Þjóðviljinn - 30.04.1946, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. apríl 1946.
96. tölublað.
mabavarp
eeasamtakaona í
í næstu tveim blöðum birtist að-
alefni úr grein Sigurðar Nordals,
er hann ritaði í Nordisk Tidskrift
um rétt Xslendinga til hinna
fornu handrita sinna í dönskum
söfnum.
Framboð Sósíalistaflokks-
ins við alþingiskosningarnar
í sumar hafa nú verið ákveð-
in í nokkrum kjördæmum.
í blaðinu á morgun verður
skýrt frá fyrstu framboðum
flokksins.
© O
N«fntl frá Oryggisráðinu rann-
sakar Spánarmálin
Francostjórnm fordæmd
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á fund í
gær og samþykkti tiilögu frá fulltrúa Ástralíu um að
Itjósa 5 manna nefnd til að rannsaka þá kæru PóIIands,
að Francostjórnin stofnaði lieimsfriðinum í hættu. Tillag-
an var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum, en Gromy-
ko, fulltrúi Sovétríkjanna, sat hjá.
Nefndarskipun til tafar
Gromyko kvaðst ekki vilja
greiða atkvæði um tillöguna,
þar sem hann áliti, að kæra
Póllands væri réttmæt og
þegar sönnuð. Nefndarskip-
un myndi leiða til frekari taf
ar og aðgerðaleysis í málinu,
en þegar væri orðið. Almenn
ingsálitið í heiminum myndi
ekki fallast á þessa af-
greiðslu. Hann tók það fram,
að þessi afstaða sín skapaði
ekki fordæmi að því, að stór
veldin sætu hjá við atkvæða-
greiðslu í stórmálum.
Útbreiðsla fasismans
ógnar friðinum
Fulltrúi Mexico kvað stjórn
sína vera þeirrar skoðunar,
að Francostjórnin ógnaði
friðinum þar sem hún ynni
að útbreiðslu fasismans í
öðrmn löndum. Engu að síð-
ur myndi hann greiða tillög-
unni atkvæði til að samkomu
lag næðist í ráðinu.
Auk tillögunnar sam-
þykkti ráðið yfirlýsingu
um að það fordæmi
Francostjórnina frá sið-
ferðilegu sjónarmiði:
I nefndina voru kosin þessi
ríki: Ástralía, sem leggur til
forseta nefndarinnar, Pól-
land, Mexico, Frakkland,
Kína og Brasilía.
Fundur ráðsins stóð í
hálfa klukkustund. Ráðið
kemur næst saman, er því
berst mál til úrlausnar.
"N
ííaiidaríkin haf a ekki öðlazt neinn
rétt til framhaldshersetu á íslandi
Utanríkisráðherra svarar fyrirspurnum
Hermann Jónasson spurði utanríkisráðherra þ2ss á
fundi í gær, hvort komið hefði nokkur ný tilnvæli frá
stjórn Bandaríkjanna um leigu á herstöðvum hér á Iandi
þar til friðarsanmingar hefðu verið gerðir, en slíkt hefði
verið gefið í skyn í blaðafregnum.
Ólafur Thórs kvað engin slík tilmæli hafa komið fram.
Pétur Ottesen spurði utanríkisráðherra livort ekki
bæri að skilja svar ríkisstjórnarinnar svo að öllum samn-
ingum um herstöðvamál vid Bandaríkin væri lokið, og
hyort Bandaríkin hefðu fengið nokkurn rétt til framhalds-
hersetu á Xslandi þó hún teldi að samningsviðleitni héldi
áfram.
Ólafur Thórs svaraði því, að Bandaríkjastjórn kynhi
að líta svo á að samningsviðleitni við jslendinga væri ekki
lokið, én Baiidarikin hefðu ekki í skjóli þéss öðlazt neinn
rétt til hersetu hér á landi, frám-yfir það, sem ákvcðið
hefði verið_ í herverndarsamningnum frá 1941.
Alþýða Reykjavíkur, íslcndingar!
1. maí er baráttzi- cg hátzðisdagur launastéttanna um allan heim. Þá
minnast þœr þess að þrátt fyrir mismunandi þjóðerni, hörundslit og trú-
arbrögð er hið háleita markmið þeirra sameiginlegt:
Frjáls þjóðfélög vinnandi fólks, þar sem alþýðan nýtur sjálf ávaxt-
anna af erfiði sínu, arðrán er afmáð og engin þjóð kúgar aðra, þar sem
frclsið er fyrir fjöldann og hverju mannsbarni er tryggður réttur til at-
vinnu og menntunar og hin fullkomnasta tækni mannanna er notuð til að
bœta kjör vinnandi fólks og allrar alþýðu.
En frumskilyrði þess, að markn iði alþýðunnar um allan heim verði
náð, er friður.
1. maí mumi hinar 70 milljónir skipulagðra launþega um allan heim
sýna vilja sinit í baráttunni fyrir varanlegum friði meðal þjóðanna.
1. maí 1945 fagnaði íslenzk alþíða liinu nýfengna sjálfstœði íslands,
eftir nœr 7 alda ósjálfstœði.
Síðan hafa nýjar hœttur steðjað að föðurlandi okkar. Enn er föður-
landi okkar ógnað af erlendri ásœlni. Enn dvelst crlendur her á íslenzkri
grund, þrátt fyrir gefin loforð um brotthvarf.
Afstaða íslenzkra launþegasamtaka er ótvírœð og ákveðin: Sú að
veita engu erlendu ríki neinskonar íi ilnanir um landsréttindi né herstöðv-
ar, krefjast þess að allur erlendur hcr verði tafarlaust fluttur burt af Is-
landi, að aldrei skuli nein bönd binda ísland, nema „bláfjötur Ægis“.
Varanlegt fullveldi og sjálfstæði íslands er undirstaðan að þeirri
framfarastefnu í þjóðmálum, sem mörkuð var í stefnuskrá núverandi rík
isstjórnar.
Stórl átak hefur verið hafið í ancla þessarar stefnuskrár á sviði at-
vinnulífs, menntunar og almannatrygginga. Árangur er meðal annars sá,
að ennþá hefur íslenzkum verkalýð verið þyrmt við atvinnuleysi og fylgj-
um þess, að skiíyrði æskunnar til menntunar hafa gjörbatnað, að trygginga
kerfi landsmanna er að taka miklum framförum.
Launþegasamtökin álíta þó að hraða verði framkvœmd þeirrar stefnu-
skrár, er þau hétu liðsinni sínu, og taka verði hagsmunamál alþýðu fast-
ari tökum. ! *
Höfuðkröfur þeirra eru: ^
Ötulli markaðsleit til að tryggja sölu á aukinni framleiðslu þjóðar-
innar.
Fjármggn bankanna verði notað til hins ýtrasta í þjónustu nýsköpun-
arinnar og annara nauðsynlegra framkvœmda.
Stefnt verði að fullkomnu lýðra ði í atvinnumálum.
Gerðar verði árangursríkar ráöitafanir gegn verzlunarokrinu.
Fullnœgjandi ráðstafanir verði gerðar til þess að reisa öUum Reykvík-
ingum mannsœmandi húsnœði.
Fullkominni löggjöf og eftirliti urh öryggi sjófarenda verði komið á,
og um varnir gegn slysum á sjó og landi.
Höfð verði nánari samvinna við launþegasamtökin um framkvœmd á
stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.
Lifi eining alþýðunnar í öjlum löndum!
Lifi frelsisbarátta þjóðanna!
Alþýða Reykjavíkur, íslendingar! Sláið vörð um þúsund ára arf Is-
lendinga, sjálfstæði œttjarðarinnar!
Engu erlendu ríki herstöðvar á íslandi!
Burt með erlendan her af íslenzkri grund!
Lifi Alþýðusamband íslands og önnur hagsmunasamtök alþýðunnar!
Samnings- og verkfallsrétt fyrir alla launþega!
Fullnaðarframkvœmd á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar!
Nýsköpun atvinnuveganna í þágu alþýðunnar!
Burt með verzlunarokrið!
Húsnœði fyrir alla Reykvíkinga!
Gegn hverskonar erlendri íhlutun. Island fyrir Islendinga!
Lengi lifi hið frjálsa fullvalda föðurland okkar, ÍSLAND!
1. maí-nefnd FuIItrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík.
Bjöm Bjarnason, form., Eð-
Reykjavík, 29. apríl 1946.-
varð Sigurðsson, Ásgeir Torfa-
son, Birgitta Guðmundsdóttir,
Tryggvi Kristjánsson.
Bandalag starfsmanna ríkis »>g
bæja,
Framhald á 7. síðu