Þjóðviljinn - 07.06.1946, Blaðsíða 6
6
ÞJÖÐVILJINN
Föstudagur 7. júní 1946
OSKAR WILDE: XXIII
Draugurinn á Kantaravöllum
og herra Ótis og piltarnir gengu heim að húsinu raunamæddir
og áhyggjufullir og hestasveinninn teymdi liestana á eftir
jieim og folann hertogans. I anddyrinu hittu ]>eir hóp af óttu-
slegnu þjónustufólki og á legubekk í bókaherberginu lá vesa-
lings frú Ótis nærri frávita af hræðslu og kvíða, en gamla ráðs-
'konan Ijaðaði á lienni ennið með kölnarvatni. Herra Ótis
kvað j)að nauðsynlegt að fá eitthvað að borða og skipaði svo
fvrir að kvöldverður yrði jjegar framreiddur. Borðhaldið var
þunglyndislegt, því varl'a nokkur mælti orð frú vörum, og jafn-
vel tvíburarnir voru hljóðir og alvörugefnir, því þeir héldu mjög
upp ú systur sína. Þegar máltíðinni var lokið skipaði herra Ótis
öllum að fara í rúmið, þrátt fyrir mótmæli hertogans, og sagði að
ekkert væri hægt að aðhafast frekar í kvöld, en hann mundi
sjálfur síma uin morguninn til Scotland Yard og biðja um að
sendur yrði leynilögregluþjónn tafarlaust upp að Kantaravöllum.
Um leið og fólkið gekk út úr borðstofunni sló klukkan 1 turnin-
um tólf a miðnætti. Og þegar seinasta slagið kvað við, heyrðu
allir hávaða og óp. Þruma hristi allt liúsið og yfirnáttúrlég
liljómlist fyllti Ioftið. Þilið fyrir ofan uppgönguna opnaðist með
háum bresti og fram úr gættinni kom Virginía litla nábleik í j
framan og hélt á lillu skríni í hendinni. Þau þutu öll upp stigann j
lil hennar og frú Ótis faðmaði hana að sér í ákefð, hertoginn
kyssti hana ástríðuþrungnum kossum og tvíburarnir dönsuðu
eins og villimenn utan um hópinn.
I guðanna bænum! hvar hefur þú verið barn? Spurði herra
Ötis hálfreiðilega og hugsaði að hún hefði veraö að lirekkja ljan
með því að fela sig. Við Sesíl erum búnir að ríða um allt hérað-
ið og leita að þér og móðir þín var nærri dauð af hrqeðslu. Þii
mátt aldrei fremja svona strákapör framar.
Nema til að hrekkja drauginn, nema til að lirekkja drauginn,
hrópuðu tvíburarnir og hoppuðu af kæti.
Elsku barnið mitt, guði sé lof að þú ert fundin. Þú mátt aldrei
yfirgefa mig aftur, sagði móðir hennar og kyssti skjálfandj
stúlkuna og strauk gullna hárið hennar.
Pabbi, sagði Virginía hæglátlega, ég hef verið hjá draugnum.
Hann er dáinn og lm verður að koma og sjú hann. Hann hefur
liagað sér mjög heimskulega en hann iðraðist eftir því og gaf
mér þetta skrin fullt af fögrum skartgripum áður en hann dó.
öll fjölskyldan glápti á stúlkuna orðlaus af undrun, en liún
var liin alvarlegasta og fullkomlega róleg, sneri sér við og benti
þeim að koma á eftir sér gegnum glufuna á veggnum. Síðan
Iiéldu j)au öll eftir löngum leynigangi og Wasliington gekk henni
næstur ineð Iogandi kerti, sem hann hafði gripið af borðinu um
leiö og l>au héldu af stað. Loks komu þau að stórri eikarhurð,
sem negld var aftur með ryðguðum nöglum. Þegar Virginía
snerti hana opnuðust dyrnar og þau 'komu inn í lágt, lítið her-
hergi með Iivelfdu lofti og einum litlum glugga. I einn vegginn
var festur þungur járnhringur og við hann var hlekkjuð stóv
beinagrind af manni. Hún Iá endilöng á gólfinu og virtist vera
að ná í fornfálegan brauðhakka og vatnskrús með löngum,
holdlausum fingrunum, en gat ekki teygt sig nógu langt til l)ess.
Krúsin liafði sjálfsagt einhvern tima verið full af vatni, nú var
aðeins græn skrælnuð slýhúð innan í henni og ú bakkanum var
bara lítil rykhrúga. Virginía féll á kné við hliðina á beinagrind-
inni, spennti greipar og fór að biðjast fyrir í lágum hljóðum,
skyldfólk hennar horfði forviða á liana, en því var nú ljóst, að
hinn hræðilegi sorgarleikur liafði opinberazt því.
Ifalló! hrópaði annar tvíburinn allt í einu, hann hafði verið
að horfa út um gluggann til þess að reyna að átta sig á hvar í
hyggingunni þetta herbergi væri. Halló! gamla möndlutréð hef-
tir blómstrað. Eg sé blómin glöggt í tunglskininu.
Guð hefur þá fyrirgefið honum, sagði Virginía alvarlega og
stóð á fætur. Andlit hennar Ijómaði af innra ljósi.
Þú ert hreinasti engill, hrópaði hertoginn, lagði arminn um
h$ls hennár og kyssti hana.
VII.
Fjórum döguin eftir þennan einkcnnilega atburð hófst jarð-
arför uin klukkan ellefu að kvöldi frá veiðisetrinu á Kantara-
yöllum. Fyrir'líkvagninn var heitt átta svörtum hestum og hver
r-TTi i.ýiL 'jr-f.i
MiAtm
Esja
Fargjald í Kaupmanna-
hafnarferðunum kr. 630,00,
á fyrsta farrými og kr.
465,00 á öðru farrými fæði
í 4 daga innifalið í far-
gjaldinu.
„Sæfari“
Tekið á móti flutning'i til
Ólafsfjarðar og Akureyr-
ar árdegis í dag.
M.b. Hekla
annast í sumar ferðir á
milli Hafraness, Búðareyr^-
ar og Eskifjarðar í sam-
bandi við ferðir áætlunar-
bifreiða. Ferðir bátsins
verða á mánudögum og
fimmtudögum, fyrsta ferð
mánudaginn annan í hvíta
sunnu.
M.b. Mjölnir
hefur hafið ferðir milli
Siglufjarðar og Skagafjarð
arhafna. Báturinn fer til
Sauðárkróks alla þriðju-
daga og laugardaga og til
Haganesvíkur mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga.
Munið
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
TIL
liffgur leiðin
Ragnar Olafsson
Hæstaréttarlögmaður
og
löggiltur endurskoðandi
Vonarstræti 12, sími 5999
________________________
Fallegar
VEGGHILLUR
útskornar í mahogny, ný-
komnar.
Verzlun
G. Sigurðsson & Co.
Grettisgötu 54.
Harry Macfie:
Gull Indíánanna
(Sönn saga).
Við fleygðum nestinu okkar, sem var orðíð
sorglega lítið, í land og kveiktum eld. Þegar við
höfðum borðað, sagði Sagwa okkur að sofa í
nokkrar klukkustundir, því að nú byrjaði aðal
þrfiðið. Við vorum gjörsamlega uppgefnir og
steinsofnuðum um leið og við vöfðum okkur í á-
breiðunum. Sagwa sat við eldinn og hélt vörð.
Mér fannst ég vera nýsofnaður, þegar Sagwa
lagði granna hönd sína á handarbakið á mér og
vakti mig. Við höfðum þó sofið í tvo klukkutíma,
að minnsta kosti, því sólin var að setjast á bak
við háan, skógivaxinn ás, sem var skammt fram-
undan okkur.
Við áttum að fara yfir þennan ás. Sagwa sagði,
að hinum megin við hann væri á, sem rynni niður
í „Fljótið mikla.“ Hann átti við Nelsonsfljótið.
Nú var lagt af stað. Við Samúel bárum bátinn
á milli okkar. Sagwa gekk á undan okkur og bar
það, sem hann komst með af farangrinum. Hann
gekk léttilega í gegnum skóginn upp hæðina og
hafði breiða burðarreim um ennið.
Þetta var löng leið, og báturinn var þungur. Við
vorum líka dauðþreyttir áður. Eftir margar hvíld-
ir komum við loksins upp á hæðina og lögðum
niður byrðarnar. Þegar við höfðum hvílt okkur
góða stund, snerum við aftur og sóttum, það, sem
eftir var af farangrinum.
ÞJÓÐVILJINN
Kemur ekki út á hvítasunnudag.
Þetta eru auglýsendur og aðrir
vinsamlega beðnir að athuga.
Byggingaráðstefnan 1946:
Verður sett í Sjómannaskólanum laug-
ardaginn 8. þ. m. kl. 2 e. h.
Fulltrúar vitji aðgöngumiða sinna og
dagskrár ráðstefnunnar í skrifstofu Lands-
sambands iðnaðarmanna í Kirkjuhvoli á
morgun kl. 9—12 f. lu
Mæðrastyrksnefndin
starfrækir, eins og að undanförnu, dvalar-
heimili fyrir mæður og börn, að Brautar-
holti á Skeiðum. Ætlazt er til að heimilið
taki til starfa um 24. júní.
Tekið á móti umsóknum um dvöl á
heimilinu í Þingholtsstræti 18 alla virka
daga (nema laugardaga) kl. 3—5.