Þjóðviljinn - 22.05.1946, Blaðsíða 2
2
r
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 22. maí 1943
mii TJARNARBÍÓ
Sími 6485.
Víkingurinn
(Captain Blood)
Eftir R. Sabatini.
Errol Flynn
Olivia de Havilland.
Sýning kl. 9
Bönnuð bömum innan 16
ára.
Regnbogaeyjan
(Rainbow Island)
Söngva- og gamanmynd í
eðlilegum litum.
Dorothy Lamour
Eddie Bracken
Gil Lamb
Si/ning kl. 5. og 7
NÝJA BÍÓ
(við Skúlagötu):
Hart á móti hörðu
(The Naughty Nineties)
Bráðskemmtileg gaman-
mynd með skopleikurun-
um frægu:
ABBOTT og COSTELLO
Sýning kl. 5, 7 og9
Vtbreiðið Þjóðviljann
Fjalakötturinn
Sýnir revýuna
Upplyfting
annað kvöld kl. S
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7
Ný atriði. — Nýjar vísur.
Aðeins þrjár sýningar eftir.
Skurðgröftur með sprengiefni er fljót-
leg en ódýr aðferð
10 tonn af skurðasprengiefni flutt til landsins
S. I. laugardag var blaða-
mönnum boðið að vera við-
stöddum tilraun er verkfœra-
nefnd ríkisins gerði með notk
un sprengiefnis við skurð-
gröft. Er sérstakt sprengiefni,
svokallað skurðadynamit,
notað í þessu skyni. Hefur
tekist að útvega 10 tonn af
því frá Ameríku og verður
það selt bœndum.
Námskeið, þar sem skurð-
gröftur með sprengiefni verð-
ur kenndur, hefst í ,þessari
viku.
Skurðlr, grafnir með að-
ferð þessari, verða miklu ó-
dýrari en handgrafnir skurð-
ir. Verð sprengiefnisins er ca.
7 kr. hvert kílógramm. Hef-
ur verið áætlað að sprengdur
skurður muni kosta 2—3 kr.
pr. teningsmeter, en til sam-
anburðar skal þess getið, að
handgrafinn skurður kostar
varla innan við 6—7 kr. hver
teningsmeter, með núverandi
verðlagi vinnuafls.
Þetta er í fjórða sinn sem
tilraunir eru gerðar með
notkun þessa sprengiefnis
hér á landi, og hafa þær yf-
irleitt heppnast vel. Hefur
aðferð þessi ekki náð neinni
útbreiðslu vegna þess, að
sprengiefnið hefur verið of
dýrt samanborið við vinnu-
aflið, og þess vegna ekki þótt
borga sig að nota það í stað
venjulegra verkfæra. Nú er
þetta breytt, og má því bú-
ast við að þessi aðferð við
skurðagerð nái útbreiðslu
hér, ef sæmilega gengur að
útvega sprengiefnið.
Sprengiefni þetta var fyrst
reynt á Vífilsstöðum árið
1921, á Hólum og Iivanneyri
1932 og nokkrum árum síð-
ar á Lágafelli. Tilraun verk-
færanefndarinnar á laugar-
daginn var gerð í Mosfells-
dal.
Þegar skurður ' er grafinn
með sprengiefni, er byrjað
á því að stinga út línu eins
og skurðurinn á að liggja. —
Síðan eru gerðar holur í mið-
línu skurðsins með sverum
bor og sprengiefnispakkarn-
ir látnir í þær. Er haft 40—
50 cm. bil á milli holanna
eftir því, hvern'g jarðvegur-
inn er. Má bilið vera lengst,
þegar sprengt er undir vatni
eða í mjög blautum jarðvegi.
Sjaldan er hafður nema einn
pakki í hverja holu. Fer dýpt
holunnar eftir breidd skurðs
ins að ofan. Hver sprengiefn-
ispakki er hálf enskt pund
að þyngd, og er 8 tommur að
lengd. Mun hæfilegt að setja
hann um 6 tommur undir yf-
irborðið, ef skurðurinn á að
vera 3 m. á breidd að ofan.
íkveikju er komið fyrir með
sprengiþræði og er nóg að
tengja við einn pakkann. —
Stinga þarf fyrir skurðbökk-
um og sé grasrót samfelld
fer hún svo hátt við spreng-
inguna, að ruðningurinn fell
ur dreift niður í nokkurri
fjarlægð frá skurðbökkunum.
Þáð er misjafnt hvað leggja
þarf mikla vinnu í að la.«a
skurðbakkana eftir sprenging
una, stundum er nóg að
hleypa vatni í skurðinn, og
hreinsa hann á þann hátt.
Skurðurinn sem sprengdur
var í mýrinni hjá Mosfelli,
var ca. 120 m. langurog voru
um 300 sprengiefnispakkar
notaðir til að sprengja hann.
Varð skurðurinn 80—90 cm-
djúpur og þurfti eigi mikillar
lagfæringar við.
Virðist mega fullyrða að
hér sé um að ræða aðferð
við skurðagerð, sem bæði
er fljótleg og ódýr, og því
vonandi að bændum lærist
brátt að hagnýta sér hana.
u —-----------------------------------------------------------—--------------------—----------------
Bækurnar í „Listamannaþinginu44 munu alltaf verða uppáhald
bókamanna Þær verða tvímælalaust verðmeiri með hverju ári
Utgáfu Listamannaþingsins verður lokið í næsta mánuði
Nú er eitt af dýrmætustu tækifærum bókamannanna að líða hjá. Listamannalúngið er að verða upp-
selt og bækurnar koma aldrei í bókabúðir, aðeins örfá eintök eru nú eftir af fyrstu bókunum
„Nóa Nóa“ „Birting“ og Jöklinum“.
„Að haustnóttum“ er nú komin út
Það er að margra dómi fegursta skáldsaga Hamsums. Eitt allra fegursta skáldrit í bógmenntum
Norðurlanda og í hinni snilldarlegu þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi mun hún verða
hverjum einasta íslenzkum lesanda ógleymanleg.
Geymið fé yðar í góðum bókum. Með því móti getið þér og heim-
ilisfólk yðar daglega notið fjármuna yðar án þess að skerða höfuðstói-
inn.
Munið að góð bókaeign er betri en nokkur sparisjóðsbók.
Nöfn liöfunda og þýðenda ,,Listamannaþingsins“ tryggja það að þær
hækka í verði því lengur sem þær hafa verið í eigu yðar.
Nú eru síðustu forvöð að gerast áskrifandi að ,,Listamannaþinginu“.
Fyrstu bækurnar eru alveg á þrotuin og verða ekki til sölu í bókaverzl-
unum framvegis.
Útfyllið pöntunarseðilinn áður en það er of seint.
Undirritaður gerist hérmeð áskrifandi að Lista-
mannaþinginu, öllum 10 bókunum með áskriftar-
verði. •
Nafn .......................................
Heimili ....................................
Sími 1653 Helgafellsútgáfan Box 263
LirL mYLIFÆl
Helgafell,
Garðastræti 17
Aðalstræti 18
„Listamaiinaþingið" einn mesti
bókmenntaviðburður
hér á landi.
Á s. 1. ári sneri bókaútgáfan
Helgafell sér til nokkurra
manna og bað þá að þýða .og
undirbúa útgáfu á uppáhalds-
bók sinni. Þeir menn, sem fyrstir
urðu við þessum tilmælum voru
þeir Halldór Kil'jan Laxness,
Tómas Guðmundsson, Sverrir
Kristjánsson, Gunnar Gunnars-
son, Árni frá Múla, Ólafur Hall-
dórsson, Sigurður Grímsson,
Sigurður Einarsson, Jón Sigurðs-
son frá Kaldaðarnesi og Krist-
mann Guðmundsson. Völdu þeir
og þýddu hver eina bók og urðu
fyrir valinu þessar bækur: Birt-
ingur eftir Voltire, Nóa Nóa eftir
Gauguin, Jökullinn eftir Jóhann-
es V. Jensen, Mikkjáll frá Kol-
beinsbrú eftir von Kleist, Simon
Bolivar eftir van Loon, Blökku-
stúlkan eftir Bernard Shaw
Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir
Shakespeare, Salome eftir Oscar
Wilde, Að haustnóttum eftir
Hamsun og Martha Oulie eftir
Sigrid Undset. Þessi einstæða út-
gáfa hefur vakið svo mikla at-
hygli að einsdæmi mun vera hér
á landi. Er það fyrst og fremst
tvennt, sem gerir útgáfuna eigu-
lega. Hér eru samankomnir 10 úr
hópi þeirra manna, sem bezt
skrifa íslenzka tungu með verk
sem þeir hafa valið sjálfir og 10
af fremstu og frægustu verkum,
sem yfirleitt hafa verið skrifuð
í heiminum. Það þykir flestum
kostur við þessa útgáfu áð fyrir
valinu hafa yfirleitt orðið bæk-
ur, sem fólk vill eiga og lesa
oft, en ekki bækur sem aðeins
eru til stundaránægju.