefur áreiðanlega ekki
verið haldinn virðulegri fundur
hér í bæ en fundur stúdentanna
í barnaskólaportinu. Þrátt fyrir
slæmt veður stóð fjöldinn og
hlustaði á hinar snjöllu ræður
í tvær stundir. Þegar ræðunum
lauk sýndi fólkið ekki á sér far
arsnið, eins og oft vill verða
við slík tækifæri. Fullkomin
k.vrrð var því meðal fjöldans er
þjóðsöngurinn hófst, menn
stóðu kyrrir, tóku ofan höfuð-
föt sín og lifðu ógleymanlega
stund.
Þvættingur Morgunblaðsins
urn að fylgjendur eins stjórn-
málaflokks hafi ekki tekið ofan
við þetta hátíðlega tækifæri, er
eitt hið svívirðilegasta, sem
sést hefur í íslenzkum blöðum
og engin afsökun er það fyrir
blaðið, þó einn af aðaleigendum
þess væri svo fjarhuga á þess-
ari stundu, að honum láðist að
sýna þá háttvísi að taka ofan.
Þetta var vissulega leiðinlegt at-
vik ekki síst fyrir Morgunblaðið,
en samt sem áður ætti það nu
að geta haldið sönsum.
Þegar almenningi varð kunn-
vitoi. Vonandi á hann ekki marga skoðanabræður í Sjálf-
stæðisflokknum. En Morgunblaðsritstjóramir, sem láta
slík sknf birtast, bera ekki orðið mikla virðingu fyrir
sjálfum sér.
bréfi ugt