Þjóðviljinn - 22.05.1946, Page 5
Miðvikudagur 22. maí 1946
ÞJÓÐVILJINN
Hinn 17. marz
árið 1938,
fimm dögum
eftir að herir
Hitlers rudd-
ust inn í Aust
urríki kvaddi
Litvinoff, þá-
verandi utan-
ríkisráðherra
Sovétríkjanna, erlenda blaða
menn á fund sinn í Moskva.
Efni fundarins var þetta:
Litvinoff tilkynnti blaða-
mönnunum að Rússland vildi
gangast fyrir allsherjarráð-
stefnu með lýðræðisríkjum
Evrópu um framferði Þýzka-
lands. Rússland væri reiðu-
búið að ræða þetta alvarlega
mál, hvort heldur væri á vett
vangi Þjóðabandalagsins eða
utan þess. Tilgangur umræðn
anna var hugsaður sá, að
Rússland og önnur lýðræðis-
ríki Evrópu mynduðu með
sér varnarbandalag gegn
frekari yfirgangi nazistarík-
isins.
Þessu tilboði Sovétríkjanna
svaraði Nevill Chamberlain
forsætisráðherra Bretlands í
ræðu sem hann flutti í brezka
þinginu 24. marz. Þar lýsti
Chamberlain yfir því, „að
hann teldi tillögu Litvinoffs
um bandalag lýðræðisþjóð-
anna óframkvæmanlega“.
Þessa yfirlýsingu studdi
hann með þeim furðulegu
rökum, að „slíkt bandalag
mundi einungis skipta álf-
unni í tvær fylkingar, inn-
byrðis fjandsamlegar“. Enn-
fremur tilkynnti forsætisráð-
herrann, að brezka stjórnin
mundi halda áfram hlutleysis
stefnu sinni í Spánarmálun-
um og teldi sér ekki fært að
lofa Tékkóslóvakíu stuðningi,
þó að á hana yrði ráðizt.
Þegar hinn brezki diplómat
gerir þessa yfirlýsingu, er
Evrópa í raun og veru skipt
í þrjár fylkingar „inrfbvrðis
fjandsamlegar“. Þýzkaland,
Italía og Spánn hafa myndað
pólitíska blokk, sem ógnar
Ráðstjómarríkjunum og hin-
um kapítalistisku lýðræðis-
löndum. Helztu lýðræðislönd
kapítalismans sjá sér að vísu
hættu búna af fasistaríkjun-
um, en óttast þó meira verka
lýðssamtökin og hinn mikla
fulltrúa þeirra, Sovét-Rúss-
land. Þess vegna kosta þau
kapps um að vingast við fas-
istaríkin og gera sér allt far
um að greiða götu þeirra til
árásar á verkalýðshreyfing-
una og Ráðstjórnarríkin. —
Ráðstjórnarríkin óttast árás
fasislalandanna og gruna lýð-
ræðisríki kapítalismans frek-
lega um sviksemi í sinn garð.
Þessari þrískiptingu, „inn-
byrðis fjandsamlegri", vill
forsætisráðherra svartásta
aftui’halds Bretaveldis með
engu móti fórna fyr'r „tvær
fylkingar, innbyrðis fjandsam
legar“. Með því að ganga til
samkomulags við þriðja að-
iljann, Ráðstjórnarríkin, væri
sá draumur ensku og frönsku
auðjötnanna úr sögunni að
beita fasismanum til árásar
Þórbergur Þórðarson:
MÓRALSKIR MÆLIKVARÐAR
Opið bréí til þeirra, sem þrá að vita
á verkalýðshreyfinguna og
ríki sósíalismans- Ennþá er
Chamberlain ekki úrkula
vonar um, að þetta megi tak-
ast, eins og berar kom fram
síða-r.
Þess vegna valdi hann þann
kostinn, sem verstur var öllu
mannkyni, að hafna uppá-
stungu Ráðstjórnarríkjanna
um samkomulag til að hefta
yfirgang glæpaaflanna. Af
þessari neitun hins brezka
diplómats leiddi þær ófarir
árið eftir, að Þýzkaland lagði
undir sig Tékkóslóvakíu og
Vestur-Pólland og bætti þar
með stórlega aðstöðu sína til
hernaðarárásar bæði í austur
og vestur. Og brezka aftur-
haldið frestaði enn að her-
væðast í þeirri von, að kær-
leikar tækjust með því og
Hitler og heppnast myndi að
snúa vopnum nazismans öll-
um austur á bóginn.
Hvers konar skilning lagði
nú íslenzkt afturhald í þessa
uppástungu Ráðstjórnarríkj-
anna?
Ég man ekki hvað blöðin
sögðu eða hvort þau virtu
uppástunguna þess að víkja
að henni einu orði. En manna
á meðal var þeirri skýringu
tekið eins og hvalreka, að
Rússar hefðu „ekki meint
neitt alvarlegt með þessu“.
Þetta hefði bara verið tómur
leikaraskapur.
*
Svo rann upp örlagaárið
1939. Allt það vor eftir her-
töku Tékkóslóvakíu og langt
fram á sumar lögðu Rússar
sig mjög í lírna að ná sam-
komulagi við Englendinga og
Erakka um sameiginlegar
hervarn'r gegn styrjöld, sem
þelr töldu þegar skollna á.
Svo segir í skeyti frá frétta
ritara Morgunblaðsins í Kaup
mannahöfn 22. apríl 1939: „í
Englandi er lit:ð svo á, að
enginn vafi sé á því lengur,
að Rússar muni gerast aðilar
að varnarbandalagi Breta og
Frakka. Rússar hafa nú svar-
að uppástungu Breta opin-
berlega, og er verið að rann-
saka svar þeirra í London og
París.
Daily Telegraph segir, að
svarið beri með sér, að Rúss-
ar séu fúsir til samvinnu við
Vestur-Evrópu-þjóðirnar gegn
yfirgangi einræðisríkjanna.
En, athuga þurfi nánar tækni
leg atrlði.“
En það voru ríkistjórnirn-
ar í London og París, sem
ekki voru fúsar til samvinnu
við Rússa. Það varð öllum
heimi augsýnilegt undir eins
og samningaumleitanir hóf-
ust. Hins vegar urðu þær
raddir í Englandi æ fleiri og
háværari, eftir því sem á vor-
ir yrðu upp samningar við
stjórnina í Moskva.
Þess vegna neyddist Cham-
berlain til að látast eitthvað
gera. Það var að vísu allt
gert að yfirskyni, — til að
blekkja fólkið, villa þjóðinni
sýn, réttlæta sjálfan sig.
Það voru gerðir út sendi-
menn frá London og París,
er skyldu ,,semja“ við full-
trúa stjórnarinnar í Moskva.
En það sannaðist, þegar þess-
ir herrar voru setztir að samn
ingaborðinu, að sendimennirn
ir höfðu engin umboð frá
stjórnum sínum til að semja
um nein ákveðin atriði-
Þungamiðjan í tillögum
sovétfulltrúanna um fyrir-
komulag samvinnunnar var
í stuttu máli sem hér segir:
1) Rússar, Englendingar og
Frakkar gangi í hernaðar-
bandalag og skuldbmdi sig
allir sem e'nn aðili til að
veita hernaðarlega aðstoð
hverri þeirri þjóð, sem á yrði
ráðizt.
2) Rússum sé leyft að fara
með her inn í Rúmeníu, Pól-
land, Lettland, Eistland og
Finnland, ef Þýzkaland hefji
árásarstyrjöld.
Að hvorugri þessari undir-
stöðutillögu vildu stjórnirnar
í London og París ganga. Þær
neituðu að stofna til hernað-
arbandalags við Rússa, en
vildu þar á móti, að þeir
tækju ábyrgð á landamærum
téðra ríkja, án þess að þær
gengju með þeim inn í á-
byrgðina.
En svo var málum háttað,
að stjórnin í London hafði
gengizt þá um vorið undir
ábyrgð á landamærum Pól-
lands og Rúmeníu. Þegar
fulltrúar stjórnarinnar í
Moskva í samninganefndinni
inntu efti.r, hvort lönd þessi
gætu búizt við hernaðarhjálp
af Englands hálfu, ef á þau
yrði ráðizt, þá skaut Cham-
berlain sér undan að svara
spurningunni. Þessi undan-
færsla forsætisráðherrans
varð ekki skilin og verður
ekki skilin enn í dag öðru
vísi en á e'nn veg: Stjórnin
í London ætlaði að losa- sjálfa
sig við efnd rnar á ábyrgð-
inni á hlutleysi Póllands og
Rúmeníu og koma þeim upp
á Ráðstjórnarríkin, skilja þau
með öðrum orðum ein eftir
í ófriðareldinum, ef á þessi
verndarríki yrði ráðizt.
Það kom ennfremur til
mála á fundum nefndarinn-
ar, að Rússar tækju að sér
verndun á hlutleysi Lettlands
Eistlands og Finnlands.
Fulltrúar stjórnarinnar í
Moskva spurðu þá, hvort Eng
land myndi veita hernaðar-
lega hjálp, ef þessi lönd yrðu
ið leið, er heimtuðu áð tekn- gerð að stökkpalli til árásar
á Ráðstjómarríkin. Chamber-
lain vék sér einnig hjá að
svara þeirri spumingu.
Þá stóð stjómin í London
sömuleiðis á móti þeirri
kröfu Rússa, að þeir fengju
að fara með her inn í hin
umræddu verndarríki þeim
til vamar, ef á þau yrði ráð-
izt. Og jafnframt var blásið
upp í þessum löndum hinum
versta æsingaáróðri gegn slík
um hernaðaraðgerðum af
hálfu Rússa. Pólverjar lýstuj
til dæmis yfir því, að hverj
sá rússneskur hermaður, sem !
stigi fæti sínum á pólska
grund, yrði „skoðaður sem
óvinur.“
Þessi æsingaralda var vak-
in í því skyni að réttlæta
mótstöðu ensku stjórnarinn-
ar gegn kröfu Rússa, enda
bar Chamberlain hana fyrir
sig í umræðum í brezka þing
inu.
Neitun þessi hefði skapað
það ástand í framkvæmd,
að Rússar hefðu ekki mátt
grí'pa til vopna, þó að Þýzka-
land hefði hafið árás til aust-
urs, fyrr en þýzkur her var
kominn yfir þessi lönd og þar
með búinn að leggja þau und
ir sig og stóð við landamæri
Rússlands.
En þar að auki var stjórn-
arfarið í öllum þessum lönd-
um hálf-fasistísk og fjand-
samlegt Ráðstjórnarríkjun-
um. Sú hætta var því auðsæ,
að þau gengju í hemaðar-
bandalag við Þýzkaland, ef
það hefði ráðizt á Sovétríkin,
eins og næg'leg raun varð á
síðar um Finnland og Rúm-
eníu.
Rússar, sem eru miklir
raunsæismenn á þjóðfélags-
mál, þóttust sjá það fyrir, að
ábyrgð þeirra á landamærum
nágrannaríkjanna myndi
leiða þá bráðlega út í ófrið
við Þýzkaland. Þess vegna
hvikuðu rússnesku fulltrú-
arnir í samninganefndinni í
Moskva aldrei frá þeirri
kröfu, að England og Frakk-
land gengju í hreint hemað-
arbandalag við Rússland, áð-
ur en það tæki á sig ábyrgð-
ina. En í slíku bandalagi
hefði falizt sú gagnkvæma
hjálp, að England og Frakk
land veittu Rússlandi hern-
aðarlega aðstoð, ef það lenti
í styrjöld út aí ábyrgðar-
skuldbindingunni.
Til þessa voru stjórnirnar
í London og París gersamlega
ófáanlegar. Framkoma þeirra
öll var á þann veg, að ekki
var hægt að sjá, að þær
meintu neitt heiðarlegra með
samningunum í Moskva en
að teygja Rússland út í landa
r’ æraábyrgð til þess að
^iofna hlutleysi þess í hættu,
Framhald á 7. síðu
Vísir fóirtir:
Síðustu fregnir af
prófkosniíigum og
flokkslýðræði
Sjálfstæðisfh
Vísir, annað aðalblað Sjálf
stæðisflokksins, segir í leið-
ara sínum í gær m. a.:
„Morgunblaðið skýrði nýlega
írá Holmenkol’en-hlaupunum og
gat þess, að yngstu þátttakend-
ur í stökkum vseru tveggja ára,
en bætti við frá eigin brjósti að
snemma byrjuðu þeir æfingar í
Noregi. Kjörr.efnd flokksins
mun hafa viljað fara að dæmi1
Norðmanna og batt því kjörrétt-
inn ekki við aldur og tóku menn
langt undir kosningaaldri þátt í
prófkosningunni, Kjörnefndin,
— eða skrifstoía flokksins, sem
annaðist störfin fyrir hennar
hönd, — lét mannum í té tugi
eða hundruð kjcrseðla, sem þeir
fóru með út um bæinn og að-
stoðuðu áhugaiitla menn við
kjörið. „Sannaniegt er að send
voru kjörgögn oftar en einu
sinni á sumar vinnustöðvar og
loks er sánnanlegt að áróður var
rekinn á kjörstað og umhverfis
kjörstað eftir þörfum. — Þótt
prófkosningin hefði í sjálfu sér
getað komið að góðu haldi, ef
rétt hefði verið að farið, ónýttu
slíkar starfsaðíerðir árangur af
henni gersamléga, enda varð
ekki annað séS en verið væri,
að gera gvs að þeim, sem þátt
tóku í kosningunni, frekar en að
mark yrði á þe:m tekið. Raunin
sýndi að úrslitin íóru eftir ósk-
um meiri hlutans, en engar upp,
lýsingar hafa fengist um at-
kvæðatölur éinsfakra manna, og
sitt segir hver bæði um þátt-
töku í kosningunni og úrslrt. —>
Morgunblaðið fullyrðir í dag að
prófkosning haíi að þessu sinni.
verið framkværad á sama hátfí
og i vetur, enda skal það ekki í
efa dregið. Varð ekki tekið mark
á prófkosningunni í vetur sök-
um misfellna og þá heldur ekk:.
á hinni síðari, sem viðurkennt
er að hafi farið fram á sama
hátt. Prófkosningar þær, sem
fram hafa farið eru ögrun við
kjósendur flokksins og leyndin,
sem yfir þeim hvílir stórlega
móðgandi við aimenning. Gott
mál má gera að illiun málsta.ð
og svo hefir farið hér, fyrir að-
gerðir meiri hlutans".
BÚLGARSKA stjórnin krefst'
þess að fá aðgang að Eyjahafi.
S-jndi hún utanrikisráðherrafund.
inum í París þessa kröfu.
SVÍAR hafa varið til hjál]»ai'-
starfsemi til nauðstaddra þjóðá
2.7 milljörðum króna eða 428
krónum á hvert mannsbarn í
Svíþjóð.