Þjóðviljinn - 18.04.1946, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.04.1946, Síða 3
Fimmtudagur 18. apríl 1946. Þ JOBVIL JINN 3 Drykkjuskóli? Um þýðingar á erlendum bólmm Hófdrykkja. Heyrðu, lesandi góður, ertu hófdrykkjumaður ? Ef svo er í raun og sannleika, þá er ekkert nema gott um það að segja. Það ber þér á sinn hátt góðan vitnisburð, ef þú getur umgengizt áfengi án þess að láta það ná valdi yfir þér. Og vitanlega væri mjög 'æskilegt, að álíkt Væfi' á allra meðfæri. Og það er eins og einn góður kennimað uv sagði nýlega, að óneitan- lega væru rök þau, sem færð eru íyrir hófdrykkju, á inargan hátt álitleg. Fn þú skaJt einhverntíma, þegár slík rök hafa verið færð fram fyrir þig, ganga niður í Hafnarstræti er rökkva tekur eða fara á ball á fín- asta hóteli landsins og aug- um líta þar hina glæsilegu hófdrykkju í praksís. Ef til vill gengurðu döprum huga heim til þin, að þeirri rann- sókn lokinni. Vísir tekur til máls. Hinn 3. þ. m. birtist i Vísi grein, er nefndist Áfengið og þjóðin. Þar var mjög með réttu bent á hið skaðvæniega ástand, sem hér ríkir í áfeng ismálunum og litið á það af miklu raunsæi. Ályktanir þær, sem blaðið dregur af ríkjandi ástandi eru þessar: Það þarf að kenna þjóðinni hófsemi, sem þýðir: — Það þarf að kenna þjóðinni að drekka. Síðan koma frum- drög að reglugerð fyrir þennan drykkjuskóla. Nota skal kvikmyndir við kennsl- una og einnig skal sníða kennslubækur barnaskól- anna þannig, að þær geti komið að notum við þessa kennslu og fleira er nefnt. — Ekki dettur mér í hug að vanmeta mátt kvikmynd- anna til þess að hafa áhrif á æskulýðinn, jafnt í þessu efni sem öðrum. En um síð- ara atriðið efast ég miklu meira. Það getur orðið miög tvíeggjað vopn,' þar sem á- rangurinn fer fyrst og fremst eftir því, hvernig er á haldið. Eg, efast ekki um, að þessi hugmynd Vísis sé fram sett af einlægum vilja til þess að ráða bót á núver- andi ástandi í áfengismál- unum, en ég verð vantrúað- ur á framkvæmanleika henn- ar, þegar ég hef * '1 Kynnst staðreyndunum. Það væri bæði í ofmikið og óþarft ráðizt að ætla sér í þessum greinarstúf að -telja upp allan þann ósóma, sem daglega blasir við oss af vöidum áfengisins, enda hef- •tir.það svo oft verið gert. — Ekki þarf annað en fara á skemmtun, þar sem áfengi er veitt og sjá t. d., hvernig annars dagfarsgóðir og ágæt ir kunningjar manns um- hverfast alveg og verða ger- samlega óþekkjanlegir menn, til þess að maður verði eiginlega alveg vonlaus um framtíðina. — Já, það er einmitt það. Eitt atriði má ég ekki gleyma að minnast á í þessu sambandi. Hvað veldur því, að ekki er hægt að fá sum samkomuhús í bænum, án þess að þar sé veitt áfengi? Þetta er vitaskuld algerlega óverjandi, ef hlutaðeigendur óska ekki að hafa vínveit- ingaleyfi. Og þetta sýnir á- kaflega lágan móral hjá eig endum þessara húsa, áð nota sér þannig einokunaraðstöðu þá, sem þeir hafa, vegna þess hve fá samkomuhús eru hér í bænum. Hver veit, nema af þessum völdum hafi margur núverandi ofdrykkjumaður tekið fyrsta sjússinn? Aðeins eitt er öruggt. Hvað heldurðu nú að geri til, þó að maður fái sér „einn lítinn“ svona einstöku sinnum? Þetta er viðkvæði, sem maður heyrir mjög oft. En þá vil ég spyr ja: Hvað skyldi þessi ,,eini litli“ oft hafa orðið fyrsta skreíið á braut drykkjumannsius ? Ef þú þarft að hugsa þig .um, þá skal ég koma með svarið: Þessi „eini litli“, svo sakleys islegur og yfirlætislaus scm hann virðist, hefur verið fyrsta skrefið á braut hvers einasta drykkjumanns. Hann hefur verið fyrsti vísirinn að óhamingju allra þeirra, sem nú eiga um sárt að binda af völdum ofdrykkjunnar fyrr eða síðar. Þess vegna er aðeins eitt öruggt ráð í þessu efni: Að byrja aldrei á að fá sér „einn lítinn“, því að cnginn getur fyrirfram sagt, hvaö stór hann kann að verða síðar. Sumarsíarf Æ. F. R. að liefjast Vinnuflokkar i Rau'ðhólum. . -A .. Um þessar mundir er leyfð. Það þarf ekki að efa, Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík að hef ja sumarstarf sitt. Eins og undanfarin sumur mun það að mestu leyti verða í Rauðhólum, en þó munu verða farnar nokkrar skemmtiferðir um helgar og verður sú fyrsta farin um Hvítasunnuna. Starf Æ. F. R.-félaganna í Rauðhólum í fyrra var með mestu ágætum, eins og sjá má á því að hægt var að ljúka viðgerðum á staðnum og lialda auk þess þijár' úti- skemmtanir. Það var einróma álit al’ra þeirra, sem á skemmtanirnar komu, að þær hafi tekizt sér staklega vel og lét folk [ió einkum í Ijós ána*gju sína vegna þess, að ölvun á skemmtununum va,: r alls eigi að Reykvíkingar sækja skemmtanirnar í Hólunum vel í sumar eins og í fyrra. En annað atriði er þó eigi minna um vert. Það er, hve vel félagarnir undu sér í Hólunum um hverja helgi, hvort sem var við vinnu eða skemmtanir, og hve milcill íélagslegur þroski kom fram í umgengni þeirra og störf- um. Má með sanni segja að starfið í Rauðhólum hafi ver ið hinn bezti skóli fyrir það æskufólk, sem þar var að staðaldri. Vinnan í sumar mun verða með mjög svipuðu sniði og í fyrra, nema hvað nú verður varið meiri tíma í að græða landið og gera umhverfið sem skemmtilegast. Fyrsti vinnuflokkurinn fyrir sumar- Um það verður varla deilt, að mikill fengur sé í því fyrir íslenzka lesendur að fá í ís- lenzkri þýðingu erlendar bæk- ur, slcáldrit og aðrar, enda hafa íslendingar ekki farið varhluta af slíku á þessari miklu bókaöld stríðsáranna' Svo margt hefur verið þýtt og prentað eftir erlenda höf- unda á íslenzku upp á síðkast ið, að undrun sætir. Margt af þessum bókum hafa ýmist verið góð listaverk eða þarflegar fróðleiksbækur, og er ekki að slíku að finna, en margt hefði betur verið látið ókynnt íslenzlcum lesend- um. Séu nú athugaðar þýðingar þessara bóka kemur í ljós að mikill meiri hluti þeirra hefur verið þannig gerður, að hvorki er til sóma fyrir þýðendur eðá höfunda, né til ánægju eða uppbyggingar fyrir lesendur. Þa,ð hefur verið svo lcastað til þeirra höndunum hvað mál snertir og rétta túlkun, aí! hreinn vansi er að. Nú er það öllum kunnugt, að allflestar þessara bóka eru án leyfis höfundanna, og án þess þeir fái nokkrar tekjur af hinni þýddu útgáfu. Stafar þetta af því, að bæði þýðend- ur og útgefendur skjóta sér undir þá staðreynd, að ísland er ekki í hinu svokallaðd Bernarsambandi, þar sem með samningi er kveðið á um gagn kvæman þýðingarrétt og end- urgerð og flutning annarra listaverka. Þessi þýðingarfaraldur hef- ur verið rekinn cins og eins konar sjórán og svo rammt hef ur að því kveðið, að þýðend- ur og útgefendur þykjast helga sér þýðingarrétt bóka með því að auglýsa það í venju- legri auglýsingu í einhverju blaði, að þessa eða hina bók ætli þeir að gefa út eða þýða á íslenzlcu. Þegar þess er gætt að ís- lendingar hafa af fremsta megni reynt að fylgja alþjóða reglum í öðrum viðskiptum, kemur það manni næsta und- arlega fyrir sjónir, að þeir slculi líta þannig á, að íslenzká þjóðin geti án blygðunar leyft sér löngu liði.-u sjóræningja- hátt í því að gera sér andleg verðmæti annarra þjóða arð- bær. Væri þó einna * sízt að vænta þvílíks af bókmennta- þjóð sem íslendingum. Allar aðrar þjóðir hafa vit- anlega nákvæmlega sama rétt til að þýða íslenzkar bækur á sitt mál. En það er svo að sjá, að þær standi allar framar í ið fór upp eftir I gær og mu'ii verða þar samfleytt í fimm daga, eða þangað. til á.ann- an í Páskum. Er alþýðuæslcu Reykjavíkur vellcomið að líta upp eftir um helgina og sjá, hvað þar er starfað. háttvísri umgengni en við, því þær beiðast alltaf leyfis höf- unda og gjalda þeim að auki fé fyrir, rétt eins og íslend- ingar væru í Bernarsamband- inu. Það má segja að flestar þjóð ir séu stærri en tslend ngar og því sjálfsagt fyrír þær að greiða laun fyrir þýðingar úr okkar máli. Þó er því til að svara. að mikið af .íálenzkum bókum sem þýddar eru á er- lendar tungur eru ekki ætlað- ar almennum bólcamarkaði, heldur er þýðingin gerð fyrir bókmenntafélög eða annan fé- lagsskap, sem hefur jafntak- markaðan lesendafjölda og t.d. þýðingar erlendra bóka á Is- ndi. Þess utan er auðvitað ekki freistingin minni fyrir þær að gefa út ísl. bælcur í stórum upplögum og græða þeinf mun meira. En hér virðist vera um tvc-nns konar háttvísi að ræða, aðra sem útlendingar hafa gagnvart okkar bókmennta- legu verðmætum og öðrum listrænum verkum og hina hvernig við svörum slíkri, að okkur finnst sjálfsagðri kurt- eisi. Enn er þess að gæía, að fjölmargir erlendir höfundar munu fúslega leyfa að rit þeirra væru þýdd á íslenzlcu án endurgjalds, en þeim fynd- ’st ekki ósanngjarnt að þeir fengju að vita það og einhverja tryggingu fyrir því að ekki hvaða ritböðulj sem er færi þar höndum um. í mörg ár hefur Rithöfunda- félag íslands og Bandalag ís- "nzkra listamanna barizt fvrir því, að Islendingar gengju í Bernarsambandið og kæmust þannig á sama menningarstig viðskipta og aðrar þjóðir. Þetta hefur ekki enn borið árangur, og er mér sagt, að einna lielzt séu því mótfallnir útgefendur olckar. Eg á erfitt með að taka það trúanlegt að óreyndu, því að kostnaður beirra yrði hverfandi lítið meiri við það að þeir greiddu öfundum einhvern hundraðs- hluta af sölunni, sérstaklega eins og nú er komið ÖV *m út- gáfukostnaði, sem virðist end urgjaldast vel. í öðru lagi trúi ég því vart að þeir vildu ekki borga slíkan kostrað og fá í hans stað þann sjálfsagðá heiður að vera taldir í flokki siðaðra bókaútgefenda. Þá gætu þeir og valið sér betri þýðendur og gert til þeirra kröfur, sem nú þekkist ekki að gerðar séu. En hvað sem þessu líðui* skil ég ekki að þetta sé ástæð fyrir því að ríkisstjóm og Álþingi samþýkkir ekki jafn- sjálfsagða • áskorun og þá er listamenn gera um upptöku £ Bernarsambandið. Fyrir þess- um yfirvöldum á tæpast að> Framh.‘á 4. píðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.