Þjóðviljinn - 22.05.1946, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 22. maí 19-16
i. __________________________________________________
þlÓÐVILIINN 1
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og
6509 (eftir kl. 19.00 éinnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
■ i
Sósíalistaflokkurinn - sterk og sam-
stillt baráttusamtök íslenzkrar alþýðu
Alþýðublaðið birti í gær fregn um öngþveiti í Sósíal-
istaflokknum, mikil átök í sambandi við val manna í fram-
boð við alþingiskosningarnar, og þetta var ekki óákveðió
orðað, blaðið skýrir frá því að Áki Jakobsson sé í þann
veginn að afturkalla framboð sitt á Siglufirði í algeru von-
leysi, og heimti að vera annar maður á listanum í Reykja-
vík, Brynjólfur Bjarnason verði auðvitað efstur þar, en
Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson eigi að senda
út á land, í refsingarskyni.
Vandséð er hvað vakir fyrir blaði, sem þó sjálfsagt
vill láta taka sig alvarlegar en Spegilinn, með slíkum skrif-
nm Stefán Pétursson mundi ekki trúa orði af þessu, ekki
einu sinni þegar mest fumið er á honum. Og hverjir eiga
þá að trúa þessu? Það þarf ekki mikinn kunnugleik af
Sósíalistaflokknum til að vita, að þessar fullyrðingar um
Áka Jakobsson, Brynjólf Bjarnason, Einar Olgeirsson og
Sigfús Sigurhjartarson eru hér um bil það fjarstæðasta,
sem hægt er að segja um þá í sambandi við undirbúning
þessara alþingiskosninga og stjórnmálastarf þeirra yfir
leitt. Og ekki getur verið ætlazt til að lesendur Alþýðu-
blaðsins trúi þessu lengi, því ekki er langt þar til öll fram-
boð verða kunn, og er þeim, sem vilja sjá hve mikið mark
er takandi á Alþýðublaðinu, ráðlagt að geyma þessa
klausu og bera hana saman við staðreyndirnar um framboð
Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Nei, svona skrifa menn, sem vilja draga athyglina
frá sínum flokki, draga athyglina frá því, hve erfiðlega
gengur myndun framboðslista Alþýðuflokksins í Reykja-
vík, enda þótt foringi flokksins, Stefán Jóh. Stefánsson,
yrði að lofa því eftir' hneykslið með sænsku samningana að
hypja sig burt af lista flokksins í höfuðstaðnum. Honum
mun hafa verið gefinn ádráttur um að vera efstur á röð-
uðum landslista Alþýðuflokksins, en um það eru enn átök
í miðstjórn Alþýðuflokksins. Það er því víst, að þessi „for-
ingi“ situr ekki á þingi næsta kjörtímabil nema hann verði
til þess kosinn af miðstjórn Alþýðuflokksins, og ekki einu
sinni þar er hrifningin fyrir því áberandi. TJti á landi hefur
Alþýðuflokkurinn ákveðna stjórnarandstæðinga í kjöri
(Hannibal Valdimarsson), og helmingur blaða Alþýðu
flokksins hamast gegn stjórnarsamvinnunni og flokkurinn
er, enn sem fyrr, tvíklofinn um stjórnarþátttökuna. Ekki
er ástandið betra í hinum flokkunum, sem ganga opinber-
lega klofnir til kosninganna.
Til þessara alþingiskosninga gengur Sósíalistaflokk-
urinn einn einhuga og samstilltur. Þeim blæðir það í aug-
um mönnunum við Alþýðublaðið og Tímann, Morgunblaðið
og Vísi. Þess vegna þurausa þeir ímyndunarafl sitt til að
semja sögur um „klofning“ í Sósíalistaflokknum, hverja
annari ótrúlegri. Þeir vita t. d. að Einar Olgeirsson og
Sigfús Sigurhjartarson skrifa að staðaldri í Þjóðviljann
þó þeir séu ekki lengur stjórnmálaritstjórar hans. Samt
er reynt að gera breytinguna á ritstjórn blaðsins að dular-
fullum átökum innan flokksins. Og þannig er haldið áfram,
en sögumar um „átökin“ og „klofninginn“ í Sósíalista-
flokknum verða allar skammlífar og höfundunum til lítill-
ar gleði, vegna þess að þær eru spunnar upp í ritstjórnar-
.skrifstofum Alþýðublaðsins. og Moggans, Vísis og Tímans,
BILAÐIR BÍLAR OG
V AR AHLUTIR.
Þetta bréf var Bæjarpóstin-
um sent af Ó. Þ. Fjallar það
um mál sem snertir bílaeigend-
ur og væri fróðlegt að heyra á-
lit þeirra á tillögu þeirri sem
þar er frá skýrt.
,,Eg átti nýlega tal við einn
kunningja minn, sem gefur sig
talsvert að ýmsum almennum
vandamálum og ræðir þau, til
þess að finna á þeim einhverja
lausn. í þetta skipti fórust hon-
um m. a. orð á þessa leið:
,,Þú hlýtur að hafa veitt því
eftirtekt,- að hér og þar í bæn-
um síanda bilaðir bílar, sem
búnir eru að standa þama, sum-
ir nokkrar vikur, aðrir mánuð-
um saman. Nú eru það engin
undur þótt bíll bili, en ókunn-
ugir myndu kannski segja sem
svo: „Hvers vegna fer maðurinn
ekki með bílinn á verkstæði og
lætur gera við hann?“ Já,
hvers vegna?
Fæstir, sem verða fyrir því
óhappi að bíllinn þeirra bilar,
láta hann standa óviðgerðan
tímum saman vegna kæruleysis
og framtaksleysis. Sú ástæða er
langtum algengari, að það fást
ekki þeir varahlutir, sem nauð-
synlegir eru við viðgerðina. —
Gömlu „módelin", sem hættast
er við bilunum, eru ekki lengur
smíðuð í bílaverksmiðjunum, og
í færri tilféllum passa varahlutir
i yngri tegundir í eldri vagnana,
þótt um sömu tegund sé að ræða.
Af þessu leiðir, að það getur
ver ð harla erfitt að fá viðgerð.
Stundum heppnast „manninum
með bilaða bilinn“ að fá það sem
í hgnn vantar einhvers staðar,
eftir langan tíma og þá getur við
gerðin tafizt. En biðtiminn er oft
harla langur og hvar á að láta
bílinn standa meðan beðið er eft-
ir því að úr rætist?
„BÍLAGARÐUR í UMSJÁ
LÖGREGLUNNAR.
Það er lítill friður með bíl-
inn, því það er engU likara en
j skemmdavargar „þefi uppi“, ef
j bíll er bilaður, og leggist þá á
j hann og reyni að eyðileggja hann
j enn meira. Oft veldur þetta eig-
andanum stórtjóni, og ég held,
að það þurfi að finria einhverja
leið þessu til úrbótar.
Bilaðan bíl, sem ekki er hægt
að taka inn á verkstæði mjög
fljótlega, ætti ekki að láta standa
á götunum eða á opinberum bíla-
stæðum, heldur ætti að vera til
afgirtur blettur, þar sem menn
gætu geymt þessa bíla gegn vægu
gjaldi. Lögreglan ein ætti að
hafa með þetta bílastæði að gera,
og til hennar þyrftu þeir að leita,
sem ætluðu að fá þar geymda
bíla. Þessi „bílagarður“ (ekki
„bílakirkjugarður“, því slíkt nafn
sæmir einungis þeim reit, sem
skemmdavargar hafa aðgang að)
ætti að vera læstur og að öllu
undir umsjá lögreglunnar.
Þegar þú svo getur látið gera
við bílinn þinn, þá þarftu ekki
annað en fara til lögreglunnar,
og þá geturðu gengið að bíinum
þínum í sama ástandi og þú
skildir við hann.“
Mér finnst þetta athyglisverð
hugmynd, og vildi skora á hlut-
aðeigandi yfirvöld að hefjast nú
handa í þessu máli, þvi þess er
engin vanþörf að minni hyggju.
Ó. Þ.“
Hver er afstaða þjóðar-
innar?
Hver er afstaða þjóðarinnar í
herstöðvamálinu? Vill hún, að her
Bandaríkjanna verði hér áfram?
Vill hún, að erlendum her verði
veittar bækistöðvar til frambúð-
ar hér á landi? Svarið við öllum
þessum spurningum er: Nei og
aftur nei. Yfirgnæfandi meiri
hluti þjóðarinnar, meginþorri
manna úr öllum stjórnmálaflokk
um, á enga heitari ósk en að
hinn erlendi her hverfi héðan
tafarlaust, og að engri þjóð, eða
•þjóðum, verði veittur hér réttur
til hersetu.
Þessi vilji þarf að koma
fram.
Tvímælalaust er eindreginn
þjóðarvilji sterkasta, og raunar
eina vopnið, sem þjóðin getur
beitt til vamar frelsi sínu og
sjálfstæði. En eigi það vopn að
vinna okkur gagn, verður að
sýna það. Þetta hafa þeir menn
skilið, sem staðið hafa að þeim
fjölmörgu fundarsamþykktum,
sem gerðar hafa verið, síðustu
vikurnar, varðandi herstöðva-
málið.
En við þurfum að halda áfram
á þessari braut. Hátíðisdagur
þjóðarinnar 17. júní nálgast, dag-
urinn, sem helgaður er frelsis-
baráttu hennar og minningunni
um stærsta sporið, sem stigið
hefur verið á þeirri baráttubraut,
stofnun lýðveldisins 17. júní 1944.
Þennan dag á þjóðin öll að sýna
vilja sinn, eftir þennan dag á
enginn að ganga þess dulinn, að
íslendingar vilja eiga land sitt
einir, þeir vilja engin framandi
völd, engan erlendan her á ís-
lenzkri grund.
Hið mikla undrunarefni.
Fátt veit ég, sem vakið hefur
meiri undrun en það, að Morg-
unblaðið hefur mætt þessari hug-
mynd með fullkomnum fjand-
skap. Forsíðugrein þess um þetta
mál bar fyrirsögnina: „Þjóðvilj-
inn vill vanhelga frelsishátíð
þjóðarinnar með rússneskum á-
róðri“. Og greinin endaði á þess-
um orðum. „En þjóðareining um
yfirlýsta landráðastefnu íslenzkra
leiguþýja hins austræna valds er
og verður alla daga óhugsanleg".
Hvérs konar álög eru það, sem
fá blaðið til að flytja svona
þvætting? Áreiðanlega talar það
ekki fyrir munn Sjálfstæðis-
manna. Áreiðanlega vill megin-
þorri þeirra manna, sem þeim
flokki fylgja, ekkert fremur en
að þjóðin sýni einhuga vilja sinn
í herstöðvamálinu 17. júní.
Menn spyrja: Lætur Sjálfstæð-
isflokkurinn við svo búið standa?
Leyfir hann Morgunblaðinu að
halda áfram með slíkan þvætt-
ing?
Skýringin er við höndina.
En það er ekki eins erfitt og
margur mætti haldá að skýra
þetta fyrirbæri. Menn verða að-j
eins að minnast þess, að sá eini
.ritstjóri, sem nazistaflokkurinn
hefur átt á íslandi, herra Jens
Benediktsson, er blaðamaður við
Morgunblaðið og stjórnar áróðri
þess gegn „kommúnistum". Þessi
herra Jens var ritstjóri blaðsins
ísland, sem íslenzki nazistaflokk-
urinn gaf út um skeið. Allir
vita, hvert hlutverk félagar Jens
unnu á Norðurlöndum, þegar
villidýr Hitlers bar þar að garði,
og allir vita, hvaða tökum Norð-
menn og Danir hafa tekið sína
nazistaritstjóra. Allir vita, að
herra Jens Benediktsson vantaði
þœr vantar allan ádeilumátt af þeirri einföldu ástæðu að
fyrir þeim er enginn fótur.
Óskadraumur íslenzka afturhaldsins um klofning í
Sósíalistaflokknum rætist ekki. Það kemst ekki hjá því,
í sumar og endranær, að mæta honum sem sterkum og
samstilltum baráttusamtökum íslenzkrar alþýðu.
ekkert nema tækifærið tii að
vinna sams konar starf á íslandi.
Það er þessi maður, sem skrif-
ar að jafnaði þvættinginn um
,,kommúnista“ í Morgunblaðið,
en þegar mest þykir við liggja
grípur þó Valtýr sjálfur pennann
og skrifar óþriflegustu pistlana,
í blóra við Jens.
í gær sagði Jens.
í Göbbelsþvættingi sinum sagði
Jens meðal annars í gær:
„Ekkert á að vera íslendingum
eins skaðlegt og það að hafa
nokkra skoðun í stjórnmálum
heimsins. ísland á eftir því sem
komúnistar halda fram í dag, að
vera utan við heiminn, eins kon-
ar kotheimur út af fyrir sig“.
Hvað á svona bull að þýða?
Viltu ekki hugsa um það, lesari
góður?
Næst á eftir þessu bulli segir
Jens:
„Þetta kemur dálítið illa heim
við afstöðu kommúnistá fyrir 14
mánuðum síðan. Þá vildu þeir
óðir og uppvægir, að íslenzka
þjóðin segði Þjóðverjum og Jap-
önum stríð á hendur.“
Enginn nema lærisveinn Göbb-
els gæti gert sig að fífli með því
að síendurtaka þennan uppspuna
að Sósíalistar hafi viljað segja
Þjóðverjum og Japönum stríð á
hendur.
Loks segir Jens:
„Enda eru kommúnistar eini
stjórnmálaflokkur landsins, sem
beinlínis óskaði eftir því á sínum
tíma að erlendar bækistöðvar
yrðu hér.“.
Allir vita, að þetta er upp-
spuni frá rótum. Slíkar upp-
spunaaðferðir eru nazistaaðferð-
ir, enda réð Valtýr Stefánsson
Jens Benediktsson að blaðinu til
þess að tryggja sér starfsaðferðir
nazista í blaðamennsku Morgun-
blaðsins. Á kommúnistalygum
þessa Göbbelslærisveins hefur
Valtý tekizt að ala stjórnarand-
stöðuna svo rækilega innan Sjálf
stæðisflokksins, að ílokkurinn er
nú klofinn, og dag eftir dag læt-
ur Valtýr Jens þennan smíða
vopn handa Vísi á stuðnings-
menn stjórnar Ólafs Thors.