Þjóðviljinn - 09.04.1946, Side 6

Þjóðviljinn - 09.04.1946, Side 6
 6 ÞJ OÐVILJINN fcafcSjudagur 9. apríl 1946. BÓK þessi segir frá tveim konum, annarri amerískri, en hinni enskri, sem búa saman í Frakklandi, þegar styrjöldin hefst. Fyrsta : skeið stríðsins verða þær hildarleiksins lítið ; varar, en sumarið 1940, er Þjóðverjar flæða Í yfir Frakkland og skilja mikið setulið eftir í Parísarborg, hefjast hin merkilegu æfintýri kvennanna tveggja. Fyrir einkennilega rás atburðanna dragast þær inn í stórhættulega og taugaæsandi starfsemi, fyrst hræddar og ’ hikandi, en síðan með vaxandi einbeittni og viljastvrk. Þær taka mikilvægan þátt í að ■ byggja upp kerfi til að smygla brezkum her- mönnum og frönskum ættjarðarvinum, — ; mönnum, sem eru að forðast klær leynilög- ■ \ reglunnar þýzku, — yfir til Englands. Lýsir ■ Í bókin á mjög áhifaríkan hátt dáðum þessara : j kvenna, þreki þeirra, hugprýði og úrræða- semi. Þær komast í kast við hina ægilegu : • Gestapolögreglu, sleppa þó um sinn og halda •; störfum sínum ótrauðar áfram. Að lokum fer ;j ’þó svo, að þær eru teknar höndum og yfir- : jheyrðar á hinn grófasta og hrottalegasta j hátt. Sitja þær síðan í varðhaldi, unz ame- -'i ríska konan, frú Etta Shiber, er loks send til :: . Ameríku í skiftum fyrir þýzkan kvennnjósn | . ara, sem Bandaríkjamenn höfðu fangelsað. : \ • Síðan segir frú Shiber sögu sína og hinnar ; | onsku vinkonu sinnar, nákvæmlega eins og í- atburðirnir gerðust. Kemur þá í ljós, að hér h.afðí lífið sjálft leikið sér að því að flétta Þ saman svo furðuleg atvik, að jafnvel slyng- ustu og hugkvæmustu höfundar leýnilög- j ' ]:eglusagna mættu verða græmr af öfund. Bókin um dáðir kvennanna tveggja, frú Ettu : Shiber og frú Kitty Beaurepos, hefur verið : lesin með geysilegum ákafa um allan hinn enskumælandi heim og þýdd á ýmsar þjóð- tungur, Hefur verið gerð stórbrotin kvik- mynd eftir bókinni, og er hún sýnd beggja rnegin Atlantshafsins við mjög mikla aðsókn ILesið KVENDÁÐIR áður en kvikmynd- ; ,in um ævintýri Ettu Shiber og Kitty Beaurepos kemur hingað til landsins. Fæst hjá bóksölum. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. 4- —------------------------------------------ iv. Þremur vikum ftsinna gengn maður og kona niður Álfs- staðabrekkurnar — ung stúlka og gamall maður. Það voru Helena og Davíð. Helena varð að nema oft staðar og bíða eftir föður sín- um, sem reyndi fvrir sér með stafnum í hverju spori. Það var svo hált. „Gáðu að þér pabbi. Þú dettur. Lofaðu mér að leiða þig. Við komust aldrei áfram með þ§ssu móti. Þú veizt, að við verðum að vera komin heim fyrir myrkrið." „Slepptu mér. Eg get gengið óstuddur," sagði gam’i maður- inn og horfoi eftir hálkulaus- um bletti, til þess að geta fært fótinn þangað. „í ú veizt, að enginn fugl fellur til jarðar, nema —-. Nei, nú var ég nærri dottinn. Réttu mér snöggvast höndina. Svona! Svona! Nú kemst ég áfram hjálparlaust." 5 Þau mættu ýmsum, sem ^köstuðu á þau kveðju og tfgengu fram hjá, en allir námu f staðar og horðu á eftir þeim. Þetta var undarlegt ferðafólk! Hver var þessi gam’i, skeggj aði maður, sem Helena var með. Þeir mundu ekki eftir neinum gömlum rnanni. Sjá, hvernig hann er kafklæddur, í hverri treyjunni utan yfir annari ,og vafinn í treflum! Honum er heldur ekki létt um hreyfingar. Þetta er þó ekki _____? Nei, það er ómögulegt. Það getur ekki verið. Davíð, sem gengur svona niður allar brekkur, eins og ekkert sé. Og hann sem aldrei var vanur að vera í öðru en stakknum sín- um, hvernig sem viðrar, og kemur aldrei í yfirhöfn. Davíð var líka svo unglegur í andliti og skegglaus. En þetta er þó ekki ólíkt Davíð. Hann er að minnsta kosti í of síðum buxum og eng in flík mátuleg, því að Davíð er lítill maður og hann hefur alltaf gengið í uppgjafafötum af öðrum. - En bíðum við. Var ekki sagt, að Davíð væri veikur — og meira að segja dauðans matur? Það eru veikindi, sem hafa breytt honun; — auðvit- að. Enda hlýtur þetta að vera Davíð. Dóttir hans hefur verið hjá honum og Helena er aldrei vön að sjá3t með nein- um öðrum karlmönnum. — Helena lagfærði svolítið utan á honum fatagarmana, áður en þau sneru inn á aðal- veginn og gengu fram hjd kaupmannshúsinu og pósthús- inu. Hún var ekki ánægð með hann. Það var ekki sjón að sjá, hvernig hann hlóð utan á sig þessum görmum, sem hann hafði sótt upp á loft. Það var hætt við, að krakkarnir hlægju_ að honum — nú voru þeir ein mitt að koma heim úr skólan- um. Hann var því auðvitað vanur, en nú var hann o-rðinn citthvað svo kjarkiítill og við- kvæmur eftir veikindin. Skeggið er það versta. Það hylur hálft andlitið, alveg upp að eyrum, sítt og úfið. Iiún tók skæri í morgun og ætlaði að klippa gf honrm skeggið. Hann þverneitaði. Hann sagð- ist hafa haft skeggið, þegar kraftaverkið skeði og skeggið ætlaði hann ekki að skerða héðan í frá. „Mundu það, að öll okkar höfuðhár eru talin“, bætti hann við. Hann var oft farinn að vitna í ritninguna núorðið. „Og svo er skjól að því.“ „Eg ansa ekki öðru eins og þessu“, hugsaði Helena. „Það er ekki minnst á skcgg i biblí- unni og ég klippi það af þér, þegar fer að hlýna í vor og þá verður líka farið að fyrna.t yfir kraftaverkið.‘; Það var faðir hennar, sem hafði fundið upp á því, að þau færu niður í sveit og ól á því í marga daga, Þó að hann væri svo lasburða, að hann gæti varla dregið sig um gólfið. „Við verðum að fara og þakka kennaranum fyrir okk- ur“, hafði hann sagt. „Hefði kennarinn ekki komið, væri ég þrjár álnir niðri í jörðinni. Við verðum að sýna, að við kunnum mannasiði. Vertu nú góð stúlka og náðu í föthanda mér.“ I dag hafði hún látið undan. Hún varð líka að fara að hcim an, hvort eð var, það var ekki matarbiti til í kotinu. „Eg vildi, að við værum komin heim aftur“, hugsar Helena. — — Þorsteinn var í þann veginn að leggja sig útaf, eftir hádegið, þegar Magða kallaði til hans neðan úr eld- húsi: „Þorsteinn, það er kominn gestur að spyrja eftir þér.“ MARRY MACFIE: Gull Indiánanna (Sönn saga). sagði hann okkur, hver k»»n vmr og hvernig á ferðum hans stóð. Hami kvaðst vera af fjölmennri og voldugri Indíánaættkvísl, sem ætti heima skammt frá „salta vatninu“. „Það var eina nótt“, sagði hann, „Þegar sólin var eldrauð og elgirnir grófu rætur upp úr skóg- artjörnunum — þá kom hvítur maður í þorpið okkar. Tveir Indíánakynblendingar höfðu róið með hann yfir vatnið. Hvíti maðurinn var veik- ur og hann var borinn heim í þorpið. Margir mánuðir liðu, áður en hann varð svo hress, að hann gæti setið við eldinn úti fyrir kofanum mín- um. Og þá voru kynblendingarnir hans fyrir löngu rónir heim aftur yfir vatnið. Tjja0i mað- urinn var þess vegna einn síns liðs hj:á *lisur. Og við gerðum hann heilbrigðan. Wonitopa (sólbráð á vatni). dóttir mín hvíta manninum á meðan hann var ósjáÍÍPffcrga eins og nýfætt barn. Það var hún, sem hreif hann úr klóm vondu andanna, sem áttu sök á veiki hans. Hann varð heilbrigður og fór með okkur, þegar við rérum til fiskjar. Og þegar hreindýra- ] hjarðirnar komu norðan af freðmjýrunum um I haustið, var hann líka á veiðum með okkur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.