Þjóðviljinn - 07.05.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.05.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. maí 1346. ÞJÓÐVILJINN 5 Víðsjá Þjóðvi ljans 7. 5. ’46 Sósíalisminn og Evrópa Eftirfarandi grein birtist í brezka blaðinu „New Statesman and nation 6. apríl s.l. Höfundur henn- ar er brezki þingmaðurinn K. Zilliacus, formaður utanríkismálanefndar þingflokks brezka Verka- mannaflokksins. Hann var fyrir — styrjöldina starfsmaður Þjóðabandalagsins og skrifaði þá bækur, þar sem hann varaði við nazistastjórn Þýzkalands, undir dulnefninu Vigilantes. Örlög Evrópu eru sem allt annað, líka sáttmáli hinna Sameinuðu þjóða al- gerlega komin undir samstarfi aðalsigurvegar- anna. Þrír kostir eru fyrir hendi. í fyrsta lagi amerískt- enskt bandalag, sem yrði, í samræmi við orð Churchills, „ekkert titrandi, hárfínt jafn vægi, heldur yfirþyrmandi öryggistrygging.“ Það, sem hann átti við, var ógnarmátt- ur, sem gerði enskumælandi þjóðum kleift að beygja allan heiminn undir vilja sinn, einkanlega Ráðstjórnarríkin. En væri það hugsanlegt? Herráð Bandaríkjanna hefur síðan stríðinu lauk, komizt að þeirri niðurstöðu, að þau gætu ekki, jafnvel þó þau nytu stuðnings alls heimsins, að meðtöldu brezka, alríkinu, unnið neinn úrslitasigur á Ráðstjórnarríkjunum. Annar kosturinn er Vestur- blakkarstefnan. Meðan á stríðinu stóð var það „lína“ Edens í utanríkisráðherraem- bætti hans, þar sem hugmynd Churchills var hins vegar ensk-ameríska bandalagið. Vesturblökkin er reist á mjög gamalli skoðun, sem eftir fyrri heimsstyrjöld tók á sig mynd Loearnósamningsins. Eden sagði 1 þinginu 26. marz 1936: „Sannleikurinn er sá. .., að það er ekkert mjög ný- legt í Locarnosáttmálanum. Það var á honum nýtt vöru- merki, en hann fól í sér göm- ul sannindi, sem hafa verið grundvallarstefnumið brezkra utanríkisstjórnmála öldum saman“. Satt að segja voru Locarnósamningarnir ný- tízku form hinnar gömlu hefðbundnu valdajafnvægis- stefnu. Og Vesturblökkin er ekkert annað en ný Locarnó- stefna í samanskroppnari mynd. Locarnóstefnan miðaði að því að skilja Þýzkaland frá Rússlandi og sameina það Vesturveldunum. Formælend- ur Vesturblakkarinnar eru lítilþægari. Þeir eru aðeins að reyna að aðskilja og inn- lima Vestur-Þýzkaland í bandalag sitt. En þeir skoða, eins og höfundar Locarnó- sáttmálans, Ráðstjórnarríkin og kommúnismann sem sinn höfuðfjanda í Evrópu. Þegar Locarnósamningarn- ir voru gerðir, var reifabarn- ið, Ráðstjórnarríkin, veikt, og gamla þjóðfélagsskipunin hafði verið fest í sessi ann- ars staðar í Evrópu. Nú er Sovétsambandið sterkara og áhrifameira um mestallt meginlandið en við, og gamla þjóðfélagsskipunin er splundr uð, eftir illa útreið undir hag- ikerfi Hitlers, svo að hún á sér ekki framundan, eftir styrjöldina og kollsteypu fas- imsans, annað en hrun og upplausn. Eftir fyrri heimsstyrjöldina höfðu sósíaldemókrataflokk- arnir tækifæri til að sigla á fyrstu öldu þjóðfélagsum- brota til sigurs, því að megin- ið af verkamönnum Evrópu fylgdi þeim. Þeir brugðust í hverju landinu á fætur öðru og alltaf af sömu meginor- sökum: Þeir voru hræddari við að berjast fyrir hönd verkamanna við verjendur kapítalismans fyrir því að koma á sósíalisma í stað auð- valdsskipulags en að berjast við verkamenn til varnar kaptítalismanum. Skoðana leg réttlæting þessarar af- stöðu var sú, að þeir væru að verja vestræna menningu. lýðræði og þingræði. í Þýzkalandi gáfu hægri sósí- aldemókratarnir, Ebert. Scheidemann og Noske sí- gild dæmi um eðli og afleið- ingar slíkrar forystu sósíal- demókrata. Þeir byrjuðu á því að kalla til þýzka herfor- ingjaráðið til að skjóta niður þýzka verkamenn undir því yfirskini, að það væri til verndunar lýðræði og þing- ræði, og að lokum gáfust þeir upp fyrir Hitler til þess að forðast blóðsút'hellingar. Á ít- alíu var sömu sögu að segja, og lauk henni með valdatöku Mússólínis. Rússnesku mensé- víkarnir voru úr sömu slæmu deiglunni og enduðu sem leppar keisaralegra og jap- anskra hershöfðingja. I Frakklandi sviku frönsku sósíalistarnir undir forystu Blums, spönsku verkamenn- ina af einskæru hugleysi. Mik'll hluti þeirra undir for- ystu Pauls Fauré tók upp samstarf við afturhaldið fyrir styrjöldina og meðan á henni stóð, og enn s'-ærri hluti flokksins greiddi atkvæði hinni einræðislegu endurskoð un Petains á stjórnarskránni. Jafnvel hinn endurskipulagði franski Sósíalistaflokkur hélt daúðahaldi í de Gaulle hers- höfðingja, og nú getur hann varla afborið að slíta sam- neyti við afturhaldið, en það er endurskipulagt í kaþólska flokknum og kringum hann. Rúmsins vegna er mynd þessi gerð einfaldari, og lín- ur hennar eru e. t. v. fuil skarpt dregnar. Hún greinir ekki heldur frá yfirsjónum kommúnista, sem voru marg- ar og alvarlegar, en ólíks eðl- is. En hún dregur fram að- alatriðið, sem er það, að flestallir vérkamenn Evrópu hafa snúið frá forystu sósíal- demókrata til kommúnista, af því að hinir fyrri eru lin- leskjur en hinir síðari bar- dagamenn, sem eru fastráðn- ir að lyfta annarri öldu þjóð- félagsbyltingarinnar í Evrópu til sigurs. Af þessu ætti að vera ljóst, að vesturblakkarstefnan ber í sér þrenns konar dauðamein. Fyrst og fremst skortir okk- ur mátt til að framkvæma hana. Ef ensk-amerískt bandalag er meira að segja ekki ein'hlítt, er Vestur-Ev- rópublökk heimskuleg í valdpólitískum skilningi. í öðru lagi er þess engin von, að hlutaðeigandi ríki styðji þessa stefnu okkar. í Noregi vill svo öflugur minni Eftir K. Zilliacus hluti nálgast Sovétríkin, að engin norsk stjórn mynditaka þátt í valdasamsteypu, nema hún væri byggð á brezk- rússnesku samkomulagi. Sama máli gegn'r um Dan- mörku. Belgíu geta sósíalistar ekki stjórnað án stuðnings kommúnista, og þessir flokk- ar tveir saman gætu beitt sér og mundu beita sér gegn vesturblakkarstefnu studdri af hinum afturhaldssama ka- þólska flokki. í Frakklandi eru kommúnistar stærsti flokkurinn og samkvæmt skoðanakönnun France-Soir, munu' þeir auka mjög fylgi sitt við næstu kosningar. Und ir þessum kringumstæðum er heimskulegt að ætla, að Frakkland muni taka þátt í vestursamsteypu, án þess hún væri byggð á samkomulagi Evrópu allrar við Ráðstjórn- arríkin. í þriðja lagi er sú spurning, hvað vesturblökk hafi að bjóða verkamönnum Evrópu. Á ameríska hemámssvæðinu í Þýzkalandi eru þeir jafn- aðarmenn, er boða samein- ingu við kommúnista, teknir höndum. Á brezka hernáms- svæðinu erum við hógværari, en jafn ákafir að draga úr hverri viðleitni til sameining- ar jafnaðarmanna við komm- únista. Ensk-amerísk áhrif eru að baki þeim hægri sósí- aldemókrötum, sem eru að verða vasaútgáfur af Ebert og Noske. Þeir styðjast ekki við sitt eigið hermð, heldur leita til ensk-ameríska her- ráðsins til að biðja það vernd- ar fyrir vinstri hreyfingu og um þægilegt starf við „ópóli- tískar“ kaþólikka stjórnar- deildir í hópi fésýslumanna, „hægfara“ manna og „ómiss- andi“ nazista, sem við fyllum með hið pólitíska tóm, sem við höfum skapað í Vestur- Þýzkalandi. Sé svo bætt hér ofan á uppástungunni um sundurgreiningu Þýzkalands, hvernig geta þá vesturblakk- arsinnar keppt á þessum grundvelli við kommúnista, sem boða þjóðernislega ein- ingu og einingu verkalýðs- stéttarinnar, horfur á sjálf- stjórn, þjóðfélagslega endur- reisn og vináttu og samstarf Sovétsambandsins? Þriðji kosturinn er hinn eini, sem að haldi kemur. Það er sorglegt að brezka verka- mannastjórnin hefur ekki reynt hann. Hann, er sá að byggja stefnu okkar í Evrópu á ensk-rússnesku bandalagi, sem gerir okkur og Sovétrík- in að samstarfsaðilum í fjár- hagslegri endurreisn og pólit- ískri skipan Evrópu. Frökk- um er, samkvæmt ummælum Gouin forsætisráðherra mjög umhugað að taka þátt i slíkri stjórnarstefnu með okk ur og Sovétríkjunum. Amer íkumenn mundu sætta sig við sameiginlega ensk-fransk-rússneska forystu í Evrópu. Það sem með þarf er að taka alvarlega yfirlýs- inguna í skýrslu Verkamanna flokksins um skipun alþjóða- mála að lokinni styrjöld, þess efnis, að „sósíalisminn sé grundvallarnauðsyn“ til að ná alþjóðlegu takmarki voru. að „útrýma atvinnuleysi, fá- tækt .... fasisma og stjórn- arfarslegu þrælahaldi í hverri mynd“ og til þess að „flýta fyrir útbreiðslu lýðræðis og pólitísks frelsis11. Að byggja evrópska endur reisn og endurvakningu lýð- ræðis í Evrópu á sósíalisma felur í sér að vinna með öll- um flokkum, sem eru reiðu- búnir til að stefna að þessu marki. Meginforysta verka- lýðsins í Evrópu er nú í hönd kommúnista, og sósíalistar | þeir, sem hafa ekki gengið beint eða ó'beint í lið með aft urhaldinu, starfa með kom- múnistum. Stjórnmálalegt lýðræði og borgaraleg rétt- indi eru ekki fyrir hendi nú um mestalla Evrópu og hafa ekki verið í mörg ár. í mikl- | um hluta Evrópu hafa þau I aldrei komizt á. Þau geta ekki orðið veruleiki né vakn- að á ný, nema undir þeim skilyrðum, að verið sé að koma á sósíalisma og fram- kvæma hann. Það er heimska af mönn- um, sem telja sig til vinstri hreyfingarinnar, að láta sig dreyma um, að nokkuð svip- að brezka parlamentariska lýðræðinu spretti upp af rúst um auðveldsmenningarinnar í Evrópu. Það er ný trahison des clercs af þeim að flýja í ofsahræðslu í jámgreipar ein hverrar vesturblakkar, þegar draumurinn bregzt. Ef við erum fúsir að vinna með Rússum, munu þeir fúsir að vinna með okkur. Stjórnmála fréttaritari Times, sem ný- lega er kominn ’heim frá Moskvu, skýrði svo frá, að það væri ákveðin skoðun ráða manna Sovétríkjanna, að ekki bæri að útbreiða Sovét- skipulagið í Evrópu, en Rúss- ar tryðu því, að það mundi vera í samræmi við hagsmuni bæði Bretlands og Ráðstjórn arríkjanna að hjálpast að við að koma á því fyrirkomulagí, er einn eða tveir þeirra nefndu „hið nýja lýðræði". „Það mundi þýða stjórnar- kerfi, er væri einhvers stað- ar á milli sovétskipulags og einstaklingshyggju kapital- isma, stjórnarkerfi í hverju landi, er fæli í sér haldgött þjóðfélagslegt öryggi, ríkis- eftirlit með meginiðngreinum og stjórn, sem útilokaði hægri flokka, en skipuð væri miðflokkum og vinstri flokk- um að meðtöldum kommún- istum“. Eg sé engin rök hníga að því, að okkur takist ekki að finna sameiginlegt stefnumið fyrir Ráðstjórnarríkin, Frakk land og okkur í Evrópu, byggt á þessum grundvelli, ef ráð er fyrir því gert, að stjórn verkamannaflokks'ins sé reiðubúm að framkvæma utanríkisstefnu síns eigin flokks og hverfa frá draumn um um „bjóðareiningu“ í flat sæng toríanna. Og eg ber nógu mikið traust til verka- lýðs Evrópu og erfðavenja evrópskrar menningar til að vera sannfærður um það, að með sigurvænlegri sósíalist- 'skri endurreisn múni takast að koma á lýðræði og skoð- anafrelsi. Því að þeir, sem leiða fjöldann, hvort sem þeir eru kommúnistar eða jafnaðarrr ?~m. e*ða hvorir- tveggja, sem ég vona, í sam- starfi, verða að skilja þarfir Og virða óskir fylgjenda sinna eða glata forystu sinni að öðrum kosti. Og verka- mennirnir vilja freísi engu síður en réttlæti. K. Zilliacus. 'SS. KIPAUTC EBO énÍKisiNsh 1 „m.b. Bangsi44 Vörumóttaka .til Súðavík- ur árdegis í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.