Þjóðviljinn - 22.05.1946, Page 6

Þjóðviljinn - 22.05.1946, Page 6
6 ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 194S OSCAR WILDE: XV Draugurinn á Kantaravöllum eihu sinni í viku og skæla sig gegnum stóra myndskreytta glugg- ann fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði, og hann gal ekki séð hvernig hann ætli að geta sloppið frá skyldukvöðum sínum. Það var satt, að líferni hans hafði verið illt, en að hinu leylinu hafði hann góða samvizku livað snerti hið yfirnáttúi- lega. Næstu þrjá laugardaga hélt hann sig samkvæmt reglunni á ganginum milli klukkan tólf og þrjú á nóttinni og viðhafði ail- ar varúðarreglur gegn því að til hans heyrðist eða sæist. Hann tók af sér skóna, sté eins létt og honum var unnt á ormétinn viðinn í gólfinu klæddi sig í svarta flauelskápu og gætti þess að bera sólarupprisufeiti á hlekki sína. Raunar var hann ákaflega inótfallinn því að nota þessa síðasttöldu varúðarráðstöfun. Saml læddist hann eitt kvöld, meðan fjölskyldan sat undir borðum, inn á herbergi herra Ótis og sótti glasið með olíunni. Hann varð hálf Skömmustulegur í fyrstu en varð þó að viðurkenna uð þessi uppfinning hafði sína kosli, og að vissu leyti kom hún honum að notum. Þrátt fyrir allt þetta slapp haiin ])ó ekki við óþægindi. Hvað eftir annað var strengur þaninn yfir þveran ganginn, þar sem hann gekk í myrkrinu, og einu sinni þegar liann fór þar um í gervinu „Svarti Isak eða veiðimaðurinn í ■Hoglískógi" steig hann ofan á smurða brauðsneið, sem tvíbur- arnir höfðu komið fyrir í efsta stigaþrepinu, og datt illa. Þessi síðasta móðgun gerði hann svo frávita af bræði að hann ákvað að niðurlægja sig lil að gera hinum ósvífnu tvíburum heimsókn næstu nótt í einu af uppáhaldsgervum sínum „Rúpert léttúð- ugi eða hauslausi jarlinn." N I þessu gervi hafði hann ekki sýnt sig í meira en sjötíu ár, eða síðan liann hafði hrætt hina fögru lafði Barböru Módiss sál- ugu, með þeim afleiðingum að liún sveik þáverandi kantara- vallalávarðinn og liljópst á hrott með hinum snotra Jóni Kast- elton, og lýsti yfir því, að enginn máttur á jarðríki gæti fengið sig til að giftast inn í fjölskyldu sem leyfði annarri eins ófreskju að ganga Jjósum logum um höllina. Aumingja Jón var síðar T ónlistarfélagskórinn: KV ÖLDVAKA kórsins verður endurtekin næst- komandi fimmtudag 23. þ. m., kl. 8,30, í Sjálfstæðishúsinu við Aust- urvöll. Á skemmtiskránni: íslenzk lög, Óperulög og „Lög og leikir“, sem er skemmtiþáttur í 6 atriðum Söngstjóri er dr. V. Urbantschitsch. Að því búnu verður dansað. Hljómsveit Aage Lorange leikur 1 dag má panta og sækja aðgöngu- miða í Bókaverzl. Kristjáns Krist- jánssonar, Hafnarstr. 19, sími 4179. Síðasta sinn Samkvœmisklœðnaður. Stjórnin. ; -4 Félag járniðnaðamema Fundur verður haldinn í skrifstofu Iðnnemasambandsins, Hverfisgötu 21, í dag miðvikudaginn 22. maí, kl. 8,30. Áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið. Stjórnin. en gekk inn í stofuna. Þar vnr þungt loft og hann opnaði glugg ana. „Þá er ég kominn lieim afl- ur,“ hugsaði hann. „Hvað er ég eiginlega búinn að vera lengi i burtu? 1 dag og í gær og tvo daga áður — kannski viku. Eg man það ekki. Það skiptir held- ur engu máli.“ Hann hafði lagt töskuna inn í litla lierbergið inn af eldhúsinu, undir rúmið. Nú fór hann þang að aftur og sótli hana. Þetta herbergi er autt núorð- ið. Hún, sem var hér einu sinni, tók með sér það litla, sem hún átti, og fór leiðar sinnar. Það var í vetur, sem leið, og nú er komið haust. Það er misseri lið- ið síðan hún rétti honum hörid- ina síðast og grét að skilnaði. „Hún svaf í rúminu þarna,“ hugsaði Þorsteinn. Það var ein- liver glía í augunum á honum. Hann studdi annari hendinni á rúmgaflinn og liélt á töskunni i hinni. Það var svo ískalt, járnrúmið, núna. Þarna var svæfillinn, þar sem höfuð hennar liafði hvílt. Undarlegt, að hann var ofl nógu stór handa tveimur! Og mjúkur, fagurvaxinn líkami hennar hafði hvílt undir þessari sæng. Stund um var hún þreytt og sofnaði með grátstaf í kverkunum e;i bros á vörum. Ábreiðan liggur sl^tt ofan á rúminu og hefur ekki verið hreyfð, síðan hún fór. Stundum kom það fyrir, áður fyrr, að henni liafði verið sparkað til fóta eða niður á gólf. En nú lá hún hreyfingar- laus. Hvað um það? Var ekki bezt að allt fór, sem fór? Hann átti hressingu í töskunni og hún huggaði sig við gítarinn. Og þá var þeim báðum borgið. Þorsteinn læsli herberginu og gekk inn í stofuna með töskuna í hendinni. Hann setti hana á stól, opn- aði hana, tók uppúr henni flösku, aðra flösku, liverja flösk una af annarri og setti þær ail- ar á horðið. Tvær, fjórar, sex, atta! Hann taldi þær og kinkaði kolli, fleygði svo töskunni út í horn, settist niður í liægindastólinn og hrosti. „Nú geturðu komið, hvenær, sem þú vilt mín vegna,“ sagði hann. „Eg sá þig á ströndinni, og ])ú ætlar þér líklega hingað. Gjörðu svo vel, Magða. Nú hef ég prýtt heimilið! Nú bíð ég bara eftir þér!“ Magða liitti alla heima á Berja flöt, þegar hún kom þangað með Sigríði. Vilhjálmur sat' á rúm- stokknum með sitt barnið á hvoru hné. Þriðji hnokkinn stóð á bak við hann í rúminu og liélt um hálsinn á honum. „Þú ert þá koinin, Magða,“ sagði hann. „Eg héll að þú — Hann þagnaði og leit á Ragn- hildi. „Þú mátt ekki bera af horð- inu, þegar gestir eru komnir. Snúðu aftur með grautinn, kelii mín.“ „Hver heldurðu að anzi þér?“ sagði Ragnhildur brosandi. Ilún var að vinna verk sín með lílið barn á handleggnum, og það minnsta bar hún undir belli. Það voru mórauðir flekkir í andliti hennar, en hraustleg var hún, ung og brosmild. „Reyndu nú að stikla á milii' flatsænganna og að borðinu, ef þú getur,“ sagði hún við Mögðu. „Gáðu að þér, Sigríður mín, svo þú stigir ekki ofan á Þóru litlu. Hún hcfur tannpínu, auminginn litli, og var rétt að sofna.“ Magða og Sigríður gengu á milli beggja flatsænganna, þar sem eldri börnin sváfu, og sett- ust við borðið. Magða sagðist annars ekki ætla að borða. Hún var að fara lengra. Hana langaði bara til að, biðja þau að lofa Sigríði að vera í nótt •— ja, það er að segja, ef ekki væri svo þröngt. „Þröngt!“ Vilhjálmur hló og leit á Ragnhildi, og ])á hló liún lika. „Hvað lieyrist þér, Ragn- hildur mín? Hún er að spyrja, livort sé þröngt hjá okkur. Eins og það hafi nokkurntíma venð meira liúsrými en núna. Það verður því rýmra sem krakk- arnir verða fleiri, og ef þú held ur eins vel áfram og þú hefur gert, þá getum við.bráðum far- ið að taka leigjendur." „Æ, blessaður þegiðu!“ sagði Ragnhildur og hló. Magða horfði á þau til skipt- is. Það var einkennilegt hvernig Ragnhildur var orðin, liún, sem alltaf var svo fálát, þegar liún var unglingur. Og ekki hló hún oft þá. En nú ljómar af henni kætin. Svona var Þóra. Og Magða leil á Vilhjálm, þar sem hann sat á rúminu. Eru það mennjrnir, sem gera konurnar að því, sem þær eru? Hún þekkti mann, sem —. Magða hrökk við. Ragnhildur hafði sett disk og skeið fynr framan hana á borðið. „Þú ert svo þreytuleg, Magða. Harry Macfie: Gull Indiánanna (Sönn saga). kló var gullmoli, sem gat hafði verið borað í gegn um. Þeir voru misjafnir að logun og alveg eins og þeir höfðu fundizt í sandinum. Þessir gullmolar gljáðu eins og þeir, sem Sagwa hafði gefið okkur. Höfðinginn hraít henni út úr dyrunum. En það var of seint. Við:höfðum séð gullið, sem hann sagði, að ekki væri tii. Við kvöddum Jöe la Croix og gengum hálf- bognir út um dyrnar. Indíánarnir sem úti voru, horfðu á okkur svipljótir. Þeir fylgdu okkur aft- ur niður til strandarinnar. Það gerði höfðinginn líka. Hann ruddi sér braut í gegnum hópinn, gekk til okkar og sagði: „Hvítu menn! farið að ráðum Joe la Croix. Snú- ið aftur undan straumnum niður til Nelson-fljóts- ins og róið síðan suður vötnin til heimkynna ykk- ar. Norðurland er eign Megaleep-Indíánanna.“ Indíánarnir, sem gættu bátsins, höfðu gert það vel. Allt var óhreyft. Við settumst undir árar og lögðum frá landi. Indíánarnir horfðu á okkur. Þeim datt þó ekki í hug annað en við hlýddum höfðingjanum. En við snerum bátnum upp í strauminn, undir eins og við sáum okkur fært. Sólin var að ganga til viðar. Indíánaþorpið var horfið. Greniskógurinn skyggði á það. Við heyrðum aðeins gjamm hundanna. Og þegar óm- urinn af hundgánni -dó út, var hljótt í kringum okkur. Áraglamið vár það eina sem rauf kyrrð ó- byggðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.