Þjóðviljinn - 18.04.1946, Qupperneq 5
Fimmtudagur 18. apríl 1946.
ÞJÓÐ VILJINN
Nýtt sjálfstæít lýð-
vel.di í Asíu - Viet-
nam á Austur-Ind-
landi
VIÐURKENNING frönsku ríkis-
stjórnarinnar á Vietnamlýð-
veld'inu í Austur-Indlandi er
sigur fyrir lýðræðisöflin. - -
Annamesar hafa nú eigin
ríkisstjórn, her, þing og sjálf
stœtt lýöveldi. Lýðveldið
nær bæði yfir Tonkin og
Annam, en í þriðja hluta
franska Austur-Indlands, —
Cochin-Kína, á þjóðaratkv.
að skera úr hv^rt íbúarnir
vilja sameinast þinu nýja
lýðveldi. Ekki er enn full-
gengið frá' aðstöðu Vietnam-
lýðveldisins í utanríkismál-
um. Allan franskan her á að
flytja frá Vietnam á næstu
fimm árum.
PJöÐFRELISIIREYFING Anna-
mesa barðist gegn japanska
innrásarhernum og’ hernáms-
liðinu og Vichy-sinnunum, er
með þeiin unnu, og háðu
loks harða barátlu gegn
Iirezku, frönsku og japönsku
herliði til að verja hið unga
lýðvehli. Það eru fórnir
þeirra þjóðfrelsissinná er líf
ið létu í baráttunni, sem nú
hefur tryggt landinu sjálf-
stæði.
MEÐ viðurkenningu Vietnam-
lýðveldisins hefur álit
Frakka meðal Asíuþjöða stór
vaxið, hýlenduþjóðirnar
kunna að meta það, að
Frakkland sýni í verki að yf-
irlýsingarnar um lýðræði og
sjálfsákvörðunarrétt þjóð-
anna eru ekki innantóm víg-
orð. Forgöngu fyrir því, að
þessi lausn náðizt, hafði
hinn öfiugi Kommúnista-
Ilokkur Frakklánds, sem er
mjög áhrifamikill í frönsku
ríkisstjórninni.
ÞETTA er mesti sigur lýðræðis-
ins í Asíu frá því að jap-
anska heimsvaldastefnan var
sigruð, og mun glæða vonir
lýðræðisaflanna í öðrum
Asíulöndum, í Indónesíu,
Kína, Indlandi. Uið unga
lýðveldi á við margháttaða
erfiðleika að stríða, einkum
matvælaskort, en þjóðarein-
ing sú, sem unnizt hefur í
sjálfsfæðisbaráttunni verður
þung á metunum við lausn
þeirra.
STEFNA Frakká í málum Aust-
ur-Indlands er alger and-
stæða við stefnu Breta og
llollendinga í Indónesíu, en
báðar þjóðirnar neita að við
urkenna Indónesa-lýðveldið
og hollenzkur her hefur nú
með hjálp Breta ráðizt á
land á Jövu og búizt þar um
í öflugum stöðvum. Ilin nýja
ríkisstjórn dr. Sjahrirs, er
styðst við öll lýðræöisöfl
landsirts, hefur orðið til þess
að styrkja þjóðnreininguna
í Sjálfstæðisbaráttunni. Bar-
átta Indónesa. getur ekki
Sigurður Þórarinsson:
LAND TIL SÖLU
Ræða, flutt á útifundi stúdenta 31. marz
Eina nótt nú fyrir skömmu
dreymdi mig ljótan draum.
Mig dreymdi að ég sæi í er-
lendu stórblaði feitletraða
heilsíðuauglýsingu er var á
þessa leið:
TÆKIFÆRISKAUP
Stór, vogskor'n eyja í norð-
anverðu Atlanzhafi er til
sölu við tækifærisverði með
öllum gögnum og gæðum, þ.
á. m. splúnkunýju sjálfstæði.
Sérl. hentug til æfinga með
kjarnorkusprengjum- Eyj-
unni fylgir lítil og þæglynd
þjóð í sæmilegum holdum.
Þúsund ára þjóðleg menning
og sérkennileg tunga eru til
nokkurs trafala, en verður
eytt á skömmum tíma kaup-
anda að kostnaðarlitlu. Til-
boð, helzt í dollurum, sendist
til undirritaðra.
Síðan komu nokkur nöfn
sem ég hirði ekki að nefna-
Það var hrollur í mér þeg-
ar ég vaknaði og sá hrollur
hefur ekki viljað hverfa síð-
an. Hann mun ekki hverfa
fyrr en ég hef fengið fulla
tryggingu fyrir því, að þessi
draumur geti ekki orðið að
veruleika. Og ég spyr, sem
íslendingur, sem stúdent og
Norðurlandabúi: Hvert stefn-
ir í hinu íslenzka herstöðva-
máli? Eg spyr sem íslending-
ur, því þetta mál varðar alla
íslendinga meir en nokkurt
annað mál sem nú er á döf-
i.nni. Það er mál, sem ætti
að vera hafið upp yfir alla
flokkaskiptingu og flokka-
drætti og er sorglegt til þess
að vita, að svo skuli ekki
vera.
Eg spyr sem stúdent, því
þetta mál varðar íslenzka
stúdenta alveg sérstaklega.
Ekki svo að skilja, að stúd-
entar hafi öðrum fremur
það hlutverk að gæta sjálf-
stæð’s okkar lands. En þeim
er, öðrum fremur, ætAð það
hlutverk að bera uppi og efla
æðri menningu í landinu c»
þeim er það Ijóst, að. með
því að leigja eða selja er-
lendu stórveldi herstöðvar
hér í landi er fyrst og fremst
sjálfstæðri, þjóðlegri menn-
ingu landsjns, stefnt í voða.
íslenzkir stúdentar eiga og
miklar tradisjónir í sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga.
Þeir stóðu löngum í fylking-
arbrjósti í baráttunni við
danska mekt. í þann tíð voru
það hörmangarar og aðrir
danskir kaupsýslumenn, sem
höfðu mestan 'hag af að frelsi
íslands væri í fjötrum. Nú
virðast sumir íslenzkir kaup-
sýslumenn telja hið sama
hagkvæmt, Afstaða student-
anna er hin sama og hún hef-
ur alltaf verið. Þeir standa
enn einhuga vörð um sjálf-
stæði þjóðar sinnar minnug-
ir þess, að það var íslenzkur
stúdent sem eitt sinn hafði
orð fyrir þeim hópi íslend-
inga er sagði einróma: Vér
mótmælum allir.
Eg spyr sem Norðurlanda-
búi. Eigi vegna þess að ég
telji mig hálfgerðan Dana
eða Svía vegna langdvalar í
löndum þeirra, heldur vegna
þess, að ég, sem íslending-
ur, er einnig Norðurlanda-
búi, og hagur Norðurlanda
lokið nema á einn veg, að
landíð fái fuílt sjálfstæði og
nmn úrsKt sjálfstæðisbaráttu
Annamesa flýta fyrir þeirri
lausn málsins.
dr. Sigurður Þórarinsson
sem heildar er um leið minn
hagur. Það er staðreynd, sem
ekki tjáir að reyna að hrekja,
að þjóðernislega, sögulega,
mállega, menningarlega og
stjórnarfarslega erum við ná-
tengdari hinum Norðurlanda-
þjóðunum en nokkrum öðr-
um þjóðum. Eg hygg og, að
það verði torhrakið, að enda
þótt okkur hafi á stundum,
og ekki að ástæðulausu, þótt
frændþjóðirnar á Norður-
löndum helzt til kærulausar
um okkar hag, þá eigum við
þó meiri skilningi og vináttu
að mæta hjá þeim en hjá öðr
um þjóðum. Og víst er, að
engin þeirra lítur nú landið
okkar girndarauga. Síðan
herstöðvamálið komst á döf-
ina hafa frændþjóðir okkar
lát ð í ljós eindregnar óskir
um að íslendingar standi fast
gegn allri ásælni af hálfu
erlendra stórvelda. Því hef-
ur verið haldið fram, að það
sé ekki af íslandsást heldur
af umhyggju um eigin hág
sem Danir, Norðmenn og Sví-
ar óska þess, að Bretar og
Bandaríkjamenn haldi gerða
samninga við íslendinga og
'hverfi hið bráðasta héðan á
brott. Eg held að réttlátara
sé að álykta, að það sé af
báðum þessum ástæðum. En
jafnvel þótt frændþjóðir okk-
ar líti á þetta herstöðvamál
aðeins út frá eigin hagsmun-
um, er okkur hyggilegt að
virða ekki vilja þeirra alveg
að vettugi. Við erum ódeilan-
legur hluti af hinni nor-
rænu menningarheild og
veikjum við aðstöðu Norð-
urlanda sem 'heildar veikjum
við einnig okkar aðstöðu til
að 'halda uppi sjálfstæðri,
norrænni menningu.
Flest er enn á huldu um
þetta herstöðvamál. Mér virð
ist þó sem skipta megi þeim,
er nú hneigjast til landsölu,
í þrjá flokká.
Til eru þeir, því miður, j
sem virðast reiðubúnir að;
svipta landið sjálfstæði sínu |
í eigin hagsmunaskyni. Um
þá skal ég ekki fjölyrða. Mér
er næst skapi að kenna í
brjósti um þá. Þótt þeir
kunni að græða þúsund sinn-
um þrjátíu silfurpeninga, eru
þeir í raun og veru, eins og
allir kvislingar, aumkunar-
verðir menn.
Fleiri eru þeir, sem vilja
halla sér að hinum breiða
'barmi móður Ameríku af
hræðslu við ótætis Rússana
og þeirra fylgifiska. — Þeir
búast við heimsstríði alveg á
næstunni — mér er ekki
grunlaust um að sumir þeirra
vonist eftir því — og halda,
að Rússinn muni hremma
okkur umkomulausa einn
góðan veðurdag, ef ekki sé
yfir okkur vakað. Eg bið
þessa óttaslegnu menn að
hugleiða alvarlega, hvort
ekki væri öruggast að ís-
lendngar yfirgæfu hólm-
ann hreinlega og flyttu vest-
ur í Bandaríkin og létu Kön-
unurn landið eftir sem eins-
konar Gíbraltar Norður-At-
lanzhafsins. Hér myndum við
bara þvælast fyrir verndar-
englunum okkar í næsta
stríði og torvelda þeim varn-
irnar. En ég vil um leið vara
þá óttaslegnu við því að bú-
setja s:g of vestarlega í
Bandarákjunum því þá fara
þeir að nálgast ólukkans
Rússana hinum megin frá.
Til þriðja flokks landsal-
anna teljast þeir, sem nú þeg
ar, á öðru ári hins íslenzka
lýðveldis, virðast vera bún-
ir að týna trúnni á þetta
land, örvænta um atvinnu-
lega og fjáihagslega framtíð
hinnar íslenzku þjóðar og sjá
enga möguleika til að reka
okkar þjóðarbúskap án þess
að þiggja erlendar ölmusur.
Þessum mönnum vildi ég
ráða til að ná í Rit þess kon-
unglega ísl. lærdómslistafé-
lags fyrir árið 1793 og lesa
þar ritgerð eftir þann merk-
ismann Hannes Finnsson
Skálholtsbiskup. Ritgerðin
heitir: Um mannfækkun af
hallærum á íslandi. Þessi rit-
gerð var skrifuð á þeim ár-
um er þjóð vor var i sem
mestri niðurlægingu, þjáð a?
þriggja alda einokun og énn
í sárum eftir þær hræðileg-
ustu hörmungar er yfir hana
hafa dunið af náttúrunnar
völdum, Móðuharðindin. — í
þessari ritgerð rekur Hannes
Finnsson skilmerkilega bar-
áttusögu íslendinga við elda
og ísa og aðra óáran og dreg-
ur hvergi fjöður yíir, enda er
sagan ekki glæsileg. En Skál-
holtsibiskupinn ber ekki lóm-
inn. Hann hafði ekki týnt
trúnni á landið sitt. Hann
skrifaði þessa ritgerð til þess
að sýna löndum sínum fram
á það, að þrátt fyrir eldgos
og hafísa og óblíða veðráttu,
er ísland gott land.
Síðustu áratugina höfum
við íslendingar átt að búa við
meiri árgæzku en kannskí
nökkru sinni áður í okkar
sögu. Hafísar hafa ekki
lagzt að landi, jarðeldar hafa
ekki gert neinn usla. Þjóðin
er ríkari en nokkru sinni áð-
ur og á betri framleiðslu-
tækjum á að sk'pa en nokkru
sinni fyrr. Það var löngum
ein aðalviðbára Dana er við
heimtuðum fullt frelsi, að
við gætum ekki staðið fjár-
hagslega á eigin fótum. Við
héldum alltaf því gagnstæða
fram. Var það vísvitandí
lýgi eða var það sjálfsblekk-
ing? Eg held því frarn að það
hafi verið hvorugt. Þeir
menn, sem stóðu fremst í
sjálfstæðisbaráttu okkar,
menn eins og Eggert Ólafs-
son, Skúli Magnússon, Bald-
vin Einarsson, Fjölnismenn,
Jón Sigurðsson og Skúli
Thoroddsen voru sannfærðir
um að við gætum staðið á eig
in fótum ölmusulaust og okk-
ar kynslóð, sem þekkir land-
ið og möguleika þess betur
en þeir, ve':t, að þeir höfðu
rétt fyrir sér. Auðvitað göng-
um við þess ekki duldir, að
erfiðleikar bíða framun'dan,
e. t. v. miklir erfiðleikar. En
við sjáum ekki ástæðu tií að
ætla sð við getum ekki yfir-
stíglð þá hjálparlaust, og telj-
um það næsta löðurmann-
legt að leggja að óreyndu
árar í bát og kveina: Hér
sitjum við og getum ekki
annað. Ameríka hjálpi okkur.
Amen.
Að lokum vildi ég aðeins
segja það, að takist landsölu-
I unum að koma sínum áætl-
I
’ unum í framkvæmd og ber& -
I út okkar nýfædda frelsi, mun •
þeim hollast að byrgja Nel
sín skilningav't þaðan í frá.’
Annars kynni svo að fara,
að þeir á einverustundúm *
heyrðu útburðarvæl, en það r
kvað vera ömurlegast allra
hljóða.
*<
Valur
4. fl. æfing við Egilsgötu- ' i
völlinn, laugardaginn 20. þ,
;m. kl. 4,30.
3. fl. æfing sama ■ stað?§
dag kl. 5,30.
Þjálfari, *.