Þjóðviljinn - 30.04.1946, Side 4

Þjóðviljinn - 30.04.1946, Side 4
4 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. apríl 1946. þJÓÐVILJINN ] Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur: Skóíavörðustíg 19. Simar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. \___________________________________________________/ Þinglok Þingi er lokið. Þingkosningar eru ákveðnar 30. júní. Þetta langa þing hefur verið afkastamesta Alþingi ís- lendinga fram til þessa. Fer vel á því, að reglulega Al- þingið á fyrsta ári eftir lýðveldisstofnunina skuli leysa slíkt afrek af hendi sem þetta þing hefur gert. Stórvirki liggur eftir þing þetta á sviði atvinnulífsins — og þá fyrst og fremst á sviði sjávarútvegsins. Lögin um stofnlánadeild sjávarútvegsins eru þýðingarmestu lög, sem samiþykkt hafa verið í þeim málum. Lögin um kaup 30 tog- ara og smíði ca. 30 vél'báta innanlands ásamt lögunum um nýjar sildarverksmiðjur, niðursuðuverksmiðjur og tunnu- verksmiðjur eru met í framkvæmdum af hálfu þings og þjóðar. Þing þetta hefur staðið í tákni nýsköpunar atvinnulífs- ins og lagt hinn drýgsta skerf fram á því sviði undir for- ustu ríkisstjórnarinnar. Samtímis hafa svo verið gerðar hínar veigamestu ákvarðanir til þess að tryggja afkomu útvegsins og markaðina, svo sem með lögum þeim, sem atvinnumálaráðherra flutti um tryggingu fiskverðsins. Með þingsályktuninni um aðstoð við bæjarfélögin til togarakaupa eru gerðar ráðstafanir til þess að dreifa hin- um stórvirkustu framleiðslutækjum þjóðarinnar út um land í stað þess að láta þau öll safnast fyrir hér við Faxa- flóa. Og með lögunum um nýbygglngar í Höfðakaupstað er gerð fyrsta tilraunin til skipulagðrar myndunar ný- tízku bæjar. Á sviði þjóðfélagsmálanna er með samþykkt laganna um alþýðutryggingar stigið stærsta sporið, sem enn hefur verið stigið á landi voru til þess að tryggja almenning gegn skorti, — og með því að halda áfram að reisa traustan grundvöll að atvinnulífinu, ætti að vera unnt að herða á því að þessar almannatryggingar yrðu enn stórum bættar og fullkomnaðar, svo stórt spOr sem þó var stigið nú. Skólalöggjöfin markar tímamót í menntunarsögu ís- lendinga og með örri byggingu skólahúsa og með fjár- hagslegri aðstoð við æskulýðinn þarf að stefna að því marki á grundvelli þessarar löggjafar, að gera hverjum uppvax- andi íslending kleíft að öðlast þá menntun, er hann þráir. Byggingalöggjöfin er hin merkasta löggjöf og reynir nú brátt á banka lands vors að stuðla að framkvæmd þeirra góðu laga. „Nú er eftir yðvar hlutur“, geta þeir þingmenn, sem unnið hafa bezt að framgangi þessara mála, sagt við kjós- ehdur, er þeir nú leggja til kosninga. Nú er það þjóðar- innar sjálfrar að halda svo á málunum í kosningunum að haldið verði áfram jafnvel og betur en hér var byrjað og Þætt 'úxj því, sem elgi fékkst lagað nú. Afstaða Sósíalistaflokksins hefur verið og er: Engar erlendar herstöðvar á Islandi til langs eða skamms tíma Stefán Jóhann Stefánsson og Haraldur Guðmundsson neita að svara, þegar beðið er um greið svör um afstöðu Alþýðuflokksins Að gefnu tilefni spurði Brynjólfur Bjarnason menntamálaráðherra Stefán Jóhann Stefánsson formann Alþýðuflokksins, þessarar spurningar á fundi sameinaðs Alþingis í gœr: Er Alþýðuflokkurinn andvígur því að leigja Bandaríkjunum og hverju öðru ríki herstöðvar á íslandi til langs eða skamms tíma? Það komu vöflur á Stefán Jóhann og hann hliðraði sér frá því að svara spurningunni. Loks reyndi Haraldur Guðmundsson að koma honum til hjálpar, með því að segja af miklum rembingi, að þessari spurningu yrði svarað á réttum tíma á réttan hátt! Brynjólfur benti á, að þetta vœri heldur aum- leg frammistaða samtímis því, er Alþýðuflokkur- inn þykist vera öðrum flokkum fremri í her- stöðvamálinu. Á þessum þingfundi urðu fróðlegar umræður um af- stöðu flokkanna til herstöðva- málsins. Lúðvík Jósefsson sýndi fram á loddaraleik Al- þýðuflokksmanna í útvarps- umræðunum og í Alþýðublað inu, er þeir reyndu að slá sig sérstaklega til riddara á þessu má,li. (Brynjólfur Bjarnason rakti að nokkru gang málsins og lagði áherzlu á, að Sósíalistaflokkurinn hefði frá upphafi lagt til, að svarið yrði ekki einungis ský- laus neitun við beiðni Banda- ríkjanna um herstöðvar til langs tíma, heldur einnig yf- irlýsing um það, að íslend- ingar vœru ekki til viðtals um leigu á herstöðvum, hvort sem væri til langs eða skamms tíma, og hefði eng- inn hinna flokkanna viljað hafa svarið á þá leið. En svo gæti farið, að Banda ríkin tæki málið upp á ný, þó þau hefðu fallizt á að stöðva það í bili. Því væri aðalatrið- ið að fá nú skýrt fram af- stöðu flokkanna. Afstaða Sósíalistaflokksins hefði frá upphafi málsins verið skýr og væri það enn. Því næst spurði Brynjólfur beint um afstöðu Alþýðu- flokksins, eins og þegar hefur verið skýrt frá. Einar Olgeirsson dró sam- an aðalatriðin í herstöðva- málinu eins og það stendur nú, á þessa leið: 1. Því hefur verið neitað afdráttarlaust, að verða við þeim tilmælum Bandaríkja- stjórnar, að leigja Bandaríkj- unum herstöðvar á íslandi til langs tíma. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir, að hún láti málið falla niður í bili. Þó ís- lendingar hafi borið gæfu til að standa saman um þetta svar, getur hugsast, að beiðn- in verði endurnýjuð. Þing og þjóð þarf að vera á verði, reiðubúin til að svara aftur a. m. k. eins ákveðið og nú, ef til kæmi. 2. Hugsanlegt er, að til- mæli berist um að leigja her- stöðvar til skamms tíma. Það er jafnnauðsynlegt að þjóðin standi saman um að neita þeim. Æskilegt hefði verlð að þing og stjórn hefði lýst því yfir fyrirfram, að því yrði neitað. 3. Enn er her á íslandi, og að mínu áliti búinn að vera lengur en hann hefur rétt til samkvæmt samningum. Eg tel æskilegt, að ríkisstjórn æski eftir því að þessi her fari burt. Það má ekki drag- ast lengi að slík ósk komi fram. Bandaríkjastjórn gef ur skýrslu um herstöðvamálið I)ean Acheson, bara-ulanrikis- ráðherra Bandaríkjanna liefiir gefih út tilkynningu um dvul Bandaríkjahers á Islandi. Rekur liann þar mikilvægi Is- lands fyrir i'lug- og sjósarngöng- ur Bandamanna á Norður-Atl- anzhafi á styrjaldarárunum. -— Flest telur hann Bandaríkjalið liafa verið hér 45,000 manns en nú séu liér 1000 hermenn. I yf- irlýsingunni er sagt, að Banda- ríkjalier verði fluttur héðan og flugvellir hans afhentir Islend- ingum, er lriðarsamingar liafi verið gerðir. En skoðun okkar Islendinga er sú, að Bandaríkja- her liafi átt að fara liéðan strax að styrjöldinui lokinni samkv. samningum og loforði Raose- velts forseta. 4. Uppástúngur eins þing- flokksins um að gerðir verði sérstakir samningar við sér- stök stórveldi um öryggi landsins tel ég hættulegar, og hefði þurft að koma ótvírætt fram, að ríkisstjórn og þing vilji ekki að neln stórveldi eða stórveldasambönd fái hér forréttindi til hernaðarað- gerða. 5. Varðandi inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar er það að segja, að samkvæmt lög- um sambandsins getur það ekki orðið ein af skyldum ís- lands að leggja því til her- stöðvar, nema sérstakur samn ingur hafi verið gerður um það við íslendinga. Tillögu Hermanns var vís- að frá með rökstuddri dag- skrá. :MfÍi&ÍÍ l- iíi i *-! Alþingi kýs í nefndir Þingi slitið Hafði staðið 170 daga, samþykkt 81 lög og 25 þihgs- ályktanir Þingilausnir voru í gær kl. 5 e. h., og flutti Jón Pálmason forseti sameinaðs . þings ræSu,- og minnlist helztu múla sem þingió hcfði afgreitt. Forseti Islands, hr. Sveinn Björnsson, sleit þinginu, og til- kynnli jafnframt cið þing væri rofiö frá þeirn dcgi «ð telja er þingkosningar verða í sumar. Þingið stóð 1. okt. til 21. des. ,1945 og 1. febr. til 29. apríl 1940, eða alls 170 daga. Haldnir voru 129 fúndir í neðri deild, 119 í efri deild og 45 í sameinuðu þingi, alls 293 fundir. Alls voru 81 lög afgreidd, 16 stjórnarfrumvörp og 65 þing- mannafrumvörp, 11 þingmánna- frumv. voru afgreidd ineð rök- studdri dagskrá, en 2 stjórnár- frumvörp og 02 þingmanriafrv. urðu ekki útrædd. Þirigsálvktunartillögur samþ. þingið 25, felldar voru tvær, tvær afgreiddar með rökstuddri dagskrá, sex vísað til ríkisstjórn arinnar og 49 urðu ekki útrædd ar. Tala prenlaðra þingskjala varð alls 1024. 1 ritstjórnargrein blaðsins í dag er rætt um þetta. gagnmerka þing, sem nú. hefur lokið störf- um.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.