Þjóðviljinn - 18.04.1946, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.04.1946, Síða 4
■í Þ JÖÐ VIL JINN Fimmtudagur 18. apríl 1946. þlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Simar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ----------------------------------------------------* 100 milljón króna stofnlán til sjávar- útvegsins með tveggja og hálfs prósent vöxtum í fyrradag voru afgreidd sem lög frá Alþingi ein af merkustu og mikilvægustu lögum sem þar hafa verið Samþykkt. Þau lög heita nú lög um stofnlánadeild sjávar- útvegsins við Landsbanka íslands, en voru um breytingu á lögum við Fiskveiðasjóð, er þau fyrst voru lögð fyrir. Með þessum lögum er tryggt að lánað verði sem stofn lán frá Landsbanka íslands, til þess að koma upp fiski- skipum og fiskiðnaðarfyrirtækjum a. m. k. 100 milljónir króna, en getur raunverulega orðið um 130 milljónir kr. hæst á hverjum tíma. Þessi lán veröa veitt með hæst 2'A % vöxtum og til mjög langs tíma, hæst 15 til 20 ára. O Samþykkt þessarar löggjafar er tvímælalaust stærsta spor, sem stigið hefur verið í íslenzkri löggjöf, til fjár- hagslegrar eflingar sjávarútveginum. Með þessari lög- gjöf er það tryggt að sú stórfellda nýsköpun sjávarút- vegsins, sem nú er verið að framkvæma sem einn lið í ný- sköpun atvinnulífsins, er gerð fjárhagslega kleif einstakl- ingum og félagssamtökum. Með hinum stórfelldu f járhags- legu aðgerðum, sem þessi lög ákveða, er þjóðinni gert f járhagslega kleift að lyfta því Grettistaki á sviði sjávar- útvegsins, sem ákveðið var að ráðast í með myndun ríkisstjórnarinnar. G Það var Nýbyggingarráð, sem lét búa hið uppruna- lega frumvarp til með þeim djörfu og stórtæku hug- myndum, sem nú er orðið tryggt að verða veruleiki. og var það flutt í þinginu að beiðni atvinnumálaráðherra. Spurðist þetta frumvarp Nýbyggingarráðs, þegar er það var kunnugt, sérstaklega vel fyrir hjá samtökum fiskimanna og öllum, sem unna eflingu sjávarútvegsins. það mætti allhörðu andófi frá hálfu Landsbankans, er taldi því upphaflega flest til foráttu, en þó fór svo að lokum að stjórn Landsbankans lýsti því yfir að hún sætti sig við lögin, ef hún fengi að framkvæma þau. Sósíalistaflokkurinn var andstæður því að fá stjórn Landsbankans þessa framkvæmd í hendur og vildi láta Fiskveiðasjóð annast hana svo sem upphaflega var ráð fyrir gert — en aðrir flokkar þingsins lögðust á sveif með Landsbankavaldinu í þessu og höfðu sitt fram. En svo er þetta mál nú vinsælt orðið að vart er trúlegt að jafnvel Landsbankastjórnin áræði að reyna að gera erfitt fyrir um framkvæmd þess, slíkur styrr sem um hana hefur staðið. Hvílíkur munur er á aðbúnaði að sjávarútveginum með þessum lögum, eða var fyrir stríð, sést bezt á því að þá voru höfuðlánin í hengingarvíxlum með ca. 8% vöxtum, — en nú eru vextirnir lánstíminn allt að 15 og 20 ár og lánað út á allt að % eða % kostnaðarverðs, en það gerir mörgum efnaminni mönnum eða samtökum kleift að ráðast í skipakaup eða byggingu fiskiðjufyrir- tækis, sem þedm hefði verið ókleift ella. O Lögin um stofnlán sjávarútvegsins munu marka tímamót í sögu sjávarútvegsins á íslandi eins og öll sú nýsköpun sjávarútvegsins, sem þáu eru fjárhagslegur grundvöllur að. HVERNIG VIÐ SKIPTUM BÆNUM OKKAR „Borgari" skrifar mér eftir- farandi hugleiðingar: „Við Reykvíkingar skiptum bænum okkar í daglegu tali niður i Mið- bæ, Vesturbæ og Austurbæ, og mun þá venjulega átt við þann hluta bæjarins sem liggur innan Hringbrautar. Þau bæjarhverfi sem liggja utan Hringbrautar teljum við svo úthverfi, s. s. Kleppsholt, Sogamýri, Höfða- hverfi, Norðurmýri, Grímsstaða- holt og Skerjafjörð. Miðbæinn teljum við miðdepil viðskipta- og skemmtanalífsins og samgangn- anna innanbæjar". NÝR „MIÐBÆR?" „Ennþá er þessari skiptingu svona farið, en ýmislegt bendir nú til þess að þetta sé að breyt- ast. Bærinn hefur þanizt svo út á síðustu árum, að sumar þær götur er áður töldust til úthverfa bæjarins geta ekki talizt það lengur. Þessi gífurlega útfærsla bæjarins hlýtur að leiða til þess, að nýju bæjarhverfin verði að koma sér upp sínum eigin mið- stöðum skemmtana- viðskipta- lífsins. Vísir að þessari nýju skipulagningu er þegar að mynd- ast sums staðar. Er það einna mest áberandi við Hlemmtorg á mótum Laugavegar og Rauðar- árstígs og þar í grennd. Þar hafa á síðustu árum risið af grunni tvö veitingahús og skemmtistað- ir, Röðull og Þórscafé, auk hins myndarlega samkomusalar nýju Mjólkurstöðvarinnar. Allmargar verzlanir eru einnig- á þessum slóðum, og sumar nýjar af nál- inni. Tvær af bifreiðaslöðvum bæjarins, Litla bílstöðin og Þrótt ur, hafa flutt sig þarna inn eft- ir og von er á útibúi frá Hreyfli í Austurbænum, og er líklegt að það verði sett upp einhvers stað- ar á þessum slóðum. Siðast en ekki sízt má telja, að verið er að reisa stærsta kvikmyndahús, sem til þessa hefur verið byggt hér í bænum, við Hringbraut og Njálsgötu. Er talið að það muni taka 8—900 manns í sæti“. VIÐ LÆKJARTORG OG HLEMMTORG „Má af þessu sjá að Austur- bæingar hafa bráðlega lítið að sækja til annarra bæjarhluta, og verður það til mikils hagræðis fyrir þá. Ýmislegt bendir því til þess að Miðbærinn hætti að vera það sem áður var: miðdepill bæjar- lífsins, en, í staðinn verði hér eftir talað um tvo „Miðbæi“, þ. e. við Lækjartorg og Hlemm- torg. Borgari“. DÝR HNAPPAGÖT! L. C. skrifar mér um viðskipti sín við fataviðgerðastofu hér í bænum: „í Bæjarpósti Þjóðviljans 9. apríl, segir Kr. Þ. frá viðskipt- um sínum við eina af úrsmíða- stofum bæjarins, og virðist-, sem von er, ekki stórhrifinn af við- skiptunum. Öðrum til athugunar ætla ég að segja Bæjarpóstinum frá híið- stæðu atviki, viðskiptum mín- um við fataviðgerðastofu hér í bæ. Hnappagötin á rykfrakka mín- um þurftu viðgerðar. Eg fór því með hann á viðgerðarstofu, sem mikið auglýsir, og þar var spjör- inni veitt móttaka, og mátti ég vitja hennar á tilteknum tima. Eg sendi greindan pilt eftir frakkanum, þegar þar að kom. Honum var sagt að viðgerðin kostaði 25.00 kr. og bað hann þá um sundurliðaðan reikning“. EKKI VERÐLAGSBROT HELD- UR OKUR!! „Þegar ég hafði athugað reikn- inginn, fór ég með hann á skrif- stofu v/:rðlagsstjóra. Þegar hann hafði verið þar til athugunar 8— 10 vikur, var mér afhentur hann og tjáð, að þetta heyrði ekki undir þessa stofnun. Slíkt og þvílíkt skyldi kært sem okur á skrifstofu sakadóimara. Ekki hef ég ennþá snúið mér þangað, því að hver veit nema ég yrði sendur þaðan til Heró- desar og frá Heródesi til Píla- tusar. Eg hneppi bara mínum hnöppum í illa viðgerð en rán- dýr hnappagöt og brýt heilann um, hvað það er, sem skrifstofa verðlagsstjóra á að sjá um. L. C. HEIMILISHAGIR í FRAM- SÓKNARFLOKKNUM Þessi vísa er sögð upprunnin á Svalbarðaströnd, flutt Jónasi frá Hriflu á stjórnmálafundi: Hver einasti hvolpur sem alið ég hef nú orðinn er stóreflis hundur, og ef ég þeim bita og bein ekkf gef, þeir bíta og rífa mig sundur. LEIÐRÉTTING Meinlegar prentvillur voru í Bæjarpóstinum í gær í bréfi menntamanns. Málsgreinin „Und- irgefni o. s. frv“, ofarlega í öðr- um dálki átti að vera á þessa leið; „Undirgefni er til í stað frelsis, hið ljóta í stað fegurð- ar, fylgi við erfðakenningar í stað þess að óstunda sannleik- ann, trú á ofsjónir og ástríður í stað greindar og hófsamra hug- sjóna, for-myrkvun á greinarmun góðs og ills og samsinning þess að allir séu jafn gildir og hvert sálarástand jafnhátt öðru“. Of- arlega í 3. dálki átti að standa „kanna“, en ekki „kunna“. Bókmenntir Lygn streymir Don Mikael Sjólókoff:: Lygn streymir Don. — ÞýÖ.: Helgi Sœmundsson. — Útg.: Guðjón Ó. Guð- jónsson. — Reykjavík 1945. Allir sem á bók eru læsir munu á einu máli um, að nokkrar kröfur beri að gera til þeirra, er flytja vilja skáldverk af einu tungumáli á annað. Undirstöðuskilyrði eru vitanlega þau að þýðand- inn kunni hlutaðeigandi tung ur til nokkurrar hlítar. Einn- ig þarf hann að vera hagur á mál og smekkvís og ekki alls óskyggn á anda þann, er svífur yfir vötnum hinnar sönnu listar. En skorti hann heiðarleika og virðingu fyrir verkum annarra, eru þessir kostir gagnslausir. Þessi almennu sannindi komu mér í hug við lestur ritsmíðar þeirrar, er Helgi Sæmundsson sendi frá sér í vetur undir nafninu: Lygn streymir Dön. Hann kunn- gerir að hann hafi þýtt bók- ina eftir enskri þýðingu, sem hatin ekki skilgreinir nánar. Hafj hann þýtt þá bók ná- kvæmlega má það kallast furðuleg fundvísi að finna slíka þýðingu og er þá Helgi Sæmundsson ekki jafn ein- stætt fyrirbrigði í heimi bók- menntanna og vænta mætti. Fjarlæg er þessi þýðing þeim dönsku og þýzku þýðingum, sem ég hef séð, en þær eru báðar þýddar beint úr frum- málinu en svo líkar að vart ber þar orð á milli. í íslenzku þýðingunni er heilum og hálf um málsgreinum sleppt at- hugasemdalaust og þar að auki þriðja og síðasta hluta bókarinnar, enda eru tvö fyrri bindi þýzku þýðingar- innar 1004 bls., en íslenzka útg. aðeins 665 bls. og laus- lega áætlað 40.000 orðum styttri. Vera má að Sjólókoff sé nokkuð langorður stund- i um, enda hefur hann tæpast orðið fyrir áhrifum af vorum kjarnyrta vestfirzka skálda- skóla, en slíkt er ekki þýð- andans að lagfæra, að minnsta kosti ekki.án þess að láta þess getið ‘að bókin sé endursögn en ekki þýð- ing í þess orðs venjulega skilningi. Auk þessa virðist hending ein *oft ráða meiru Um þýðingar á erlend- um bókum Frarnli. af 3. síðu. vaka neitt annað en sómi þjóðarinnar á sviði þessara viðskipta sem annarra. Ennþá hefur þessi áskorun verið endurnýjuð af hálfií Rit- höfundafélags íslands og mun Bandalag ísl. Kstamanna í heild bera hana fram eftir að- alfund sinn, eins og venja þess' er. Er nú þess að vænta að ger’ð verði gangskör að því að koma á réttan rekspöl þessu sanngjarna metnaðarmáli, sem fyrst og fremst tryggir að ekki verði litið á hið unga ís- lenzka lýðveldi sem hóp sjó- ræningja á andlegu sviði, og ábyrgist að hinu leytinu ís- lenzkri alþýðu betri og fágaðrí þýðingar á erlendum verkum. Um þetta mál má skrifa margt því til stuðnings og verður vissulega gert ef nokk ur þörf krefur. Þessg.r línur eru aðeins örfá inngangsorð til að vekja at- hyglina. Ild. St. um þýðingar einstakra orða en vandvirkni og kunnátta. Þýðandinn virðist hafa vissu fyrir því að höfundur- inn sé áttavilltur á austri og Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.