Þjóðviljinn - 07.04.1946, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.04.1946, Qupperneq 4
4 Þ JÓÐVIL JINN Sunnudagur 7. apríl 1946. þlÓÐVILIINrt | Útgefandi: Saineiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Riitstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. - ■ _______________________________________________/ Sjálfstæðiskröfur íslendinga og Eandaríkin íslenzka þjóðin hefur alltaf litið uppkomu hinna ægi- sterku auðhringa í Bandaríkjunum, illu auga. í augum Vesturfaranna var það hin „vestræna óbyggð“ og „land- rýmið mikla“, sem var tryggingin gegn kúguninni — og það hefur ekki á það skort, að íslenzk skáld vestanhafs ihafi varað við þessari hættu og sjálfir barizt gegn henni, svo sem Stephan G. Stephansson, og Sigurður Júl. Skáldin hér he'ma hafa líka ort sín ljóð um þetta kúgunarvald, hvort heldur Páll Árdal eða Þorsteinn Erlingsson. Og þeg- ar verklýðshreyfingin skapar sér fyrst flokk og útgáfu- starfsemi á íslandi, þá eru það ekki hvað sízt sögurnar um baráttuna við auðvald Bandaríkjanna, sem út eru gefnar: „Smiður er ég nefndur“, „Koli konungur“, Jimmie Higgins o. fl. íslenzk alþýða veit að auðvald Ameiúku er nú ágeng- asta og sterkasta yf'rstéttarvald í heirni, — vald, sem hún eins og aðrar alþýðustéttir þurfa að vera á verði gegn. @ Blöð landsöl-umanna hafa undanfarið hrópað upp, að Þjóðv'ljinn hafi ráðizt hatramlega á Bandaríkjastjórn. Ætla nú hin sömu blöð af göflunum að ganga, ef slíkt væri gert, þótt þau sjálf linni aldrei níðinu um stjórn Sovét- ríkjanna. En Þjóðviljinn hefur enn sem komið er ekki ráðizt á stjórn Bandaríkjanna. En hann hefur deilt hart og rétt á auðvald Bandaríkjanna og yfirgangsstefnu þess. Ef land- sölublöðin áldta þetta eitt og hið sama, þá er það þeirra ályktun. En það eru aðrir, sem deilt hafa harkalega á Banda- ríkjastjórn fyrir framferði hennar á íslandi. Bevin utanríkismálaráðherra Breta, sagði nýlega: — '„Það er ósæmilegt að stórþjóð semji við smáþjóð, meðan her stórþjóðar er í landinu. Siíkt er 19. aldar yfirgangs- stefna“. — Það er það, sem Bandaríkjastjórn hefur reynt að gera við íslendinga. Þetta er dómur Bevins um fram- ferði hennar. Landsölublöðin geta svo deilt á hann. © Þjóðin er nú að rísa upp gegn landráðalýðnum. í blöð- tim landsölumanna er flóttinn að bresta á. Alþýðublaðið, þetta alræmda landráðamálgagn, stjórn- að af þrautreyndum njósnurum brezks innrásarhers, hefur fram í síðustu viku neitað að birta greinar um sjálfstæðis- mál íslendinga og borið lof á starfsemi Hriflunga, en stungið samþykktum Alþýðuflokksfélaga undir stól. Nú hefur það tilknúið af skrifum Þjóðviljans, neyðzt til þess að birta samþykkt Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, þótt það geri sem minnst úr henni. Og á sama hátt mun öðrum málgögnum landsölu- ananna famast. Þjóðin mun knýja þau til þess að snúa Við og ljá málstað hennar lið, eða hljóta ella þá fordæm- ingu, sem þau ekki fá undir risið. Þjóðin mun ekki linna sjálfstæðisbaráttu sinni fyrr en frumstæðustu kröfum fullvalda jþjóðar er fullnægt: Burt með erlendan her af íslenzkri grund! Engar Herstöðvar á íslandi handa nokkru ríki! VERMLENDINGAR. í fyrrakvöld hafði Leikfélagið frumsýningu á leiknum Verm- lendingar. Eg vil ráða fólki fast- lega til þess að sjá þennan leik, því þar er margt nýtt að sjá. Leikritið sjálft er að vísu efnis- lítið, en það er létt yfir því, og það er í þjóðsagnastíl, en það eru einmitt slík leikrit, sem eru við alþýðuhæfi. Þarna kemur fram mikið af nýjum leikkröft- um, sem flestir standa sig með prýði. Dansar eru og í stykkinu, og minnist ég ekki að hafa séð öllu fallegri og betur dansaða dansa. TJÖRNIN. Mikið er það leiðinlegt að sjá hve illa er haldið við útliti Tjam arinnar. Allur bakkinn meðfram Tjarnargötunni er niðurfallinn, og hefur verið þannig um fjölda ára, en syðst við Tjörnina niður- undan íshúsinu hefur bakkinn aldrei verið hlaðinn upp, og er því í útliti eins og hann sé gerður af náttúrunnar völdum. Það er að vísu rétt að halda við því, sem enn er til og minnir á Reykjavík eins og hún var, en iþetta er ljótt og sízt til fallið að vera minnismerki um hina gömlu Reykjavík. SKEMMTISTAÐUR. Fyrst ég annars er að tala um Tjömina, þá langar mig til þess að minnast á smá hugmynd, sem mér hefur dottið í hug, og gæti að einhverju leyti orðið til þess að bæta úr hinu snauða skemmt- analífi bæjarins. Mætti ekki hafa báta á Tjörninni. Bærinn sjálfur gæti t. d. séð 'um það, — Það væri áreiðanlega mörgum bæjarbúum kærkomin skemmt- un að geta fengið sér smá róðra- túr á •sumarkveldi í góðu veðri. Erlendis kemur maður ekki svö í stórborg, að þar sé ekki ann- aðhvort tjörn eða á, þar sem fólk getur leigt sér bát, og það' væri ólíkt hollari skemmtun fyrir æsku höfuðstaðarins og yfirleitt alla að verja þannig frístundum sínum, í stað þess að sitja í revkjarsvælu og ,,jazz“-hávaða Vassily Kandinsky Á árinu sem leið andaðist í París málarinn Vassily Kan- dinsky, 87 ára að aldri. Hann er einn af fremstu brautryðjendum nútímamynd listar, og þeir, sem hana vilja skilja, verða að kynn- ast verkum hans. með pensilinn, fylgjandi kenningum sínum og sann- færingu fast eftir. Á fjörutíu ára listamanns- ferli hefur hann unnið geysi mikið og merkilegt verk í þágu alþjóðlegrar myndlist- ar. Kandinsky fæddist í Moskvu árið 1866, en foreldr ar hans voru ættaðir austan úr Síberíu. Snemma bar á ríkri hneigð hans til að fara með liti', en hann var settur til bóklegra mennta og lagði stund á laganám. Þrítugur að aldri hætti hann lögfræði- störfum og fór til Múnchen til að nema málaralist. Tíu árum varði hann til að kynna sér myndlist samtíðar sinnar, fram til ársins 1911, að hann kemur fram með fyrstu verk sín, er hann nefnir „abstrakta list“ (hann var þó alltaf óánægður með nafnið, og breytti því seinna í „konkret list“, þ. e. raun- hæfa). Á þessum árum voru áhrif niðurlægingatáma mynd listarinnar einna mest í Þýzkalandi. Það var iþví ekk- ert smávægis sálarþrek, auk mikilla listsköpunarhæfileika sem þurfti til að koma fram með verk, sem brutu svo al- gerlega í bág við, ekki ein- göngu skoðanavenjur almenn ings, heldur og hinar hefð- bundnu akademisku kenn- ingar. En þrátt fyrir allt íhald og andstöðu hinna opinberu gagnrýnenda, tókst honum snemma að afla sér álits og viðurkenningar. Kandinsky er gott dæmi um aliþjóðlegan listamann, djarfur í orðum og djarfur Þrenns konar þroskastig má greina 1 list hans- Fyrsta tímabilið nær til árs ins 1914. Þá málaði hann m. a. verk, er hann nefndi im- pressionir (nr. 1—8), ennfrem ur kompositionir (1—7) og Pastorale. Þessi verk eru unnin undir beinum áhrifum frá náttúrunni. Þau eru nátt- úrulýsingar settar fram á myndrænan hátt. Þetta tíma- bil er hann ljóðrænn í mynd sköpun sinni og hefur ekki náð jafn föstu formi og síðar. Annað tímabilið nær frá 1914—1923. Höfuðverk þessa tímabils er komposition nr. 8 (sjá Þjóðviljann s. 1. sunnu- dag), máluð 1923. Einkenni: hvítur litur er mestu ráðandi myndirnar hafa köld og sterk áihrif, byggingin er stærð- fræðileg og hvílir ró yfir myndunum. Ennfremur ein- kennast þessar myndir af heil brigðri sjálfsvitund, en til- finningin er þó alltaf það, sem úrslitum ræður hjá Kan- dinsky. Þriðja tímabilið hefst svo 1924, og njóta sín þar bezt hinir dramatísku eiginleikar 1‘stamannsins. Hann er orð- inn fullþroska, verk hans .fast ari og heilli í formi, línu- hreyfingar ’háttbundnari og gefa myndunum dramatísk- an kraft, er gagntekur áhorf- andann. Fjórða tímabilið hefst svo eiginlega síðasta irmi á einhverju af kaffihúsum borgarinnar. UNGLINGAR Á GLAPSTIGUM. Eg minntist nér um daginn á hina tíðu þjófnaði hér í bænum og hlutdeild unglinga í þeim. Einniig minntist ég á, að eitthvað þyrfti að gera til þess að stöðva þennan ófögnuð, og leiða þessa afvegaleiddu umglinga inn á rétta braut aftur, áður en þetta yrði að þjóðarböli. Þjófnuðunum hefur sízt fækk- að síðan, og eitthvert Ijótasta dæimið gerðist núna fyrir nokkrum dögum. Þá verður 14 ára unglimgur uppvís að 20 inn- brotum Það er fyrst í gærmorg- un, að ég sé í einu blaðanna fyrstu ráðstöfunina til þess að bæta úr þessu ástandi, en það er auglýsing frá lögreglustjóra um útiveru barna á kvöldin. Þessi auglýsing hefði sannar- lega mátt koma fyrr, en hvern- ig er það annars, er nokkurs- staðar hægt að fá lögreglusam- þykkt Reykjavíkurbæjar? Sú bók ætti -að vera til á hverju heimili og börnum ætti að vera kennt það helzta úr henni í skól- unum. Eg vona svo að þessi auglýs- ing hafi tilætluð áhrif, ef ekki á foreldra og forráðamenn bam- anna, þá á lögregluna um að hirða þau börn, sem eru úti á flækingi seint á kvöldin. æviár meistarans. Hann er þar kominn inn á-svið skraut listar, og er list hans ekki hvað minnst abstrakt, en myndbyggingin þó afar eðli- leg og létt í formi. Kandinsky hefur ritað margt um myndlist. Má þar m. a. nefna „Um hið andlega í list:nni“, bók, sem kom út 1912. Hann starfaði d lista- mannafélagsskap í Munchen, er nefndist Blauereiter og gaf út samnefnt tímarit. Þar birt ust margar greinar eftir Kan- dinsky. Árið 1914 fór hann til Rússlands. Fyrstu árin eftir bylting- una var hann prófessor við listaiháskólann í Moskvu, en fór aftur til Þýzkalands 1921, og gerðist árið eftir prófessor við listaiháskólann Bauhaus í Weimar. Bauhaus var um þessar mundir sá listaskóli Þýzkalands, er mest frjáls- lyndi ríkti, og var hann fjör- , egg hins húmanistiska Þýzka lands. Paul Ellee var þar einnig kennari, og er skólinn var fluttur til Dessau, héldu þeir áfram stárfi við hann, þar til naz's'tar bönnuðu hann. Allt starf Kandinsky beind- ist að því að skýra viðhorf málarans til náttúrunnar. — Hann gerir greinarmun á því, sem hann sjálfur upplifir, og þeim geðhrifum, sem l.sta manninum tekst að tjá í myndformi. Langt að baki hinum skapandi listamanni telur hann náttúru-„afritar- ann“., sem án sálar, án tauga og tilfinninga, tékur afrit af náttúrunni, er ekki getur orð ið annað en daufur ómur eða skuggi veruleikans sjálfs. Hann hefur ritað um hið já- kvæða og neikvæða í listinni, og leggur ráka áherzlu á and Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.